Morgunblaðið - 17.11.2007, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 17.11.2007, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 17. NÓVEMBER 2007 33 að fjölskylda hans fluttist að Steins- stöðum. Hér á hlaðinu upplifði Jón- as sína fyrstu sorg, tæplega níu ára gamall, að sjá pabba sinn, liðið lík, daginn 4. ágúst 1816. Seinna lá leið- in út í heim, Jónas hugðist stunda nám í lögfræði en varð fyrsti mennt- aði íslenski náttúrufræðingurinn. Nærtækt er að gera því skóna að stórbrotið náttúrufar Öxnadals hafi kynt undir meðfæddan áhuga.“ Á Hrauni verður til frambúðar sýning þar sem brugðið verður upp svipmyndum úr ævi Jónas Hall- grímssonar; „fyrsta nútímaskálds Íslendinga sem með ljóðum sínum fann fegurð íslenskrar náttúru og hefur mótað íslenskar bókmenntir og íslenska list í hartnær tvær ald- ir,“ svo vitnað sé í Tryggva Gíslason, formann stjórnar menningarfélags- ins. Á sýningunni er lýst ljóðmáli og myndlíkingum í kvæðum hans og gerð grein fyrir nýyrðasmíð hans, bæði í ljóðum og fræðiritum, en Jón- as var fyrsti menntaði náttúrufræð- ingur Íslendinga. Sýningin er gerð með það fyrir augum að gestir komist í snertingu við manninn Jónas Hallgrímsson á ýmsum æviskeiðum hans. Þjóð- minjasafn Íslands lánar skrifborð úr eigu Jónasar og líkan af húsi því sem hann bjó síðast í í Kaupmanna- höfn, við opnun sýningarinnar. Minningarstofan á Hrauni og húsið allt verður opið almenningi til skoð- unar í dag og á morgun, kl. 13-18 báða daga. Hönnun og uppsetning sýningar- innar á Hrauni var í höndum mynd- listarmannanna Finns Arnars, Jóns Garðars Henryssonar og Þórarins Blöndal. Þórarinn Hjartarson sagn- fræðingur tók saman handrit fyrir sýningargerðina. Við opnun minningarstofunnar í gær sungu Kristjana Arngrímsdótt- ir og Kristján E. Hjartarson lög við nokkur ljóða Jónasar Hallgrímsson- ar, þar á meðal frumsamið lag eftir Árna Hjartarson við ljóðið Sæunn hafkona. kvæðinu Ferðalokum, sem flestir telja ort seint á ævi Jónasar. „Við sem stöndum að menningar- félaginu Hrauni í Öxnadal viljum gjarnan líta á Hraun sem nokkurs konar lögheimili Jónasar. Við eign- um okkur hann ekki með húð og hári, það er ekki einu sinni svo að Ís- land eigi hann eitt, heldur á Jónas erindi við allan heiminn. En allir verða að hafa heimilisfestu og hér er hún.“ Guðrún nefndi að þarna á hlaðinu, fyrir framan torfbæinn sem eitt sinn stóð á Hrauni, kann Jónas að hafa stigið sín fyrstu spor. „Að minnsta kosti átti hann hér gleðistundir við leik með nágrannabörnunum eftir eina það tvennt að vera í senn eign þjóðarinnar og líka nátengdur hverjum og einum einstaklingi sem honum kynnist. „Það var því mikið þarfaverk og snjöll hugmynd að taka þennan stað í sínar hendur eins og menningarfélagið Hraun í Öxna- dal gerði á sínum tíma og ákveða að opna hér þessa minningarstofu og færa þjóðinni hana að gjöf eins og hér er gert í dag.“ Guðrún María Kristinsdóttir ávarpaði samkomuna fyrir hönd stjórnar menningarfélagsins. Hún sagði minni úr bernsku Jónasar aft- ur og aftur koma fyrir í ljóðum Jón- asar, til að mynda leiti hugur hans upprunans undir Hraundranga í Eftir Skapta Hallgrímsson skapti@mbl.is Forseti Íslands, ÓlafurRagnar Grímsson, opnaðií gær minningarstofu umJónas Hallgrímsson á fæðingarstað hans, Hrauni í Öxna- dal, þegar 200 ár voru liðin frá fæð- ingu listaskáldsins góða. Menningarfélagið Hraun í Öxna- dal ehf. var stofnað árið 2003 og keypti þá jörðina Hraun. Minning- arstofan er hluti af minningarsetri um Jónas Hallgrímsson sem komið verður á fót á Hrauni í samvinnu við ýmsar rannsóknar- og menningar- stofnanir. Að auki verður á Hrauni rannsóknaraðstaða fyrir fræðafólk í bókmenntum, náttúruvísindum og stjórnmálum, en Jónas Hallgríms- son fjallaði um alla þessa þætti á stuttri starfsævi sinni. Annar hluti af minningarsetrinu er fólkvangur í landi Hrauns sem nefndur hefur verið Jónasarvangur og opnaður var 16. júní í sumar. Meginhluti jarðarinnar var þá gerð- ur að náttúrulegu útivistarsvæði fyrir almenning. Ólafur Ragnar Grímsson segir Jónas Hallgrímsson vera og verða ætíð samferðamann Íslendinga, „hverjar svo sem kynslóðirnar eru því hann er svo samofinn sjálfsvit- und okkar sem þjóðar, samofinn ást okkar á landinu og íslenskunni. Í raun og veru er hægt að fullyrða án efa að það Ísland sem býr í brjóstum okkar allra sé að verulegu leyti mót- að af ljóðum Jónasar, orðum hans og hugsun.“ Ólafur Ragnar sagði það verða skemmtilega breytingu að lands- mönnum gefist nú kostur á að nema staðar á Hrauni, heimsækja minn- ingarstofuna og nálgast Jónas á nýj- an hátt. „Jónas er og verður sígildur; þessi einstaki sveitadrengur héðan úr Öxnadalnum sem varð í raun og veru fyrsti heimsmaðurinn í skáld- skap okkar Íslendinga, en líka skólapilturinn frá Bessastöðum sem í Kaupmannahöfn orti kraft í sjálf- stæðisbaráttu hinnar fátæku þjóðar í árdaga hennar…“ Forsetinn kvaðst gleðjast yfir því að þjóðin hafi eignast þetta hús. „Það verður gaman fyrir alla sem hingað koma, en ekki síst fyrir ungu skáldin og fræðimennina og rithöf- undana sem fá að dvelja hér í þess- ari sérstöku gestaíbúð og sækja þannig innblástur til Jónasar.“ Ólaf- ur sagði Jónas í raun og veru sam- Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Fegurð Útsýnið úr svefnherbergi fræðimannaíbúðarinnar á efri hæð íbúðarhússins að Hrauni er ekki amalegt; hinn fagri Hraundrangi blasir við. Samofinn sjálfsvitund okkar sem þjóðar Hraun einskonar lögheimili Jónasar en hann á erindi við allan heiminn Notalegt Þessar systur nutu dvalarinnar á Hrauni í gær. Sú eldri heitir Marsibil og er nýlega orðin níu ára en Ilmur er einungis fimm vikna. Nýyrði Jónas Hallgrímsson smíðaði fjölda nýyrða; nefna má, auk þessara sem eru á þar til gerðum kassa í minnigarstofunni: sárþreyttur, ljósvaki, lýsingarorð, meltingarfæri, miðbaugur, sjónauki, skipstjóri, skjaldbaka, smekkmaður, stuttbuxur, yfirborga, æxlunarfæri, undirgöng... Í HNOTSKURN »Margir merkir hlutir hafaverið gefnir eða lánaðir að Hrauni í tilefni opnunar minn- ingarstofunnar. Kristinn Hrafnsson myndhöggvari gaf t.d. frummynd lágmyndar af Jónasi, en tvær afsteypur eru til – önnur er í Jónasarlundi en hin í Menntaskólanum á Akureyri. ðumenn egna afhendingar á degi íslenskrar tungu Morgunblaðið/Ómar vísu Daníelsdóttur verðlaun fyrir ljóðagerð. Uros Rudinac er í 8. bekk í Fellaskóla ogfékk verðlaun fyrir miklar framfarir í ís- lensku sem öðru tungumáli. Hann hefur búið á Íslandi í fjögur ár, en tal- ar íslensku afburða vel. Móðurmálið hans er serbneska og Uros seg- ist reyna að halda henni nokkuð vel við. Hann nái sér í bækur á serbnesku til að lesa á Net- inu, en auk þess lesi hann íslenskar bækur. Erfitt í byrjun Uros fer af og til í heimsókn til Serbíu. Hann á erfitt með að svara því hvort sé meira „heima“, Ísland eða Serbía, en hallast þó frekar að Serb- íu. Flestir vinir hans eru fæddir á Íslandi og segir hann það hjálpa við að læra tungumálið. „Fyrst þegar ég kom fannst mér íslenskan mjög erfið, en svo gekk bara vel,“ segir Uros. Hann er nú líka byrjaður að læra dönsku og ensku og segir það bara ganga ágætlega. Íþróttir og stærðfræði eru í mestu uppáhaldi hjá Urosi og hann spilar körfubolta með ÍR. Stefnan er að verða læknir eða körfuboltamað- ur, en helst hvort tveggja. Langar að verða körfuboltamað- ur eða læknir Íþróttamaður Uros hefur mestan áhuga á íþróttum en skólinn er ágætur líka.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.