Morgunblaðið - 17.11.2007, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 17.11.2007, Qupperneq 28
Heimahönnun Þessa hirslu hlóðu Stefán og Kristín úr dönskum múr- steini á nokkrum kvöldum. Eldhús- megin hýsir hún bakaraofninn og pottahirslu og borðstofumegin varð til pláss fyrir vínrekkann. V ið erum afskaplega hrifin af skandinavískri hönn- un, sérstaklega danskri hönnun, sem er fyrst og fremst einföld og stíl- hrein auk þess sem við blöndum líka saman gömlu og nýju. Heimili eiga að vera notaleg því heimili eru fyrir fólk. Við höfum því aldrei vanið okk- ur á að henda út dótinu okkar með reglulegu millibili til að kaupa eftir nýjustu tísku enda eru ákveðnir hlut- ir í okkar eigu sem við skiljum ekk- ert við okkur. Við viljum nefnilega setja okkar eigin karakter á heimilið okkar. Það er svo mikilvægt að fólki líði vel heima hjá sér,“ segir Kristín Árnadóttir, húsmóðir í vinalegu þriggja hæða einbýlishúsi, sem virð- ist kúra notalega við Nesveg vestast í Vesturbæ Reykjavíkur. Húsið lætur lítið yfir sér að utan, en leynir á sér þegar inn er komið. Heimili hjónanna Kristínar, sem starfar hjá Söfnunarsjóði lífeyris- réttinda, og Stefáns Melsted, lög- fræðings og forstöðumanns hjá Tryggingamiðstöðinni, ber vott um smekkvísi enda hefur húsmóðirin „ólæknandi“ áhuga á öllu, sem fallið getur undir hönnun og annað punt- erí. „Ég er nú farin að röfla í eigin- manninum um að taka eldhúsið aftur í gegn og er búin að fara í nokkra hringi í huganum án þess að hafa náð almennilegri lendingu því þetta gæti orðið svolítið snúið ef ég ætla að láta gólfefnið halda sér,“ viðurkennir Kristín og lítur til bónda síns sem bætir við: „Hún stjórnar ferðinni enda hefur hún fegurðarskyn á háu stigi. Ég fæ að koma með mínar hug- myndir og svo komumst við oftast að sameiginlegri niðurstöðu,“ segir Stefán og brosir. Þrjár konur á einu bretti Kristín og Stefán búa nú tvö í hús- inu sínu því börnin þrjú eru flogin að heiman og barnabörnin eru orðin fjögur á aldrinum sex til fjórtán ára. Kristín var aðeins tvítug að aldri þegar hún festi kaup á einbýlishús- inu á Nesvegi ásamt fyrri eiginmanni sínum árið 1969. Fjórum árum síðar lést hann úr krabbameini og Kristín stóð þá, 24 ára gömul, uppi sem ekkja með tvær ungar dætur, þær Aðalheiði og Ragnheiði Ásgríms- dætur. Kristín og Stefán giftust svo árið 1976 og „þar með fékk fátækur lög- fræðineminn þrjár konur upp í hend- urnar á einu bretti enda vorum við mæðgurnar afskaplega samrýndar. Ég kannaðist aðeins við piltinn því æskuvinkona mín er systir hans. Þau eru alin upp við Nesveg, í gömlu húsi sem nú er búið að rífa, og gengu í Melaskólann og Hagaskólann eins og ég, en maður var bara ekkert að pæla í þessum yngri strákum þá“, segir Kristín og hlær og útskýrir að hún hafi þriggja ára forskot í aldri á eiginmanninn. Fjölskyldan hefur búið í húsinu allar götur síðan að undanskildum tveimur árum, 1980 til 1982, þegar hún fluttist til Kaupmannahafnar þar sem Stefán lagði stund á fram- haldsnám í lögfræði og húsið var í leigu á meðan. Þrjú börn og fjögur barnabörn Örverpið Stefán Örn, sem nú er 24 ára og er búsettur í Kaupmannahöfn þar sem hann er að læra til kokks á Restaurant Grønnegade, bættist við fjölskylduna að aflokinni námsdvöl fjölskyldunnar í Danmörku og svo var farið að hefjast handa við að taka húsið í gegn smátt og smátt. „Við höfum að heita má verið í rúm tuttugu ár að breyta húsinu eftir okkar hugmyndum, en höfum auðvit- að notið leiðsagnar góðra manna. Meðal annarra hefur arkitektinn Sigurður Björgúlfsson teiknað for- stofu, sem við létum byggja við hús- ið, auk frístandandi bílskúrsins. Við höfum reynt að gera það sjálf sem við getum, en líka notið aðstoðar góðra iðnaðarmanna, sem orðið hafa miklir vinir okkar, ef þeir á annað borð voru það ekki áður. En til að gera langa sögu stutta má segja að mikil breyting hafi átt sér stað hér innan dyra. Stigahúsið var opnað og búinn til nýr stigi. Í stað langs gangs með sjö hurðum á aðalhæðinni var rýmið opnað með niðurrifi veggja og eldhúsið byggt upp á allt öðrum stað en það áður var,“ segir Stefán. Miðhæðin rúmar nú stofu, eldhús, borðstofu, skrifstofuherbergi og gestasnyrtingu. Gluggi í borðstofu var stækkaður niður í gólf og búin til tvöföld svalahurð út á myndarlegan Dönsk borðstofuhúsgögn Borðið, sem var keypt í Epal, er átthyrnt og stækkanlegt fyrir tólf manns með lausri marmaraplötu í miðjunni. Philip Stark stólarnir voru svo keyptir í Casa. Stofan Svarta leðursófasettið eru nýjustu húsgögnin á heimilinu, keypt í Exó. Brúnu stólarnir eftir hönnuðinn Bruno Matson voru keyptir fyrir fjölmörgum árum. Morgunblaðið/Golli Samhent Hjónin Kristín Árnadóttir og Stefán Melsted eru hrifin af skandinavískri hönnun. Heimilið á þó að þeirra sögn einnig að hafa karakter enda vilja þau fyrst og fremst að það sé notalegt. „Viljum setja okkar karakt- er á heimilið“ Heimili og hönnun er mikið áhugamál hjá Krist- ínu Árnadóttur enda býr hún bæði yfir smekkvísi og fegurðarskyni, eins og Jóhanna Ingvarsdóttir komst að þegar hún sótti þau Kristínu og Stefán Melsted heim á Nesveginn. Mér finnst lýsing skipta sköpum ef maður vill skapa „kósí“ stemningu. Og svo lærðum við það af Dönum að það er allt í lagi að blanda saman nýjum og gömlum hlutum. Það er bara skemmtilegt lifun 28 LAUGARDAGUR 17. NÓVEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.