Morgunblaðið - 10.11.2007, Blaðsíða 30
úr bæjarlífinu
30 LAUGARDAGUR 10. NÓVEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ
Árni Helgason Stykkishólmi ritar
bréf: „Mig langar að senda til birt-
ingar í Vísnahorninu eftirfarandi
vísur í tilefni af frumvarpi um sölu
áfengis í matvörubúðum um allt
land, en ég á erfitt með að skilja
hvernig þeir sem flytja það tala um
„frelsi“ í sambandi við þetta
frumvarp:
Í dag er drukkið ölið
og dásamað þetta frelsi
en síðan byrjar bölið
og bölið skapar helsi.
Það er auðséð ekkert grín
hve alltof margur þrammar,
drekkur eins og vatnið vín
og verður sér til skammar.
Það er eins og þessir „frelsisunn-
endur“ hafi ekki nóg af útsölustöð-
um áfengis í landinu. Alltaf þurfi að
bæta við. Nú nenna þeir ekki að
sækja það í veitingahús eða versl-
anir ÁTVR. Mér dettur í hug vísa
sem ég lærði í æsku:
Lýðurinn kýs hin léttu spor
lóuflug og kvakið.
En alltaf sýnir afl og þor
arnar vængjatakið.
Læt þetta nægja í bili.“
VÍSNAHORNIÐ
Af böli og áfengi
pebl@mbl.is
Hjúkrunar- og dvalarheimilið Lundur
á Hellu á 30 ára starfsafmæli um þess-
ar mundir. Á dögunum var haldið upp
á það með kaffisamsæti þar sem allir
voru velkomnir og mættu um 300 gest-
ir. Veitt voru þakkarskjöl þeim félaga-
samtökum sem hafa styrkt Lund á
árinu. Til skemmtunar á afmælisdag-
inn söng stúlknakórinn Hekla og
barnakór Oddakirkju, Nína Moravek
og Írena Steindórsdóttir spiluðu, Öð-
lingarnir sungu nokkur lög og systk-
inin Gísli Stefánsson og Kristjana
Stefánsdóttir sungu. Í lokin var það
kór íbúa Lundar sem söng lag í tilefni
dagsins með frumsömdum texta.
Eins og komið hefur fram í fréttum
fékk Lundur viðurkenningu Vinnu-
eftirlits ríkisins sem fyrirmyndar fyr-
irtæki í vinnuverndarvikunni.
Þemadagar standa yfir þessa dagana
í Grunnskólanum á Hellu þar sem
þemað er 80 ára afmæli Hellu sem
byggðar á þessu ári. Nemendur gera
ýmislegt í tilefni þessa, s.s. bjóða þeir
foreldrum til hátíðarkaffis og halda
málfundi um byggðina og umhverfið.
Ýmislegt fleira skemmtilegt og gef-
andi hefur verið á dagskrá undan-
farið í grunnskólanum, t.d. var sett á
stofn verkefnið „jól í skókassa“ í sam-
starfi við KFUM og K, þar sem safn-
að er jólagjöfum í skókassa handa
börnum í Úkraínu. 125 kassar voru
sendir frá nemendum skólans. Nem-
endur 10. bekkjar unnu að verkefninu
„Hugsað um barn“ sem er byggt á að
allir nemendur taka að sér að hugsa
um tölvustýrða dúkku sem hagar sér
eins og barn og þurfa „foreldrarnir“
að leggja sínar eigin þarfir til hliðar á
meðan. Markmiðið er að nemendur
fái betri skilning á hegðun og þörfum
nýfæddra barna og þeirri ábyrgð sem
felst í því að eignast barn. Að lokum
má nefna starfskynningar sem nem-
endur fara í, bæði hér á svæðinu og á
höfuðborgarsvæðinu.
Er þér alveg sama um barnið þitt?
Misjafn er sauður í mörgu fé og til
eru þeir unglingar sem verða heild-
inni til skammar og standa fyrir
óknyttum og skemmdarverkum af
ýmsum toga. „Er þér alveg sama um
barnið þitt?“ er yfirskriftin á auglýs-
ingu um opinn fund sem Foreldra- og
kennarafélag Grunnskólans á Hellu
stendur fyrir nk. miðvikudagskvöld
kl. 20. Tilefnið er m.a. að nokkuð hef-
ur borið á því að unglingar hafi
skemmt bíla, brotið rúður, kveikt í,
jafnvel upp við íbúðarhús og skapað
stórhættu með því. Í einhverjum til-
fellum hafa bæði unglingar og for-
eldrar neitað sök fyrst í stað, en síðan
þegar lögregla kemur að málinu hef-
ur játning náðst fram. Vegna þessara
mála fóru m.a. sveitarstjóri og yfir-
lögregluþjónn í heimsókn í efstu
bekki grunnskólans, fengu þar góðar
móttökur og ljóst er að um tiltölulega
fáa einstaklinga er að ræða sem
stunda þessa iðju. Fundinum er ætlað
m.a. að hvetja foreldra til að fylgjast
náið með hvað börn þeirra hafa fyrir
stafni og að reglur um útivistartíma
verði virtar.
Nýlegur fundur Hestamannafélags-
ins Geysis, 20 ferðaþjónustuaðila,
Landgræðslunnar og sveitarfélag-
anna þriggja í Rangárvallasýslu kaus
sér verkefnisstjórn til að fullvinna
reiðvegakort fyrir sýsluna og hálend-
ið upp af henni. Jafnframt á að kynna
þjónustu aðila sem eru nálægt þess-
um reiðvegum. Fyrirhugað er að
sækja um að verkefnið fari inn í Vaxt-
arsamning Suðurlands og Vest-
mannaeyja. Í fyrstu verður unnið að
því að reiðvegakort og þjónusta verði
aðgengileg á heimasíðu verkefnisins
og verði hún komin í gagnið fyrir
landsmót hestamanna í júní á næsta
ári sem fram fer á Gaddstaðaflötum
við Hellu. Þar eiga notendur að geta
prentað út reiðleiðir og aðrar upplýs-
ingar sem tengjast þeim.
Föndur og hvers konar handverk
kemst oft í hámæli þegar jólin nálg-
ast. Hekla handverkshús á Hellu aug-
lýsir nú námskeið af ýmsu tagi fyrir
áhugasama íbúa. Má þar nefna kynn-
ingu á knipli, þæfingu á ull og silki og
þæfingu á jólaskrauti. Jafnframt er
hverskonar handverk til sölu í hand-
verkshúsinu. Hekla handverkshús
hvetur sveitungana til að versla í
heimabyggð fyrir jólin sem endra-
nær. Taka má heilshugar undir slíkt,
því í þessu má nota gamla og góða
málsháttinn, „enginn veit hvað átt
hefur fyrr en misst hefur“.
HELLA
Óli Már Aronsson fréttaritari
Morgunblaðið/Óli Már Aronsson
Hestafólk Reiðleiðir í Rangárvallasýslu og á hálendinu eru væntanlegar á
netið fyrir landsmót hestamanna 2008. Á myndinni eru glæsileg ungmenni
úr Hestamannafélaginu Geysi á Gaddstaðaflötum
FASTEIGNASALA
STÓRHÖFÐA 27
Sími 594 5000
Halla Unnur Helgadóttir
löggiltur fasteignasali.
Sérlega falleg 113,3 fm2 4ra herbergja á 3ju hæð
í lyftuhúsi. Forstofa með flísum. Merbau parket.
Vitrými eru flísalögð. Björt stofa og borðstofa.
Rúmgóð svefnherbergi m/ skápum. Einu herb.
hefur verið breytt í sjónvarpsherbergi. Gott eld-
hús með borðkrók. Snyrtilegt baðherbergi með
sturtu og baðkeri. Sérþvottahús í íbúð og geym-
sla í kjallara. Vönduð eign! VERÐ: 30.9 millj.
Nánari upplýsingar gefur Bjarni 896 3875
hjá Akkurat
OPIÐ HÚS Í DAG KL. 14-15
NÚPALIND 6, íbúð 301
MasterCard
Mundu
ferðaávísunina!
Skógarhlí› 18 • 105 Reykjavík • Sími 595 1000 • Fax 595 1001
Akureyri sími: 461 1099 • Hafnarfjörður sími: 510 9500
frá 29.990kr.*
Skíðaveisla
í Austurríki - Flachau - Lungau - Zell am See
Bókaðu strax! Ótrúleg kjör – örfá herbergi í boði
Kr. 69.990
– 11 nátta ferð með hálfu fæði
Heimsferðir bjóða beint morgunflug til Salzburgar næsta
vetur og þar með tryggjum við þér aðgang að bestu skíða-
svæðum Austurríkis, s.s. Flachau, Lungau og Zell am See.
Tryggðu þér flugsæti og gistingu á besta verðinu og taktu
þátt í skíðaveislu Heimsferða í Austurríki næsta vetur.
Frábært verð
Kr. 29.990
* Flugsæti með sköttum, fargjald A.
Kr. 69.990
– 11 nátta ferð með hálfu fæði
Netverð á mann, m.v. gistingu í tvíbýli á
Skihotel Speiereck í Lungau með hálfu
fæði í 11 nætur. Sértilboð 15. janúar.
Kr. 89.990
– Frábært **** hótel
með hálfu fæði
Netverð á mann, m.v. 2 fullorðna og
2 börn (2-15 ára) í fjölskylduherbergi á
Hotel Unterberghof í Flachau með hálfu
fæði í 11 nætur. Sértilboð 15. janúar.
Kr. 103.990
Netverð á mann, m.v. gistingu í tvíbýli á
Hotel Unterberghof **** í Flachau með
hálfu fæði í 11 nætur. Sértilboð 15. janúar.
Kr. 114.990
– 14 nátta jólaferð
Netverð á mann, m.v. gistingu í tvíbýli á
Pension Wolfgang í Saalbach / Hinterglem
með morgunv. í 14 nætur. Sértilboð 22. des.
Kr. 159.990 – jólaferð
Netverð á mann, m.v. gistingu í tvíbýli á
Hotel Unterberghof **** í Flachau með
hálfu fæði í 14 nætur. Sértilboð 22. des.
Beint flug Frábær sértilboð
22. des.
- 14 nátta jólaferð
15. janúar
- 11 nátta ferð
E
N
N
E
M
M
/
S
IA
•
N
M
3
0
66
1