Morgunblaðið - 10.11.2007, Blaðsíða 34
34 LAUGARDAGUR 10. NÓVEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
B
öðvar Guðmundsson
rithöfundur var að
senda frá sér nýja
bók „Sögur úr Síð-
unni“. Sögusvið bók-
arinnar er augljóslega Hvítársíða
þar sem Böðvar ólst upp um miðja
síðustu öld. Skáldið mætti í viðtal í
bókmenntaþátt Egils Helgasonar
fyrir skömmu og Egill spurði
Böðvar m.a. hvort hann sæi eftir
þessum tíma sem bókin fjallar um.
Böðvar sagði að þetta hefði verið
gott og skemmtilegt mannlíf, en
tók jafnframt fram að hann sæi
ekki eftir kotbúskapnum sem
þetta mannlíf byggðist á.
Sjálfur var ég í sveit í Hvít-
ársíðu í kringum 1970 og get verið
Böðvari sammála um að mannlífið
í Síðunni var gott og skemmtilegt.
Á þeim tíma hugsaði ég ekki mikið
um að þarna væru kotbýli, en það
er hins vegar augljóst að þarna
var stundaður kotbúskapur eins
og alls staðar í sveitum landsins.
Þarna bjuggu bændur með innan
við 300 kindur og 12 beljur. Þetta
voru menn sem höfðu aldrei farið
til útlanda og tóku sér aldrei frí.
Ef menn höfðu fjárhagslegt svig-
rúm til nokkurs hlutar var það
svigrúm notað til að kaupa nýjan
traktor eða heyvinnuvél.
Nú má spyrja, er þessi kotbú-
skapur liðinn undir lok? Því fer
fjarri. Hann hefur vissulega
breyst. Hið líkamlega strit er ekki
eins mikið og fyrrum, en kind-
urnar eru ennþá 300 og kýrnar
eru kannski orðnar 24. Sú breyt-
ing hefur þó orðið á að í búskap er
núna allstór hópur manna sem
hafnar kotbúskapnum. Þetta eru
menn sem vilja vera með mun
stærri bú en feður þeirra. Þetta
eru velmenntaðir menn sem hafa
kynnt sér nýjungar í búskap er-
lendis. Þessir bændur líta á bú-
skap eins og hvern annan fyr-
irtækjarekstur. Þeir sætta sig
ekki við sömu kjör og eldri kyn-
slóð bænda.
Á að varðveita gamla tímann?
Þeir eru ófáir Íslendingarnir
sem hafa verið í sveit og rekið kýr
í haga. Fyrir flesta var þetta
skemmtilegur tími. Margir virðast
hins vegar ekki bara vilja varð-
veita þennan tíma í minningunni
heldur leggja áherslu á að varð-
veita sveitirnar eins og þær voru í
gamla daga. Lögð er áhersla á að
búin megi ekki verða of stór,
bændum megi helst ekki fækka og
að bændur eigi að nota íslenskar
kýr líkt og alltaf hafi verið gert
hér á landi.
Talsmenn þessarar stefnu eru
hins vegar dæmdir til að tapa og
þeir sem tala fyrir henni eru ekki
aðeins að mæla fyrir gamla kotbú-
skapnum heldur um leið að eyði-
leggja fyrir framtíðarmöguleikum
landbúnaðarins. Til að rökstyðja
þessa fullyrðingu er nauðsynlegt
að skoða málið í samhengi við þær
kröfur sem gerðar eru til landbún-
aðarins í dag. Í mörg ár hefur ver-
ið uppi hörð krafa um að landbún-
aðurinn framleiði ódýrari matvæli
og einnig að neytendur eigi kost á
að kaupa innfluttar landbún-
aðarvörur. Þó að margir stjórn-
málamenn hafi tekið undir þessar
kröfur hafa stjórnvöld þó aðeins
opnað fyrir mjög takmarkaðan
innflutning á landbúnaðarvörum.
Það er hins vegar alveg ljóst að
þessi krafa um að heimila innflutn-
ing á landbúnaðarvörum á eftir að
styrkjast á næstu árum og næsta
kynslóð stjórnmálamanna sem á
eftir að stjórna landinu mun taka
meira tillit til hennar en sú kyn-
slóð stjórnmálamanna sem stjórn-
að hefur landinu fram til þessa.
Þegar búið er að opna fyrir inn-
flutning munu íslenskir bændur
standa frammi fyrir tveimur kost-
um, að tapa markaðshlutdeild eða
lækka verðið. Báðir kostirnir þýða
verri kjör bænda. Eina leið land-
búnaðarins til að standast sam-
keppnina við innfluttar vörur er að
nýta sér alla möguleika á hagræð-
ingu í greininni. Leiðirnar til þess
eru margar, en það sem skiptir
líklega mestu máli er að stækka
búin og kynbæta kúakynið með
innfluttu erfðaefni líkt og gert hef-
ur verið í svínarækt og kjúklinga-
rækt hér á landi.
Til þess að þetta megi verða
verður landbúnaðurinn að hafa
sama frelsi til athafna og aðrar at-
vinnugreinar. Hvað myndu menn í
sjávarútvegi segja ef þeir mættu
aðeins nota íslenskar fiskvinnslu-
vélar og íslensk skip? Hvað
myndu stjórnendur bankanna
segja ef stjórnvöld hefðu lagt þá
kvöð á bankakerfið að það mætti
einungis ráða Íslendinga í vinnu
eða að íslensku bankarnir mættu
bara eiga viðskipti í Danmörku og
Bretlandi vegna þess að þannig
var þetta á 19. öld og framan af
20. öld?
Halldór Blöndal, fyrrverandi
landbúnaðarráðherra, sagði í grein
í Morgunblaðinu nýverið: „Blóm-
legur landbúnaður er hluti af
sjálfsmynd okkar Íslendinga og
falleg býli um sveitir landsins
gleðja augað.“ Hann segist ekki
geta „fellt [sig] við að skipt sé um
kúakyn fyrir sýndarhagnað“.
Guðni Ágústsson, sem tók við af
honum, hefur lýst svipuðum við-
horfum. Þau byggjast á því að
varðveita það gamla og standa
gegn kröfum sumra bænda sem
vilja aukið frelsi til að geta hag-
rætt meira í atvinnugreininni. Það
kann vel að vera að þessi viðhorf
eigi eftir að ráða ferðinni hjá
stjórnvöldum enn um sinn. Það
versta við þessi viðhorf er að þau
munu líklega ná að draga máttinn
úr öflugustu bændunum. Hættan
er sú að þegar samkeppnin skellur
á standi íslenskir bændur varn-
arlausir með óhagkvæman rekst-
ur. Þá mun þeir ungu og kraft-
miklu bændur, sem hafa verið að
byggja nýju fjósin, selja auðmönn-
um jarðir sínar og snúa sér að
öðru. Þá verða bara gamlir kot-
bændur eftir í greininni með sínar
24 landnámskýr og 300 kindur.
Af hverju vilja stjórnmálamenn
vera að skipta sér af því hvað búin
eru stór og hvers konar kýr bænd-
ur eru með í fjósum sínum? Er
ekki nóg fyrir þá að stjórna því
hversu mikla mjólk bændur mega
framleiða? Þurfa þeir líka að
stjórna því hvernig hún er fram-
leidd?
Rómantík
kotbóndans
» Böðvar Guðmundsson sagði að þetta hefði ver-ið gott og skemmtilegt mannlíf, en tók jafn-
framt fram að hann sæi ekki eftir kotbúskapnum
sem þetta mannlíf byggðist á.
egol@mbl.is
VIÐHORF
Egill Ólafsson
ÞAÐ er mikið að gera hjá bæj-
arstjóra Ísafjarðar, sjálfstæð-
ismanninum Halldóri Halldórssyni,
þessa dagana. Halldór er jú líka for-
maður Sambands íslenskra sveitar-
félaga (SÍS) sem í vik-
unni hélt
fjármálaráðstefnu.
Eins og flestir vita
standa mörg sveit-
arfélög í landinu nokk-
uð illa fjárhagslega
þrátt fyrir að flest
þeirra innheimti há-
mark hins löglega út-
svars af íbúum sínum.
Í kvöldfréttum Rík-
issjónvarpsins hinn 4.
nóvember síðastliðinn
kom fram að formaður
SÍS vill að ríkið hjálpi
sveitarfélögunum að
greiða upp þær skuldir
sem þau hafa verið svo
dugleg að safna sér.
Ekki var hægt að
skilja orð formannsins
öðruvísi en svo að
þarna væri komin
lausnin á fjárhags-
vanda sveitarfélag-
anna, enda virðist ríkið
eiga fullt af peningum,
svona eins og þeir hafi
vaxið á trjánum. For-
manninum fannst til-
valið að nýta þær þrjá-
tíu þúsund milljónir
sem talið er að ríkið muni ofrukka
skattgreiðendur um á næsta ári til
að greiða upp syndir sveitarfélag-
anna. Ekki voru tíundaðar frekari
hugmyndir eða lausnir að því hvað
sveitarfélögin ætluðu að greiða sjálf.
Ekki var heldur talað um hvernig
koma ætti í veg fyrir frekari skulda-
söfnun. Kannski er það bara auka-
atriði?
Hér skal ekki gert lítið úr fjár-
hagsvanda sveitarfélagana. Það er
grafalvarlegt vandamál og mörg
þeirra mjög illa stödd. Sveitarstjórn-
armenn hljóta hins vegar að þurfa að
taka einhverja ábyrgð á gjörðum
sínum þar sem þeir hafa stofnað til
mikilla skulda. Ekki satt?
Útgjöld og umsvif sveitarfélaga
hafa aukist svo um munar síðustu ár.
Það virðist vera þannig að stjórn-
málamenn á sveitarstjórnastigi finni
hverja ástæðuna á fætur annarri til
að auka umsvif sín. Þá virðist ekki
skipta neinu máli hvað
hlutirnir kosta.
Væri ekki nær að
formaður Sambands ís-
lenskra sveitarfélaga
hvetti félagsmenn sína
til að slaka á í loforð-
unum fyrir kosningar?
Er nauðsynlegt að
stjórnmálamenn reyni
sífellt að toppa hver
annan í kostn-
aðarsömum loforðum?
Það vilja auðvitað allir
gera vel og vera vin-
sælir. Fyrir sveit-
arstjórnarkosningar
ætla allir sér að bæta
allt og gera allt fyrir
alla. Aldrei fylgir það
sögunni hver á að
borga reikninginn.
Menn keppast að við að
lofa gervigrasvöllum,
menningarhúsum,
gjaldfrjálsum leik-
skólum og styrkjum
fyrir hinu og þessu.
Menn fara langt út fyr-
ir lögboðin verkefni
sveitarfélaga í von um
atkvæði. Þá virðist ekki
skipta neinu máli að
það er fólkið í landinu sem fær
reikninginn fyrir öllum herlegheit-
unum. Ef menn ætla sér að lofa öllu
fögru þurfa þeir líka að gera kjós-
endum grein fyrir því hvað hlutirnir
kosta. Það hlýtur að vera á ábyrgð
sveitarstjórnarmanna að gera íbúum
grein fyrir hvað hlutirnir kosta áður
en þeir eru framkvæmdir.
Það er auðvitað frábært að geta
starfað í sveitarstjórn og verið vin-
sælasti maðurinn í bænum – á kostn-
að íbúa bæjarins. Hver vill ekki vera
maðurinn sem lét byggja flotta hús-
ið, búa til sparkvöllinn og laga
bryggjuna? Og þegar kjörtímabilinu
lýkur ganga menn í burtu með gott
orðspor en háan reikning. Nú vill
formaður SÍS að ríkið borgi reikn-
inginn. Partíið er orðið of dýrt og nú
er komið að því að borga.
Nú er það ekki svo að ríkið hafi
orðið skuldlaust af sjálfu sér. Ríkið
seldi frá sér eignir og óþarfa rekst-
ur. Í stað þess að setja allt fjármagn
í kostnaðarsöm verkefni tók síðasta
ríkisstjórn ákvörðun um að greiða
upp skuldir ríkisins.
Eiga sveitarstjórnarmenn sem
sagt ekki að taka neina ábyrgð á
gjörðum sínum? Ætla menn að
leggja algjörlega til hliðar hvernig
fjármál sveitarfélaga hafa verið
meðhöndluð? Á ekkert að hvetja
menn til að halda að sér höndum og
forgangsraða í verkefnum sínum?
Því miður hefur fjármálaráðherra
gefið í skyn að ríkið muni hjálpa til.
Hann hins vegar lagði áherslu á í
ræðu sinni á fyrrnefndu þingi að
sveitarfélögin þyrftu að hefta vöxt
útgjalda sinna. Það eitt og sér er
auðvitað hið besta mál. En gefum
okkur nú, umræðunnar vegna, að
ríkisstjórnin verði við þessari beiðni
(lesist: væli). Gefum okkur að ríkið
greiði upp skuldir sveitarfélaganna,
öðru nafni syndir sveitarstjórn-
armanna. Hvað svo? Hvernig verður
fjárhagslega staða þeirra eftir fimm
ár? Tíu ár? Þegar búið verður að
byggja öll fjölnota íþróttahúsin,
munu menn þá finna eitthvað nýtt til
að lofa í aðdraganda kosninga?
Það á auðvitað ekki að refsa ríkinu
og verðlauna sveitarstjórnarmenn
fyrir að fara illa með fjármagn út-
svarsgreiðenda. Þrjátíu milljarða af-
gangur af fjárlögum ríkisins er ekki
gullpottur. Það er kominn tími til að
Samband íslenskra sveitarfélaga
taki á sínum málum og hætti að væla
í einum grátkór hvað það sé erfitt og
dýrt að reka sveitarfélög. Sveit-
arfélögin þurfa, eins og allir aðrir, að
sníða sér stakk eftir vexti. Ábyrgðin
á ekki að gjalda fyrir loforð, vin-
sældir og endurkosningu.
Ég vona að minn ágæti flokks-
bróðir, Halldór Halldórsson, leggi
fram tillögur um það hvernig sveit-
arfélög geti dregið saman í gíf-
urlegri útgjaldaaukningu sinni. Ég
vona að hann leggi áherslu á aðhald
og sparnað í rekstri sveitarfélaga.
Og í leiðinni kannski greiðsluáætlun
til að greiða upp allar skuldirnar.
Grátkór um skuldir
sveitarfélaganna
Gísli Freyr Valdórsson
skrifar um fjárhagsvanda
sveitarfélaganna
»Ég vona aðminn ágæti
flokksbróðir
leggi fram til-
lögur um það
hvernig sveit-
arfélög geti
dregið saman í
gífurlegri út-
gjaldaaukningu
sinni.
Gísli Freyr Valdórsson
Höfundur er stjórnmálafræðinemi og
íbúi í skuldugu sveitarfélagi.
Í DAG, laugardaginn 10. nóv-
ember, er árlegur norrænn skjala-
dagur þar sem opinber skjalasöfn á
Norðurlöndum kynna
starfsemi sína, þjón-
ustu og safnkost. Þema
dagsins er mannlíf í
skjölum, þar sem at-
hyglin beinist að rann-
sóknum á persónusögu
og heimildum sem
koma að gagni við slík-
ar rannsóknir. Í tilefni
af deginum verða nokk-
ur skjalasöfn með opið
hús og opnuð hefur
verið sérstök vefsíða;
www.skjaladagur.is.
Þar eru kynntar heim-
ildir sem varpa ljósi á sögu ein-
staklinga, auk þess sem þar birtast í
fyrsta sinn á netinu skrár yfir hluta
einkaskjalasafna í vörslu Þjóð-
skjalasafns, Borgarskjalasafns og
héraðsskjalasafnanna.
Skjöl eru varðveitt af marg-
víslegum ástæðum og má þar nefna
lagalegum, fjármálalegum, sögu-
legum eða vegna þess að skjölin
varðveita persónulegar upplýsingar
sem einstaklingar hefðu áhuga á að
kynna sér. Skjalasöfnin geyma í raun
upplýsingar sem tengjast lífi hvers
einstaklings frá vöggu til grafar á
einhvern hátt.
Skjalasöfnin varðveita þannig mik-
ið af skjölum sem fjalla um ákvarð-
anir stjórnvalda og aðdraganda
þeirra, allt frá minni til stærri mála.
Mörg þessara mála tengjast lífi fólks
með einum eða öðrum hætti. Má þar
til dæmis nefna skipulag á hverfum,
gatnagerð og húsbyggingar. Flest
skjöl um ákvarðanir
stjórnvalda eru öllum
opin. Fólk á til dæmis
kost á að skoða skjöl
um hús sín; ýtarlegar
lýsingar á eldri húsum;
hverjir bjuggu í þeim í
gegnum tíðina og jafn-
vel hvenær rafmagn
var leitt í húsin. Margar
heimildir á söfnunum
tengjast ákveðnum ein-
staklingum sérstaklega
og getur aðgangur þá
einskorðast við viðkom-
andi einstakling. Má
þar til dæmis nefna einkunnir úr
skólum, skattaframtöl og skjöl frá
barnaverndarnefnd. Varðveisla á
slíkum skjölum getur skipt einstak-
lingana sem um er fjallað miklu máli.
Flest héraðsskjalasöfnin varðveita
skjöl frá einkaaðilum á sínu safn-
asvæði. Þannig varðveitir Borg-
arskjalasafnið í Reykjavík skjöl frá
einstaklingum, félögum og fyr-
irtækjum í Reykjavík. Þessi skjöl
veita góða innsýn í mannlíf í Reykja-
vík fyrr á tímum og gefa okkur fjöl-
breyttari mynd en eingöngu op-
inberu skjölin.
Í stuttu máli má því segja að
skjalasöfn eins og Borgarskjalasafn-
ið varðveiti sögu okkar allra og að all-
ir sem hafa átt skráða búsetu í
Reykjavík geti fundið einhverjar
heimildir á safninu sem tengist lífi
sínu.
Eins og áður sagði hefur í tilefni af
norræna skjaladeginum verið opn-
aður sérstakur vefur, www.skjala-
dagur.is. Þjóðskjalasafn Íslands og
Borgarskjalasafn í Reykjavík standa
sameiginlega að dagskrá í húsakynn-
um Þjóðskjalasafns á Laugavegi 162
í dag kl. 11-15. Formleg dagskrá
hefst kl. 11, með sýningum og fyr-
irlestrum, sem fjalla m.a. um Franz
Högnason vefara, Jón Hreggviðsson
og Þuríði vinnukonu Högnadóttur.
Auk þess eru fyrirlestrar um per-
sónuheimildir í Borgarskjalasafni og
um skjalasöfn kvenna. Gestum er
boðin leiðsögn um skjalageymslur.
Sögufélagið, Ættfræðifélagið og
ORG Ættfræðiþjónusta kynna starf-
semi sína. Sama gera Þjóðskjalasafn
og Borgarskjalasafn Reykjavíkur og
jafnfram verður sýning á frum-
skjölum m.a. skjali með skrift Jóns
Hreggviðssonar. Ókeypis aðgangur
er að allri dagskránni og allir vel-
komnir.
Saga allra
Svanhildur Bogadóttir skrifar í
tilefni af norrænum skjaladegi
» Á skjalasöfnum eruvarðveittar heim-
ildir um líf allra ein-
staklinga á einn eða
annan hátt. Þetta er
kynnt á norrænum
skjaladegi 10. nóv.
skjaladagur.is.
Svanhildur Bogadóttir
Höfundur er borgarskjalavörður
í Reykjavík.