Morgunblaðið - 17.11.2007, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 17.11.2007, Blaðsíða 44
44 LAUGARDAGUR 17. NÓVEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR Elsku afi Kalli. Það er sárt að þurfa að kveðja þig en ég veit að amma á eftir að taka vel á móti þér á góðum stað. Þú varst svo stór hluti af lífi okkar og minningarnar eru óteljandi. Ég minnist þín sem frábærs afa sem hugsaðir vel um okkur og varst alltaf hress og góður, alveg sama hvernig þér leið. Þú varst stundum mjög stríðinn en ef ég varð sár kall- aði ég á ömmu og hún skammaði þig og gaf mér ís úr frystinum. Upp í sumó varstu alltaf tilbúinn að spila, tefla og lesa fyrir okkur og við drógum oft fánann að húni sam- an. Við fórum líka oft saman á Lækjarbakka að kíkja á húsdýrin. Á aðfangadagskvöld fórstu alltaf með okkur bræðurna í messu, þá voru jólin komin, það verður skrítið að hafa þig ekki með aftur. Fyrsta sem þú spurðir mig þegar ég byrj- aði í menntaskóla var hvenær ég kæmist í hádegismat til þín. Öll menntaskólaárin mín hef ég komið einu sinni í viku í mat og hefur sá tími verið ómetanlegur. Fyrst borð- uðum við grillað brauð og Royal búðing með berjasaft og seinna borðuðum við í mötuneyti Gjá- bakka. Þú kynntir mig fyrir góða fólkinu sem bjó þar eða kom í mat- inn. Þú varst heppinn að hafa kynnst svona mörgu góðu fólki í Gjábakkanum. Vertu sæll afi minn og takk fyrir stundirnar sem við eyddum saman. Ég mun alltaf geyma allar góðu minningarnar um þig. Þitt barnabarn, Bjarki Már Gunnarsson. Elsku afi minn. Ég vill þakka þér fyrir öll skemmtilegu árin sem ég átti með þér. Það var ekkert sem jafnaðist á að fara í sumó með afa og ömmu. Afi var mjög barngóður og var einstaklega duglegur að finna eitthvað fyrir okkur að gera í sveitinni. Eftirminnilegar eru hæð- armælingar afa á okkur barnabörn- unum í sumarbústaðnum. Á menntaskólaáranum var það fastur liður að fara í heimsókn til nafna míns hinum megin við götuna einu sinni í viku. Í eftirrétt gædd- um við okkur gjarnan á Royal búð- ing og safti og röbbuðum um dag- inn og veginn. Elsku afi, það verður skrítið að fara í messu um jólin án þess að hafa þig með. Kveðjustundin var erfið og söknuðurinn er mikill. Ég er virkilega stoltur að hafa átt þig sem afa. Minninguna um þig mun ég geyma alla tíð. Guð blessi þig. Karl Jóhann Gunnarsson. Elsku afi. Takk fyrir að leyfa mér að setja molann út í kaffið þitt, að leyfa mér að toga þig upp úr sætinu og telja mér trú um að ég væri sterkasti strákur í heimi, að telja tásurnar mínar, að leyfa mér að monta mig af nýjustu „meiddunum“ mínum, að nenna að syngja „fagur fiskur í sjó“ vísuna þína og halda í höndina á mér í óteljandi skipti, að leggja það á þig að búa alltaf sjálfur til afmæl- iskortið mitt sjálfur í tölvunni þinni í staðinn fyrir að kaupa bara kort út í búð, að fara með mig í allar þessar óteljandi ferðir í sumó, að leyfa mér að velja spólur úr spólu- safninu þínu, að segja mér aftur og aftur frá öllum þjóðsögunum og Karl Jóhann Gunnarsson ✝ Karl JóhannGunnarsson fæddist í Vest- mannaeyjum 22. desember 1926. Hann lést á Land- spítalanum hinn 3. nóvember síðastlið- inn og var útför hans gerð frá Digraneskirkju 9. nóvember. kennileitunum, að fara með mig í alla þessa óteljandi ísbílt- úra í Vík í Mýrdal, að leyfa mér að fara út á gúmmíbát í ósnum, að leyfa mér að prófa flottustu og tæknileg- ustu sólgleraugu í heimi sem pössuðu líka á mín gleraugu, að leyfa mér að sitja aftur í skotti og aftur í kerru, að leyfa mér að skoða allar bæk- urnar þínar þar sem heimsmetabókin var í sérstöku uppáhaldi, að leyfa mér að leika með nánast hvaða dót sem er heima hjá þér, hvort sem það voru gömul föt, stafurinn þinn eða rándýrir skákmenn, að halda á mér í bónda- beygju, að leyfa mér að horfa á þig raka þig og leyfa mér líka að fá smá raksápu svo að ég gæti verið alveg eins og þú, að leyfa mér að kynnast sveitalífinu örlítið með því að fara með mig á Lækjarbakka og í réttir, að leyfa mér að smíða og mála og leysa allskonar verkefni og að borga mér mín fyrstu laun fyrir að klifra undir sumó og ná í spýtur, að leyfa mér að skoða kistilinn með öll- um gömlu myndunum ykkar ömmu, að leyfa mér að trítla upp í rúm til þín þegar ég vaknaði snemma og leyfa mér að kúra hjá þér á meðan þú leystir krossgátuna þína, að mæla hvað ég stækkaði mikið á hverju einasta ári og skrifa það upp á vegg, að leyfa mér að smakka pilsner hjá þér, að gretta þig og fífl- ast við krakkana í næsta bíl þegar að við stoppuðum á rauðu ljósi, að stöðva mig þegar ég hljóp of nálægt fjallsbrúninni þótt að ég hafi ekki skilið það á þeim tíma, að vera allt- af til í að spila olsen olsen og veiði- mann við mig og að leyfa mér að vinna þig, alla þessa óteljandi royal búðinga og hangikjötssamlokur, að leggja það á þig að spyrja hvernig mér gengi í lífinu, að leyfa mér að gista og vinna ritgerðir heima hjá þér heilu helgarnar, að hafa aldrei hætt að stríða mér og skjóta á mig, að kenna mér gömul og skrýtin orð eins og „grúbján“ og „stredderí“, að fara með mig í messu á hverjum einasta aðfangadegi og að dotta nokkrum sinnum með mér í kirkj- unni og allar hinar óteljandi sam- verustundirnar. Fyrst og fremst, takk fyrir að hafa verið afi minn og gefið mér all- ar þessar góðu minningar og sýnt mér í verki hvernig á að vera góður og traustur fjölskyldumaður. Ég mun aldrei gleyma þér, afi minn. Jón Heiðar Gunnarsson. Elsku afi Kalli. Það er sárt að þurfa að sætta sig við það að þú sért farinn. En það er mér mikill huggun að þið amma Didda séu aftur saman eftir 9 ára fjarveru. Það var alltaf gott að heimsækja ykkur ömmu þegar ég var lítil og stundirnar þegar þú kenndir mér vísur, þegar þú kenndir mér að tefla, þegar þú eignaðir þér nokkr- ar tær á fótum mínum og þegar við spiluðum rommy frá morgni til kvölds sem og margar aðrar eru mér dýrmætar. Upp úr standa þó tvær minningar og er það þegar þú leiddir mig inn kirkjugólfið í Landa- kirkju ásamt afa Bjarna á brúð- kaupsdaginn minn og þegar ég bjó hjá ykkur við frábærar aðstæður og mikið atlæti í tvö ár. Það að hafa fengið að búa hjá ykkur á menntaskólaárunum var yndislegt. Oft var mikið fjör við el- húsborðið þar sem þú vannst í því að reyna að æsa mig upp. Umræðu- efni á borð við hollustu smjörs og það hvort okkar væri meiri Vest- mannaeyingur voru mjög algengar og sat amma á milli okkar með bros á vör því hún vissi að þessar þrætur okkar ristu ekki djúpt. Á kvöldin lágum við amma hvor í sínum stóln- um á meðan þú varst í tölvunni ann- að hvort að grúska í ættfræði eða að leggja kapal en reglulega komstu fram til að gagnrýna það að við værum að eyða tímanum í þetta sjónvarpsgláp. Þegar ég kom með gesti á heimili ykkar ömmu var allt- af tekið vel á móti þeim. Amma passaði upp á að allir færu mettir heim og þú leystir gestina út með upplýsingum um forfeður sína. Það er ekki á færi allra á sjötugsaldri að taka að sér ungling en það gerðuð þið með miklum sóma og er ég ekki viss um að ég hafi þakkað ykkur það því ég lærði margt gott af ykk- ur ömmu sem ég hef nýtt mér á lífsleiðinni. Í Ásenda átti fjölskyldan öll margar góðar stundir þar sem amma stjórnaði ferðinni í eldhúsinu og þú sást um að spila við okkur krakkana og mæla hve mikið við hefðum stækkað síðan í síðustu heimsókn í bústaðinn. Bústaðinn heimsóttuð þið við hvert tækifæri en umhirða hans var ykkar sameig- inlega áhugamál. Já, minningarnar mínar eru margar og ljúfar um þig, elsku afi, og minnast synir mínir þess einnig hve góður þú varst við þá og gráta þeir það að geta ekki oftar heimsótt þig í Kópavoginn þar sem alltaf var nóg til af rúsínum. Elsku afi Kalli, mér þykir leitt að geta ekki fylgt þér síðustu sporin en þú veist það að allar minningar mínar geymi ég í hjarta mér um ókomin ár. Þín, Dóra Björk. Mig langar í örfáum orðum að lýsa þakklæti mínu fyrir það hvað ég var lánsamur að fá að verða eitt að barnabörnum afa Kalla og í sama mund vil ég minnast ömmu Diddu . Ég var á ellefta ári þegar fóstri minn, Þórður Karlsson, flutti til okkar mömmu til Vestmannaeyja og gekk mér í föðurstað. Hann var ekki búinn að vera nema tæpa tvo mánuði þegar eldgosið byrjaði og við mamma fórum í Þorlákshöfn. Þar tók afi ásamt Jóni á móti okkur og fór með okkur heim í Stigahlíð 2. Þar tóku á móti okkur amma, Gunnar og Ása. Strax við fyrsta faðmlag frá þessu yndislega fólki sem ég var að hitta í fyrsta skipti fann ég hvað ég var velkominn og alla tíð hef ég fundið fyrir ást og væntumþykju frá þeim. Við áttum heima í Stigahlíðinni þar til við fluttum aftur til Eyja um haustið. Þetta var góður tími og ljúfar minningar um gott heimili. Þetta var bara upphafið að góð- um stundum sem voru oftast á Digranesveginum og í sumarbú- staðnum Ásenda í Reynishverfi, þar sem allir áttu sín strik og dagsetn- ingar á veggnum inni í herbergi. Oftast var það mesta spennan hjá mínum börnum að koma í Ásenda og láta langafa mæla hæð og ræða síðan um hvað hver hefði nú stækk- að mikið síðan síðast. Seinni árin var kíkt í Fannborgina í kaffi og þá var nú oftast rætt um sjóinn og fólk sem ættað var úr Vík og bjó í Eyj- um og þá varð ég að standa klár á því hver var að gera hvað. Ég mun ævinlega verða þakk- látur fyrir þá væntumþykju og alúð sem ég hef fengið frá afa Kalla og ömmu Diddu. Elskulegur afi, takk fyrir allt. Sigurbjörn og fjölskylda. Ég kynntist Kalla fyrir um 35 ár- um þegar við Ása byrjuðum að vera saman. Það var gott að koma inn á heimili þeirra Kalla og Diddu og gott að vera þar. Fljótlega fékk Kalli mig til að aðstoða sig við launaútreikninga og afurðareikn- inga, við það kynntumst við fljótt og vel. Það var alltaf gott að vera með Kalla hvort heldur var við vinnu eða leik. Hann var afar röskur, talnag- löggur og hafði mikinn áhuga á ætt- fræði sem hann hafði unun af að tala um og var líka gaman að hlusta á, jafnvel ég gat fengið áhuga á fræðunum, að minnsta kosti meðan hann var að útskýra. Engum hef ég kynnst sem börn hafa laðast jafn sterkt að og Kalla, engu líkara var en hann hefði barnasegul. Hann var traustur, hlýr og glettinn og afskaplega ólatur maður sem skipti aldrei skapi svo ég sæi, þó eru til um það munn- mælasögur að slíkt hafi gerst en þá ætíð fyrir misskilning. Við ferðuð- umst nokkuð saman og alveg þar til undir það síðasta keyrði Kalli alltaf ef við vorum á ferðinni innanlands, það var bara betra fyrir friðinn. Hverja ferð sem hann fór stutta sem langa var hann alltaf búinn að ákveða hvaða leið yrði farin (þó að það væri að sjálfsögðu ekki tilkynnt enda keyrði hann) og út af því átti ekki að bregða, hins vegar skipti tíminn ekki alveg sama máli. Ef eitthvað þurfti að kanna betur eða við hittum einhvern sem þurfti að ræða við þá gat tognað á túrnum, það gekk yfirleitt fyrir að hafa gaman ef það ögraði ekki hagsýn- inni. Kalli þekkti marga og þurfti oft aðeins að stoppa og taka smá- spjall, hina sem hann þekkti ekki kannaðist hann við meðan farið var um Suðurland. Hann þekkti ekki bara fólkið heldur líka fjöllin, hólana, árnar og lækina og ég held þúfurnar líka þegar komið var í Mýrdalinn, honum fannst landslag lítils virði ef það héti ekki neitt og kunni að sjálfsögðu vísubrot sem studdi þá kenningu. Kalli átti til að drífa bara í að gera það sem gera þurfti og var þá ekki með neitt óþarfa mas. Ég man fyrir um 30 árum þegar Kalli hætti að reykja, en hann hafði reykt frá 13 eða 14 ára aldri og oft ekki lítið. Það var bara drepið í rétt sísvona og málið afgreitt, rúmri viku seinna tók heimilisfólkið eftir því að alveg var hætt að koma tóbak í ösku- bakkana. Og alltaf bauð hann upp á hnallþóru 28. febrúar upp frá því. Sumarbústaðurinn í Ásenda var mikill sælureitur hjá Kalla og Diddu, þau nutu þess að fá börn og barnabörn í heimsókn til lengri eða skemmri dvalar og helst vildu þau hafa okkur öll í einu, þá var glatt á hjalla og var sofið í hverju skoti. Kalli og Didda nutu þess að fara með krakkana niður í fjöru og ganga í sandinum með Reynis- dranga á aðra hönd, Dyrhólaey á hina og með Jökulinn sem skjald- borg og segja þeim frá eldprest- inum sem hafði búið þarna rétt hjá vetrarlangt í hellisskúta, eða leyfa þeim að klifra aðeins í stuðlaberg- inu. Þau voru atorkuhjón í ótrúlegu landi. Nú hafa þau gömlu hjónin hitt hvort annað aftur í eilífðarlandinu og bíða okkar hinna. Mikið er ég Guði mínum þakklátur fyrir þann tíma sem ég fékk að vera samferða þessu frábæra fólki. Þröstur Einarsson. Þegar ég hef horft á þig leika við Auði Kristu og Andreu Hrönn minnist ég þess þegar ég var lítil. Þegar ég skreið í faðminn þinn, hvernig þú lékst við okkur og sýnd- ir okkur hvað þú varst liðugur og svo reyndum við öll að herma eftir. Þegar þú fórst með vísuna „Fagur fiskur í sjó“ og svo fengum við barnabörnin að spreyta okkur. Í bílferðunum austur í Mýrdalinn þegar þú sagðir okkur sögur og um öll kennileiti á leiðinni. Ég minnist þess í bílferðunum í Kópavoginum þegar við áttum að heilsa álfunum í Álfhól, þá flautaðir þú og við áttum að vinka. Og svo mörgum árum seinna þegar ég var komin með bíl- próf og var að keyra þig, þá flautaði ég og þú horfðir hneykslaður á mig: „Hvað ertu að gera, þeir eru löngu fluttir.“ Fyrir sex árum var ég svo heppin að fá að búa með þér um tíma. Þá áttum við góðar stundir saman og hlógum mikið að því hvað ég var hræðilegur kokkur og þú gast stundum verið svo þver. En nú á seinni árum varstu búinn að sættast við eldamennskuna mína og komst oft til okkar í mat. Ég hugsa til þess með söknuði að horfa á þig og Auði Kristu, hvernig þú leyfðir henni að stjórna þér, hvar þú áttir að sitja og þegar hún var að bjóðast til að leiða þig og hjálpa þér að standa upp. Og hvað þið gátuð skemmt ykkur vel við að mata hvort annað af rúsínum. Ég og stelpurnar eigum eftir að sakna þín mikið. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynn- ast þér. (Ingibjörg Sigurðardóttir.) Þórdís, Auður Krista og Andrea Hrönn. Nú þegar tími er kominn til að kveðja þig, elsku afi, rifjast upp þær skemmtilegu stundir sem ég átti með þér á yngri árum í bænum og fyrir austan þar sem alltaf var glatt á hjalla. Sama hvernig veðrið var, þó svo að maður minnist ein- hverra rigningardaga þá var bara gert gott úr þeim og gripið í spil eða tekinn Fagur fiskur í sjó. Ekki er hægt að gleyma þeim dögum sem voru bjartir og fallegir í sveit- inni, þegar þú fórst með okkur á næsta sveitabæ eða niður á strönd, en þar var farið yfir reglurnar með hafið. En nú á síðari dögum þegar ég var að keyra þér á sjúkrahúsið þá vildir þú aldrei gera neitt úr því hvernig þér leið og sagðist bara vera nokkuð góður, þó fannst mér þér líða ekkert of vel. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Eyþór. Góð vinkona og samstarfskona er lát- in. Við Halldóra unn- um náið saman hjá Háskóla Ís- lands alveg þar til hún lét af störfum féhirðis vegna aldurs á árinu 1999. Eftir það sinnti hún starfi svokallaðs „Skólabæjarhóps“ fyrrverandi starfsmanna HÍ á meðan hún hafði heilsu til. Halldóra var mjög fróð kona og sérstaklega vel að sér í ættfræði Halldóra Kolka Ísberg ✝ Halldóra KolkaÍsberg fæddist í Vestmannaeyjum 3. september 1929. Hún andaðist á líkn- ardeild Landspít- alans, Landakoti, 20. september síð- astliðinn og var út- för hennar gerð frá Háteigskirkju 1. október. og þar kom enginn að tómum kofanum hjá henni. Hún var lif- andi persóna, fé- lagslynd og glaðleg og naut sín vel meðal fólks. Hún var ósér- hlífin sem sýndi sig bezt þegar ég talaði við hana stuttu áður en hún lézt, þá hafði hún meiri áhyggjur af öðrum en sjálfri sér sem þá var orðin fárveik. Ég var stödd er- lendis þegar hún lézt þann 20. september og gat því ekki fylgt henni til grafar. Ég votta sonum hennar, fjöl- skyldum þeirra og öðrum ættingj- um mína dýpstu samúð. Guð blessi minningu Halldóru K. Ísberg. Rósa Guðmundsdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.