Morgunblaðið - 17.11.2007, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 17.11.2007, Blaðsíða 29
Sjónvarpsherbergið „Hér kúrum við okkur á kvöldin enda hefur eitt barnabarnið spurt: Amma, hvað heldurðu að sé metið hans afa í stólnum?," segir Kristín, sem uppgötvaði þessa skemmtilegu IKEA-hillulausn, sem rúmar bæði Bang og Olufsen græjurnar ásamt eldgamla Nordmende- viðtækinu, sem keypt var í Radíóbúðinni á sínum tíma. Baðherbergið tekið í gegn Húsmóðirin tók sig til og hannaði baðher- bergi þeirra hjónanna upp á nýtt fyrir fjórum árum. trépall með stiga niður í garðinn. Kjallarinn er nú helsti íverustaður hjónanna á kvöldin og á næturnar því þar er aðalsjónvarpsherbergið við hliðina á svefnherbergi þeirra hjóna auk þvottahúss, geymslu og baðherbergis, sem húsmóðirin hann- aði algjörlega sjálf fyrir fjórum ár- um. Í risi er svo „svíta“ fyrir börn, tengdabörn og barnabörn þegar þau koma heim til mömmu og pabba, en auk sonarins fluttist eldri dóttirin líka til Kaupmannahafnar í sumar ásamt manni sínum og tveimur börn- um. Yngri dóttirin býr hins vegar á Íslandi og starfar hjá stoðtækja- framleiðandanum Össuri. Þrjátíu lampar á heimilinu Fagrir munir prýða heimilið og myndlist skipar augljóslega stóran sess í huga húsráðenda því veggi prýða myndir eftir fræga listamenn á borð við Karolínu Lárusdóttur, Svavar Guðnason, Snorra Arin- bjarnar, Eirík Smith, Jón Reykdal, Þorvald Skúlason, Tryggva Ólafsson og Braga Ásgeirsson. Bækur hafa líka augljóslega það hlutverk að skemmta húsbónda sínum í hús- bóndastólnum og svo mætti halda að lampar væru í sérstöku uppáhaldi hjá húsmóðurinni því lamparnir á heimilinu eru nú um þrjátíu. „Mér finnst lýsing skipta sköpum ef maður vill skapa „kósí“ stemn- ingu. Og svo lærðum við það af Dön- um að það er allt í lagi að blanda saman nýjum og gömlum hlutum. Það er bara skemmtilegt,“ segir Kristín, sem fékk nýlega það verk- efni í vinnunni sinni að velja efni og húsgögn með arkitektinum Erni Baldurssyni í nýtt skrifstofu- húsnæði, sem var verið að taka í notkun hjá Söfnunarsjóði lífeyris- réttinda við Borgartún. Rótgrónir Vesturbæingar „Þrátt fyrir að vera inni á skandin- avísku línunni fluttum við lítið með okkur frá Danmörku þegar við flutt- um heim enda höfðum við litla pen- inga til húsgagnakaupa þá. Við höfum smám saman verið að kaupa inn og má segja að Epal sé uppáhaldsbúðin auk þess sem við höfum töluvert keypt okkar innbú í Casa, Exó, Dux og IKEA þegar það á við. Þegar ég hins vegar hugsa til baka féll ég aldrei fyrir þessu húsi í upphafi enda var það í mikilli niðurníðslu þeg- ar ég og fyrri maðurinn minn keypt- um það af dánarbúi. Í dag líður mér voða vel hér og myndi hvergi annars staðar vilja búa enda finnst mér vera komin sál í húsið auk þess sem við er- um bæði rótgrónir Vesturbæingar,“ segir Kristín að lokum. join@mbl.is Hjónaherbergið Rúmið er úr Epal og rúmteppið var keypt í Verona á Ítalíu og svo var farið í IKEA til að velja skápana. Uppstilling Málverk eftir Tryggva Ólafs- son, hillur úr IKEA og lampi úr Casa. MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. NÓVEMBER 2007 29 ASKJA · Laugavegi 170 · 105 Reykjavík · Sími 590 2100 · www.askja.is · ASKJA er eini viðurkenndi sölu- og þjónustuaðili Mercedes-Benz á Íslandi. KOMDU VEL ÚT Í Mercedes-Benz B-Class situr þú hátt, hefur góða yfirsýn og hönnunin á innanrými tryggir hámarksþægindi og frábært aðgengi. Takmarkað magn Mercedes-Benz B-Class er til afgreiðslu strax á góðu verði. Innifalin eru vetrardekk og Íslandspakki. H V ÍT A H Ú S IÐ /S ÍA 0 7
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.