Morgunblaðið - 10.11.2007, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. NÓVEMBER 2007 33
Of lítið samráð er haft við Al-þingi í meðferð EES-málahér á landi og um eitthvertárabil hefur engin upplýs-
ingagjöf um mál á mótunarstigi átt
sér stað. Fyrir vikið hafa kjörnir
fulltrúar á þingi takmarkaða mögu-
leika til að veita framkvæmdavaldinu
aðhald eða hafa áhrif á mótun og töku
ákvarðana á vettvangi
EES. Brýnt er að á
þessu verði tekið.
Fyrr á árinu kom út
skýrsla Evrópunefnd-
arinnar sem fjallar um
tengsl Íslands og Evr-
ópusambandsins.
Skýrslan veitir gott yf-
irlit yfir stofnanalands-
lag ESB og framkvæmd
EES-samningsins og
Schengen-samstarfsins.
Fjallað er um leiðir Ís-
lendinga til að gæta
hagsmuna sinna í Evr-
ópusamstarfinu, farið
yfir breytingar sem orð-
ið hafa á innra skipulagi
ESB og lagt mat á þýð-
ingu þeirra fyrir hags-
muni Íslands. Nefndin
dregur saman meg-
inniðurstöður starfs síns
og gerir tillögur um
ýmsar aðgerðir ,,til að auka áhrif Ís-
lands á mótun og töku ákvarðana á
þessum vettvangi“, eins og það er
orðað í niðurlagi skýrslunnar.
Af einstökum efnisatriðum skýrsl-
unnar hefur umfjöllun um stöðu og
framtíð EES-samningsins og kosti og
galla mögulegrar ESB-aðildar fengið
mesta athygli. Önnur efnisatriði hafa
hlotið minni umfjöllun en skýrslan
geymir meðal annars mikilvægar til-
lögur um meðferð EES-mála á Al-
þingi. Þær tillögur miða að því að fella
Evrópumálin í fastari skorður á
þinginu, t.d. með skipan sérstakrar
Evrópuþingnefndar. Meginhug-
myndin að baki niðurstöðu nefnd-
arinnar er að auka þátttöku stjórn-
málamanna og embættismanna í
hagsmunagæslu á þessu sviði. Í þeim
tilgangi þarf að gera Alþingi betur í
stakk búið til að fást við Evrópumál
með auknu samráði og upplýsinga-
gjöf, en einnig með áherslu- og skipu-
lagsbreytingum. Lagt er til að fasta-
nefndir þingsins eigi kost á því að
fylgjast með þróun ESB-gerða og að
þær fái reglulega lista yfir tillögur
framkvæmdastjórnar ESB sem síðar
kunni að verða teknar upp í landsrétt-
inn. Alþingi eignist fulltrúa í sendiráði
Íslands í Brussel og loks aðþingflokk-
um verði gert kleift að rækta sam-
skipti við systurflokka sína á Evrópu-
þinginu.
Tillögur Evrópunefndarinnar um
meðferð EES-mála á Alþingi eru af
sama meiði og reglur forsætisnefndar
Alþingis frá 1994 um þinglega með-
ferð EES-mála á mótunarstigi. Þar er
um að ræða ákveðnar grundvallar-
reglur um hlutverk utanríkisráðu-
neytis, utanríkismálanefndar, fasta-
nefnda þingsins og Íslandsdeildar
þingmannanefndar EFTA. Sam-
kvæmt reglum forsætisnefndar skal
hafa virkt samráð við Alþingi um öll
EES-mál á mótunarstigi og var á
þeim tíma sem reglurnar voru settar
gert ráð fyrir að utanríkismálanefnd
og EFTA-nefndin myndu funda mán-
aðarlega til að fjalla um EES-mál.
Af einhverjum ástæðum hefur
þessum reglum ekki verið fylgt hin
síðari ár. Svo virðist sem meðferð
EES-mála á Alþingi hafi smám sam-
an þróast í átt til minna samráðs og
takmarkaðri upplýsinga, sérstaklega
vegna mála á mótunarstigi. Um eitt-
hvert árabil hefur engin upplýsinga-
gjöf um mál á mótunarstigi átt sér
stað. Á þessum tíma hafa fjölmargar
ESB-gerðir verið teknar inn í EES-
samninginn án þess að tryggt væri að
fastanefndir Alþingis væru upplýstar
um að viðkomandi mál hefðu komið
fram frá framkvæmdastjórn ESB eða
að til umræðu væri að taka tilteknar
ESB-gerðir upp í EES-samninginn.
Skortur á upplýsingagjöf og formleg-
um vettvangi fyrir umræðu um þessi
mál er ekki léttvægt atriði. Þingið
hefur við þær aðstæður takmarkaða
möguleika til að veita framkvæmda-
valdinu aðhald, ekkert tilefni til að
spyrja út í áherslur stjórnvalda í ein-
stökum málaflokkum, t.d. um mögu-
leika Íslands til undanþága eða aðlag-
ana við innleiðingu á ESB löggjöf og
yfirhöfuð fá tækifæri til að fylgjast
með þróun Evrópulöggjafarinnar.
Framkvæmdavaldið stundar hags-
munagæslu vegna framkvæmdar
EES-samningsins, Schengen-
samstarfsins og annarra Evrópumála
í gegnum sendiráð Ís-
lands í Brussel en þar
starfa, auk almennra
starfsmanna sendi-
ráðsins, 10 fulltrúar ís-
lensku ráðuneytanna.
Samtök sveitarfélaga
hafa nýlega opnað
skrifstofu í Brussel og
Samtök atvinnulífsins
hafa rekið þar skrif-
stofu um nokkurt
skeið, en báðar þessar
skrifstofur annast
upplýsingaöflun og
hagsmunagæslu auk
þess að vera virkar í
starfi systursamtaka
sinna þar ytra. Al-
gengt er að ýmsir aðr-
ir hagsmunaaðilar
sendi fulltrúa á fundi í
Brussel og fylgist
grannt með þróun
þeirra málaflokka sem
þau varða.
Það er því sérstakt rannsóknarefni
hvers vegna meðferð EES-mála á Al-
þingi hefur þróast með fram-
angreindum hætti. Undir engum
kringumstæðum er það eðlilegt, að
hlutverk Alþingis í framkvæmd EES-
samningsins minnki með árunum og
verði því sem næst einskorðað við að
afgreiða formsatriði. Eftir ákvörðun
sameiginlegu EES-nefndarinnar um
að tiltekin ESB-löggjöf skuli tekin
upp í EES-samninginn snýst meðferð
Alþingis fyrst og fremst um það hvort
þingið hyggist beita neitunarvaldi.
Það hefur aldrei verið gert, enda
myndi ákvörðun um að beita neit-
unarvaldi hafa alvarleg áhrif á allt
EES-samstarfið. Reyndar hefur ekk-
ert EES/EFTA-ríki beitt neit-
unarvaldi frá upphafi samningsins.
Samkvæmt framanrituðu er ljóst
að brýn nauðsyn er á því að endur-
skoða meðferð EES-mála á Alþingi.
Reglur forsætisnefndar frá 1994, sem
enn eru í gildi, og tillögur Evrópu-
nefndarinnar eru skynsamlegur
grundvöllur fyrir meðferð þessara
mála. Í því sambandi skiptir miklu að
ekki verði látið við það sitja að gera
Alþingi ljóst að tiltekin mál séu í
deiglunni, heldur verður þingið að
hafa burði til að eiga frumkvæði að
skoðun einstakra mála og búa yfir
þekkingu til að vinna úr álitaefnum.
Hugmyndin um fulltrúa Alþingis í
Brussel er allrar athygli verð en jafn-
framt er ástæða til að huga að miklu
öflugri samskiptum fastanefnda
þingsins sem og þingflokkanna við
áhrifaöflin í Brussel. Hefðbundin
heimsókn hluta utanríkismálanefndar
Alþingis annað hvert ár til Brussel
dugar engan veginn í því tilliti. Ætli
Alþingi að láta EES-mál til sín taka
þarf að gera þinginu kleift að starfa
sjálfstætt og af myndarskap að skoð-
un Evrópumála. Þess má geta að allar
fastanefndir norska Stórþingsins áttu
fundi með hliðstæðri málefnanefnd
Evrópuþingsins á síðasta ári í þeim
tilgangi að ræða þróun Evrópulög-
gjafarinnar.
Meðal tillagna Evrópunefnd-
arinnar var að ríkisstjórnin skili Al-
þingi árlega skýrslu um þróun EES-
og Schengen-mála og utanrík-
isráðherra hefur nú þegar ákveðið að
flytja þinginu sérstaka skýrslu um
Evrópumál í janúar. Með því er stigið
jákvætt skref. Það er einnig yfirlýst
markmið ríkisstjórnarinnar að stefna
að aukinni umræðu um samskipti Ís-
lands og ESB. En nánari úrlausn til-
lagna Evrópunefndarinnar þolir enga
bið. Tillögur hennar um meðferð
EES-mála á Alþingi snerta málefni
dagsins í dag. Þær mega ekki dragast
í framkvæmd, þótt evran og hugs-
anlega aðild okkar að ESB í langri
framtíð hafi verið mörgum ofar í huga
upp á síðkastið.
Þingið og EES
Eftir Bjarna Benediktsson
Bjarni Benediktsson
» Ljóst er aðbrýn nauð-
syn er á því að
endurskoða
meðferð EES-
mála á Alþingi.
Höfundur er alþingismaður.
nig eru í
ð fyr-
nar fyrir
ægt að
fyrirtæki
essarar
andi og
r á net-
þjónabú og sólarkísil byggist á því
að vænta má hærra raforkuverðs í
þeim viðskiptum en við aðra stór-
kaupendur. Landsvirkjun mun
þess vegna ekki ganga til samn-
ingaviðræðna að sinni við fyr-
irtæki sem hyggja á bygginu
nýrra álvera á Suður- eða Vest-
urlandi.
Rafmagni úr þeim virkjunum
sem eru í undirbúningi í Þjórsá
telur Landsvirkjun að verði best
ráðstafað í þágu starfsemi af þeim
toga sem að ofan er lýst ásamt
hugsanlega aukinni sölu til álvera
sem þegar eru starfandi í landinu.
Undirbúningi virkjana í Þjórsá
miðar áfram þannig að fram-
kvæmdir gætu hafist á seinni
hluta næsta árs ef allt gengur eft-
ir,“ segir þar ennfremur.
Á annan tug fyrirtækja hefur
óskað eftir viðræðum
Landsvirkjun hafði gert ráð fyrir
að ráðstafa rafmagni frá úr virkj-
unum í neðri hluta Þjórsár til
stækkunar álvers Alcan í Straums-
vík en eftir að Hafnfirðingar felldu
stækkun í atkvæðagreiðslu, ákvað
Landsvirkjun að skoða hvaða aðra
möguleika fyrirtækið ætti á að
selja raforkuna.
Friðrik segir að á seinustu mán-
uðum hafi um hálfur annar tugur
fyrirtækja óskað eftir viðræðum
við Landsvirkjun um raforkukaup.
Nokkur álfyrirtæki hafa sýnt
áhuga á að reisa ný álver á suð-
vesturhorni landsins eins og fram
hefur komið, þ. á m. eru Norðurál
sem undirbýr byggingu nýs álvers
í Helguvík, Alcan sem hefur sýnt
mikinn áhuga á að byggja nýtt ál-
ver á Íslandi eftir að Hafnfirð-
ingar höfnuðu stækkun í Straums-
vík og Norsk Hydro.
,,Ýmsir aðrir aðilar hafa upp á
síðkastið í auknum mæli verið að
spyrjast fyrir um orkukaup,“ segir
Friðrik og vísar m.a. til áhuga sem
í ljós hafi komið á að byggja upp
netþjónabú hér á landi. Lagning
nýs sæstrengs Farice er forsenda
fyrir því að netþjónabú geti risið á
Íslandi en fyrir skömmu var greint
frá þátttöku orkufyrirtækjanna í
lagningu strengsins með aðild
þeirra að Farice.
Friðrik segir að einnig sé mjög
vaxandi iðnaður á sviði kísilhreins-
unar í heiminum fyrir sólarrafala,
sem þurfi talsverða orku. „Það
hafa líka komið fyrirspurnir frá
slíkum aðilum,“ segir Friðrik.
Töldu rétt að forgangsraða
„Þegar við stóðum frammi fyrir
þessu sáum við að það var miklu
meiri eftirspurn eftir orkunni en
við höfum yfir að ráða því við höf-
um eingöngu möguleika á orkuöfl-
un úr neðanverðri Þjórsá. Stjórn
Landsvirkjunar fór yfir þessi mál
og tók því næst þessa stefnumót-
andi ákvörðun. Stjórnin var ein-
huga um að rétt væri að for-
gangsraða með þeim hætti að
teknar yrðu upp viðræður við þá
aðila þar sem vænta má hærra
raforkuverðs. Það er einnig gott
fyrir Landsvirkjun að hafa meiri
fjölbreytni í viðskiptavinahópn-
um vegna þess að það dregur úr
áhættunni. Í dag erum við með
samninga sem eru margir hverj-
ir mjög svipaðir og taka t.d. í
mörgum tilvikum tillit til þess
hvert álverðið er á hverjum
tíma.“
Engin áhrif á fyrirætlanir
á Norðausturlandi
Friðrik segir að þessi ákvörðun
Landsvirkjunar hafi engin áhrif
á fyrirætlanir um orkuöflun á
Norðausturlandi vegna mögu-
legs álvers á Bakka við Húsavík.
,,Við höldum undirbúningi okkar
þar áfram þó að engir samn-
ingar liggi fyrir fyrr en kannski
seint á næsta ári. Við munum
leggja stórfé í að halda til-
raunaborunum þar áfram á
næsta ári,“ segir hann.
Spurður hve langt viðræður
um raforkusölu í netþjónabú og
til kísilhreinsunar eru komnar
segir Friðrik að þar sé fyrst og
fremst um tvo aðila að ræða sem
hafi sýnt áhuga á að skoða þessa
möguleika alvarlega á næstunni.
„Við getum ekki greint frá því
hver þessi fyrirtæki eru. Þetta
ætti að skýrast á næstu mán-
uðum,“ svarar hann.
„Við höldum áfram undirbún-
ingi virkjana í Þjórsá og gerum
okkur vonir um að einhvern
tíma seint á næsta ári verði
hægt að hefja framkvæmdir þar.
Að sjálfsögðu þurfum við að fá
öll tilskilin leyfi svo það verði
hægt. Við vonumst til þess að
hluti af þeirri orku sem þar fæst
geti nýst á Suðurlandi, t.d. í
Þorlákshöfn, ef einhver þessara
aðila sem sýnt hafa áhuga á raf-
orkukaupum vilja setja niður
starfsemi sína þar,“ segir Frið-
rik að lokum.
orku til nýrra
g vestanlands
il netþjónabúa og fyrirtækja á sviði kísilhreinsunar
Morgunblaðið/Gísli Sigurðsson
ds-
t-
kísil
ænta
uverðs
m en
-
ophussonar við virkjun í neðanverðri Þjórsá.
riggja fyr-
siliðju og
sé mikill
ur á Íslandi.
fyrirtækja
markaðs-
a vöru á
unnin í krafti
og sumir
að við mig,
orku muni
aðarráð-
er sú að það
la við okkur
rður að segj-
um þessara
heldur bón-
erra og sagt
Þeim hefur
ð fá haldbær-
u. Orkufyr-
ati talað af
þá orku sem
ofmeta al-
rku sem er
ar,“ segir
ss vegna
sráðherra
kufyrirtækin
u gagnvart
þess að það
tæki úr nýj-
skjóta fjöl-
okkar at-
ast núna. Í
g þessi af-
rkun Lands-
.
„FLJÓTT á
litið sýnist
mér þetta
vera skyn-
samleg
ákvörðun
hjá stjórn
Landsvirkj-
unar vegna
þess að hún
geti stuðlað
að fjöl-
breyttari atvinnuuppbygg-
ingu,“ segir Þórunn Svein-
bjarnardóttir
umhverfisráðherra. Hún
segir að ákvörðunin sé at-
hyglisverð og virðist vera
merki um ákveðna áherslu-
breytingu í stjórn Lands-
virkjunar
Spurð hvort hún telji að
þessi áherslubreyting gæti
haft áhrif á afstöðu and-
stæðinga virkjunarfram-
kvæmda í neðri hluta Þjórs-
ár og greitt fyrir
framkvæmdunum svarar
Þórunn því neitandi. „Ég fæ
ekki séð að þetta breyti
nokkru um afstöðu manna
til þeirra framkvæmda. Ég
held að það gildi einu t.d.
fyrir þá sem eru núna mót-
fallnir þessum þremur
virkjunum í neðri Þjórsá í
hvað sú orka eigi að fara,“
segir hún.
Skynsamleg
ákvörðun
Þórunn Svein-
bjarnardóttir
RANNVEIG Rist, forstjóri Alcan á
Íslandi, segir að sú ákvörðun
Landsvirkjunar að ganga ekki að
svo stöddu til viðræðna um raf-
orkusölu við fyrirtæki, sem
hyggja á byggingu nýrra álvera á
Suður- eða Vesturlandi, valdi von-
brigðum. Alcan á Íslandi þurfi nú
að fara yfir það hvað þetta þýði.
„Þetta eru að minnsta kosti von-
brigði miðað við það sem við höfð-
um væntingar um,“ sagði Rann-
veig. Hún sagði að fyrirtækið
þyrfti lengri tíma til að átta sig á
þessum fréttum enda hefðu þær
verið að berast. Alcan hefur eftir
að Hafnfirðingar höfnuðu stækk-
un álversins í Straumsvík í at-
kvæðagreiðslu, m.a. kannað
möguleika á að reisa álver í Þor-
lákshöfn eða á Vatnsleysuströnd.
Breytir engu um fyrsta áfanga
Norðuráls í Helguvík
Ragnar Guðmundsson, forstjóri
Norðuráls, segir ákvörðun Lands-
virkjunar ekki hafa áhrif á und-
irbúning álvers í Helguvík, Norð-
urál haldi sínu striki í þeim efnum.
Ljóst sé hins vegar að aðkoma
Landsvirkjunar hefði verið góð
viðbót við þá samninga sem fyr-
irtækið hafi þegar gert um orku-
kaup og myndi tryggja meiri sam-
fellu í uppbyggingu þess álvers.
Norðurál hefur þegar samið um
orkukaup frá Hitaveitu Suð-
urnesja og Orkuveitu Reykjavíkur
vegna fyrsta áfanga álversins sem
fyrirtækið vill reisa í Helguvík.
Ragnar segir meininguna þá að
byggja alls 250 þúsunda tonna ál-
ver í nokkrum áföngum og að
stefnt hafi verið að því að hraði
uppbyggingarinnar tæki mið af ís-
lensku efnahagslífi.
Áætlanir gera ráð fyrir að haf-
ist verði handa vegna fyrsta
áfanga seinni part ársins 2010 en
engar tímasetningar liggi fyrir
um stækkun síðar meir, það fari
eftir orkuöfluninni.
Sem kunnugt er skilaði Skipu-
lagsstofnun áliti á mati á umhverf-
isáhrifum álversins í október sl. og
Ragnar segir að sveitarfélögin á
svæðinu séu nú að klára skipu-
lagsmálin sín megin. „Við höfum
fundið fyrir sívaxandi þrýstingi
meðal íbúa og fyrirtækja á Suð-
urnesjum að fara af stað í Helgu-
vík eins hratt og unnt er.“
Ákvörðun Landsvirkj-
unar veldur vonbrigðum
Rannveig
Rist
Ragnar
Guðmundsson