Morgunblaðið - 17.11.2007, Page 52

Morgunblaðið - 17.11.2007, Page 52
52 LAUGARDAGUR 17. NÓVEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ Lífið á landnámsöld Sýningin er opin alla daga frá 10–17 Aðalstræti 16 101 Reykjavík www.reykjavik871.is Kalvin & Hobbes ENN EIN YNDISLEG SÓLARUPPRÁS OG EKKI SÁLU AÐ SJÁ SVO KEMUR MAÐUR HEIM MEÐ FISK FYRIR KLUKKAN NÍU. DAGURINN ER VARLA BYRJAÐUR SUNDSPRETTUR Í MORGUNSÁRIÐ OG SVO BÁTSFERÐ ÉG HEF SÉÐ HRESSARA FÓLK Í VINNUNNI ÞÚ GETUR BORÐAÐ ÞETTA SJÁLFUR ÉG VIL FÁ SJÓNVARP! Kalvin & Hobbes PABBI SJÁÐU, ÉG VEIDDI FISK JÁ, HANN ER GLÆSILEGUR. ÉG SKAL KENNA ÞÉR AÐ HREINSA HANN GERA HVAÐ? FLÁ HANN OG BEIN- HREINSA TAKK FYRIR ÞESSAR OSTASAMLOKUR. ÞÆR ERU VONANDI ALVEG BEINLAUSAR Kalvin & Hobbes MÉR SÝNIST ÉG SJÁ HVAL ÞARNA Í DJÚPINU! ÞETTA ER STEINN! SJÁÐU, ÞARNA ER RISA STÓR ÁLL! ÞETTA ER ÞANG! ÓTRÚLEGT, ÞARNA ER MASTUR AF LÖNGU SOKKNU SPÆNSKU HERSKIPI! ÞETTA ER GREIN! ÞETTA ER ÖMURLEGT! AF HVERJU ERU ENGIN BÍÓ HÉRNA! Litli Svalur © DUPUIS ANSANS... KOMDU ÞÉR ÞAÐAN NIÐUR KRAKKAORMUR! HVAÐ ERTU EIGINLEGA AÐ REYNA AÐ GERA? JA... ÉG ER AÐ LEITA AÐ SLÖKKVARANUM TIL ÞESS AÐ SLÖKKVA... SLÖKKVA! ER EKKI Í LAGI MEÐ ÞIG? ÞETTA ER HÁSPENNULÍNA! BURT MEÐ ÞIG SPELLVIRKI! ANNARS HRINGI ÉG Í FORELDRA ÞÍNA, KRAKKI... HLAUPTU BURT! FLJÓTUR! ÉG GAT ÞAÐ EKKI KENNARI. MÉR VAR BANNAÐ AÐ REYNA Í DAG: AÐ KUNNA AÐ VEIÐA dagbók|velvakandi Toppþjónusta ÞAÐ er mikið kvartað yfir ýmsu í dag en mér þætti vænt um að fá þennan stutta pistil sem fjallar um góða og lipra þjónustu birtan í Morgunblaðinu. Fyrir tæplega 4 ár- um keypti ég stafræna Canon- myndavél sem reyndist mér vel þar til um daginn að ég hugðist kveikja á henni, þá var skjárinn kolsvartur. Ég sneri mér því til þjónustuaðilans, Beco við Langholtsveg í Reykjavík. Þar var mér tjáð að myndflagan í vélinni væri biluð eða ónýt og var mér þar með hætt að litast blikuna. Umræddur hlutur er hjartað í hverri stafrænni myndavél auk þess að vera mjög dýr. Tjáði þá starfsmaðurinn mér að þeir myndu gera við þetta mér að kostn- aðarlausu. Þegar ég svo kom að sækja vélina úr viðgerð beið eftir mér ný vél þar sem ekki reyndist hægt að gera við þá gömlu. Þetta kalla ég toppþjónustu, engar vífi- lengjur, japl jaml eða fuður eða samningaviðræður um einhverjar smánarbætur eða þess háttar. Geng- ið var hreint til verks auk þess sem maður hefur ekki annað á tilfinning- unni en verið sé að ganga erinda við- skiptavinarins sem þar af leiðandi heldur tryggð við fyrirtækið og vörumerkið, í þessu tilfelli Canon. Takk fyrir, þið hjá Beco. Virðingarfyllst, Heimir Örn Gunnarsson. Sjóvarpsdagskráin ÉG ER einn þeirra eldri borgara er greiða nauðungaráskriftina af RUV. Þykir mér dagskráin þar eins og fleirum heldur þunnur þrettándi. Allar helgar eilífur bolti og bílasport. Hvers eigum við að gjalda sem lang- ar að heyra og sjá guðsþjónustur, kórsöng, dans, þætti um handavinnu og sitthvað fleira? Mætti ekki sjón- varpa messu? Ég varpa þessari fyrirspurn til þjóðkirkjunnar. Í sumar var ég viðstödd í Ráðhúsi Reykjavíkur færeyskan dans, það var hin besta skemmtun, þeim við- burði hefði mátt sjónvarpa svo fleiri nytu. Amerískir þættir, Mæðgurnar, Bráðavaktin (sem ég trúi varla að nokkur maður sleppi lifandi frá) og sitthvað fleira, svona óttalega vella, og hefur gengið of lengi. Svo loks, sé einhver athyglisverð mynd á dag- skrá þá er það svo seint að kvöldinu að komið er að svefntíma venjulegs fólks. Mér svona datt þetta í hug. Og að lokum, leikara í sjónvarpið, gefið þeim frjálsar hendur í smá- tíma. Sé það of dýrt, þá bara endur- sýnið Undir sama þaki eða Heilsu- bælið, maður getur þó alltént hlegið. Með kveðju. Eldri borgari, á naumum eftirlaunum. Svarað í síma 5691100 frá 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is HÉR sést dæmi um hversu slæmt skyggnið er á götunum um þessar mundir í rigningunni og myrkrinu. Allir bílstjórar ættu því að fara varlega. Morgunblaðið/Brynjar Gauti Slæmt skyggni í umferðinni FRÉTTIR SKÝ stendur fyrir ráðstefnu um áskoranir í starfsumhverfi hugbún- aðargeirans og nýjungar í aðferða- fræði þriðjudaginn 20. nóvember á Grand hótel Reykjavík kl. 13–16. Að þessu sinni verður farið vítt og breitt yfir þau viðfangsefni sem þeir sem stunda hugbúnaðarþróun standa frammi fyrir þessi missserin. Fjallað verður um þann skort sem er á menntuðu tölvufólki en hann er víða farinn að hafa verulega haml- andi áhrif á framþróun og rekstur upplýsingatæknimála. Reynt verður að varpa ljósi á umfang vandans og hvernig bregðast á við honum í bráð og lengd, segir í fréttatilkynningu. Nánari upplýsingar og dagskrá er að finna á vefsíðunni www.sky.is/ hugbunaoarraostefna.html Ráðstefna um hugbúnaðargeirann

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.