Morgunblaðið - 17.11.2007, Síða 29

Morgunblaðið - 17.11.2007, Síða 29
Sjónvarpsherbergið „Hér kúrum við okkur á kvöldin enda hefur eitt barnabarnið spurt: Amma, hvað heldurðu að sé metið hans afa í stólnum?," segir Kristín, sem uppgötvaði þessa skemmtilegu IKEA-hillulausn, sem rúmar bæði Bang og Olufsen græjurnar ásamt eldgamla Nordmende- viðtækinu, sem keypt var í Radíóbúðinni á sínum tíma. Baðherbergið tekið í gegn Húsmóðirin tók sig til og hannaði baðher- bergi þeirra hjónanna upp á nýtt fyrir fjórum árum. trépall með stiga niður í garðinn. Kjallarinn er nú helsti íverustaður hjónanna á kvöldin og á næturnar því þar er aðalsjónvarpsherbergið við hliðina á svefnherbergi þeirra hjóna auk þvottahúss, geymslu og baðherbergis, sem húsmóðirin hann- aði algjörlega sjálf fyrir fjórum ár- um. Í risi er svo „svíta“ fyrir börn, tengdabörn og barnabörn þegar þau koma heim til mömmu og pabba, en auk sonarins fluttist eldri dóttirin líka til Kaupmannahafnar í sumar ásamt manni sínum og tveimur börn- um. Yngri dóttirin býr hins vegar á Íslandi og starfar hjá stoðtækja- framleiðandanum Össuri. Þrjátíu lampar á heimilinu Fagrir munir prýða heimilið og myndlist skipar augljóslega stóran sess í huga húsráðenda því veggi prýða myndir eftir fræga listamenn á borð við Karolínu Lárusdóttur, Svavar Guðnason, Snorra Arin- bjarnar, Eirík Smith, Jón Reykdal, Þorvald Skúlason, Tryggva Ólafsson og Braga Ásgeirsson. Bækur hafa líka augljóslega það hlutverk að skemmta húsbónda sínum í hús- bóndastólnum og svo mætti halda að lampar væru í sérstöku uppáhaldi hjá húsmóðurinni því lamparnir á heimilinu eru nú um þrjátíu. „Mér finnst lýsing skipta sköpum ef maður vill skapa „kósí“ stemn- ingu. Og svo lærðum við það af Dön- um að það er allt í lagi að blanda saman nýjum og gömlum hlutum. Það er bara skemmtilegt,“ segir Kristín, sem fékk nýlega það verk- efni í vinnunni sinni að velja efni og húsgögn með arkitektinum Erni Baldurssyni í nýtt skrifstofu- húsnæði, sem var verið að taka í notkun hjá Söfnunarsjóði lífeyris- réttinda við Borgartún. Rótgrónir Vesturbæingar „Þrátt fyrir að vera inni á skandin- avísku línunni fluttum við lítið með okkur frá Danmörku þegar við flutt- um heim enda höfðum við litla pen- inga til húsgagnakaupa þá. Við höfum smám saman verið að kaupa inn og má segja að Epal sé uppáhaldsbúðin auk þess sem við höfum töluvert keypt okkar innbú í Casa, Exó, Dux og IKEA þegar það á við. Þegar ég hins vegar hugsa til baka féll ég aldrei fyrir þessu húsi í upphafi enda var það í mikilli niðurníðslu þeg- ar ég og fyrri maðurinn minn keypt- um það af dánarbúi. Í dag líður mér voða vel hér og myndi hvergi annars staðar vilja búa enda finnst mér vera komin sál í húsið auk þess sem við er- um bæði rótgrónir Vesturbæingar,“ segir Kristín að lokum. join@mbl.is Hjónaherbergið Rúmið er úr Epal og rúmteppið var keypt í Verona á Ítalíu og svo var farið í IKEA til að velja skápana. Uppstilling Málverk eftir Tryggva Ólafs- son, hillur úr IKEA og lampi úr Casa. MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. NÓVEMBER 2007 29 ASKJA · Laugavegi 170 · 105 Reykjavík · Sími 590 2100 · www.askja.is · ASKJA er eini viðurkenndi sölu- og þjónustuaðili Mercedes-Benz á Íslandi. KOMDU VEL ÚT Í Mercedes-Benz B-Class situr þú hátt, hefur góða yfirsýn og hönnunin á innanrými tryggir hámarksþægindi og frábært aðgengi. Takmarkað magn Mercedes-Benz B-Class er til afgreiðslu strax á góðu verði. Innifalin eru vetrardekk og Íslandspakki. H V ÍT A H Ú S IÐ /S ÍA 0 7

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.