Morgunblaðið - 10.11.2007, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 10.11.2007, Blaðsíða 42
42 LAUGARDAGUR 10. NÓVEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ SteingerðurJúlíana Jósa- vinsdóttir fæddist á Ytri-Bægisá 6. júlí 1919. Hún lést á Dvalarheimilinu Hlíð 31. október síð- astliðinn. Foreldrar hennar voru Hlíf Jónsdóttir, f. í Skóg- um á Þelamörk 24.5. 1897, d. 13.5. 1972 og Jósavin Guð- mundsson, f. á Grund í Höfðahverfi 17.12. 1888, d. 26.5. 1938. Systkini Steingerðar eru Margrét, f. 29.7. 1915, d. 7.1. 2003, Ragnheiður, f. 24.6. 1921, d. 22.3. 1923, Gunnar Heiðmann, f. 15.9. 1923, d. 10.10. 2000, Ester, f. 26.8. 1925, d. 4.10. 2005, Ari Heiðmann, f. 7.3. 1929, d. 2.6. 2007, Hreinn Heiðmann, f. 7.3. 1929, Guð- mundur Heiðmann, f. 8.5. 1931 og Unnur, f. 26.9. 1932. Eiginmaður Stein- gerðar var Þorsteinn Sigurjón Jónsson frá Brimneshjáleigu við Seyðisfjörð, f. 21.5. 1914, d. 25.7. 1990. Foreldrar hans voru Jón Fanndal Jónsson frá Helgustöðum í Fljótum, f. 22.8. 1872, d. 23.3. 1969 og Guðríður Sigurjóns- dóttir frá Jóns- stöðum á Langanesi, f. 10.7. 1884, d. 15.5. 1958. Börn Steingerðar og Þor- steins eru: 1) Hrafnhildur Sólveig, f. 21.9. 1940, maki Benedikt Hall- grímsson, f. 23.6. 1940, þau eiga 6 börn, 14 barnabörn og 3 barna- barnabörn. 2) Erla Sigurveig, f. 4.12. 1943, d. 26.4. 1991, maki Zop- honías Baldvinsson, f. 28.8. 1943, þau eiga 5 börn og 15 barnabörn. 3) Guðríður Jósifína, f. 4.9. 1945, maki Haraldur Hjartarson, f. 16.4. 1944, þau eiga 1 barn, 3 barnabörn og 2 barnabarnabörn. 4) Brynja Hlíf, f. 16.10. 1947, maki Kristján Helgi Theódórsson, f. 13.9. 1949, þau eiga 8 börn og 13 barnabörn. 5) Stúlka, f. 21.6. 1950, d. 11.1. 1951. 6) Jón Viðar, f. 14.6. 1952, maki Elínrós Sveinbjörnsdóttir, f. 23.3. 1953, þau eiga 5 börn og 2 barnabörn. Steingerður ólst upp á Auðnum í Öxnadal frá 4 ára aldri. Gekk í barnaskóla í Öxnadal. Vorið 1940 keyptu Þorsteinn og Steingerður jörðina Brakanda og fluttu þau þangað 30. apríl 1940 og bjuggu sér þar fallegt heimili ásamt börn- um sínum. Frá árinu 1973 búa þau ásamt Viðari og Elínrósu félagsbúi til 1980 þegar þau hætta kúabú- skap en voru áfram með kindur og hænur. Steingerður var með áfram með nokkrar kindur og hænur eftir að Þorsteinn lést. Sumarið 2005 fór hún að Dvalar- heimilinu Hlíð á Akureyri þar sem hún dvaldi þar til hún lést. Útför Steingerðar verður gerð frá Möðruvallakirkju í Hörgárdal í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Elsku amma mín Nú ertu komin á betri stað og ég veit að þér líður vel núna. Ég á svo margar minningar um þig í sveitinni þar sem ég varð þess heiðurs aðnjót- andi að fá að alast upp hjá þér og afa. Ég man eftir því þegar afi var á sjúkrahúsinu og á Seli að þá gisti ég alltaf hjá þér og eiginlega flutti frá pabba og mömmu. Rölti niður hólinn með töskuna á bakinu. Ég man hvað þér þótti gaman að elda krukkukjöt og kúlugraut handa mér og það erum örugglega bara við sem vitum hvað það er. Ég man hvað mér þótti góður reykti rauðmaginn sem var settur á ristað brauð þegar ég kom heim úr fjósinu. Einn morguninn ákvaðst þú að flóa mjólkina út á Cocoa Puffsið mitt áður en ég fór í skólann. Amma, veistu það var eiginlega bara ógeðs- legt en þú leyfðir mér að fá nýtt. Þeg- ar þú komst með appelsínurnar inn í herbergi til mín þegar ég var búin að bursta tennurnar og komin undir sæng. Það var bara alltaf vont bragð af appelsínunni þegar ég var búin að bursta tennurnar. Þegar þú komst með mér í fyrsta sinn í bæinn eftir að ég fékk bílprófið, þú spurðir mig að því hvernig ég vissi hvenær ég mætti keyra yfir gatnamótin og ég reyndi eins og ég gat að útskýra það fyrir þér. Ég man hvað þú varst stolt af mér þegar ég kláraði stúdentinn, fyrsta barnabarnið sem lauk fram- haldsskóla. Þú hvattir mig alltaf áfram í náminu og ég hafði gaman af því að segja þér hvernig gekk í próf- um því ég vissi að þú værir stolt af því sem ég var að gera. Ég sé allavega ekki eftir því í dag að hafa farið menntaveginn miðað við hvar ég stend í lífinu í dag, búin með háskóla- nám og komin í fína vinnu hjá Sam- herja. Þegar ég átti hann Vidda litla sem þér þótti svo óendanlega vænt um sagðir þú mér að þú hefðir beðið fyrir honum þar sem hann var svo pínulítill eða 6 merkur en hann er orðinn stór strákur í dag. Þegar ég sýndi þér fyrir ári hana Amöndu Mist sagðir þú við mig að ég ætti nú bara að drífa mig með barnið til prestsins og láta skíra það almennilegu nafni en samt ekki Steingerði. Afi og Sesar bróðir hafa eflaust tekið vel á móti þér. Þið þrjú getið horft niður til mín núna og vísað mér leiðina í gegnum lífið í sameiningu. Við hittumst síðar. Kossar og knús, Sigrún Alda Viðarsdóttir. Nú er komið að kveðjustund. Þeg- ar ég lít til baka er margs að minnast í gegnum árin, þar sem ég ólst upp með þér og afa. Ég var oft að aðstoða ykkur á mínum yngri árum og var þér innan handar þegar þú þurftir á að halda, amma mín. Það var gaman að fá að brasast í kindunum og hæn- unum með þér. Oftar en ekki var ég bílstjórinn þinn í bæjarferðunum og mér leiddist það nú ekki. Við ræddum ýmislegt tveim dögum áður en þú dast og brotnaðir í mars 2005, sem ekkert varð úr fyrr en seinna. Haust- ið 2005 ákvaðst þú að hætta með kindurnar en þú vildir ekki farga yngsta fénu svo við höfðum fjárskipti. Sumarið 2006 keypti ég þinn helming af jörðinni Brakanda sem þú vildir að ég fengi. Það er svo mikið sem ég vildi geta sagt en læt gott heita hér. Ég kveð þig núna og ég veit að það var móttökunefnd sem tók á móti þér, hann afi og Sesar bróðir. Sjáumst þegar minn tími kemur. Kær kveðja, Sigurður Elvar Viðarsson. Elsku amma er dáin. Mikið held ég að hún hafi verið hvíldinni fegin. Hún var orðin veikburða þegar ég kvaddi hana og þannig vildi hún ekki lifa. Ég kom fyrst til ykkar 6 ára gömul og kom hvert vor eftir það til 14 ára aldurs. Þetta voru mér dýrmæt ár og myndi ég ekki breyta þeim ef ég ætti að velja aftur. Þið afi kennduð mér margt og er mér minnisstæð fyrsta máltíðin mín og samtal við afa. Þegar ég bað um pylsu í fyrsta matartímanum í sveit- inni hélt nú amma ekki, ef ég ekki borðaði það sem á boðstólum væri fengi ég ekkert. Það var aldrei vandamál eftir þetta. Einnig tók afi mig á tal og sagði mér að ég væri nú komin í sveit til að vinna, ég ætti að hjálpa ömmu með allt, honum leist ekkert á að ég væri bara í einhverju fríi. Amma var ótrúlega þolinmóð með allt, t.d. þar sem að ég var stutt í ann- an endann þurfti ég stól til að ná upp í vaskinn og það gat tekið mig góðan klukkutíma að vaska upp. Það voru margar góðar stundir sem við áttum, amma mín, og eru rakstursstundir okkar ofarlega. Það voru ófá sporin sem við tókum á túninu, og inni á milli ef gafst smá- pása, þá settumst við gjarnan niður og spjölluðum. Eitt sinn sátum við niðri í reit á skurðbakka og horfðum á lækinn. Þú sagðir mér frá þegar þú varst ung og röltir stundum upp að Hraunsfossi, settist þar niður og hugsaðir um allt og ekkert. Þetta virtist hafa verið þinn griðastaður og ég fann að Öxna- dalurinn var þér hugleikinn, það var heima fyrir þér. Eftir langan dag í heyskap verkj- aði mann oft í lappir og bak en það hvarf eins og dögg fyrir sólu þegar amma kom með eina ískalda appelsín og prins póló. Það var sko sparidagur ef maður fékk eitthvert gotterí, hvað þá gos. Annars var ekki hægt að kvarta yfir að fá ekki nóg að borða þar sem ömmumatur var einstakur og fátt jafnaðist á við kjötbollurnar hennar. Því miður fékk ég ekki þá uppskrift hjá henni en á samt nokkr- ar aðrar sem eru alltaf góðar. Amma var þrjósk kona, bar ekki tilfinningar á torg og var ekki allra. En við sem þekktum hana vel vitum að hún var hlý og góð, en ég held kannski að eftir áföll lífsins hafi hún myndað vegg sem henni fannst betra Steingerður Júlíana Jósavinsdóttir ✝ Hjördís Antons-dóttir fæddist á Eyrarbakka hinn 17. janúar 1929 og andaðist á Heil- brigðisstofnun Vestmannaeyja 5. nóvember 2007. Hún var dóttir Aðalheiðar Bjarna- dóttur frá Tjörn á Eyrarbakka, f. 1.2. 1904, d. 15.12. 2000, og Antons Halldórs Valgeirs- sonar f. 31.5. 1902, d. 2.2. 1964. Hálfsystkini Hjördís- ar samfeðra: Baldur Anton Ant- onsson, f. 1929, d. 1932. Walter Antonsson, f. 1933, d. 1992. Elsa Rúna Antonsdóttir, f. 1939. Gunnar Halldór Antonsson, f. 1945. Hjördís ólst upp á Tjörn á Eyrarbakka hjá móður sinni, á heimili afa síns og ömmu, þeirra Bjarna Eggertssonar og Hólmfríðar Jóns- dóttur. Hinn 20.8. 1953 kvæntist hún Ólafi Björgvini Jóhann- essyni frá Breiðabóli á Eyrarbakka, f. 9.3. 1930. d. 8.1. 1993. Eignuðust þau 2 syni. 1) Bjarni, f. 13.2. 1954, d. 3.12. 2002. Hann var kvæntur Dagmar Kristjáns- dóttur, f. 14.4. 1954. Bjarni átti 3 dætur: a) Rebekku Sif, f. 27.1. 1973. Barnsmóðir Ingibjörg Þor- steinsdóttir, f. 27.6. 1953. b) Aðal- heiði Dröfn, f. 13.3. 1980, gift Stef- áni Þór Hannessyni og eiga þau soninn Reyni Þór, f. 5.8. 2005. c) Berglind, f. 26.4. 1984. Sambýlis- kona og barnsmóðir Kristín Helga Runólfsdóttir, f. 17.10. 1955. 2) Jóhannes, f. 24.5. 1958, kvæntur Svanhildi Guðlaugs- dóttur, f. 16.10. 1959. Eiga þau 2 börn. a) Hjördís, f. 20.9. 1982. b) Ólafur Björgvin, f. 17.11. 1987. Hjördís og Ólafur bjuggu sín fyrstu búskaparár á Eyrarbakka, fluttu til Vestmannaeyja árið 1956 en fluttu þaðan árið 1969 til Rvíkur. Um áramótin 2000-2001 flutti Hjördís aftur til Vest- mannaeyja. Síðasta árið bjó hún á dvalarheimilinu Hraunbúðum. Hjördís vann ýmis störf, m.a. við aðhlynningu á Borgarspítal- anum en síðustu ár starfsævinn- ar sem skrifstofukona hjá starfs- mannafélaginu Sókn í Rvk. Útför Hjördísar fer fram frá Landakirkju Vestmannaeyjum laugardaginn 10. nóvember nk. kl. 14. Minningarathöfn og jarð- setning fer fram frá Fossvogs- kirkju þriðjudaginn 13. nóvem- ber nk. kl. 11. Það eru akkúrat 33 ár núna í nóvember síðan ég hitti Höddu í fyrsta sinn, ég sat skjálfandi á bein- unum, 15 ára smástelpa sem þóttist vera stór, á beddanum hans Jóa í Gyðufellinu. Jói kom með hana inn í herbergi og kynnti okkur. Ég fékk bara stórt faðmlag og hún sagði svo: „Þið eruð nú bara börn, en farið nú varlega og verið góð hvort við annað.“ Æ síðan hefur hún verið besta tengdamóðir í heimi og ég blæs á alla tengdamömmubrandara. Hjördís er fædd á Eyrarbakka og ólst upp hjá móður sinni, Heiðu á Tjörn, og afa sínum, Bjarna, sem reyndist henni mikill lærifaðir. 10 ára gömul veiktist hún af berklum og þurfti að dveljast á annað ár á berklahælinu á Vífilsstöðum. Var þar mest eldra fólk og horfði hún á marga kveðja þarna. Þessi dvöl markaði djúp spor í sál hennar og held ég að þar liggi hluti af einskærri góðmennsku hennar í gegnum æv- ina. Hún mátti aldrei aumt sjá og var ávallt reiðubúin að rétta hjálparhönd og hefði gefið sinn síðasta mjólkur- pening. Á Eyrabakka kynnist Hadda eiginmanni sínum, Ólafi Björgvini Jóhannessyni frá Breiðabóli, og giftu þau sig 1953 og eignuðust svo soninn Bjarna 1954. Þegar fór að þrengja að í vinnu á Eyrabakka 1956 tóku þau sig upp og fluttu til Vestmannaeyja. Þar bjuggu þau næstu 12 árin og þar fæddist yngri sonurinn, Jóhannes, 1958. Hjördís bjó síðan í Reykjavík í 32 ár og lengst af starfaði hún á Borg- arspítalanum en síðustu 10 til 15 árin vann hún á skrifstofu Starfsmanna- félagsins Sóknar. Ólafur sótti svo til alla tíð sjóinn en um 1990 ákvað hann að koma í land til að vera meira hjá Hjördísi, sem honum fannst ekki vera alltof heilsu- hraust. Óla leiddist hins vegar að vinna eftir stimpilklukku svo hann ákvað að taka eina vertíð í Eyjum og réð sig á netabát 1992. Svo illa vildi til í ársbyrjun 1993 að Óli féll í höfnina milli báts og bryggju. Lá hann á sjúkrahúsi í viku áður en hann lést. Í hönd fóru erfiðir tímar hjá Hjördísi. Hún hafði fyrir aldraðri móður að sjá, eldri sonurinn var fluttur til Dan- merkur og sá yngri búsettur í Vest- mannaeyjum. Á þessum árum reynd- ist Dóra mágkona hennar besta vinkona sem hugsast gat. Í árslok 2000 féllu frá bæði Dóra mágkona hennar og móðirin Heiða á 97. ald- ursári. Hadda var hætt að vinna og okkur fannst hún voða ein svo það tók okkur ekki langan tíma að telja hana á að flytja til okkar. Það virðist fylgja þessari fjöl- skyldu að kveðja þegar jólin nálgast því sú sorgarfregn barst okkur í des- emberbyrjun 2002 að Bjarni, sem bú- settur var í Danmörku með sinni konu, væri alvarlega veikur. Hadda og Jói lögðu strax af stað en náðu ekki út áður en hann kvaddi. Það lagðist þungt á Hjördísi að missa son sinn og við fundum að við það hrakaði heilsu hennar. Ákvað hún í júní 2006 að flytja á dvalarheimilið Hraunbúðir og þar leið henni aldeilis vel. Hún var hrók- ur alls fagnaðar og eignaðist þar mik- ið að yndislegum vinum. Átti hún þar góð lokaár. Ég kveð í dag mína bestu vinkonu. Tengdamóðir mín gat á engan hátt reynst mér og fjölskyldu minni bet- ur. Hennar verður sko sannarlega mjög sárt saknað. Svanhildur Guðlaugsdóttir. Innst inni vonaði ég alltaf að ég þyrfti ekki að skrifa minningargrein um elskulegu ömmu mína og nöfnu. Ömmu mína sem ég leitaði ósjaldan til og ófáir öfunduðu mig af því að eiga. Það voru mörg skiptin sem ég hringdi eða fór í heimsókn til ömmu til þess að ræða málin. Bæði var hún svo skemmtileg og við vorum líka svo rosalega líkar. Passlega kærulausar og nenntum ekki að velta hlutunum of mikið fyrir okkur. Mér þótti ægi- lega vænt um þegar hún sagði við mig að hún hefði aldrei kynnst mann- eskju með jafn sterka réttlætiskennd og mér. Hún var svo óhemju stolt af öllu sem ég gerði og ég man eitt skiptið þegar hún labbaði með mig um allt elliheimilið til þess að sýna mig og gaspraði ósjaldan að þetta væri sko barnabarnið hennar og nafna. Allir vinir mínir sem fengu tæki- færi til að kynnast henni hafa marg- oft sagt mér hvað hún væri hress og skemmtileg kona. Alltaf hrókur alls fagnaðar. Þær eru margar vinkon- urnar sem fengu að gista með mér í Gyðufellinu þegar við vorum á íþróttamótum í Reykjavík. Hlutir eins og þeir voru svo sjálfsagðir í hennar augum. Allir tóku ömmu svo létt og hún gat verið með kjaft við alla og enginn kippti sér upp við það heldur hló fólk frekar. Eftir að hún kvaddi er ég alltaf að rekast á hluti sem hún færði mér. Hvort sem það er handavinna eftir hana eða eitthvað sem henni fannst bara fallegt og hún vildi endilega að ég ætti. Ég hugsa að hún hafi verið gjafmildasta kona í heimi með stærsta hjarta sem fyrirfannst. Ég neita því ekki að ég kvíði jól- unum enda man ég ekki eftir jólum án ömmu. Þegar við systkinin vorum yngri fengum við alltaf frá henni náttföt á þorláksmessu sem hún lagði mikla vinnu í að finna handa okkur. Við sprönguðum síðan um á þeim öll jólin sæl og glöð. Ég er svo óendanlega glöð að amma hafi náð því að mæta í útskrift- ina mína núna í júní og þar með sam- fagnað með mér áfanga sem við vor- um svo sammála um að ég skyldi ná. Þegar ég stóð á smá krossgötum með hvað ég ætti að læra varstu dugleg að telja í mig kjarkinn og segja mér að Hjördís Antonsdóttir Alvöru blómabúð Allar skreytingar unnar af fagfólki Kransar • Krossar • Kistuskreytingar Sími: 553 1099 • Fax: 568 4499 Heimasíða: www.blomabud.is Netfang: blomabud@blomabud.is ✝ Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, HANNA SIGURBJÖRNSDÓTTIR, Hjallaseli 55 (Seljahlíð), áður til heimilis í Sólheimum 25, lést föstudaginn 9. nóvember í Seljahlíð. Útförin auglýst síðar. Ólafur Sveinsson, Ingibjörg Jónsdóttir, Arnór Sveinsson, Hrafnhildur Rodgers, Sigurbjörn Sveinsson, Elín Hallgrímsson, ömmubörn og langömmubörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.