Morgunblaðið - 17.11.2007, Side 32

Morgunblaðið - 17.11.2007, Side 32
32 LAUGARDAGUR 17. NÓVEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ Einar Sigurðsson. Styrmir Gunnarsson. Forstjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. SAMSTAÐA UM HÚSLEIT Víðtæk samstaða er um nauðsynhúsleitar þeirrar, sem Sam-keppniseftirlit stóð fyrir í fyrradag hjá tveimur stærstu mat- vælakeðjum landsins og beindist fyrst og fremst að rekstri Bónus- verzlana og Krónuverzlana. Tals- menn beggja verzlanakeðja hafa lýst ánægju sinni yfir því, að rækileg rannsókn fari fram á verzlunarhátt- um þeirra og telja, að sú rannsókn muni leiða í ljós, að ásakanir á hendur þeim, sem fram hafa komið undan- farnar vikur um samráð og óeðlilega viðskiptahætti séu ekki á rökum reistar. Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Sam- keppniseftirlits hefur skýrt frá því, að tilefni húsleitarinnar hafi verið ný gögn og upplýsingar, sem Samkeppn- iseftirliti hafi borizt að undanförnu og að ríkar ástæður þurfi að vera fyrir því að efna til slíkrar húsleitar. Það er fagnaðarefni, að enginn ágreiningur er um þessa húsleit og rannsókn Samkeppniseftirlits, eins og stundum hefur verið áður. Senni- lega er viðskiptalífið að laga sig að þeim veruleika, að þannig vinna op- inberar eftirlitsstofnanir og að þær eru nauðsynlegur þáttur í nútíma- samfélagi. Húsleitir hjá fyrirtækjum eru mjög algengar beggja vegna Atl- antshafsins og þykja ekki lengur til- tökumál. Ekki er ólíklegt að sama þróun eigi eftir að verða hér og að við- brögð talsmanna Bónuss og Krónunn- ar nú séu til marks um það. Auðvitað er það stórmál fyrir for- ráðamenn lágvöruverðsverzlananna að andrúmsloftið í kringum þær verði hreinsað og reyndar fyrir samfélagið allt. Það er auðvelt að skilja sárindi for- ráðamanna verzlananna vegna þeirra ásakana, sem þeir hafa orðið fyrir. Þeir telja sig vera að gera sitt bezta. Á sama hátt er skiljanlegt að neyt- endur taki það óstinnt upp, ef þeir telja á sér brotið. Það hefur alltaf verið auðvelt að vekja grunsemdir í garð verzlunar- innar á Íslandi. Þær grunsemdir eru með einhverjum hætti inngrónar í þjóðarsálina og fyrir því eru söguleg- ar skýringar frá fyrri tíð og fyrri öld- um. En að öðru leyti stafar óánægja íslenzkra neytenda af því að við búum á eyju og langt til næstu landa og þess vegna ekki jafn margra kosta völ og fyrir neytendur í sumum öðrum lönd- um. Nú standa vonir til að Samkeppn- iseftirlit eigi eftir að birta svo ræki- legar niðurstöður ítarlegra rann- sókna á viðskiptaháttum stórmarkaða og birgjanna, sem eru helztu við- skiptaaðilar þeirra auk neytendanna sjálfra, að ekki fari lengur á milli mála hvað er satt og hvað er logið í þeim umræðum, sem m.a. hafa farið fram síðustu vikur. Það er því mikil ábyrgð, sem hvílir á Samkeppniseftirlitinu og starfs- mönnum þess og mikilvægt að sú stofnun hafi fjárráð og mannskap til þess að fylgja rannsókninni eftir af fullum þunga. AUGA FYRIR AUGA ... Tillaga er komin fram fyrir allsherj- arþing Sameinuðu þjóðanna um að banna dauðarefsingar og leggja þær formlega af síðar. Andstæðingar til- lögunnar segja að um sé að ræða til- raun til afskipta af innanríkismálum fullvalda ríkja. Miklar deilur hafa orðið um tillöguna, sem nú hefur ver- ið samþykkt úr mannréttindanefnd allsherjarþingsins með 99 atkvæðum gegn 52, og hefur verið til þess tekið að í umræðunum sneru Bandaríkja- menn, Sýrlendingar og Íranar bökum saman í andstöðu sinni við banni. Rúmlega 100 aðildarríki SÞ eru með lagaákvæði um dauðarefsingar, en ekki er þar með sagt að þeim sé mikið beitt í þeim öllum. Aftökum virðist hafa farið fækkandi undanfar- ið. Samkvæmt tölum samtakanna Amnesty International voru 2.148 manns teknir af lífi árið 2005, en 1.591 árið 2006. Kínverjar eru lang- atkvæðamestir. Vitað er að 1.010 menn voru teknir af lífi í Kína í fyrra, en aftökurnar gætu hafa verið fleiri. Næstu fimm ríki eru Íran, Pakistan, Írak, Súdan og Bandaríkin. Dauðarefsingar eru ómannúðlegar og draga má fælingarmátt þeirra í efa. Mörg dæmi eru um að menn hafi verið dæmdir saklausir og teknir af lífi. Slík mistök verða ekki tekin til baka. Sums staðar geta liðið mörg ár frá því að dómur fellur þar til honum er fullnægt, sem ekki getur heldur talist mannúðlegt. Ríkjum, sem beita dauðarefsing- um, líkar illa gagnrýni. Í umræðun- um í mannréttindanefnd SÞ sagði fulltrúi Singapúr að Evrópusam- bandið þröngvaði sínu gildismati upp á aðrar þjóðir og vísaði til að þessi hegðun minnti á nýlendutímann. Það er auðvelt að beita slíkum rökum, en andstaða við dauðarefsingar er hins vegar síður en svo einskorðuð við Evrópu. Stuðningur kemur einnig frá Afríku og Suður-Ameríku. Dauðarefsingum er beitt fyrir brot af ýmsum toga í heiminum, allt frá morðum til fíkniefnabrota og hór- dóms. Löndum, sem hafa lagt niður dauðarefsingar hefur fjölgað veru- lega. Í Bandaríkjunum hefur and- staða við dauðarefsingar einnig færst í vöxt og þar hafa mörg ríki bannað þær. Dauðarefsingar samræmast ekki hugmyndum samtímans um virðingu fyrir mannréttindum og reisn mannsins. Tilgangurinn með refsingum er ekki að koma fram hefndum við einstaklinga, sem framið hafa glæpi, heldur gera þá að betri mönnum. Þegar ríkisvaldið áskilur sér rétt til að taka mannslíf er það komið á siðferðisstig morðingjans. Baráttan fyrir afnámi dauðarefsinga hefur nú staðið yfir í nokkra áratugi á vettvangi Sameinuðu þjóðanna og henni mun ekki ljúka í þessari lotu. Henni verður hins vegar að halda áfram þar til markmiðinu er náð og dauðarefsingar heyra fortíðinni til. Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ Jolina Camille Cagatin er 11 ára og er í 6. bekkí Fellaskóla. Hún fæddist á Filippseyjum og á sebuano að móðurmáli. Hún hefur aðeins búið á Íslandi í 2 ár, en hefur þegar náð mjög góðum tökum á íslensku og hlaut verðlaunin fyrir miklar framfarir í ís- lensku sem öðru tungumáli. Málrannsóknir Þegar Jolina kom til Íslands vildi hún ekki hella sér út í að tala íslensku strax eins og yngri bróðir hennar gerði. Hennar leið var að fara á bókasafn- ið til að skoða og lesa bækur. Eftir þriggja mán- aða rannsóknir á bókasafninu fór hún svo loks að tala og var þá orðin nokkuð fær í íslenskunni. Jolinu finnst sér ganga vel að læra íslensku og segir það ekkert sérstaklega erfitt. Hún læri mest í skólanum, en einnig þó nokkuð af vinum sínum og fjölskyldu. Hún semur helst ljóð í skól- anum og þykir gaman að lesa bækur á íslensku. Jolinu þykir mjög gaman í skólanum og er stærðfræði helst í uppáhaldi. Hún er enn óviss um framtíðina, en helst lang- ar hana að verða kennari eða hjúkrunarfræð- ingur. Ánægð Jolina hlaut verðlaun fyrir miklar framfarir í íslensku sem öðru tungumáli. Byrjaði á að skoða bækur á bókasafninu Andrea Sif Sigurðardóttir er í 7. bekk íEngjaskóla og hlaut verðlaun fyrir góða máltilfinningu og ljóðagerð. Hún flutti frumsamið ljóð við verðlaunaaf- hendinguna sem fjallaði um tilfinningar, hvað- an þær koma og til hvers þær eru. Hún segist þó ekki velta tilfinningum mikið fyrir sér þótt þær hafi orðið henni efni í ljóð. Ljóð og lestur Andrea segir að það hafi verið erfitt að flytja ljóðið á sviðinu í Borgarleikhúsinu og hún hafi verið mjög feimin. Það var þó ekki að sjá á henni því flutningurinn var til mikillar fyrir- myndar. Ljóðið sem hún flutti við verðlaunaafhend- inguna samdi Andrea fyrir ljóðabók sem bekk- urinn hennar ætlar að gefa út, en þau eru að safna fyrir bekkjarferð. „Ég skrifa stundum ljóð, svona þegar ég fæ einhverjar hugmyndir,“ segir Andrea og seg- ist geyma ljóðin sín. Hún les mikið og helst á hverjum degi, uppáhaldsbækurnar hennar eru Harry Potter og Þar lágu Danir í því, eftir Yrsu Sigurðardóttur. Les helst eitthvað á hverjum degi Ljóðalestur Andrea Sif flutti ljóðið sitt fyrir fullum sal í Borgarleikhúsinu í gær. Eftir Jóhönnu Maríu Vilhelmsdóttur jmv@mbl.is Hátt í eitt hundrað börn á öllum stig-um grunnskóla voru heiðruð fyrirmargvísleg afrek tengd íslenskritungu í Borgarleikhúsinu í gær. Menntaráð afhenti þá í fyrsta sinn íslensku- verðlaun sem eiga að verða fastur liður á degi íslenskrar tungu í framtíðinni. Vigdís Finnbogadóttir, sem er verndari verð- launanna, flutti ávarp við upphaf athafn- arinnar og tvinnaði skáldskap Jónasar Hall- grímssonar saman við mikilvægi málverndar. Afrek á ýmsum sviðum Meðal afreka verðlaunahafanna má nefna framfarir í íslensku sem öðru tungumáli, ljóða- gerð, skapandi skrif, upplestur, lesskilning og margt fleira. Nemendurnir voru útnefndir af hverjum grunnskóla fyrir sig og þóttu hafa skarað fram úr eða tekið miklum framförum, hvort sem þau hafa íslensku að móðurmáli eða ekki. Börnin fengu til eignar glergrip eftir Dröfn Guðmundsdóttur myndhöggvara. Markmiðið með verðlaununum er að auka áhuga grunnskólanema á íslensku og hvetja þau til framfara í tjáningu, hvort sem er í skrif- uðu eða töluðu máli. Oddný Sturludóttir, formaður menntaráðs, hvatti verðlaunahafana til að halda áfram á sömu braut. Hún hvatti þau jafnframt til að taka höndum saman og verða virkir verndarar íslenskrar tungu. Ungskáld og ræð Fjöldi barna kom saman í Borgarleikhúsinu í gær ve íslenskuverðlauna menntaráðs Reykjavíkurborgar á Verðlaun Vigdís Finnbogadóttir afhendir Önnu Lov l a i n i E U e Í í s m H e h S u k u Í í

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.