Morgunblaðið - 17.11.2007, Page 8
8 LAUGARDAGUR 17. NÓVEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
HILMARI Snorrasyni var veitt við-
urkenning í Dublin á Írlandi á dög-
unum. Um er að ræða viðurkenn-
ingu sem Sea and Shore Safety
Services veitir árlega þeim sem
stuðla að auknu öryggi meðal sæ-
farenda. Viðurkenninguna fékk
hann fyrir störf sín sem skólastjóri
Slysavarnaskóla sjómanna og fyrir
störf sín sem formaður Int-
ernational Association for Safety
and Turvival Training. Hilmar
þakkaði starfmönnum slysavarna-
skólans og sagði þetta ekki síður
vera viðurkenningu fyrir þeirra
frábæru störf.
Verðlaun Angela Murphy og Denis
O’Callaghan borgarstjóri í Dublin
afhentu Hilmari viðurkenninguna.
Hilmar hylltur
NÝ 33 MW lágþrýstivél verður tek-
in í notkun í Hellisheiðarvirkjun í
dag og á sama tíma verður gesta-
skáli stöðvarhússins tekinn form-
lega í notkun. Orkan frá nýju vél-
inni, sem er hin fyrsta sinnar
tegundar hér á landi, mun fara á al-
mennan markað.
Nú þegar eru gestir í Hellisheið-
arvirkjun orðnir um 5.000 talsins,
en skálinn telst ekki fullbúinn fyrr
en nú, er sýningaraðstaða hefur
verið útbúin. Frá 15. júlí sl. hafa
gestir þó getað sótt upplýsingar og
leiðbeiningar í gestskálann.
Lágþrýstivél
og gestaskáli
NÝ landskjörstjórn hefur verið kos-
in af Alþingi. Í henni sitja sem að-
almenn Gísli Baldur Garðarsson,
Hervör Lilja Þorvaldsdóttir, Ást-
ráður Haraldsson, Bryndís Hlöð-
versdóttir og Þórður Bogason.
Varamenn verða Hrafnhildur Stef-
ánsdóttir, Ólafur Helgi Kjart-
ansson, Sólveig Guðmundsdóttir,
Elín Blöndal og Eysteinn Eyjólfs-
son.
Landskjörstjórn kom saman á
fimmtudag og kaus Gísla Baldur
Garðarsson formann og Bryndísi
Hlöðversdóttur varaformann. Einn-
ig var ákveðið að ráða Einar Far-
estveit lögfræðing sem ritara lands-
kjörstjórnar.
Ný landskjör-
stjórn fundar
LANDSVIRKJUN hlaut íslensku
gæðaverðlaunin í ár, en þau voru
afhent í níunda
sinn í fyrradag.
Samgöngu-
ráðherra, Krist-
ján Möller, af-
henti verðlaunin.
Íslensku gæða-
verðlaunin eru
samstarfsverk-
efni Stjórnvísi, forsætisráðuneyt-
isins, VR og Háskóla Íslands.
Í umsögn matsnefndar segir m.a.
að Landsvirkjun sé öflugt og metn-
aðarfullt þekkingarfyrirtæki sem
gefi sambærilegum fyrirtækjum er-
lendis ekkert eftir. Frumkvæði og
metnaður starfsmanna fái notið sín
og leiðtogar og stjórnendur fyr-
irtækisins hafi skýra framtíðarsýn.
Fyrirtækinu sé umhugað um ímynd
sína og taki mjög virkan þátt í sam-
félagslegum verkefnum á jákvæðan
og uppbyggilegan hátt.
Gæðaverðlaun til
Landsvirkjunar
Í húsleit Samkeppniseftirlitsins voru að sögn
Magnúsar tekin afrit af tölvugögnum og viðskipta-
samningum og öðrum göngum sem þeim tengjast.
Hann segir Innnes ekkert hafa að fela og því
fagni hann húsleitinni. „Vonandi verða allir
hreinsaðir af þessum alvarlega rógburði. Ef ske
kynni að hjá einhverjum leyndist óhreint mjöl í
pokahorninu vona ég að það verði hreinsað.“
Magnús segist efast um að samráð sé haft á
matvörumarkaði. „Ef um samráð er að ræða,
hvers vegna breytist verðið þá svona hratt?“ spyr
hann. „Það gefur frekar til kynna að það sé hörð
samkeppni á markaðnum.“
Að mati Magnúsar er ekki réttlátt að kenna
matvöruverslunum um hátt matvöruverð á meðan
„VIÐ áttum ekki von á þessu en þó má segja að
þetta hafi verið eðlilegt skref af hálfu samkeppn-
isyfirvalda miðað við þær ásakanir sem fram hafa
komið um að birgjar ættu hlut að máli,“ segir
Magnús Óli Ólafsson, framkvæmdastjóri sölusviðs
hjá heildversluninni Innnesi, um húsleit Sam-
keppniseftirlitins í fyrradag hjá Krónunni, Bónus
og þremur birgjum, þar á meðal Innnesi. „Okkur
kemur hins vegar á óvart að húsleit sé gerð hjá
okkur,“ segir Magnús en bendir á að Krónan og
Bónus séu stærstu viðskiptavinir fyrirtækisins.
Hann neitar því alfarið að fyrirtækið finni fyrir
þrýstingi af hálfu verslana að blanda sér í verð-
stríð þeirra. „Við skiptum okkur ekki af verðlagn-
ingu verslana.“
ríkið taki „tugi og hundruð milljóna í tolla og
gjöld.“
Ólafur O. Johnson, forstjóri O. Johnson &
Kaaber, sem Samkeppniseftirlitið gerði einnig
húsleit hjá í gær, segist ekki hafa trú á því að sam-
ráð sé á matvörumarkaði. „Þeir komu hingað og
við létum þá fá öll þau gögn sem þeir vildu fá. Mál-
ið er því nú í þeirra höndum. Það er allt hreint í
okkar pokahorni. Þetta er allt byggt á einhverjum
sögusögnum sem [Samkeppniseftirlitið] hefur
fengið.“
Ólafur telur eðlilegt að könnun á meintu sam-
ráði sé gerð. „Það er gott og blessað að það sé ver-
ið að reyna að finna niðurstöðu í málinu.“
Ekki náðist í forstjóra Íslensk-ameríska.
Finna ekki fyrir þrýstingi
Eftir Andra Karl
andri@mbl.is
„SEGJA má að þetta sé í beinu og
eðlilegu framhaldi af þeirri niður-
stöðu sem kom fram í sumar hjá
Mannréttindadómstól Evrópu. Það
var minn málflutningur í þessu máli
hvað varðar þátt læknaráðs, að það
hljóti að hafa áhrif á afstöðu dómsins
hvaða gildi álitsgerð læknaráðs hef-
ur,“ segir Heimir Örn Herbertsson,
lögmaður manns sem krafðist þess að
viðurkennd yrði skaðabótaskylda ís-
lenska ríkisins vegna líkamstjóns
sem hann hlaut í kjölfar bráðakrans-
æðastíflu sem starfsfólki Landspítala
yfirsást að greina og veita meðferð
við í tæka tíð í febrúar árið 2003.
Í niðurstöðu dómsins kemur fram
að við mat á sönnunargildi umsagnar
læknaráðs, um það hvort biðin hafi
verið eðlileg, verði að líta til þess að
sérfræðingurinn sem ráðið leitaði til
starfar hjá Landspítala, og einnig
formaður ráðsins og aðrir í réttar-
máladeild þess. Var það m.a. til þess
fallið að draga úr hlutleysi umsagn-
arinnar.
Ári eftir áfallið óskaði maðurinn
eftir áliti landlæknisembættisins á
því hvort að um mistök hafi verið að
ræða á greiningu sjúkdómsins. Í
álitsgerð embættisins er komist að
þeirri niðurstöðu að meðferð manns-
ins hafi verið áfátt og á þá leið að
hann hefði átt að fá segaleysandi
meðferð tveimur klukkustundum
fyrr en raun varð á.
Í kjölfarið óskaði maðurinn eftir af-
stöðu ríkislögmanns til bótaskyldu og
óskaði ríkislögmaður umsagnar
læknaráðs. Ráðið leitaði sérfræðiráð-
gjafar brjóstholsskurðlæknis sem
starfaði hjá Landspítalanum og
komst hann að því að eðlilega hefði
verið staðið að greiningu og dráttur á
meðferð hefði fyrst og fremst stafað
af óljósum klínískum einkennum
mannsins. Skaðabótaskyldu var því
hafnað.
Heimir Örn segir ljóst að um
breytt viðhorf sé að ræða til álits-
gerða læknaráðs og það megi rekja til
niðurstöðu Mannréttindadómstóls
Evrópu frá því í sumar.
Dómstóllinn úrskurðaði þá að
stúlka sem veiktist strax eftir fæð-
ingu árið 1998 skyldi fá skaðabætur.
Hæstiréttur hafði hafnað skaðabóta-
skyldu og var sú ákvörðun að mestu
byggð á álitsgerð læknaráðs. Í úr-
skurðinum sagði að stúlkan hefði með
réttu getað óttast að læknaráð væri
ekki með öllu hlutlaust í ljósi þess að
fjórir þeirra sem sátu í ráðinu stöfuðu
hjá Landspítala.
Heimir Örn telur að afnema beri
læknaráð og nota eigi dómkvadda
matsmenn þess í stað. „Fólk er að
lenda í því að kalla eftir áliti og það
eiga að vera til úrræði fyrir það til að
fá skýr svör. Það er óþolandi að það
sé réttaróvissa með það hvert skuli
leita með slíkt og að það séu ekki
bærir aðilar í samfélaginu sem geta
tekið það að sér. Það veldur réttar-
óvissu á meðan ráðið er ekki aflagt.“
Þegar úrskurður Mannréttinda-
dómstólsins var kveðinn upp sagði
þáverandi formaður læknaráðs í sam-
tali við Morgunblaðið að ráðið væri
úrelt fyrirbæri og lögum um það bæri
að breyta. Ekki náðist í Sigurð Guð-
mundsson, landlækni og formann
læknaráðs, við vinnslu fréttarinnar.
Héraðsdómur dregur í efa
hlutleysi umsagnarinnar
Morgunblaðið/Júlíus
Landspítali Maðurinn hefur verið óvinnufær síðan hann fékk bráða-
kransæðastíflu og glímt við erfið veikindi sem ekki sér fyrir endann á.