Morgunblaðið - 17.11.2007, Page 46

Morgunblaðið - 17.11.2007, Page 46
46 LAUGARDAGUR 17. NÓVEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ MESSUR Á MORGUN/KIRKJUSTARF AKRANESKIRKJA: | Guðsþjónusta kl. 15. AKUREYRARKIRKJA: | Afmæli Akureyrarkirkju. Hátíð- armessa kl. 14. Sr. Svavar A. Jónsson og sr. Sólveig Halla Kristjánsdóttir, félagar úr messuhópi, aðstoða, allur Kór Akureyrarkirkju syngur. Björn Steinar kveður söfnuðinn. Organistar Eyþór Ingi Jónsson og Björn Steinar Sólbergsson. Fjáröflunardagur Kvenfélags Ak- ureyrarkirkju. ÁRBÆJARKIRKJA: | Tónlistarguðsþjónusta kl. 11. Rökkurkórinn frá Skagafirði syngur, stjórnandi Sveinn Sigurbjörnsson. Valborg Kjartansdóttir syngur einsöng. Anna Hugvarðardóttir, fiðla. sr. Þór Hauksson þjónar fyrir altari og prédikar. Sunnudagaskólinn í safn- aðarheimili kirkjunnar á sama tíma Kirkjukaffi á eftir. ÁSKIRKJA: | Sunnudagaskóli kl. 11 í umsjá Elíasar og Hildar Bjargar. Messa kl. 14. Kór Áskirkju syngur, org- anisti Magnús Ragnarsson. Strax að messu lokinni hefst kökubasar og flóamarkaður Safnaðarfélags Ásprestakalls í safnaðarheimili kirkjunnar. Kaffi á könnunni. ÁSTJARNARKIRKJA | Messa kl. 11. Sunnudagaskóli á sama tíma. Prestur er sr. Kjartan Jónsson og tónlistar- stjóri Helga Þórdís Guðmundsdóttir. Kaffisopi og ávext- ir á eftir í safnaðarheimilinu. BESSASTAÐAKIRKJA: | Sunnudagaskóli kl. 11 í sal Álftanesskóla. Bolli Már, Matthildur, Snædís og Sunna Dóra stjórna starfinu. Foreldrar hvattir til að koma með börn sín. Kvöldvaka í salnum kl. 20. Kvöldvaka í hátíð- arsal Álftanesskóla kl. 20. Tónlist, talað mál og kaffi. Unglingahljómsveitin ACID sér um tónlistina ásamt Bjarti Loga organista. Stundina annast sr. Hans Guð- berg Alfreðsson og sr. Friðrik J. Hjartar. BREIÐHOLTSKIRKJA: | Messa kl. 11. Prestur sr. Gísli Jónasson. Nýstofnaður kór Breiðholtskirkju syngur, organisti Julian Isaacs. Barnaguðsþjónusta á sama tíma. Léttur málsverður í safnaðarsal eftir messu. BÚSTAÐAKIRKJA: | Barnamessa kl. 11. Söngur og fræðsla fyrir alla fjölskylduna. Ungmennahljómsveit spilar undir stjórn Renötu Ivan. Guðsþjónusta kl. 14. Kór Bústaðakirkju, organisti Renata Ivan. Molasopi eft- ir messu. Pálmi Matthíasson. DIGRANESKIRKJA: | Messa kl. 11. Prestur sr. Gunnar Sigurjónsson, organisti Bjarni Þ Jónatansson, kór Digraneskirkju, B-hópur. Sunnudagaskóli í kapellu á sama tíma. Léttar veitingar að messu lokinni. www.digraneskirkja.is DÓMKIRKJAN: | Messa kl. 11. Sr. Anna Sigríður Páls- dóttir prédikar. Dómkórinn syngur, organisti er Kjartan Sigurjónsson. Barnastarf á kirkjuloftinu meðan á messu stendur. Kl. 20 Æðruleysismessa. EGILSSTAÐAKIRKJA: | Sunnudagaskóli kl. 11. Messa kl. 14, organisti Torvald Gjerde. 19. nóv. Kyrrðarstund kl. 18. EYRARBAKKAKIRKJA: | Guðsþjónusta kl. 11. FELLA- OG HÓLAKIRKJA: | Fjölskylduguðsþjónusta kl. 11. Möguleikhúsið sýnir leikritið „Höll ævintýranna“. Skemmtun verður í safnaðarheimili kirkjunnar kl. 16- 18. Vinabandið spilar og danshópur Gerðubergs sýnir dansa. Aðgangseyrir 1.000 kr. Kaffiveitingar, dans og skemmtun. FÍLADELFÍA: | Brauðsbrotning kl. 11. Ræðumaður er Hafliði Kristinsson. Bible studies at 12.30 in the main hall. Everyone is welcome. Almenn samkoma. kl. 16.30. Ræðumaður er Helgi Guðnason, Gospelkór Fíladelfíu leiðir söng. Aldursskipt barnakirkja, öll börn 1-13 ára velkomin. FRÍKIRKJAN í Hafnarfirði: | Sunnudagaskóli kl. 11. Umsjón hafa Sigríður Kristín, Hera og Örn. Kvöldmessa kl. 20. Altarisganga. Kór Fríkirkjunnar leiðir sönginn undir stjórn Arnar Arnarsonar. Kaffi í safnaðarheimilinu að lokinni guðsþjónustu. FRÍKIRKJAN í Reykjavík: | Útvarpsguðsþjónusta kl. 11, athugið breyttan messutíma. Hjörtur Magni prédik- ar um stöðu kirkjunnar í nútímasamfélagi, á 108 ára afmæli safnaðarins. Tónlistina leiða Carl Möller org- anisti og Anna Sigga ásamt Kammerkór Fríkirkjunnar. Barnaguðsþjónusta kl. 14 í umsjá Ásu Bjarkar, Péturs og Nöndu. FRÍKIRKJAN KEFAS | Sunnudagaskóli kl. 11. Almenn samkoma kl. 14 þar sem Sigrún Einarsdóttir prédikar, lofgjörð, barnastarf og fyrirbænir. Að samkomu lokinni verður kaffi og samvera. FÆREYSKA Sjómannaheimilið: | Samkoma kl. 17. Jógvan Purkhus frá Klaksvik í Færeyjum predikar. Á eft- ir samkomu er kaffi og spjall. GRAFARHOLTSSÓKN | Sunnudagaskóli í Ingunn- arskóla kl. 11. Umsjón Sigurbjörg Þorgrímsdóttir, María Gunnlaugsdóttir og Anna Elísa Gunnarsdóttir. Jón Jóhannsson djákni á Sóltúni kemur í heimsókn. Messa í Þórðarsveigi 3 kl. 14. Prestur sr. Sigurjón Árni Eyjólfsson, tónlistarstjórn Þorvaldur Halldórsson. Kirkjukaffi. GRAFARVOGSKIRKJA: | Gospelmessa kl. 11. Séra Lena Rós Matthíasdóttir prédikar og þjónar fyrir altari. Kyrjukórinn frá Þorlákshöfn og félagar úr Gosp- elsystrum í Reykjavík syngja. Stjórnandi Gróa Hreins- dóttir, píanisti Aðalheiður Þorsteinsdóttir. Sunnudaga- skóli kl. 11. Umsjón Hjörtur og Rúna, undirleikari Stefán Birkisson. Sunnudagaskóli kl. 11 í Borgarholts- skóla. Prestur séra Vigfús Þór Árnason. Umsjón Gunn- ar og Dagný, undirleikari Guðlaugur Viktorsson. GRENSÁSKIRKJA: | Morgunverður kl. 10. Bænastund kl. 10.15. Barnastarf kl. 11 í umsjá Lellu, Lilju Irenu o.fl. Messa kl. 11. Altarisganga, samskot í Líknarsjóð. Messuhópur þjónar, kirkjukór Grensáskirkju leiðir söng, organisti Árni Arinbjarnarson, prestur sr. Ólafur Jóhannsson. Molasopi eftir messu. GRINDAVÍKURKIRKJA: | Kvennamessa kl. 14. Sr. Auð- ur Eir Vilhjálmsdóttir predikar og kvenfélagskonur lesa ritningarlestra ásamt því að selja kaffiveitingar eftir messu. Kirkjukórinn leiðir söng undir stjórn Friðriks V. Stefánss. organista og með honum leika á gítar Andri og Anton. GRUND, dvalar- og hjúkrunarheimili: | Guðsþjónusta kl. 14. Einsöngur Björn Björnsson, organisti Kjartan Ólafsson, séra Ólöf Ólafsdóttir prédikar og þjónar fyrir altari. Félag fyrrum þjónandi presta. HAFNARFJARÐARKIRKJA: | Guðsþjónusta kl. 11. Prestur sr. Þórhallur Heimisson, ræðuefni: Hinir hinstu tímar. A Capella-kór kirkjunnar flytur kórverk og leiðir söng, kantor Guðmundur Sigurðsson. Kirkjukaffi í safn- aðarheimilinu eftir stundina. Sunnudagaskóli fer fram á sama tíma í safnaðarheimilinu og Hvaleyrarskóla. HALLGRÍMSKIRKJA: | Fræðslumorgunn kl. 10 „Kier- kegaard og efnishyggjan“ dr. Birna Bjarnadóttir flytur erindi. Messa og barnastarf kl. 11, sr. Birgir Ásgeirs- son prédikar, fermingarbörn aðstoða, félagar úr Mót- ettukórnum leiða söng, organisti er Lára Bryndís Egg- ertsdóttir. Barnastarf er í umsjá Magneu Sverrisdóttur. HÁTEIGSKIRKJA: | Barnaguðsþjónusta og messa kl. 11. Umsjón barnag. Erla Guðrún og Páll Ágúst. Org- anisti Douglas A. Brotshie, prestur Tómas Sveinsson. Léttar veitingar eftir messu. HJALLAKIRKJA: | Messa kl. 11. Sr. Íris Kristjánsdóttir þjónar, félagar úr kór kirkjunnar syngja og leiða safn- aðarsöng, organisti Jón Ólafur Sigurðsson. Sunnu- dagaskóli kl. 13. Bæna- og kyrrðarstund á þriðjudag kl. 18 og opið hús á fimmtudag kl. 12. www.hjallakirkja.is HJALTASTAÐARKIRKJA | Gengið til kirkju frá Kóreks- stöðum kl. 11 og gengið að Hjaltastað til messu. Sókn- arpresturinn sr. Jóhanna I. Sigmarsdóttir prédikar og þjónar fyrir altari. HJÁLPRÆÐISHERINN á Akureyri: | Sunnudagsskóli kl. 11. Samkoma kl. 17. Dögg Harðardóttir talar. HJÁLPRÆÐISHERINN í Reykjavík: | Samkoma kl. 20. Umsjón: Áslaug K. Haugland. Heimilasamband fyrir konur mánudag kl. 15. Lofgjörðarsamkoma fimmtudag kl. 20. Opið hús daglega kl. 16-17.30 nema mánu- daga. Fatabúðin í Garðastræti 6 er opin virka daga kl. 13-18 og laugardaga kl. 13-16. HRÍSEYJARKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 14. HVERAGERÐISKIRKJA: | Guðsþjónusta og barnastarf kl. 11. ÍSLENSKA KRISTSKIRKJAN: | Fjölbreytt barnastarf kl. 11. Fræðsla fyrir fullorðna á sama tíma. Friðrik Schram fjallar um nýja Biblíuþýðingu. Samkoma kl. 20 með lof- gjörð og fyrirbænum. Friðrik Schram predikar. KFUM og KFUK: | Lofgjörðarvaka kl. 20. Lofgjörð, fyr- irbæn og vitnisburðir. KOTSTRANDARKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 14. KÓPAVOGSKIRKJA: | Barnastarf kl. 12.30. Umsjón Sigríður, Þorkell Helgi og Örn Ýmir. Guðsþjónusta kl. 14. Prestur sr. Auður I. Einarsdóttir, Gerðubergskórinn kemur í heimsókn og syngur undir stjórn Kára Friðriks- sonar, organisti Lenka Mátéová. Kaffi og konfekt eftir messu. Kyrrðar- og bænastund þriðjudag kl. 12.10. LANDSPÍTALI | Guðsþjónusta á Landakoti kl. 14, á stigapalli á 2. hæð. Sr. Bragi Skúlason, organisti Ing- unn Hildur Hauksdóttir. LANGHOLTSKIRKJA: | Messa og barnastarf kl. 11. Kór Kórskóla Langholtskirkju syngur, stjórnandi Bryndís Baldvinsdóttir, prestur sr Jón Helgi Þórarinsson, org- anisti Jón Stefánsson. Barnastarfið hefst í kirkjunni með Rut og Steinunni. Minningartónleikar um sr. Sig- urð Hauk eru kl. 20. Flutt verða Magnificat og Actus Tragicus. LAUGARNESKIRKJA: | Messa og sunnudagaskóli kl. 11. Sr. Hildur Eir Bolladóttir prédikar. Kór og organisti og meðhjálpari þjóna ásamt sunnudagaskólakenn- urum, fulltrúum lesarahóps og hópi fermingarbarna. Í messukaffi verður selt heimagert konfekt til styrktar unglingastarfinu Adrenalín gegn rasimsa. LÁGAFELLSKIRKJA: | Messa kl. 11, félagar úr Kirkju- kór Lágafellssóknar syngja, organisti Guðmundur Óm- ar Óskarsson, meðhjálpari Hólmfríður Jónsdóttir, prestur sr. Þórhildur Ólafs. LINDASÓKN í Kópavogi: | Guðsþjónusta og sunnu- dagaskóli í Salaskóla kl. 11. Þorvaldur Halldórsson leiðir safnaðarsönginn, sr. Bryndís Malla Elídóttir þjón- ar. NESKIRKJA: | Messa og barnastarf kl. 11. Félagar úr Háskólakórnum leiða safnaðarsöng, organisti Stein- grímur Þórhallsson, sr. Örn Bárður Jónsson prédikar og þjónar fyrir altari. Börnin byrja í kirkjunni en fara síðan í safnaðarheimilið. Söngur, brúður og sögur. Kaffi og spjall á Torginu eftir messu. NJARÐVÍKURKIRKJA (Innri-Njarðvík): | Sunnudagskóli kl. 11. Umsjón hafa Brynja Vigdís Þorsteinsdóttir, Dag- mar Kunákova og Jenný Þórkatla Magnúsdóttir. SALT, kristið samfélag | Samkoma kl. 17. „Áhugamað- ur um jólahlaðborð.“ Ræðumaður sr. Kjartan Jónsson. Lofgjörð og fyrirbæn. Barnastarf. SELFOSSKIRKJA: | Messa kl. 11. Næstsíðasti sunnu- dagur kirkjuársins. Unglingakór Selfosskirkju undir stjórn Jörgs E. Sondermanns. Vænst er þátttöku ferm- ingarbarna og foreldra þeirra. Áslaug Pálsdóttir og Hansína Kristjánsdóttir lesa ritningarlestra. Léttur há- degisverður að lokinni athöfninni. SELJAKIRKJA: | Barnaguðsþjónusta kl. 11. Söngur, biblíusaga, ný mynd. Guðsþjónusta kl. 14. Sr. Bolli Pét- ur Bollason prédikar. Kirkjukórinn leiðir söng, organisti Jón Bjarnason. Guðsþjónusta með Þorvaldi kl. 20. Sr. Ólafur Jóhann Borgþórsson prédikar, Þorvaldur Hall- dórsson sér um tónlistina. SELTJARNARNESKIRKJA: | Messa kl. 11. Félagar úr Kammerkór kirkjunnar leiða tónlistarflutning undir stjórn Friðriks Vignis Stefánssonar organista. Sunnu- dagaskólinn er á sama tíma, minnum einnig á æsku- lýðsfélagið kl. 20. Prestur er Sigurður Grétar Helgason. VEGURINN, kirkja fyrir þig | Samkoma kl. 11. Kennsla fyrir alla aldurshópa. Guðlaug Tómasdóttir kennir. Létt máltíð að samkomu lokinni. Samkoma kl. 19. Högni Valsson prédikar. Lofgjörð, fyrirbænir og samfélag í kaffisal á eftir. VÍDALÍNSKIRKJA: | Guðsþjónusta kl. 11 í umsjón djákna. Nanna Guðrún Zoëga, Jóhanna Guðrún Ólafs- dóttir og Jóhanna Kristín Guðmundsdóttir annast guðs- þjónustuna. Jóhanna Guðrún Ólafsdóttir prédikar. Jó- hann Baldvinsson organisti og félagar úr kór kirkjunnar annast tónlistina. Sunnudagaskóli á sama tíma. VÍÐISTAÐAKIRKJA í Hafnarfirði: | Sunnudagaskóli kl. 11, stund fyrir börn á öllum aldri. Guðsþjónusta kl. 13. Kór Víðistaðasóknar syngur undir stjórn Úlriks Ólason- ar. YTRI-NJARÐVÍKURKIRKJA: | Sunnudagskólinn kl. 11. Umsjón hafa Hanna Vilhjálmsdóttir og María Rut Bald- ursdóttir. Fjölskylduguðsþjónusta kl. 11. Kór kirkjunnar leiðir söng undir stjórn Gunnhildar Höllu Baldursdóttur organista. Meðhjálpari er Ástríður Helga Sigurðardóttir. Matt. 25. Orð dagsins: Tíu meyjar. Morgunblaðið/Sigurður ÆgissonHríseyjarkirkja. Kökubasar og flóa- markaður í Áskirkju Safnaðarfélag Ásprestakalls heldur sinn árlega kökubasar eftir messu og hefst hann um kl. 15. Sú ný- breytni verður að þessu sinni að samtímis verður haldinn flóamark- aður þar sem á boðstólum verða ýmsir fallegir og eigulegir munir. Kökubasarinn og flóamarkaðurinn eru hlekkir í fjáröflun safn- aðarfélagsins, en það styður og rek- ur mikilvæga þætti safnaðarstarfs- ins. Skemmtun í Fella- og Hólakirkju Skemmtun verður í safnaðarheimili Fella- og Hólakirkju kl. 16-18. Gunnar Hauksson, formaður Fella- sóknar, leiðir skemmtunina, Vina- bandið spilar, danshópur Gerðu- bergs sýnir dansa og allir fá að taka dansspor sem vilja. Kaffiveitingar. Aðgangseyrir er 1.000 kr. og ágóð- inn rennur til að kaupa nýjan magn- ara fyrir Vinabandið sem hefur skemmt mörgum í gegnum tíðina. Erindi um Kierkegaard í Hallgrímskirkju Á fræðslumorgni kl. 10 í Hallgríms- kirkju flytur dr. Birna Bjarnadóttir erindi um danska trúarheimspek- inginn Kierkegaard. Yfirskrift þess er: Dýrt metur Drottinn dauða minn – Kierkegaard og efn- ishyggjan. Birna er dósent og for- stöðumaður íslenskudeildar Ma- nitóbaháskóla í Winnipeg og fjallar um sýn danska trúarheimspekings- ins Kierkegaard á trúarhugsun samtíma síns. Rökkukórinn syngur í guðsþjónustu í Árbæjarkirkju Tónlistarguðsþjónusta verður í Ár- bæjarkirkju kl. 11. Tveir kórar syngja í guðsþjónustunni. Kirkju- kór Árbæjarkirkju, stjórnandi Krisztina Kalló Szklenár, og Rökk- urkórinn frá Skagafirði stjórnandi hans er Sveinn Sigurbjörnsson en hann leikur jafnfram á trompet í guðsþjónustunni. Valborg Kjart- ansdóttir syngur einsöng og Anna Hugvarðardóttir á fiðlu. Sr. Þór Hauksson þjónar fyrir altari og pré- dikar. Sunnudagaskólinn er á sama tíma í safnaðarheimilil kirkjunnar. Kirkjukaffi á eftir. Útvarpsguðsþjónusta Í Fríkirkjunni í Reykjavík Afmælisguðsþjónusta kl. 11, athug- ið breyttan messutíma. Hjörtur Magni Jóhannsson prédika um stöðu Fríkirkjunnar í Reykjavík í nútímasamfélagi, nú þegar söfn- uðurinn er orðinn 108 ára og al- stærsti söfnuður landsins. Tónlist- ina leiða Carl Möller organisti og Anna Sigríður Helgadóttir söng- kona ásamt Kammerkór Fríkirkj- unnar. Barnaguðsþjónusta verður í kirkjunni kl 14 í umsjá Ásu Bjarkar Ólafsdóttur, Nöndu Maríu Maack og Péturs Markan. Frænkurnar Dóra Björg Árnadóttir og Áshildur María Guðbrandsdóttir syngja. Helgisaga og leikbrúður auk sálma- og hreyfisöngsins. Konfekt gegn rasisma og fræðsla um sorg í Laugarneskirkju Í Adrenalín gegn rasisma koma saman unglingar úr 9. og 10. bekk Laugalækjarskóla ásamt jafn- öldrum sínum úr nýbúadeild Aust- urbæjarskóla með það að markmiði að efla tengsl og vináttu milli hópa af ólíku þjóðerni og menningu. Sl. tvö ár hefur starfið verið undir stjórn sr. Hildar Eirar Bolladóttur og hennar samstarfsfólks í Laug- arneskirkju. Hildur Eir mun annast messuhald kl. 11 og í messukaffinu gefast kostur á að styrkja Adr- enalínstarfið og kaupa jólakonfekt sem unnið var á síðasta fundi ung- linganna. Fræðsla um sorg og sorgar- viðbrögð verður þriðjudaginn 20. nóvember kl. 20 og hefst með sam- veru í kirkjuskipi þar sem Þorvald- ur Halldórsson og Gunnar Gunn- arsson flytja sálma og sóknarprestur segir nokkur orð. Í safnaðarheimili mun Sigrún Magn- úsdóttir greina frá lífi sínu, en hún hefur gengið í gegnum mikla sorg- arreynslu. Jafnframt mun sr. Bjarni Karlsson sóknarprestur fara yfir helstu þætti sem mæta okkur á vegi sorgarinnar. Þeim sem það kjósa er gefinn kostur á að taka þátt í sorg- arhópi sem koma mun saman þrjú næstu þriðjudagskvöld undir hand- leiðslu Sigrúnar o.fl. sjálfboðaliða. Fundi lýkur kl. 22 og er aðgangur er ókeypis. Gerðubergskórinn í Kópavogskirkju Gerðubergskórinn kemur í sína ár- legu heimsókn í Kópavogskirkju og syngur í guðsþjónustu kl. 14. Kári Friðriksson sem stjórnar kórnum sem syngur nokkur lög að predikun lokinni. Gestirnir frá Félagsstarf- inu í Gerðubergi taka virkan þátt í guðsþjónustunni, en þau Anna Magnea Jónsdóttir og Valdimar Ólafsson lesa ritningarlestra, prest- ur sr. Auður Inga Einarsdóttir. Fé- lagar úr kór Kópavogskirkju syngja og leiða almennan safn- aðarsöng. Organisti og kórstjóri Lenka Mátéová. Boðið verður upp á kaffi og konfekt í Borgum að guðs- þjónustu lokinni. Djáknamessa og kvöld- vaka í Garðaprestakalli Sunnudagaskólarnir tveir, eru í Ví- dalínskirkju og sal Álftanesskóla. Helsta nýbreytni helgarinnar er djáknaguðsþjónusta í Vídal- ínskirkju kl. 11, en hana leiða þrír djáknar, sem allir eru búsettir í Garðabæ, þær Nanna Guðrún Zoëga, Jóhanna Guðrún Ólafsdóttir og Jóhanna Kristín Guðmunds- dóttir. Í athöfninni mun Jóhanna Guðrún Ólafsdóttir flytja prédikun, en félagar úr kór Vídalínskirkju leiða sönginn undir stjórn organist- ans, Jóhanns Baldvinssonar. Kvöld- vaka verður kl. 20, í hátíðarsal Álftanesskóla. Þar skiptist á tónlist og talað mál, en setið er til borðs og notið léttra veitinga með kaffi- húsastemningu á meðan dagskráin er flutt. Að þessu sinni sér ung- lingahljómsveitin ACID um tónlist- ina ásamt Bjarti Loga Guðnasyni, organista. Sr. Hans Guðberg Al- freðsson og sr. Friðrik J. Hjartar annast stundina. Hinir hinstu tímar í Hafnarfjarðarkirkju Þema guðsþjónustu sem hefst kl. 11 í Hafnarfjarðarkirkju fjallar um hina hinstu tíma. Rætt verður um kenningu biblíunnar um heimsendi, bæði endi allra tíma og hinn per- sónulega endi sem bíður allra á dauðastundu. Prestur er sr. Þór- hallur Heimisson. A Capella kór kirkjunnar flytur kórverk og leiðir söng undir stjórn Guðmundar Sig- urðssonar. Kirkjukaffi verður í safnaðarheimilinu eftir stundina. Þar verður kynnt fræðsludagskrá kirkjunnar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.