Morgunblaðið - 17.11.2007, Page 27

Morgunblaðið - 17.11.2007, Page 27
daglegtlíf Þegar vetra tekur og kólnar í veðri er um að gera að mæta kára með fallegu höfuðfati og hlýjum vettlingum. »30 tíska Kristín Árnadóttir og Stefán Melsted eru mikið fyrir skand- inavíska hönnun, en vilja setja sinn karakter á heimilið. »28 innlit bæra jólavertíð verzl- unarinnar í landinu komist langt með að eyðileggja sjálfa jólahátíðina fyrir fólki. Það er nóg að byrja jólin í byrjun desem- ber. Æskilegast er að samtök verzlunarinnar hafi forgöngu um að snúa ofan af þeirri þró- un, sem er komin of langt, að byrja jólahá- tíðina tveimur mán- uðum fyrir jól. Það hlýtur að vera hagfellt fyrir verzlunina sjálfa. Allt tilstand verzlunarinnar fyrir jólin kostar peninga og eykur rekstrarkostnað og standi það í tvo mán- uði í staðinn fyrir þrjár vikur hlýtur að fylgja því margvíslegur kostnaður, sem ekki er víst að skili sér í stór- aukinni verzlun. Almenningur er þreyttur á þessu jóla- standi löngu fyrir jól. Fólk hefur engan áhuga á að jólaæðið standi svo lengi, sem verzlunin stefnir nú á. Vafalaust er skiln- ingur á þessu hjá mörgum verzlunar- aðilum en gera má ráð fyrir að þeir telji sig knúna til að fylgja í fótspor þeirra, sem fara svo snemma af stað, sem raun ber vitni. Þess vegna er ekki ólíklegt að í ljós kæmi við athugun samtaka verzlunarinnar á viðhorfum kaup- manna að langflestir þeirra séu sammála þeim sjónarmiðum, sem hér eru sett fram. Ætli jólaverzlunin sé ekki nokkuð ákveðin stærð hvort sem er? Senni- lega kaupir fólk hvorki meira né minna fyrir jólin, þótt jólastandið í verzlunum hefjist svo snemma og til hvers er þá leikurinn gerður? Tökum höndum saman og komum þessum málum í skynsamlegan far- veg áður en þau fara gjörsamlega úr böndum. Haldi fram svo horfir hefst jólastandið í byrjun október innan tíðar. Hvernig er hægt að koma í vegfyrir, að kaupmenn byrji jólin snemma í nóvember? Engir nema kaupmenn hafa áhuga á því að jólahátíðin standi í tvo mánuði. Þeir byrja fyrr með hverju árinu sem líð- ur og nú er þetta gersamlega komið úr böndum. Er nauðsynlegt að setja lög á verzlunarstéttina til þess að halda henni í skefjum í aðdraganda jóla?! Þetta er fáránlegt. Snýst jólahaldið ekki um eitthvað annað en verzlun og viðskipti? Það getur varla verið að markmiðið með jólahaldinu sé að koma upp tveggja mánaða samfelldri verzlunarhátíð – eða hvað? Það er hægt að halda því fram með fullum rökum, að þessi snemm-     víkverji skrifar | vikverji@mbl.is Þetta er búin að vera brjál-uð vinna en líka rosalegagaman. Við fengum frí ískólanum í heila viku til að vinna í atriðinu okkar og það veitti ekkert af því. Einn daginn vorum við í fjórtán klukkutíma í skólanum og allan tímann stans- laust að vinna að verkefninu. Það eru ótal smáatriði sem þarf að huga að og ýmis vandamál sem þarf að leysa. Þetta er mikil handavinna og það liggur líka heil- mikil vinna á bak við möppuna sem við þurfum að skila til dómnefndar fyrir keppnina þar sem við segjum frá vinnuferlinu, efnum sem við notum og útfærslu hugmynda. Þannig að við erum vissulega orðn- ar svolítið þreyttar en við erum líka mjög spenntar,“ segja þær Salka Þórðardóttir, Elísa Rut Hallgrímsdóttir, Þóra Karólína Ágústsdóttir og Berglind Björg Þorvaldsdóttir en í dag taka þær þátt í keppni sem heitir Stíll 2007. Allstaðar að af landinu Í þessari keppni er keppt í hönn- un á fatnaði, hárgreiðslu og förðun en þetta er í sjöunda sinn sem keppni þessi er haldin. Hún er á vegum SAMFÉS (Samtök félags- miðstöðva á Íslandi) og að þessu sinni er hún haldin í Íþróttahúsinu í Smáranum. Krakkarnir sem taka þátt í keppninni eru á aldrinum 13- 16 ára og þau koma frá félags- miðstöðvum um land allt en aðeins getur eitt lið komið frá hverri stöð og í hverju liði geta verið tveir til fjórir einstaklingar. Keppendur þurfa að vinna út frá ákveðnu þema og áherslan er fyrst og fremst á listræna sköpun, fantasíu og frumleika en ekki tískustrauma. Þemað í ár eru íslensku þjóðsög- urnar. „Í hugmyndavinnunni lögðumst við ekki í lestur á þjóðsögunum en við þekkjum auðvitað margar slík- ar. Aftur á móti fórum við á Þjóð- minjasafnið til að reyna að fá hug- mynd um hvað við ættum að gera, en andinn kom ekki yfir okkur þar. Hugmyndin kviknaði á leiðinni heim frá safninu þegar við keyrð- um framhjá Tjörninni,“ segja þær vinkonurnar en það er hernaðar- leyndarmál hvernig atriðið þeirra verður. „Við vorum mjög lengi að ákveða hvernig við ættum að út- færa hugmyndina og gerðum margar skissur, bæði að förðun- inni, hárgreiðslunni og fatnaðinum. Við vorum ekki alltaf sammála en þá ræddum við það bara fram og til baka. Við erum alvöru konur og getum alveg talað út um hlutina,“ segja þær og hlæja dátt. Þær segja það hafa verið heilmikla reynslu að standa í þessu öllu sam- an en engin þeirra ætlar sér að læra förðun, hárgreiðslu eða fata- hönnun í framtíðinni. Þær stefna á Versló eða Kvennó eftir að grunn- skóla lýkur og einhverjar þeirra segja að vel geti verið að Listahá- skólinn verði svo fyrir valinu eftir það. Sífellt umfangsmeiri keppni Stíll 2007 er mikil hátíð sem stendur alveg frá klukkan fjögur í dag til klukkan níu í kvöld. Fyrstu tvo tímana verða keppendur að vinna með fyrirsætuna sína, farða hana, greiða henni og klæða og dómararnir sem eru fagmenn á hverju sviði, fylgjast með vinnu- brögðunum. Einnig verða skemmtiatriði sem krakkar frá fé- lagsmiðstöðvunum sjá um og ein- hverjar hljómsveitir troða upp eins og til dæmis Ljótu hálfvitarnir. Og tískusýningar verða í löngum röð- um. Keppnin Stíll er alltaf að vaxa og sífellt fleiri taka þátt og nú hafa fimmtíu og tvö lið skráð sig. Sýnt verður frá keppninni í beinni út- sendingu í þættinum Laugardals- lögin í kvöld. Fantasía og sköpun á Stíl 2007 Morgunblaðið/Ómar Til í slaginn Þær brugðu á leik uppi á húsþaki. F.v. Salka með trommukjuðana, Berglind Björg, Elísa og Þóra. Vinningshafar 2006 Ísdrottningin lengst til hægri sigraði í fyrra en hún koma frá félagsmiðstöðinni Friði á Sauðárkróki. Þemað: Móðir náttúra. Eftir Kristínu Heiðu Kristinsdóttur khk@mbl.is LYF sem vinna eiga á offitu virðast ekki virka nema að takmörkuðu leyti að því er greint var frá á fréttavef BBC í gær. Einstaklingar sem tóku inn offitulyf léttust aðeins lítillega og margir voru áfram tölu- vert mikið of feitir samkvæmt rannsókn sem birt var í læknaritinu British Medical Journal. Þar var sýnt fram á að með því að taka inn offitulyf á borð við orlistat léttist fólk ekki um meira en 5 kg, eða um 5% af líkamsþyngd, sem ekki þykir nægjanlegt til að réttlæta notkun þeirra. Að sögn sérfræðinganna sýnir þetta að lyf koma ekki í stað heil- brigðs lífernis, lausnin felist enn í því að borða minna og hreyfa sig meira. Yfir milljarður manna víðsvegar um heim telst vera yfir offitu- mörkum og margir því ginnkeyptir fyrir skyndilausnum. Í þessari nýjustu rannsókn, sem prófessor Raj Padwal og samstarfs- menn hans við háskólann í Alberta í Kanada unnu, voru skoðaðar þrjá- tíu rannsóknir á 20.000 manns, þar sem hluti hópanna neytti eins þriggja offitulyfja – orlistat, sibut- ramine eða rimonabant – í eitt ár en samanburðarhópar fengu stað- leysulyf. Allir þátttakendur í rann- sóknunum voru of feitir og vógu að meðaltali um 100 kg. Þeir sem neyttu offitulyfjanna léttust 5%-10% meira en þeir sem tóku inn staðleysulyf en ekki þótti sannað að þyngdartapið væri nóg til að hafa teljandi áhrif á heilsu þeirra og langlífi. Í öllum tilfellum lækkuðu offitulyfin hins vegar ákveðna gerð kólesteróls, en erf- iðar aukaverkanir lyfjanna fólu í sér að 30%-40% þátttakenda gátu ekki lokið prófunum. Lausnin ekki í pilluformi Hollusta Lausnin fellst enn í hreyf- ingu og hollu mataræði. Morgunblaðið/Ómar |laugardagur|17. 11. 2007| mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.