Morgunblaðið - 10.11.2007, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 10.11.2007, Blaðsíða 46
46 LAUGARDAGUR 10. NÓVEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ MESSUR Á MORGUN/KIRKJUSTARF AKRANESKIRKJA: | Fjölskylduguðsþjón- usta kl. 14. Kristniboðsdagurinn. Stúlkna- kór kirkjunnar syngur. Vænst er þátttöku fermingarbarna og foreldra þeirra. AKUREYRARKIRKJA: | Kvöldmessa með taizesöngvum kl. 20. Stúlknakór Akureyr- arkirkju syngur undir stjórn Arnórs B. Vil- bergssonar. Prestur er sr. Óskar Hafsteinn Óskarsson. Guðsþjónusta kl. 11. Sr. Guð- mundur Guðmundsson, félagar úr messu- hópi aðstoða. Félagar úr Kór Akureyr- arkirkju syngja, organisti Arnór B. Vilbergsson. Súpa og brauð í safn- aðarheimilinu eftir guðsþjónustu. Sunnu- dagaskóli kl. 11 í Safnaðarheimilinu, um- sjón Svavar og Tinna. ÁRBÆJARKIRKJA: | Fjölskylduguðsþjón- usta kl. 11 á Krisntinboðsdaginn. Umsjón hafa sr. Sigrún, Pétur og Grétar æskulýðs- leiðtogar. Barnkór kirkjunnar syngur nokk- ur lög. Kirkjukaffi á eftir. ÁSKIRKJA: | Sunnudagaskóli kl. 11 í umsjá Elíasar og Hildar. Messa kl. 14. Skírn. Kór Áskirkju syngur, organisti Magn- ús Ragnarsson, Ingibjörg Guðlaugsdóttir leikur á básúnu. Fermingarbörn taka þátt í messunni, baka með kirkjukaffinu og fá af- henta Biblíuna að gjöf frá Safnaðarfélagi Ásprestakalls eftir messu. BESSASTAÐAKIRKJA: | Messa kl. 11. Sr. Hans Guðberg Alfreðsson predikar og þjón- ar fyrir altari. Eldri skólakór Álftanes syngur undir stjórn Lindu Margrétar Sigfúsdóttur. Álftaneskórinn leiðir lofgjörðina undir stjórn Bjarts Loga Guðnasonar. Sunnu- dagaskóli kl. 11 í sal Álftanesskóla. Matta, Bolli Már og Sunna Dóra leiða stundina. Biblíufræðsla, söngur, brúðuleikhús og leikir. Boðið upp á hressingu í lok stund- arinnar. BRAUTARHOLTSKIRKJA á Kjalarnesi: | Barnaguðsþjónusta kl. 11. Sr. Kristín Þór- unn Tómasdóttir og Rannveig Ásgeirsdóttir annast stundina. Gunnar Kristjánsson sóknarprestur BREIÐHOLTSKIRKJA: | Messa kl. 11. Prestur sr. Bryndís Malla Elídóttir, tekið við gjöfum til kristniboðsins. Barnaguðsþjón- usta á sama tíma. Kaffisopi eftir messu. BÚSTAÐAKIRKJA: | Barnamessa kl. 11. Söngur og fræðsla. Foreldrar, afar og ömm- ur hvött til þátttöku með börnunum. Yngstu barnakórarnir syngja undir stjórn Jóhönnu Þórhallsdóttur. Guðsþjónusta kl. 14. Prestur sr. Arna Ýrr Sigurðard, org- anisti Renata Ivan, kór Bústaðakirkj. Mola- sopi eftir messu. DIGRANESKIRKJA: | Messa kl. 11. Prest- ur sr. Gunnar Sigurjónsson, organisti Kjart- an Sigurjónsson, kór Digraneskirkju A hóp- ur. Sunnudagaskóli í kapellu á sama tíma. Léttar veitingar að messu lokinni. www.digraneskirkja.is DÓMKIRKJAN: | Messa kl. 11. sr. Hjálmar Jónsson prédikar, MR kórinn syngur stjórn- andi er Guðlaugur Viktorsson, organisti er Marteinn Friðriksson. Barnastarf á kirkju- loftinu meðan á messu stendur. FELLA- OG HÓLAKIRKJA: | Guðsþjónusta kl. 11. Dr. Sigurjón Árni Eyjólfsson héraðs- prestur, kór kirkjunnar leiðir almennan safnaðarsöng undir stjórn Guðnýjar Ein- arsdóttur, kantors kirkjunnar. Meðhjálpari er Kristín Ingólfsdóttir. Sunnudagskóli á sama tíma í umsjá Þóreyjar D. Jónsdóttur. FÍLADELFÍA: | English service at 12.30pm Entrance from the main door. Almenn sam- koma kl. 16.30. Ræðum Vörður Leví Traustason, Gospelkór Fíladelfíu leiðir söng. Aldursskipt barnakirkja öll börn 1-13 ára velkomin. Bein úts. á Lindinni eða á www.gospel.is Á sunnud kl. 20 á Omega er sýnd samkoma frá Fíladelfíu. FRÍKIRKJAN í Hafnarfirði: | Sunnudaga- skóli kl. 11. Kvöldvaka kl. 20, yfirskrift kvöldvökunnar er: Stress og kröfur. Hvern- ig er staðan hjá þér? Matti Ósvald Stef- ánsson heilsuráðgjafi flytur hugleiðingu um streitu og áhrif hennar í daglegu lífi. Kór og hljómsveit kirkjunnar leiðir sönginn. FRÍKIRKJAN í Reykjavík: | Fjölskylduguðs- þjónusta kl. 14. Gideonfélagar koma í heimsókn. Ása Björk Ólafsdóttir þjónar og hugleiðir í guðsþjónustunni en með henni þjónar Móeiður Júníusdóttir sem einnig leiðir tónlistina. Helgisaga, límmiðar og brúður. Messukaffi í Safnaðarheimilinu eft- ir guðsþjónustuna FRÍKIRKJAN KEFAS | Sunnudagaskóli kl. 11, söngur, kennsla, leikir o.fl. Almenn samkoma kl. 14 þar sem Helga R. Ár- mannsdóttir prédikar. Á samkomunni verð- ur lofgjörð, barnagæsla og fyrirbænir. Að samkomu lokinni verður kaffi og samfélag. GLERÁRKIRKJA: | Kvöldvaka 10. nóv kl. 20, Heri Joensen prestur í Tórshöfn verður með sögur og lestur. 11 nóv. kl. 15 er Fær- eysk Guðsþjónusta í Háteigskirkju, Heri Jo- ensen predikar. Á eftir er kaffi og spjall á Færeyska Sjómannaheimilinum. GRAFARHOLTSSÓKN | Fjölskyldumessa í Ingunnarskóla kl. 11. Séra Sigríður og Þor- geir Arason sjá um messuna. Barnakór Grafarholtssóknar syngur undir stjórn Gróu Hreinsdóttur. Samskot fyrir Kristniboðss- sambandið. Kirkjukaffi í umsjá Auðar Ang- antýsdóttur. GRAFARVOGSKIRKJA: | Dagur Orðsins. Dagskrá tileinkuð sr. Auði Eir frá kl. 10. Messa kl. 11. Sr. Auður Eir prédikar. Sr. Dalla og Yrsa Þórðardætur og prestar safn- aðarins þjóna ásamt tónlistarfólki kirkj- unnar. Elín Þöll syngur einsöng. Kaffiveit- ingar að lokinni messu. Sunnudagaskóli kl. 11. Umsjón Hjörtur og Rúna, undirleik- ari Stefán Birkisson. Sunnudagaskóli kl. 11 í Borgarholtsskóla. Umsjón: Gunnar og Dagný, undirleikari Guðlaugur Viktorsson. GRENSÁSKIRKJA: | Kristniboðsd. Morg- unverður kl. 10, bænastund kl. 10.15. Messa og barnastarf kl. 11, Skúli Svav- arsson prédikar. Altarisganga og samskot til Sambands ísl. kristniboðsfélaga. Messuhópur þjónar, kirkjukór Grens- áskirkju syngur, organisti Árni Arinbjarn- arson, prestur sr. Ólafur Jóhannsson. Molasopi eftir messu. Tómasarmessa kl. 20, tónlist, orð Guðs, fyrirbæn, heilög kvöldmáltíð GRUND dvalar- og hjúkrunarheimili: | Guð- þjónusta kl. 14. Organisti Kjartan Ólafs- son, sr. Hjálmar Jónsson. HAFNARFJARÐARKIRKJA: | Fjöl- skylduhátíð kl. 11. Allir leiðtogarnir taka þátt. Barnakór kirkjunnar syngur. Hljóm- sveitin Gleðigjafar leikur, skírn. Prestur Þórhallur Heimisson. Poppmessa kl. 20. Hljómsveitin Gleðigjafar leikur. Eftir popp- messuna bjóða fermingarbörn til kaffihlað- borðs. HALLGRÍMSKIRKJA: | Fræðslumorgunn kl. 10. Á akrinum í Afríku: Sr. Jakob Á. Hjálm- arss. Messa og barnastarf kl. 11. Sr. Jón D. Hróbjartss. prédikar og þjónar ásamt sr. Kristjáni V. Ingólfss. og messuþjónum. Drengjakór Reykjavíkur í Hallgrímskirkju syngur undir stjórn Friðriks S. Kristinss. Organisti Björn S. Sólbergss. HÁTEIGSKIRKJA: | Messa og barnaguðs- þjónusta kl. 11. Erla Guðrún og Páll Ásgeir leiða barnastundina. Sunnudaga- skólabörnin taka lagið fyrir kirkjugesti, org- anisti Douglas Brochie, prestur Guðbjörg Jóhannesdóttir. Léttur hádegisverður í safnaðarheimilinu að messu lokinni. HEILSUSTOFNUN NLFÍ | Guðsþjónusta kl. 11. HJALLAKIRKJA: | Lofgjörðarguðsþjónusta kl. 11. Sr. Sigfús Kristjánsson þjónar, Þor- valdur Halldórsson tónlistarmaður leikur undir sálmasönginn. Sunnudagaskóli kl. 13. Bæna- og kyrrðarstund þriðjudag kl. 18. www.hjallakirkja.is HJÁLPRÆÐISHERINN á Akureyri: | Sunnu- dagaskóli kl. 11. Ath. samkoma fellur nið- ur. HJÁLPRÆÐISHERINN í Reykjavík: | Sam- koma kl. 20. Umsjón Miriam Óskarsdóttir, ræðumaður Ólafur Jóhannsson, samherjar verða teknir inn. Heimilasamband fyrir kon- ur mánudag kl. 15. Námskeiðið "Góð spurning" þriðjudag kl. 19, með léttum kvöldverði. Opið hús daglega kl. 16-17.30 nema mánudaga. HVERAGERÐISKIRKJA: | Sunnudagaskóli kl. 11. ÍSLENSKA KRISTSKIRKJAN: | Fjölbreytt barnastarf kl. 11. Fræðsla fyrir fullorðna á sama tíma. Friðrik Schram kennir um mis- munandi kirkjudeildir, sérkenni og sögu. Samkoma kl. 20 með lofgjörð og fyr- irbænum. Friðrik Schram predikar. Heilög kvöldmáltíð. KEFLAVÍKURKIRKJA: | Guðsþjónusta kl. 11. Kór kirkjunnar syngur við athöfnina og taka virkan þátt í athöfninni. M.a. hafa þeir rætt við prestinn um predikunartextann. Prestur er sr. Skúli S. Ólafsson og organisti Hákon Leifsson. Erla, Helga og Hjördís eru með barnasamveruna. KFUM og KFUK: | Vaka verður kl. 20. Upp- haf alþjóðlegrar bænaviku KFUM og KFUK. Hugleiðingu hefur Guðni Már Harðarson. Lofsöngur og fyrirbæn. KIRKJUVOGSKIRKJA Höfnum | Sunnu- dagskóli í safnaðarheimilinu kl. 13. Um- sjón hafa Lilja Dögg Bjarnadóttir og María Rut Baldursdóttir. KÓPAVOGSKIRKJA: | Guðsþjónusta kl. 11. Prestur sr. Auður Inga Einarsdóttir. Félagar úr kór Kópavogskirkju syngja og leiða safn- aðarsöng, organisti og kórstjóri Lenka Má- téová. Barnastarf kl. 12.30. Umsjón Sig- ríður, Þorkell Helgi og Örn Ýmir. Kyrrðar- og bænastund þriðjudag kl. 12.10. LANDSPÍTALI | Guðsþjónusta á Hringbraut á 3ju hæð kl. 10.30. Sr. Sigfinnur Þorleifs- son, organisti Helgi Bragason. LANGHOLTSKIRKJA: | Guðsþjónusta og barnastarf kl. 11. Tekið við framlögum til kristniboðsstarfs. Graduale futuri syngur, fermingarbörn lesa bænir og sögur. Barna- starfið hefst í kirkjunni en síðan fara börnin í safnaðarheimilið. Prestur sr. Jón Helgi Þórarinsson. Organisti Jón Stefánsson. Kaffisopi eftir stundina. LAUGARNESKIRKJA: | Fjölskylduguðsþjón- usta kl. 11. Kökubasar kvenfélags Laug- arneskirkju eftir messu. Hátíðarguðsþjón- usta í sal Sjálfsbjargar á höfuðborgarsvæðinu kl. 13. Sr. Sigurður Sigurðarson vígslubiskup prédikar. Kaffi- veitingar að messu lokinni. Kvöldmessa kl. 20. LINDASÓKN í Kópavogi: | Kristniboðsdag- urinn. Guðsþjónusta og sunnudagaskóli í Salaskóla kl. 11. Barn verður borið til skírnar, Sr. Ragnar Gunnarsson kristniboði prédikar, kór Lindakirkju syngur undir stjórn Keith Reed, stúlkur úr Suðurhlíða- skóla syngja söngva frá Afríku. Guðmundur Karl Brynjarsson sóknarprestur þjónar. MÖÐRUVALLAKIRKJA | Messa fyrir allt prestakallið í Möruvallakirkju á kristniboðs- daginn kl. 14. Kristín Bjarnadóttir kristni- boði frá Kenyu segir frá kristniboðinu þar. Messukaffi í Leikhúsinu á eftir. NESKIRKJA: | Messa og barnastarf kl. 11. Félagar úr Kór Neskirkju syngja, organisti Steingrímur Þórhallsson. Sigríður Hrönn Sigurðardóttir guðfræðingur og kristniboði, prédikar, sr. Sigurður Árni Þórðarson þjón- ar fyrir altari. Börnin byrja í kirkjunni en fara síðan í safnaðarheimili. Kaffi eftir messu á Torginu. NJARÐVÍKURKIRKJAk (Innri-Njarðvík): | Sunnudagskóli, farið í heimsókn í Ytri- Njarðvíkurkirkju kl. 10.55. Umsjón hafa Brynja Vigdís Þorsteinsdóttir og Jenný Þór- katla Magnúsdóttir. ODDAKIRKJA á Rangárvöllum: | Messa kl. 11. Sóknarprestur. ÓHÁÐI SÖFNUÐURINN: | Guðþjónusta kl. 14, látinna minnst. Barnastarf á sama tíma. Maul eftir messu. ÓLAFSVALLAKIRKJA á Skeiðum | Guðs- þjónusta kl. 14. Fermingarbörn og for- eldrar hvött til að koma til kirkjunnar. REYNIVALLAKIRKJA í Kjós: | Messa kl. 14. Gunnar Kristjánsson sóknarprestur. SELFOSSKIRKJA: | Barna- og fjölskyldu- samkoma kl. 11, í umsjá Eyglóar J. Gunn- arsdóttur djákna og Jóhönnu Ýrar Jóhanns- Orð dagsins: Skattpeningurinn. Matt. 22 Morgunblaðið/Skapti HallgrímssonMöðruvallakirkja. Tómasarmessa í Grensáskirkju Tómasarmessa verður í Grens- áskirkju kl. 20. Í þessari messu er reynt að mæta þeim sem leita Guðs og vilja finna nálægð hans. Tómasarmessur byrjuðu í Finn- landi en eru nú haldnar í mörgum löndum. Mikið er lagt upp úr lif- andi tónlist. Gefinn er kostur á fyrirbæn. Þá er stutt prédikun og altarisganga. Að lokinni messu er kaffi o.fl. á boðstólum. Kvöldvaka í Fríkirkj- unni í Hafnarfirði Kvöldvaka verður í Fríkirkjunni í Hafnarfirði kl. 20. Yfirskrift kvöldvökunnar: Stress og kröfur. Hvernig er staðan hjá þér? Matti Ósvald Stefánsson heilsuráðgjafi fjallar um stressið í daglegu lífi. Einnig verður fjallað um það hvernig bænin og trúin getur hjálpað okkur til þess að slaka betur á í lífinu. Kór og hljómsveit Fríkirkjunnar leiðir söng undir stjórn Arnar Arnarsonar. Auður Eir í Grafarvogskirkju Dagur Orðsins verður haldinn há- tíðlegur í annað sinn í Graf- arvogskirkju og er dagskráin til- einkuð sr. Auði Eir Vihjálmsdóttur, sem fagnaði sjö- tugsafmæli sínu fyrr þessu ári. Dagskráin hefst kl. 10. Flutt verða fjögur erindi um sr. Auði Eir, erindi halda: dr. Arnfríður Guðmundsdóttir dósent, sr. Bern- harður Guðmundsson, Ólafur Eg- ilsson sendiherra og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanrík- isráðherra. Messa hefst kl. 11 þar sem sr. Auður Eir prédikar. Dæt- ur hennar, sr. Dalla og sr. Yrsa Þórðardætur, þjóna fyrir altari ásamt prestum Grafarvogskirkju. Elín Þöll Þórðardóttir, sem einnig er dóttir sr. Auðar, syngur ein- söng. Kórar Grafarvogskirkju syngja undir stjórn Harðar Braga- sonar og Aðalheiðar Þorsteins- dóttur og Svövu Kr. Ingólfsdóttur. Að lokinni messu verður boðið upp á veitingar í safnaðarsal kirkjunnar. Kvennakirkjan heldur guðþjón- ustu í kl. 20.30. Yfirskrift mess- unnar er: Gleði kvennaguðfræð- innar í lífi okkar. Séra Yrsa Þórðardóttir prédikar. Frumflutt verður messustef eftir Báru Grímsdóttur. Kór Kvennakirkj- unnar leiðir sönginn við undirleik Aðalheiðar Þorsteinsdóttur. Á eft- ir verður kaffi í safnaðarheim- ilinu. Hátíðarguðþjónusta í Félagsheimili Sjálfsbjargar Ný altarisklæði verða tekin í notk- un við hátíðarguðþjónustu Laug- arnessafnaðar kl. 13, í Félags- heimili Sjálfsbjargar við Hátún 12. Undanfarið ár hefur djáknanem- inn Ólöf I. Davíðsdóttir unnið verkið í samvinnu við gesti í opnu húsi sem Guðrún K. Þórsdóttir djákni í Hátúni stýrir vikulega í félagsheimilinu. Af þessu tilefni mun sr. Sigurður Sigurðarson vígslubiskup heimsækja söfnuðinn. Á eftir verður boðið upp á kaffi- veitingar. Verkið er unnið á grundvelli þeirrar hugmyndafræði að kirkjulist sé sameign safnaðar strax á hugmyndastiginu og til- efnið notað til samveru og sam- tals. Þannig hafa gestir opna hússins handlitað allt efni sem notað var og tekið saumspor í klæðið á síðari vinnslustigum. Í þessu altarisklæði, „Kórónu lífs- ins“, er teflt fram hefðbundnum trúartáknum. Tónlistarmessa í Vídalínskirkju Messa verður í Vídalínskirkju kl. 11 þar sem tónlistin fær mikið rými í helgihaldinu. Dagný Gríms- dóttir nemandi við Tónlistarskól- ann í Garðabæ leikur á píanó. Kór Vídalínskirkju flytur kórverkin Si- cut locutus est úr Magnificat eftir J. S. Bach og Locus iste eftir Ant- on Bruckner. Sr. Jóna Hrönn Bolladóttir predikar og þjónar fyrir altari ásamt Nönnu Guðrúnu Zoëga djákna. Sunnudagaskóli er á sama tíma í safnaðarheimili Ví- dalínskirkju undur stjórn Hjördís- ar Rósar Jónsdóttur. Hressing eft- ir messu í safnaðarheimilinu. Sjá www.gardasokn.is Léttmessa í Sauðárkrókskirkju Léttmessa verður í Sauðárkróks- kirkju kl. 20. Anna Sigríður Helgadóttir leiðir söng, organisti er Rögnvaldur Valbergsson og Sigríður Gunnarsdóttir þjónar fyrir altari. Hugleiðingu flytur Björn Björnsson fyrrverandi skólastjóri. Fjölskyldudagur í Hafnarfjarðarkirkju Kristniboðsdagur þjóðkirkjunnar er á sunnudaginn og samkvæmt hefð er á þeim degi haldinn fjöl- skyldudagur í Hafnarfjarðarkirkju kl. 11. Þar sameinast báðir sunnu- dagaskólar kirkjunnar en þeir eru bæði í safnaðarheimilinu og í Hvaleyrarskóla og taka allir leið- togar sunnudagaskólanna þátt í hátíðinni. Barnakór kirkjunnar syngur undir stjórn Helgu Lofts- dóttur við undirleik Önnu Magn- úsdóttur. Popphljómsveitin Gleði- gjafar, sem vinnur við barna- og æskulýðsstarf kirkjunnar, leikur undir söng og barn verður borið til skírnar. Prestur er sr. Þórhall- ur Heimisson. Eftir hátíðina er boðið upp á kaffi og safa og allir krakkar fá glaðning sem, með- hjálparinn, Jóhanna Björnsdóttir, hefur útbúið. Poppmessu verður kl.20 og leik- ur hljómsveitin Gleðigjafar. Sr. Gunnþór Ingason leiðir helgihald- ið en sr. Þórhallur Heimisson pre- dikar. Eftir poppmessuna bjóða fermingarbörn til kaffihlaðborðs í safnaðarheimilinu þar sem einnig verða sýndar myndir úr Vatna- skógi. Bæði fjölskylduhátíðin og poppmessan fara fram í Hásölum safnaðarheimilisins þar sem kirkj- an er lokuð tímabundið vegna við- gerða. Jólatónleikar Fíladelfíu Jólatónleikar Fíladelfíu verða haldnir í Hvítasunnukirkjunni Fíladelfíu, 4., 5., og 6. desember. Aðgangseyrir er 3.000 kr. Flytj- endur eru Gospelkór Fíladelfíu undir stjórn Óskars Einarssonar auk fjölda einsöngvara. Umsjón tónleikananna er í höndum Hrannar Svansdóttur og Óskars Einarssonar. Flutt verða þekkt jólalög á íslensku ásamt nýju efni. Um útsetningar og tónlistarstjórn sér Óskar Einarsson en hjómsveit- ina skipa að þessu sinni Óskar Einarsson, Jóhann Ásmundsson, Brynjólfur Snorrason, Hjalti Gunnlaugsson, Ómar Guðjónsson, Kjartan Valdimarsson. Forsala miða hefst þann 15. nóvember í Hvítasunnukirkjunni Fíladelfíu. Tónleikarnir gera Hvítasunnu- kirkjunni Fíladelfíu kleift að styrkja þá sem minna mega sín. Kór MR syngur í Dómkirkjunni Messa verður í Dómkirkjunni kl. 11. Kór Menntaskólans í Reykja- vík syngur við messuna að þessu sinni. Sr. Hjálmar Jónsson predik- ar og þjónar fyrir altari. Stjórn- andi kórsins er Guðlaugur Vikt- orsson, fyrri stjórnandi kórsins og allt frá stofnun er Marteinn H. Friðriksson dómorganisti. Eftir messu er kirkjugestum boðið til kirkjukaffis á kirkjuloftinu og er það MR-kórinn sem býður kaffi á vægu verði. Allir velkomnir, gaml- ir nemendur og núverandi nem- endur, ásamt kennurum, öðru starfsfólki og fjölskyldum þeirra. Kvöldmessa og kökubasar í Laugarneskirkju Fjölskylduguðsþjónusta verður í Laugarneskirkju kl. 11. þar sem prestar, kór, organisti og sunnu- dagaskólakennarar safnaðarins þjóna. Barn verður borið til skírn- ar, guðspjallið endursagt með myndefni og sunnudagaskólalögin sungin. Í messukaffinu mun kven- félag safnaðarins vera með sinn árlega kökubasar. Kvöldmessa verður kl. 20. Þar mun Ragnhildur Vigfúsdóttir sem býr á Hofteigi segja ögursögu úr eigin lífi, María Magnúsdóttir syngur einsöng en kór Laugarnes-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.