Morgunblaðið - 17.11.2007, Síða 3
Hvað eiga 2,7 milljónir fermetra, 635 þúsund
ljósaperur, 270 þúsund gluggar, 220 þúsund
hurðir, 215 þúsund bílastæði, 180 þúsund
hurðarhúnar, 3.800 leigurými, 730 lyftur, 270
starfsmenn og 4 lönd sameiginlegt? Eitt fyrirtæki,
Landic Property, tengir þetta allt.
Þegar Fasteignafélagið Stoðir, Keops
og Atlas Ejendomme runnu
saman varð til eitt af þremur
stærstu fasteignafélögum
á Norðurlöndum.
Meginstarfsemi Landic
Property er á Íslandi, í
Svíþjóð, Danmörku og
Finnlandi og sérhæfir fyrir-
tækið sig í leigu á skrifstofu-
og verslunarhúsnæði.
Í Danmörku er SAS, Magasin og
Illum stærstu leigjendur félagsins.
Hið fræga Tietgens Hus er ein af
fjölmörgum eignum Landic
Property þarlendis. Í Svíþjóð eru
skattayfirvöld, réttarkerfið, lögreglan og
Stokkhólmsborg stærstu leigjendurnir.
Sænsku stórfyrirtækin Telia Sonera, Ericsson,
SAS og Nordea bank eru meðal viðskiptavina
okkar þar í landi.
Á Íslandi eru stærstu leigjendurnir Hagar,
Icelandair Hotels og hið opinbera. Stærstu eignir
Landic Property á Íslandi eru Kringlan,
Spöngin, Holtagarðar og Hótel Hilton Nordica.
Eins og gengur og gerist eru fasteignir
misgamlar. Sumar eignir Landic Property
eru ekki nema nokkurra mánaða gamlar, sumar
eru enn teikningar á borði eða hugmynd í
kollinum á starfsmanni okkar. Aðrar eignir eru
mörg hundruð ára, sögufrægar byggingar.
Við erum með starfsemi í fjórum löndum
en alls staðar er markmiðið það
sama: framúrskarandi þjónusta
við leigjendur og áfram-
haldandi vöxtur fyrirtækisins.
Þegar rætt er um fasteignir
er auðvelt að týna sér í
tölulegum upplýsingum.
En tilgangurinn með
upptalningunni á eignum
Landic Property er að sýna
að þrátt fyrir að við höfum eins
og öll fyrirtæki byrjað smátt, þá
erum við í dag risastór.
Vissulega snýst flest sem við
gerum að miklu leyti um steypu, stál,
gler, múrsteina, timbur og málningu.
En það sem skiptir okkur í Landic
Property mestu eru þær þúsundir einstaklinga,
skrifstofufólks, ríkisstarfsmanna, verslunarfólks,
lögreglumanna og hótelgesta, sem gæða bygg-
ingar okkar lífi á hverjum degi. Svo ekki sé
minnst á þá tæplega þrjú hundruð skapandi og
kraftmiklu starfsmenn sem tryggja viðhald og
vegsemd félagsins. Og að allar ljósaperurnar virki.
www.landicproperty.com
H
V
ÍT
A
H
Ú
S
IÐ
/S
ÍA