Morgunblaðið - 17.11.2007, Síða 40
40 LAUGARDAGUR 17. NÓVEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
✝ Bjarni Eyvinds-son húsasmíða-
meistari fæddist í
Útey í Laugardals-
hreppi 3. maí 1920.
Hann andaðist á
hjúkrunarheim-
ilinu Ási í Hvera-
gerði 9. nóvember
síðastliðinn. For-
eldrar hans voru
Eyvindur Eiríksson
bóndi í Útey í
Laugardalshreppi
og Katrín Bjarna-
dóttir kona hans.
Systkini Bjarna eru Maren, f.
1915, d. 1988, Eiríkur, f. 1917, d.
2000, Ingveldur, f. 1918, Kristín,
f. 1923, og Svava, f. 1928, d.
1994.
Bjarni kvæntist Önnu Sigrúnu
Kjartansdóttur frá Austurey í
Laugardalshreppi. Þau skildu.
Börn Bjarna og Önnu eru:
1) Eyvindur, f. 1949, maki Þór-
dís Magnúsdóttir. Dætur þeirra
eru Guðríður, Katrín Anna og
Elísabet. 2) Kjartan, f. 1951,
maki Sigfríður Inga Wiium. Börn
þeirra eru Anna Sigrún, d. 2000,
og Kristján Smári. 3) Rakel
Móna, f. 1954, maki Ármann Æg-
ir Magnússon. Dætur þeirra eru
Tinna Rán og Bjarney Sif. 4)
Gréta Mjöll, f. 1958, maki Björn
Hveragerðis og stofnaði heimili
þar. Hann lauk námi í húsasmíði
við Iðnskólann á Selfossi. Bjarni
keypti sig inn í Trésmiðju Sig-
urðar Elíassonar, sem síðar varð
Trésmiðja Hveragerðis, árið
1952 ásamt Stefáni Guðmunds-
syni og Stefáni Magnússyni. Tré-
smiðjan var rekin um áratuga
skeið og var Bjarni meistari
margra húsasmíðanema á því
tímabili. Bjarni var slökkviliðs-
stjóri í Hveragerði um margra
ára skeið og tók þátt í starfi
Landssambands slökkviliðs-
manna. Bjarni tók virkan þátt í
félagsmálum og gegndi mörgum
trúnaðarstörfum. Hann var einn
af stofnendum Lionsklúbbsins í
Hveragerði. Bjarni hafði mikinn
áhuga á menntamálum og vann
að uppbyggingu þeirra mála í
Hveragerði. Hann var formaður
skólanefndar um langt skeið og
meðal starfa hans í nefndinni var
stofnun framhaldsdeildar við
gagnfræðaskólann. Eftir að
Bjarni seldi hlut sinn í Trésmiðju
Hveragerðis vann hann við húsa-
smíðar á meðan heilsan leyfði.
Bjarni og Gunnhildur byggðu
sér sumarhús í landi Úteyjar í
Laugardal og voru mikið þar.
Síðustu æviárin naut Bjarni að-
hlynningar á Hjúkrunarheimil-
inu Ási í Hveragerði þar sem
hann lést.
Bjarni verður jarðsunginn frá
Hveragerðiskirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 14.
Ragnar Björnsson.
Synir þeirra eru
Guðmundur Ragnar,
Baldur Logi og
Óðinn Jökull. 5)
Ingvar, f. 1960,
maki Hrafnhildur
Loftsdóttir. Sonur
þeirra er Loftur
Bjarni. 6) Svanur, f.
1965, maki Gunn-
hildur Gestsdóttir.
Börn þeirra eru
Kristinn og Anna
Berglind.
Bjarni kvæntist
Gunnhildi Þórmundsdóttur árið
1980. Fyrri eiginmaður hennar
var Skúli Jakobsson, d. 1963.
Synir Gunnhildar og Skúla eru:
1) Jakob Þór, f. 1947, maki Jó-
hanna Hallgrímsdóttir. Synir
þeirra eru Skúli, Kristinn, Hall-
grímur og Þorvaldur. 2) Þór-
mundur, f. 1951, maki Rósa
Hjálmarsdóttir. Börn þeirra eru
Hulda, Gunnhildur, Birna og
Skúli. 3) Vilberg, f. 1957, maki
Guðlaug Skúladóttir, börn þeirra
eru Arnór, Gunnhildur og Skúli.
Bjarni ólst upp hjá foreldrum
sínum í Útey í Laugardal og sótti
skóla í Héraðsskólann á Laugar-
vatni. Hann stundaði búskap í
Útey með foreldrum sínum til
ársins 1949 en fluttist þá til
Börn eru tær og hrein í hugsun
og þau átta sig á hlutum sem við
hin fullorðnu erum lengur að skilja.
Fyrir nokkrum dögum þegar ég
sagði við sex ára son minn;: ,,litli
engillinn minn …“ leit hann á mig
alvarlega og sagði: ,,mamma, það
er inni í okkur öllum engill og þeg-
ar við deyjum þá opnast brjóstið og
engillinn flýgur upp í himininn“.
Pabbi var mikill áhrifavaldur í
lífi mínu og núna þegar engillinn í
honum er floginn þá eru tilfinn-
ingar mínar til hans ást og þakk-
læti fyrir svo margt. Pabbi lagði
mikla áherslu gildi menntunar í
uppeldi okkar systkinanna en ég
gerði mér aldrei grein fyrir hvort
hann hafði svona meðvitaða sýn á
samfélag sem var að breytast hratt
eða eigin persónuleg reynsla og
löngun til meira náms gerði hann
svo staðfastan í þessari stefnu
sinni. Frá því að ég man eftir mér
var ég dregin á alls konar opnanir
og sýningar á myndlist með honum.
Pabbi var opinn og félagslyndur og
þessi áhugi var ekkert frekar
tengdur ,,fínum sýningum“. Hann
skoðaði allt, en af yngri myndlist-
armönnum höfðaði Páll á Húsafelli
sérstaklega til hans. Ég hélt lengi
að ég hefði farið í listnám fyrir til-
viljun. Núna geri ég mér grein fyr-
ir að eitt leiðir af öðru. Í systk-
inahópnum var ég
uppreisnarseggurinn. Uppreisnin
fólst aðallega í því að ég var for-
vitin, opin, og gagnrýnin, og hafði
því oft aðrar skoðanir, ögraði og lét
ekki alltaf að stjórn. Þetta hefði
verið erfitt ef ég hefði ekki átt að
umburðarlyndi, traust og ást
pabba. Persónuleiki minn sem lítils
uppreisnarseggs var oft að reka sig
á í æsku en viðhorf pabba beindi
því í jákvæðan farveg. Með uppeld-
inu síaðist inn ákveðin afstaða til
menntunar og lista sem virkaði án
efa að einhverju leyti sem hvati til
að fara í listnám.
Pabba var gefin sú náðargáfa að
geta blandað geði við alla. Það get-
ur verið mikil list. Fólk sem ég
þekki ekki hefur sagt mér sögur af
samskiptum sínum við pabba. Sag-
an sem ég ætla rekja var mér sögð
nýlega af konunni í sögunni. Pabbi
var ásamt öðrum manni að fara yfir
Hellisheiðina á jeppa. Það var svo
snjóþungt að jeppinn sat fastur. Þá
kom að ung kona á brunandi ferð á
Austin Mini-smábíl og snjórinn
stoppaði hana ekki því bíllinn virt-
ist liggja ofan á snjónum. Pabbi
ætlaði ekki að trúa sínum eigin
augum og átti ekki orð yfir þessu.
Konan tók pabba og samferðamann
hans upp í bílinn og þegar hún
kvaddi þá vildi pabbi launa greið-
ann en unga konan vildi ekkert
þiggja. Pabbi hitti hana aftur og
gaf sig ekki með það að launa fyrir
ferðina. Loks komst hann að því að
konan var að byggja og það vantað
innihurðir í íbúðina. Þá vissi hann
hvernig hann gæti launað henni
greiðann. Hann lét hana fá hurðir í
íbúðina með því fororði að hún
myndi bara borga þegar hún hefði
efni á því.
Pabbi var ákaflega viljasterkur
og slíku fólki er oft erfitt að eldast
ef veikindi fylgja og það reyndist
honum einnig. Það er merkilegt
augnablik í lífinu þegar foreldri
sem hefur verið sterki aðilinn í
sambandinu verður sá veikari.
Þetta er eðlileg hringrás lífsins en
barninu fylgir veganestið sem er
fólgið í viðhorfum foreldra, uppeldi
og annarri mótun. Og ég er þakklát
veganestinu frá pabba. Litli sonur
minn útskýrði fyrir mér hvernig
engillinn í pabba væri floginn en
pabbi hefur skilið mikið eftir sem
mun lifa áfram með mér. Hafsjór
minninga sem gleðja og svo margt
annað líka sem hægt er að læra af
og að reyna skilja.
Þökk sé þér, Minný, fyrir að
passa svona vel upp á pabba.
Pabbastelpan
Gréta Mjöll.
Meira: mbl.is/minningar
Ég kynntist Bjarna Eyvindssyni
haustið 1973 þegar ég komst á
samning hjá honum í húsasmíði og
vann á Trésmiðju Hveragerðis
Bjarni var alltaf að byggja sér
hús í aukavinnu, þar vorum við oft
saman. Ekki var verra að hann átti
myndardóttur, Rakel Mónu, sem
varð síðar konan mín. Fljótlega
urðum við Bjarni mjög góðir vinir.
Ég held að hann hafi reyndar aldr-
ei átt óvini til lengdar.
Bjarni var einn af frumbyggjum
Hveragerðis sem í þá tíð var eins-
konar listamannabær. Hann hafði
yndi af listum og var góðkunningi
skálda og listamanna í bænum og
ók þeim oft bæjarleið.
Síðasta listsýning sem við fórum
á saman var hjá Páli á Húsafelli í
Ásmundarsafni. Hann kannaðist
við Pál og föður hans, þeir náðu vel
saman og Páll spilaði á steinhörpu
sína. Strax í upphafi ferils Bjarkar
sá hann að þar fór mikil listamaður
og dáðist alla tíð að hæfileikum
hennar.
Bjarni sat í skólanefnd um ára
skeið og lagði mikla rækt við að all-
ir hefðu rétt til náms, hann beitti
sér fyrir því að börn sem urðu ut-
anveltu ættu fullan rétt á námi. Ég
held að hann hafi ekkert aumt mátt
sjá og alltaf verið tilbúinn að rétta
hjálparhönd. Að mínu mati hafði
hann ríka réttlætiskennd. Þegar
syrti í álinn í minni fjölskyldu var
hann kletturinn sem skildi og
hjálpaði af mikilli alúð, jafnvel þeg-
ar hann var orðinn veikur. Þá að-
stoð verður aldrei hægt að þakka
að fullu, enda held ég að hann hafi
ekki ætlast til þess, heldur að
barnabörnin hans byggju við góðan
kost. Hann fylgdist alla tíð með
námi dætra minna og hrósaði
óspart.
Í veikindum hans var Gunnhildur
Þórmundsdóttir (Minný) seinni
kona hans klettur og styrk stoð
fram á síðustu stund.
Ég missti góðan vin að lokum í
hljóðlátan svefn.
Ljóð eftir Jóhannes úr Kötlum á
vel við
Þú leggst í grasið: moldin mun þér tjá
að mátt og ríki og dýrð sé ekki að finna
í gulli og stáli – heldur hljóðri þrá
þess heims er skín í augum barna þinna
og fær sitt ljós frá leiðarstjörnum þeim
sem lýstu þínu fólki jafnan heim.
Ármann Ægir Magnússon.
Elsku afi. Þá ertu farinn frá okk-
ur eftir löng og ströng veikindi.
Þrátt fyrir mörg bakslög gafstu
aldrei upp, þú þrjóskaðist áfram og
varst sko ekki tilbúinn til að fara
frá okkur. Oftar en ekki komstu öll-
um á óvart með seiglunni og lækn-
arnir voru farnir að telja þig hafa
níu líf eins og kötturinn.
Ég á svo margar og góðar minn-
ingar frá stundunum okkar saman.
Mikið var gaman að fá að dúllast
með þér í bílskúrnum og gera þar
fínt, bara að fá að sópa gólfið var
virkilega spennandi. Það var líka
alltaf svo gaman að teikna myndir
og lita hjá ykkur því þér fannst
alltaf allt svo flott sem við barna-
börnin gerðum og þú hafðir líka svo
mikinn áhuga á myndlist. Okkar
sérstöku stundir voru þó í hádeg-
inu, þá fengum við okkur uppáhald-
ið okkar. Ég fékk kókópuffs eða
hænsnafóður eins og þið amma
kölluðuð það og það var sko þvílíkt
sport. Þú fékkst þér skyr, og í eft-
irrétt fengum við okkur saman súrt
slátur og lifrarpylsu sem var alltaf
til í boxi í ísskápnum, það var topp-
urinn!
Þér var menntun alltaf ofarlega í
huga og fannst mjög mikilvægt að
allir reyndu að mennta sig. Það var
regla að um leið og við systurnar
fengum einkunnirnar okkar fórum
við til afa að sýna honum. Þú varst
alltaf svo stoltur af okkur og dug-
legur að hrósa okkur fyrir góðar
einkunnir. Það skipti ekki máli
hvaða tala var á spjaldinu þú varðst
alltaf jafn glaður. Þú komst líka
reglulega upp í skóla og talaðir við
kennarana og skólastjórann, bara
svona til þess að vera viss um að
allt væri eins og það ætti að vera.
Eftir að þú veiktist meira og fórst
upp á hjúkrunarheimili var alltaf
það fyrsta sem þú spurðir mig þeg-
ar ég kom hvort ég væri í skóla.
Menntunin var þér alltaf efst í
huga og þegar ég var búin að svara
já brostirðu þínu blíðasta, þá
varstu sáttur.
Þú hafðir líka sérstaklega gaman
af tónlist. Björk var þar þitt uppá-
hald og áttir þú alltaf mynd af
henni uppi á vegg. Ósjaldan feng-
um við að heyra söguna af því þeg-
ar þú „uppgötvaðir“ hana þegar
hún var bara lítil stelpa að syngja á
Miklatúninu, þú vissir þá strax að
hún ætti eftir að verða heimsfræg
sagðir þú alltaf. Þér fannst líka af-
skaplega gaman að heyra barna-
börnin þín spila á hljóðfæri og
mættir þú alltaf þegar við systurn-
ar vorum að spila einhvers staðar,
sama hversu lítið tilefnið var. Við
hvert tækifæri voru líka haldnir
tónleikar heima í stofu því þú hafð-
ir svo gaman af því. Þú varst alltaf
svo stoltur af okkur og varst dug-
legur að tala við tónlistarkennar-
ann okkar og athuga hvort hún
væri örugglega ekki jafn ánægð
með okkur og þú.
Elsku afi, ég er ánægð með að
hafa fengið að ganga með þér síð-
asta spölinn. Ég veit að nú ertu á
góðum stað og að nú ertu sáttur.
Ég veit að þú ert hvíldinni feginn.
Ég veit líka að núna ertu að gera
það sem þú hafðir þráð svo lengi,
að hugsa um hana Minný ömmu og
vernda hana.
Litla títlan þín,
Bjarney.
Í dag kveðjum við Bjarna Ey-
vindsson húsasmíðameistara í
Hveragerði.
Bjarni hennar mömmu, eins og
við sögðum oftast, kom inn í okkar
fjölskyldu á áttunda áratug liðinnar
aldar. Þau voru þá bæði komin á
miðjan aldur og veit ég ekki annað
en að vel hafi tekist til hjá þeim,
alla vega var ekki annað að sjá og
finna þegar komið var í heimsókn í
Hveragerði eða þau komu til okkar.
Góðar stundir alla tíð.
Oft datt mér í hug upphaf vís-
unnar „Blessuð sértu sveitin mín“
þegar við Bjarni hittumst. Mér
fannst hann alla tíð svo bundinn
sterkum böndum í okkar sveita-
menningu. Hann talaði oft og mikið
um sinn uppruna í Laugardalnum
og voru Útey og Laugarvatn hon-
um mjög hugleikin en þar var hann
fæddur og uppalinn.
Ekki var heldur leiðinlegt að
minnast á pólitíkina við Bjarna, þar
var hann á heimavelli. Framsókn-
armaður og það hreinræktaður.
Ég ætla mér ekki að fara yfir
starfsferil Bjarna, það læt ég kunn-
ugri mönnum eftir en veit að hann
var framúrskarandi kennari nem-
enda sinna í húsasmíðinni, enda
nemarnir ófáir sem hann útskrifaði
á starfsævinni.
Afskipti hans af málefnum
sveitafélagsins í Hveragerði voru
margvísleg og voru þau helst í
skólamálum og brunamálum bæj-
arins. Uppbygging á brunavörnum
og tækjakaup til brunavarna voru
Bjarna ofarlega í huga alla tíð og
auðvelt að fá hann í spjall um þau.
Nú gæti maður haldið að maður
af hans kynslóð hefði ekki mikinn
áhuga fyrir nútíma sönglist. Uppá-
haldssöngkona Bjarna Eyvindsson-
ar var Björk Guðmundsdóttir og
varð hún honum hugleikin löngu
áður en hún öðlaðist frægð og
frama.
Með þessum fáu orðum vil ég
þakka Bjarna samfylgdina, og fyrir
aðkomu hans að fjölskyldu minni.
Jakob Skúlason.
Ég ætla með nokkrum orðum að
minnast míns gamla félaga, Bjarna
Eyvindssonar. Um uppruna hans
ætla ég ekki að ræða því þeim
þætti er ég ekki vel kunnugur. Þó
veit ég að Bjarni var ættaður úr
Laugardal, því þegar sá staður
kom til umræðu var eins og hann
fylltist lotningu, hann hélt mikið
upp á sinn stað og ræddi gjarnan
um ágæti hans. Ég kynntist Bjarna
árið 1970 þegar við hjónin fluttum
til Hveragerðis, þá starfaði hann og
rak ásamt fleirum Trésmiðju
Hveragerðis, en ég starfaði hjá fyr-
irtæki sem var á næstu lóð og var
nokkur samgangur milli fyrirtækj-
anna.
Á þessum árum var Bjarni
slökkviliðsstjóri í Hveragerði,
ásamt starfinu í trésmiðjunni.
Fljótlega eftir að ég settist að í
Hveragerði fékk ég bréf þar sem
ég var skipaður í slökkviliðið og tók
ég því fegins hendi því áhugi hafði
vaknað hjá mér fyrir þeim mála-
flokki. Bjarni hvatti okkur strák-
ana til að sækja öll námskeið og
fræðslu í brunamálum sem völ var
á. Hann var mikill félagsmálamað-
ur og var einn af stofnfélögum
Landssambands slökkviliðsmanna
og sat þar í stjórn. Hann var virtur
af sínum félögum og ekki síður
yngri mönnunum sem fannst gott
að leita til hans og fá hans álit.
Hann tók þátt í stofnun félags
slökkviliðsstjóra og var þar virkur
félagi þar til hann lét af störfum
sem slökkviliðsstjóri. Bjarni var
farsæll í starfi sem slökkviliðsstjóri
og hélst vel á mannskap, nánast
engar mannabreytingar, nema þeg-
ar menn hættu vegna aldurs. Hann
endurnýjaði bíla og tæki slökkvi-
liðsins meðan hann stjórnaði og
fórum við meðal annars til Þýska-
lands eina góða ferð til að kaupa
notaðan bíl. Svo þegar Bjarni lét af
störfum sem slökkviliðsstjóri 1988
kom aldrei annað til greina en ég
tæki við af honum. Hann studdi við
bakið á okkur og fylgdist með
gangi slökkviliðsins alveg meðan
heilsan leyfði. Alltaf vaknaði áhugi
hans á brunamálum þegar við hitt-
umst og hélst það þótt heilsan væri
farin að bila seinustu árin sem
hann dvaldi á Hjúkrunarheimilinu
Ási.
Með Bjarna er genginn góður
drengur sem ég vil þakka fyrir að
hafa fengið að kynnast. Eftirlifandi
eiginkonu og fjölskyldu votta ég
innilega samúð.
Snorri Baldursson.
Það var snaggaralegur maður,
glaðlegur og góðlegur, sem tók á
móti okkur þegar við hjónin flutt-
um til Hveragerðis haustið 1972.
Bjarni Eyvindsson hét hann og var
formaður skólanefndar Barnaskól-
ans í Hveragerði, en þangað vorum
við hjónin komin til að starfa við
skólann sem kennari og skólastjóri.
Bjarni tók okkur afar vel og var
mjög áhugasamur um málefni skól-
ans og studdi okkur öll með ráðum
og dáð.
Dóttir okkar Málfríður naut
einnig góðs af vináttu Bjarna, en
hún vann hjá honum í Trésmiðjunni
eitt misseri, þegar hún tók frí frá
námi sínu í arkitektúr til að kynn-
ast betur smíðum og efnisvali, en
hún hafði ekki lært smíði í grunn-
skóla því á þeim tíma var handa-
vinnukennslan kynskipt. Þeim
Bjarna varð vel til vina og minnist
hún hans með þakklæti.
Svo kynntist Bjarni Gunnhildi
Þórmundsdóttur, þá var Bjarni fyr-
ir nokkru skilinn. Gunnhildur hafði
misst mann sinn frá þremur ungum
drengjum, sem allir eru uppkomn-
ir. Bjarni átti sex börn. Öll eru
börnin þeirra vel menntað og vel
gert dugnaðarfólk.
Birna og Gunnhildur voru búnar
að þekkjast lengi vegna starfa í
Kvenfélagsambandi Suðurlands og
eitt sinn þegar Bjarni kom í heim-
sókn var Gunnhildur stödd hjá okk-
ur og var það upphaf þeirra kynna.
Samskipti urðu tíðari og eigum við
margar góðar minningar frá vina-
fundum, skemmtilegum kvöld-
stundum þar sem mikið var skrafað
og hlegið. Bjarni og Gunnhildur
voru afar samrýnd hjón. Þau dekr-
uðu hvort við annað og það var ein-
stakt samband milli þeirra, auðvit-
að voru skúrir og skin en þó oftast
sólskin.
Síðustu árin dvaldi Bjarni á
Hjúkrunarheimilinu Ási í Hvera-
gerði, þar sem hann naut frábærar
umönnunar starfsfólks. Á hverjum
Bjarni Eyvindsson