Morgunblaðið - 17.11.2007, Side 21

Morgunblaðið - 17.11.2007, Side 21
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. NÓVEMBER 2007 21 ERLENT Baráttusaga Margrét J. Benedictsson helgaði líf sitt jafnréttisbáráttu kvenna. Saga hennar má ekki gleymast. M bl 9 36 50 9 Fyrsti vestur-íslenski feministinn Þættir úr baráttusögu Margrétar J. Benedictsson Björn Jónsson holar@simnet.is Ármúla 42 · Sími 895 8966 mánudag - föstudag 10-18 laugardag 10-18 sunnudag 13-17Opið Frábær jólatilboð Gefðu öðruvísi jólagjöf í ár Handunnir kínverskir listmunir Ósló. AFP. | Samþykkt var á presta- stefnu norsku þjóðkirkjunnar í gær að heimila vígslu samkynhneigðra presta eða djákna. Fimmtíu af 84 fulltrúum á presta- stefnunni samþykktu tillögu um að afnema bann við vígslu samkyn- hneigðra presta. Hinir fulltrúarnir þrjátíu höfðu óskað eftir frekari at- hugun á málinu. Í textanum, sem samþykktur var, segir að biskupar og aðrar kirkju- stofnanir sem velja presta eigi síð- asta orðið og geti enn hafnað um- sækjanda sem er samkynhneigður og býr með maka af sama kyni. Meirihluti ellefu biskupa norsku þjóðkirkjunnar hafði lýst því yfir að þeir væru hlynntir því að bannið yrði afnumið. Vígsla sam- kynhneigðra presta leyfð Eftir Davíð Loga Sigurðsson david@mbl.is STJÓRNVÖLD í Sádi-Arabíu hafa á undanförnum árum sýnt viðleitni til að bæta ímynd konungdæmisins sem satt best að segja hefur ekki verið sérstaklega góð. Nú síðast höfðu þau boðið fjölda erlendra fjölmiðlamanna til að sækja leiðtogafund OPEC- ríkjanna í Riyadh um helgina, en OPEC eru samtök helstu olíu- útflutningsríkja heimsins. Víst er hins vegar að dómur sem féll í umtöluðu nauðgunarmáli fyrir rétti fyrr í vikunni í Qatif í austur- hluta landsins gæti skyggt á vel skipulagðan fund valdamannanna, því að jafnvel í Sádi-Arabíu þykir rétturinn hafa gengið fram af fá- dæma hörku; ekki gagnvart nauðg- urunum, heldur fórnarlambinu! Forsaga málsins er þessi: nítján ára stúlka í Qatif hitti fyrrverandi unnusta sinn fyrir einu og hálfu ári og settist með honum inn í bíl. Hún hugðist biðja hann um að skila mynd- um sem hann átti af henni, enda var hún um það bil að giftast öðrum manni. Sjö menn komu þá að og rændu þeim og nauðguðu báðum og mun stúlkunni alls hafa verið nauðg- að fjórtán sinnum. Dómstóll í Qatif dæmdi nauðg- arana sjö til fangelsisvistar, frá tíu mánuðum til fimm ára, og áttu allir að sæta húðstrýkingu, 80 til 1.000 högg- um hver. Er sá dómur talinn hafa verið vægur, enda liggur dauðarefs- ing við nauðgun í Sádi-Arabíu. Hitt vekur þó enn meiri athygli að fórn- arlömbin tvö voru einnig dæmd til húðstrýkingar, 90 högga hvort, fyrir að hafa verið saman í bílnum til að byrja með. En refsilöggjöfin í Sádi- Arabíu byggist á afar strangri túlkun á íslömskum lögum og skv. henni er það glæpur fyrir konu að vera ein með manni sem ekki er bóndi hennar eða ættingi. Reitti dómarana til reiði Lögmaður konunnar, Abdulrahm- an al-Lahem, taldi dóminn yfir skjól- stæðingi sínum óréttlátan og dóminn yfir gerendunum of vægan. Það virð- ist hins vegar hafa reitt dómarana til reiði að al-Lahem skyldi áfrýja mál- inu og síðan ræða það opinberlega, því að í vikunni felldu þeir nýjan úr- skurð. Þar var refsing nauðgaranna vissulega þyngd – úr tveimur árum í fangelsi til níu – en stúlkan skal hins vegar nú vera húðstrýkt 200 sinnum og sæta sex mánaða fangelsisvist. Hin frjálslyndari öfl í Sádi-Arabíu eru yfir sig hneyksluð á úrskurði þessum og segja hann til marks um að dómskerfið sé langt frá því að vera í lagi. Hitt er talið hafa hugsanlega skipt máli að al-Lahem lögmaður hef- ur áður gagnrýnt dómskerfið í S- Arabíu. Hann hefur tímabundið verið sviptur rétti til að iðka lög en hann er sakaður um tilraun til að grafa undan dómstólnum í Qatif. Refsingu yfir stúlkunni hefur skv. New York Times ekki enn verið framfylgt en stúlkan er nú gift og ætlar bóndi hennar að halda málinu áfram fyrir dómstólum. Staða kvenna er ekki sterk í S-Arabíu Reuters Íslömsk lög Konum í S-Arabíu er bannað að vera einar með körlum sem ekki eru eiginmenn þeirra eða ættingjar. Þær hylja gjarnan andlit sitt. Fórnarlambi nauðgunar refsað

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.