Morgunblaðið - 17.11.2007, Page 14

Morgunblaðið - 17.11.2007, Page 14
14 LAUGARDAGUR 17. NÓVEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Yfirbragð Alþingis hefurverið með rólegra mótiundanfarið og nýir semgamalreyndir þingmenn hafa haft orð á því. Þeir sem muna einhver ár aftur í tímann segja að það sé eðlilegt á fyrsta þingvetri nýs kjörtímabils. Þá hafa sumir nefnt sterkan meirihluta og litla og ósam- stiga stjórnarandstöðu sem mögu- legar skýringar fyrir deyfðinni á Al- þingi. Kannski má bæta því við að ríkisstjórnarsamstarfið virðist ekki alveg vera búið að festa sig í sessi í huga margra, ekki síst eftir allt borgarstjórnardramað. Flokkarnir passa sig því á að vera góðir hver við annan, svona ef ske kynni að þeir þurfi á vináttunni að halda síðar. En ég ætla að gerast svo hátíðleg að spá því að ríkisstjórnarsamstarfið verði farsælt og endist a.m.k. út kjörtímabilið, ef ekki lengur. Þess vegna hvet ég þingmenn til að hætta að vera of hógværir og þá fær frétta- þyrsta fjölmiðlafólkið kannski aðeins meira að gera. Margar kynhneigðir Kolbrún Halldórsdóttir mælti í vikunni fyrir frumvarpi til breytinga á hjúskaparlögum sem kveður á um að ein lög eigi að gilda um samkyn- hneigð og gagnkynhneigð pör. Eng- inn stjórnarliði tók þátt í umræðun- um en þetta er eitt af þeim málum sem væri mjög gaman að fá sem flesta þingmenn til að taka afstöðu til. Allir sem tóku til máls voru fylgj- andi frumvarpinu að undanskildum Jóni Magnússyni, þingmanni Frjáls- lyndra, sem taldi að réttindi sam- kynhneigðra mætti tryggja á annan hátt í lögum. Sú skoðun á fullan rétt á sér en Jón fór þó út á hálan ís þegar hann talaði um að til væri „margs konar kynhneigð“ og að sumar væru refsi- verðar samkvæmt hegningarlögum. Jón færðist í fyrstu undan því að svara þegar hann var inntur eftir því hvað hann ætti við en nefndi síðan barnakynhneigð og sagðist reikna með að allir væru sammála um að hún ætti að vera refsiverð. Samkvæmt íslenskri orðabók er kynhneigð „hneigð manns til gagn- stæðs eða sama kyns í ásta- og kyn- lífsefnum“. M.ö.o. nær orðið kyn- hneigð yfir það kyn sem fólk hneigist til og varla hægt að tala um fleiri kynhneigðir en gagnkynhneigð, samkynhneigð og tvíkynhneigð. Engin ástæða er til þess að spyrða umræðu um samkynhneigð saman við ofbeldi gegn börnum. Fundarstjórn Björn Bjarnason dómsmálaráð- herra hefur greinilega ekki setið auðum höndum undanfarið. Í vik- unni mælti hann fyrir þremur frum- vörpum og lagði fram tvö og allt eru þetta vel unnin og þörf frumvörp, t.d. um almannavarnir og um með- ferð sakamála. Björn kom hins vegar dálítið á óvart þegar hann tók sér hálfpartinn fundarstjórnarvald á Alþingi í vik- unni. Samkvæmt dagskrá átti Björn að ræða almenn hegningarlög en þegar hann var búinn að tala í u.þ.b. mínútu áttaði fólk sig á því að hann var að flytja ræðu um almanna- varnafrumvarpið. Forseti hringdi bjöllunni og benti á mistökin en Björn þakkaði bara fyrir og hélt ótrauður áfram. Það er mögulegt að forseti hafi sagt Birni að halda áfram, án þess að það hafi heyrst, en þetta leit a.m.k. ankannalega út. Mikill órói greip um sig í þingsal og ekki síst hjá þingmönnum sem voru á mælendaskrá. Hugsanlega áttaði Björn sig ekki strax og hélt þess vegna áfram en forseti þingsins hefði með réttu átt að stöðva hann aftur og óska eftir að hann byrjaði á réttu máli. Með búnt og byssu Vinstri græn ollu usla sl. fimmtu- dag í umræðum um kúvendingu sveitarstjórnar Flóahrepps sem hef- ur þvert á fyrri áætlanir ákveðið að setja Urriðafossvirkjun á að- alskipulag. Guðfríður Lilja Grét- arsdóttir hóf umræðuna og sagði lýðræðislega kjörna fulltrúa hafa „bakkað með sitt nei og sína sann- færingu“ og ekki þorað annað and- spænis ægivaldinu sem Lands- virkjun er. Steingrímur J. Sigfússon bætti um betur og sagði Lands- virkjun hafa mætt á staðinn daginn eftir að hreppsnefndin hafnaði virkj- unaráformum „með seðlabúntið í annarri hendinni og byssuna í hinni“. Þetta eru þung orð. Er verið að halda því fram að Landsvirkjun beri fé á sveitarstjórnir og að þær taki við því? Ef svo er þá er um mjög al- varlegt mál að ræða og þyrfti að taka upp á öðrum vettvangi og þar sem allir sem aðild eiga að málinu geta svarað fyrir sig. Hitt er svo annað mál og það er að Guðfríður Lilja og félagar fengu lítil sem engin svör við spurningum sín- um. Ætla stjórnvöld að axla ein- hverja ábyrgð í málinu? Lands- virkjun er ríkisfyrirtæki og þess vegna geta stjórnvöld ekki bara bent á sveitarfélögin. Hvar stendur Sam- fylkingin? Afstaða stjórnvalda þarf að vera skýr, hver svo sem hún er. Duglegir varaþingmenn En til að enda annars óþarflega neikvætt þingbréf á jákvæðu nót- unum þá langar mig að hrósa þeim varaþingmönnum sem hafa komið inn á þing það sem af er þingvetri. Þeir hafa sannarlega tekið hlutverk sitt alvarlega og ekki setið með hendur í skauti sér. Þannig eru nú til meðferðar í þinginu fjögur frum- vörp, ein þingsályktunartillaga og ellefu fyrirspurnir sem varaþing- menn hafa lagt fram. Mörg málanna eru í takt við pólitíska stefnumótun sem hefur átt sér stað innan flokk- anna og til fyrirmyndar að varaþing- menn, sem koma oftast bara inn á þing í tvær vikur, taki af skarið með svona miklum myndarbrag. Byssur og barnakynhneigð á rólegu þingi ÞINGBRÉF Halla Gunnarsdóttir BÆJARSTJÓRN Garðabæjar sam- þykkti á fundi sínum á fimmtudag að torgið sem nýtt hús Nátt- úrufræðistofnunar Íslands rís við í Urriðaholti í Garðabæ verði nefnt Jónasartorg. Það var Stefán Kon- ráðsson, formaður skipulags- nefndar bæjarins, sem lagði fram tillöguna í tilefni af 200 ára fæðing- arafmæli Jónasar Hallgrímssonar, en hann hefur stundum verið kall- aður fyrsti íslenski náttúrufræðing- urinn. Í tilkynningu frá Garðabæ segir, að nýlega hafi verið ákveðið að reisa nýbyggingu í Urriðaholti sem hýsa á Náttúrufræðistofnun Íslands, sem flyst þá frá Hlemmi í Reykjavík til Garðabæjar. Húsið rís við torg sem rammaskipulag Urriðaholts og til- lögur að deiliskipulagi gera ráð fyr- ir neðst við Urriðaholtsbraut. Segir bærinn, að með nafngift torgsins sé tengslum Jónasar Hallgrímssonar við náttúruvísindi haldið á lofti þótt vissulega sé hann þekktari sem þjóðskáld. Þess má geta, að nokkrir elstu munir safnsins munu vera frá Jónasi komnir. Í tillögunni segir að fram til þessa hafi engin gata, vegur, stræti eða torg á Íslandi verið kennt við Jónas Hallgrímsson og megi segja að það sé orðið tímabært með tilliti til stöðu Jónasar í íslenskri þjóðarvit- und. Torgið Hið nýja Jónasartorg verður áberandi í Urriðaholtinu. Jónasartorg í Garðabæ ÁSTANDIÐ á Gaza-svæðinu er orð- ið hryllilegt og óttast heilbrigðisráð- herra Palestínumanna, dr. Bassim Naim, að heilbrigðiskerfið muni hrynja á næstu vikum verði ekkert að gert. Sveinn Rúnar Hauksson heimilislæknir og formaður félagsins Ísland-Palestína, sem er að ljúka sex vikna heimsókn til Gaza hitti ráð- herrann í gær og hefur jafnframt hitt fjölmarga lækna og heimsótt sjúkra- stofnanir í ferðinni. „Hann taldi að ef ekki yrðu neinar breytingar á því umsátursástandi sem íbúar á Gaza búa við, þá myndi heilbrigðiskerfið hrynja á nokkrum vikum. Þar á hann við skort á lyfjum og tækjum til rannsókna á sjúkrahúsum og fleira,“ segir Sveinn Rún- ar. „Hernámsyf- irvöld gefa ekki leyfi fyrir neinum innflutningi á varahlutum í tækjabúnað á sjúkrahúsum og gefin eru mjög takmörkuð leyfi á innflutningi nauð- synlegustu lyfja.“ Ein og hálf milljón manns er á Gaza og eru nú varla til verkjalyf á borð við Panodil, að sögn Sveins Rúnars, og sjúkrahús þurfa að verja miklum tíma í hluti á borð við að út- vega bensín á sjúkrabíla sína. Gazabúar þola ekki margar vikur enn Sveinn Rúnar Hauksson Eftir Guðmundur Sverri Þór sverrirth@mbl.is ÁRANGUR Íslendinga í efnahags- málum er framúrskarandi og ætti landið að vera fyrirmynd annarra. Þetta segir bandaríski hagfræðing- urinn Arthur Laffer sem staddur var hér á landi og flutti fyrirlestur í Þjóð- menningarhúsinu í gær. Í samtali við Morgunblaðið að fundinum loknum sagði Laffer Íslendinga hafa sýnt fram á að réttmæti hugmynda hans en tók jafnframt skýrt fram að skattalækkanir væru ekki eina ástæða þenslunnar og góðærisins sem einkennt hefur íslenskt efna- hagslíf á undanförnum árum. „Fleiri þættir spila að sjálfsögðu inn í, þetta er samspil margra hluta,“ segir Laf- fer sem viðurkennir að hann hafi ekki náð að kynna sér til hlítar allar þær breytingar sem orðið hafa á íslensku efnahagsumhverfi á undanförnum árum og áratugum. Hann segir það hins vegar engum vafa undirorpið að breytingar þær sem ráðist hefur ver- ið í á íslensku skattakerfi hafi skilað miklum árangri. Þótt kenningum Laffers hafi stundum verið beitt sem sönnun þess að skattar eigi ekki rétt á sér segir hann þá vera illa nauðsyn. „Öll hag- kerfi þurfa einhvern skattagrundvöll til þess að byggja þjónustu hins op- inbera á. Hin pólitíska umræða á síð- an að fjalla um hversu mikil hin op- inera þjónusta á að vera en skatturinn á ekki að þurfa að vera meiri en svo að það dekki kostnað hins opinbera. Ef möguleiki er á að lækka skatta og samtímis auka tekjur hins opinbera hver er þá á móti því að lækka skatta? Annað væri brjálæði. Það er það sem ég hef verið að benda á,“ segir hann og ítrekar að Laffer-kúrfuna eigi ekki að líta á sem einhverja óhrekjanlega hagfræði- kenningu, hann hafi upphaflega riss- að hana upp til þess að sýna nem- endum sínum fram á að það geta verið tekjuáhrif af skattalækkunum. Jafnframt varar hann við því að vald- hafar reyni að finna einhvern topp á Laffer-kúrfunni til þess að finna hæsta skattstig sem ekki veldur verðmætatapi. Aðalatriðið sé að skattstigið sé vinstra megin við hæsta punkt á kúrfunni. En hvað á að gera þegar lægsta hagkvæma skatt- stigi hefur verið náð? „Þá þarf að hætta að lækka skatta. og finna aðrar leiðir til þess að örva hagkerfið. Við verðum að leyfa stjórnmálamönnum að taka ákvörð- un um hvaða leiðir á að nota. Það er hins vegar alveg ljóst að hingað til höfum við gengið alltof langt í að hækka skatta,“ segir Laffer. Íslenska hagkerfið hefur þanist út með ógnarhraða á undanförnum ár- um og hefur verið sagt að fram- leiðsluspenna sé í hagkerfinu. Þá hafa sérfræðingar erlendra stofnana á borð við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn og OECD varað við því að skattar séu lækkaðir á miðju þensluskeiði. Það sé eins og að hella olíu á eld. „Það er ekki verið að hella olíu á eld með því að lækka skatta. Að mínu mati getur hagkerfið ekki þanist of mikið út. Það veldur engum vandræðum að hafa framleitt of mikið,“ segir Laffer og segir kenningar um framleiðslu- spennu rangar. „Það er ekkert að neikvætt við ofhitað hagkerfi, hvað svo sem það þýðir. Atvinnuleysi get- ur aldrei verið of lágt og fólk getur aldrei verið of ríkt. Það er aldrei hægt að útrýma fátækt of hratt,“ bætir hann við og aðspurður um raddir þess efnis að með skattalækk- unum breikki bilið á milli fátækra og ríkra segir hann að þýði það að minnka bilið að hinir fátæku verði fá- tækari þá vilji hann ekki að það minnki. „Það meiðir mig ekki þótt einhverjir séu ríkari en ég og ef þú verður ríkari og ég verð ríkari þá hef ég það betra. John F. Kennedy sagði eitt sinn að enginn Bandaríkjamaður hefði nokkurn tíma orðið betur settur af því að draga annan niður og að í hvert skipti sem einn Bandaríkja- maður hagnaðist myndu allir hagn- ast. Ennfremur sagði hann að á flóði lyftust öll skip og það er sú regla sem ég lifi eftir. Í hvert skipti sem afkoma Bandaríkjamanns batnar þá verð ég hamingjusamur, gildir þá einu hvort um er að ræða fátæka eða ríka. Ég vil að þeim fátæku farnist betur og ég vil að þeim ríku farnist betur,“ segir Arthur Laffer og segist að lokum þakklátur Íslendingum. „Árangur ykkar hefur rennt stoðum undir Laf- fer-kúrfuna,“ segir hann og hlær. Ofhitnun ekki hættuleg Arthur Laffer segir hagkerfið ekki geta þanist of mikið út Brautryðjandi Arthur Laffer er sagður hafa rissað kenningar sínar upp á servéttu á veitingastað til þess að skýra þær fyrir blaðamanni. Í HNOTSKURN » Arthur Laffer er heims-þekktur fyrir Laffer- kúrfuna svokölluðu sem sýnir að tekjur hins opinbera af skattheimtu geta hækkað þrátt fyrir að skattar lækki. » Laffer var hugmynda-fræðingurinn á bak við skattalækkanir Ronald Reag- an og hefur einnig komið að endurbótum á írska skattkerf- inu. Morgunblaðið/RAX

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.