Morgunblaðið - 17.11.2007, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 17.11.2007, Blaðsíða 34
34 LAUGARDAGUR 17. NÓVEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Ný þýðing Biblíunnar Út er komin ný þýðingBiblíunnar, sú ellefta íröðinni. Margir hafabeðið óþreyjufullir eft- ir nýju útgáfunni en að henni hef- ur verið unnið síðustu nítján árin. Sá sem þetta skrifar fylgdist með framvindu verksins og las m.a. nokkur Biblíuritanna níu sem út komu á árunum 1993-2005 en þau voru nokkurs konar sýnishorn eða undanfari lokaþýðingarinnar. Þau voru þannig úr garði gerð að þau vöktu kvíða og efa um að loka- gerðin yrði nógu vönduð. Þótt nýja Biblían sé vissulega miklu betur af hendi leyst en sýniheftin staðfestir hún að efasemdirnar voru ekki ástæðulausar, ágallarnir eru miklu meiri en svo að við- unandi geti talist. Þetta eru vissu- lega stór orð en því miður er auð- velt að finna þeim stað. Markmið þýðingar- nefndar Í formála fyrir Biblíuriti 8 er gerð nokkur grein fyrir þeim markmiðum sem þýðingarnefndin setti sér í samræmi við erind- isbréf sem biskup skrifaði. Þar segir (leturbreytingar mínar): ,,Kapp var lagt á að vanda málfar, og leitast var við að taka tillit til stíls frumtexta án þess að sú við- leitni kæmi niður á íslenskri gerð frumtextans.“ Enn fremur segir: ,,Þá hafði nefndin í huga að taka tillit til íslenskrar biblíumáls- hefðar eins og fyrir hana er lagt í erindisbréfi.“ Svo mörg voru þau orð. Hér á eftir skal litið á örfá dæmi og athugað hvort þau sam- ræmast þeim markmiðum sem þýðingarnefndin tilgreinir. Vandað málfar? Í nýju Biblíunni eru fjölmörg dæmi þess að framsetning sé óvönduð og í allmörgum tilvikum er hún beinlínis röng. Í Jóhannes- arguðspjalli (Jóh. 6, 11) segir (let- urbreytingar mínar): Nú tók Jes- ús brauðin, gerði þakkir og skipti þeim út til þeirra sem þar sátu og eins af fiskunum, svo mikið sem þeir vildu. Ekki verður séð að ný- mælið skipta einhverju út til ein- hverra hafi nokkuð fram yfir hið hefðbundna skipta einhverju meðal einhverra og liðurinn og eins af fiskunum er ekki í neinum röklegum eða setningafræðilegum tengslum við það sem á undan fer. Misfellur Beinar villur í nýju Biblíunni eru allmargar en hér skulu aðeins nefndar tvær. Í fyrsta lagi er þar ruglað saman forsetningunum eft- ir (einhvern) og á eftir (ein- hverjum), t.d.: Á eftir henni tók hann Maöku, dóttur Absalons, sér fyrir konu (2. Kron. 11, 20). Í fyrri útgáfu er þetta rétt: Og eftir hana fékk hann Maöku Absal- ómsdóttur (1912). Í öðru lagi er þar að finna dæmi um ranga falls- tjórn. Í íslensku er sagt krjúpa fyrir einhverjum eða lúta ein- hverjum og með sama hætti segj- um við falla fram fyrir ein- hverjum en alls ekki falla fram fyrir einhvern. En í Biblíunni nýju stendur: og Jerúsalemsbúar féllu fram fyrir Drottin (2. Kron. 20, 18). Ofnotkun nafnháttar Það er alkunna að orða- sambandið vera að með nafn- hætti sækir mjög á í nútímamáli, trúlega fyrir áhrif frá ensku. Allir munu kannast við dæmi eins og Ég er ekki að skilja þetta eða Liðið er að leika vel. Orða- sambandið vísar til þess sem ger- ist samtímis því sem miðað er við. Notkun þess í íslensku er háð verulegum takmörkunum en ekki er svigrúm til að fjalla um þær á þessum vettvangi. Í nýju Biblí- unni eru þess fjölmörg dæmi að notað sé nafnháttarsamband í stað einfaldrar nútíðar eða þátíðar í fyrri útgáfum. Hér skulu aðeins nefnd þrjú dæmi og þau lögð í dóm lesenda (leturbreytingar mínar): Þið verðið rekin út úr landinu sem þú ert að halda inn í (5. Mós. 28, 63); Ég segi þetta ekki sem skipun heldur er ég að ganga úr skugga um hvort kær- leiki yðar sé einlægur (2. Kor. 8, 8) og Jóhannes var líka að skíra í Aínon nálægt Salím en þar var mikið vatn [vatn mikið (1912)] (Jóh. 3, 23). Með einföldum sam- anburði má sjá að samsvaranir í eldri þýðingum eru miklu fegurri. Vel má vera að sumum finnist ekkert athugavert við ofangreind dæmi en augljóst er að minnsta kosti að breytingarnar eru ekki til bóta og svo mikið er víst að þessi málnotkun getur ekki talist hluti af íslenskri biblíumálshefð. Hið al- varlega er að dæmi sem þessi skipta ugglaust tugum í nýju Biblíunni. Það læra börnin sem fyrir þeim er haft Á liðnum öldum hefur Biblían verið einn hornsteina íslenskrar menningar, ekki aðeins sem trúarrit heldur einnig í málfars- legum efnum enda er það engum vafa undirorpið að ekkert eitt rit hefur haft jafnmikil áhrif á ís- lenska tungu. Nú á tímum marg- miðlunar og alþjóðavæðingar hef- ur þörfin fyrir málfarslegan hyrningarstein aldrei verið brýnni. Lesefni Íslendinga hefur gjörbreyst á skömmum tíma. Á netinu er að finna mikið efni sem ekki stenst lágmarkskröfur um frágang og sama er að segja um blogg og dagblöð. Glanstímarit og afþreyingarefni ýmiss konar er sama marki brennt. Því má segja að oft hafi verið þörf en nú nauð- syn að vel tækist til um nýja bibl- íuþýðingu. En nú er sýnt að sú von hefur brugðist. Þar er að vísu margt vel gert og einstök rit vel þýdd en ágallarnir eru miklir. Þau dæmi sem hér hafa verið tínd til virðast undirrituðum sýna að framsetning og málfar í nýju bibl- íuþýðingunni er hvergi nærri nógu vandað, stíllinn er fremur rislítill og fjarri fer því að fylgt sé íslenskri biblíumálshefð. Biblían nýja veldur miklum vonbrigðum að þessu leyti. Nú á tímum margmiðlunar og alþjóðavæð- ingar hefur þörfin fyrir málfarslegan hyrningarstein aldrei verið brýnni. jonf@rhi.hi.is ÍSLENSKT MÁL Jón G. Friðjónsson 115. þáttur Á UNDANFÖRNUM tveimur áratugum hafa átt sér stað veru- legar breytingar á íslenskri barna- löggjöf og hefur sú þróun meðal annars leitt til þess að meirihluti foreldra hefur nú sameig- inlega forsjá barna sinna eftir hjúskapar- eða sambúðarslit. Með lagabreytingu árið 2006 var sameig- inleg forsjá gerð að meginreglu nema for- eldrar geri með sér samning um að forsjáin skuli veri í höndum annars þeirra. Markmið breytingarinnar var að efla ábyrgðarkennd foreldra varðandi uppeldi barns síns eftir hjúskapar- og sambúðarslit og stuðla þannig að jákvæðri þátt- töku beggja foreldra í lífi barns- ins. Nýverðið var lagt fram frum- varp á Alþingi til breytingar á barnalögum. Í frumvarpinu er meðal annars lagt fram að for- eldrar sem fara með sameiginlega forsjá barna sinna geti ákveðið að barnið hafi lögheimili hjá þeim báðum. Jafnframt er lagt til að lögheimilisforeldri verði óheimilt að flytja lögheimili barnsins án samþykkis hins. Í gildandi lögum getur barn eingöngu haft eitt lög- heimili og lögheimilisforeldri þarf ekki að leita samþykkis hins áður en það flytur með barnið innan- lands. Framkvæmdin hefur því verið sú að þrátt fyrir að foreldrar verða að vera sammála um all- ar meiriháttar ákvarðanir sem lúta að barninu, getur það foreldri sem barnið býr hjá tekið einhliða ákvörðun um að flytja innanlands og jafnvel gert það að verkum að torvelda umgengni barnsins við hitt for- eldrið. Eina úrræðið sem foreldri sem er ósátt við slíka flutn- inga hefur í dag, er að krefjast slita á sameiginlegu forsjánni. Eins og segir í athugasemdum með frumvarpi því sem nú liggur fyrir Alþingi er niðurstaða forsjár- mála, sem höfðað er til slita á sameiginlegri forsjá, afar fyr- irsjáanleg. Það foreldri sem barn- ið er með lögheimili hjá fær und- antekningalaust dæmda forsjá og er það gert til að sem minnstar breytingar verða á umhverfi barnsins. Í dag er ekki heimild í lögum fyrir dómara að dæma sameig- inlega forsjá en slík heimild er nú að finna í löggjöf allra nágranna- ríkja okkar. Dómurum er því sett- ur stóllinn fyrir dyrnar þegar krafa um slit á forsjá kemur til meðferðar dómstóla, þar sem þeir geta þá eingöngu dæmt forsjá til annars foreldris. Í mörgum til- vikum væri grundvöllur til þess að viðhafa áfram sameiginlega forsjá enn til staðar, en ágreiningur til dæmis um búsetu barns leiðir sjálfkrafa til þess að slíta verður sameiginlegu forsjánni. Verði það frumvarp sem nú liggur fyrir Al- þingi að lögum, verður lögfest heimild dómara til að dæma að forsjá skuli haldast áfram sameig- inleg. Slíkt verður þó ekki hægt nema að undangengnu mati á hæfni foreldranna til þess að við- hafa áframhaldandi sameiginlega forsjá. Mjög skiptar skoðanir eru í þjóðfélaginu um gildi þess að veita dómara heimild til að dæma sameiginlega forsjá. Hafa meðal annars komið fram þau rök að þegar foreldrar séu neyddir til slíkra ráðstafana geti þeir ekki náð að vinna saman og að slíkt geti í raun verið skaðlegt barninu. Þar með væri verið að vinna gegn þeim meginsjónarmiðum sem barnalögin stefna að. Einnig hafa komið fram rök sem eru öllu já- kvæðari, eða að umrædd heimild gæti leitt til þess að minni háttar deilur foreldra yrðu ekki lengur grundvöllur til slita á sameig- inlegri forsjá. Væri með því hægt í fleiri tilvikum að stuðla að beinni þátttöku beggja foreldra í lífi barnsins og þar með skapa já- kvæðari uppeldisaðstæður fyrir það. Að öllum líkindum kemur aldrei til með að nást fullkomin sátt um heimild dómara til að dæma sameiginlega forsjá, hvort sem slík heimild verði tekin upp hérlendis eða ekki. Þrátt fyrir ólíkar skoðanir þjóð- félagsins er sameiginleg forsjá talin samræmast alþjóðlegum sáttmálum um skyldu ríkja til að tryggja að báðir foreldrar beri sameiginlega ábyrgð á uppeldi barna sinna. Rannsóknir hafa sýnt fram á að skaðsemi skilnaðar er mun minni hjá þeim börnum sem hafa traust tengsl við báða for- eldra sína eftir skilnaðinn. Það er því afar mikilvægt fyrir börn að báðir foreldrar taki jafnan þátt í lífi þeirra þrátt fyrir að foreldr- arnir hafi skilið að skiptum. Á undanförnum árum hafa hagsmunir barnsins fengið aukið vægi við ákvarðanir sem varða þau. Sem dæmi um það má nefna að í dag er til dæmis ekki lengur talað um rétt foreldranna til um- gengni við barnið heldur rétt barnsins til umgengni við báða foreldra sína. Þetta sjónarmið skín í gegn í barnalöggjöf langflestra þjóða nú á dögum og mun um- fangsmeira mat fer fram í forsjár- og umgengnismálum á því hvernig högum barnsins sé best borgið heldur en var fyrir nokkrum ára- tugum. Komi til þess að dómara verði veitt heimild til að dæma sameiginlega forsjá verður engin undantekning gerð á slíku hags- munamati. Það er skylda dómara að meta hvar hagsmunum barns- ins sé best borgið en ekki að dæma sameiginlega forsjá af til- litssemi við það foreldri sem ann- ars hefði ekki fengið forsjána. Að mínu mati eru þær breyt- ingar sem tillögur eru gerðar á um í frumvarpinu gerðar til þess að stuðla að aukinni þátttöku beggja foreldra í lífi barnsins og með því sé verið að styrkja rétt barnsins til beggja foreldra sinna enn frekar. Breytingar á íslenskri barnalöggjöf Jónína Guðmundsdóttir fer yfir helstu breytingar sem lagðar eru fram í nýju frumvarpi um breytingar á barnalöggjöf »Rannsóknir hafasýnt fram á að skað- semi skilnaðar er mun minni hjá þeim börnum sem hafa traust tengsl við báða foreldra sína eftir skilnaðinn. Jónína Guðmundsdóttir Höfundur er meistaranemi í lögfræði við Háskólann í Reykjavík og byggist umfjöllunin meðal annars á lokaverk- efni til BA-prófs í lögfræði. 2. NÓVEMBE sl. birtist grein í Mbl. undir heitinu „ Ofbeldi og kyn- þáttahatur í Evrópu og alheim- urinn“. Höfundur greinarinnar er Akeem Cujo Oppong og er hann titl- aður formaður samtakanna Ísland Panorama. Ekki veit ég fyrir hvað þau sam- tök standa, en mér hefur þó verið sagt, að þau hafi fengið op- inberan styrk til ætl- aðrar starfsemi. Sé svo vona ég að sá styrkur hafi verið veittur á eðlilegum forsendum undanfar- andi athugunar af hálfu yfirvalda, en það er annars ekki tilefni þess að ég skrifa þessa grein. Ég undrast bara menn eins og um- ræddan Akeem. Þeir skrifa greinar í nafni mannréttinda og fara þar með miklum bægslagangi. For- dæma þetta og hitt hjá öðrum en virðast ekki átta sig á því að skrif þeirra eru full af for- dómum í garð ann- arra. Í umræddri grein fer Akeem hörð- um orðum um mannréttindabrot í Rússlandi og telur þau öllum Rúss- um til skammar. Einnig þeim sem búa hér á landi! Í Morgunblaðinu 5. nóvember sl. svarar kona af rússnesku bergi brot- in þessari ásökun. Hún hefur verið búsett hér í 19 ár og er íslenskur ríkisborgari. Hún segist vera stolt af þjóðerni sínu og ekki hafa neitt til að skammast sín fyrir. Jafnframt spyr hún hvort Akeem þurfi að skammast sín persónulega fyrir það að ein- hverjir ofbeldismenn kunni að vera í heimalandi hans? Hún segist ekki hafa fordóma gagnvart litarhætti fólks, en hinsvegar hafi hún fordóma gagnvart heimsku! Og þar erum við kannski komin að kjarna málsins. Það er nefnilega heimskulegt hvernig sumir hegða sér í nafni mannréttinda. Þeir vaða áfram með allt að því ofbeldis- kenndum hætti og virðast telja sig hafa rétt til að valta yfir aðra vegna þess að þeir séu að berjast fyrir svo góðu málefni. Þeir athuga það ekki að með framferði sínu eru þeir mál- efninu iðulega til skammar. En enn er í fullu gildi hið forn- kveðna „af ávöxtunum skulið þið þekkja þá.“ Ég get upplýst Akeem Cujo Oppong um það að ég veit af manni sem gekk svo langt hérlendis í ætl- aðri mannréttindavörn sinni að hann sendi öðr- um mönnum alvarleg hótunarbréf vegna þess að þeir leyfðu sér að hafa skoðanir sem hon- um féll ekki við. Þá var umræddur maður meira að segja starf- andi á vegum fjölmenn- ingarsamtaka. Málið kom til kasta lögreglu og dómsyfirvalda. Þar var um að ræða inn- flytjanda, mann sem gagnrýndi aðra fyrir of- beldiskennda fordóma, en sýndi sjálfur ofbeld- isfulla breytni í garð annarra. Víti eru til að varast þau og ég vil benda Akeem í fullri vinsemd á þá staðreynd, að menn ættu að gæta þess að vega ekki með þeim vopnum sem þeir fordæma aðra fyrir að nota. Rússar, búsettir hér á landi og víðar um heim, hafa áreiðanlega ekkert með það að gera sem veldur mannréttindabrotum í Rússlandi. Þeim þykir bara vænt um sitt gamla heimaland og það er í fullu samræmi við heilbrigða þjóðerniskennd. Það er væntanlega öllum skiljanlegt, að minnsta kosti öðrum en þeim sem virðast sjá mannréttindamál og kyn- þáttafordóma í mjög svo undarlegu samhengi. Undarleg sýn á mannréttindamál Rúnar Kristjánsson gerir at- hugasemdir við grein Akeem Cujo Oppong Rúnar Kristjánsson » Og þar erumvið kannski komin að kjarna málsins. Það er nefnilega heimskulegt hvernig sumir hegða sér í nafni mannréttinda. Höfundur er húsasmiður og býr á Skagaströnd.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.