Morgunblaðið - 10.11.2007, Side 17
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. NÓVEMBER 2007 17
HUNDRUÐ manna urðu að flýja heimili sín vegna
flóðaviðvörunar á austurströnd Englands í gærmorgun
þegar stormur geisaði í Norðursjó. Óttast var að mikil
flóðbylgja skylli á ströndinni vegna óveðursins en hún
reyndist ekki eins mikil og spáð hafði verið. Varað var
einnig við flóðbylgjum í Hollandi, Belgíu, Þýskalandi,
Noregi og Svíþjóð en þær ollu ekki miklu tjóni sam-
kvæmt síðustu fréttum. Óveðrið olli m.a. flóði í Ham-
borg og á myndinni sést fiskmarkaður í borginni um-
flotinn vatni.
AP
Flóðbylgjan minni en spáð var
Blaðið hefur eftir sérfræðingum í
málefnum mafíunnar að listinn
bendi til þess að leiðtogum glæpa-
samtakanna blöskri hegðun yngri
manna sem gengið hafa til liðs við
mafíuna á undanförnum árum.
Reglurnar 10 eru eftirfarandi:
1. Enginn getur kynnt sig beint
fyrir öðrum vinum okkar. Þriðji
aðili verður að sjá um það.
2. Aldrei horfa á eiginkonur vina.
3. Aldrei láta sjá sig í návist lög-
reglumanna.
4. Ekki fara á krár og klúbba.
5. Alltaf vera til þjónustu reiðubú-
inn því Cosa Nostra er skylda –
jafnvel þótt eiginkonan sé í þann
mund að fæða barn.
6. Mæta verður á alla fundi sem
boðað er til.
7. Sýna verður eiginkonum virð-
ingu.
8. Þegar óskað er eftir upplýs-
ingum verður svarið að vera
sannleikanum samkvæmt.
9. Ekki má ráðstafa peningum sem
tilheyra öðrum eða öðrum fjöl-
skyldum.
10. Fólk sem ekki getur tilheyrt
Cosa Nostra: Hver sá sem á ná-
kominn ættingja í lögreglunni,
hver sá sem á svikulan ættingja,
hver sá sem hegðar sér illa og
virðir ekki siðareglur og gildi.
ÍTALSKA lögreglan segist hafa
fundið lista yfir „tíu boðorð“ ítölsku
mafíunnar þegar hún handtók Salva-
tore Lo Piccolo, valdamesta guð-
föður mafíunnar á Sikiley, í vikunni.
Félagar í mafíunni, Cosa Nostra,
verða m.a. að vera stundvísir og
sýna mafíunni algera hollustu. Þá
eiga þeir að sýna eiginkonum sínum
virðingu en þær eiga þó ekki stuðn-
ing þeirra vísan við barnsburð því
þeir þurfa að alltaf að vera til taks
fyrir mafíuna – „jafnvel þótt eigin-
konan sé að fæða barn.“
Að sögn breska blaðsins The
Daily Telegraph ber listinn yfir-
skriftina: Réttindi og skyldur.
Fundu tíu boðorð mafíunnar Málræktarþing Íslenskrar málnefndar
og Mjólkursamsölunnar laugardaginn
10. nóvember 2007 undir merkjum
dags íslenskrar tungu í hátíðasal
Háskóla Íslands kl. 11.00-14.25.
Efni: Íslensk málstefna: Hvernig er ástandið á
ýmsum sviðum málsins?
11.00 Þingið sett. Tónlistaratriði.
11.10 Guðrún Kvaran, formaður Íslenskrar málnefndar:
Drög að íslenskri málstefnu.
11.25 Halldóra Björt Ewen: Leikskólar, grunnskólar
og framhaldsskólar.
11.45 Brynhildur Þórarinsdóttir: Háskólar,
vísindi og fræði.
12.05 Fundarhlé. Veitingar í boði Mjólkursamsölunnar.
12.30 Tónlistaratriði.
12.40 Guðbrandur Sigurðsson, forstjóri
Mjólkursamsölunnar: Ávarp.
12.50 Veturliði Óskarsson: Tungan og tengslin
– Um íslensku sem annað mál, íslenskukennslu
erlendis og tengslin við norrænt málsamfélag.
13.10 Verðlaun fyrir íslenskunotkun í fjölmiðlum.
13.20 Björn Gíslason: Fjölmiðlar og listir.
13.40 Dagný Jónsdóttir: Tungumál og málfar
í viðskiptum og stjórnsýslu.
14.00 Almennar umræður.
14.20 Tónlistaratriði. Þingi slitið um kl. 14.25.
Fundarstjóri Steinunn Stefánsdóttir
Íslenskrar málnefndar og Mjólkursamsölunnar
KO
M
a
lm
an
n
at
en
g
sl
/
s
va
rt
hv
ít
t
eh
f.