Morgunblaðið - 17.11.2007, Side 60
60 LAUGARDAGUR 17. NÓVEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ
WWW.SAMBIO.ISVERSLAÐU MIÐA Á NETINU Á
VIPSALURINNER BARA LÚXUS
ER STAÐSETTUR Í SAMBÍÓUNUM ÁLFABAKKA
SÝND Í ÁLFABAKKA SÝND Í ÁLFABAKKA
KVIKMYND ÁRSINS
HANDRIT ÁRSINS
LEIKSTJÓRI ÁRSINS
LEIKKONA ÁRSINS Í AÐALHLUTVERKI
LEIKARI ÁRSINS Í AÐALHLUTVERKI
MYNDATAKA OG KLIPPING
FORELDRAR, VINNINGSHAFI 6 EDDUVERÐLAUNA, HEFUR VERIÐ TEKIN AFTUR TIL
SÝNINGA, VEGNA FJÖLDA ÁSKORANA. A.T.H TAKMARKAÐUR FJÖLDI SÝNINGA.
SÝND Í KRINGLUNNI OG AKUREYRI
16., 17. og 18. nóv. eru
í SAMbíóunum Kringlunni og Akureyri
KRINGLAN STELPUDAGAR 16.NÓV
BRATZ kl. 3:40 L
NANCY DREW kl. 5:50 7
NO RESERVATIONS kl. 8 L
KRINGLAN STELPUDAGAR 17.nóv
BRATZ kl. 3:50 L
NANCY DREW kl. 3:50 7
IN THE LAND OF WOMEN kl. 5:50 12.
NO RESERVATIONS kl. 8 L
KRINGLAN STELPUDAGAR 18.nóv
BRATZ kl. 1:30 L
NANCY DREW kl. 3:40 7
IN THE LAND OF WOMEN kl. 5:50 12
NO RESERVATIONS kl. 8 L
AKUREYRI STELPUDAGAR 17-18.nóv
BRATZ kl. 4 L
NANCY DREW kl. 6 7
tilboð kr. 350
TILBOÐ KR. 350
SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI, AKUREYRI OG SELFOSSI
SÝND Í ÁLFABAKKA
"RIDLEY SCOTT LEIKSTÝRIR RUSSELL
CROWE OG DENZEL WASHINGTON Í
BESTU MYND ÞESSA ÁRS!"
Ó.E.
HVERNIG TÓKST EINUM
BLÖKKUMANNI AÐ
VERÐA VALDAMEIRI EN
ÍTALSKA MAFÍAN?
eeee
,,Virkilega vönduð glæpamynd í
anda þeirra sígildu.”
- LIB, TOPP5.IS
SPARBÍÓ 450kr á allar sýningar merktar með app
AMERICAN GANGSTER kl. 5D - 8D - 11:10D B.i.16.ára DIGITAL
AMERICAN GANGSTER kl. 5 - 8 - 11:10 LÚXUS VIP
JESSE JAMES kl. 5 - 8 - 11:10 B.i.16.ára
JESSE JAMES kl. 1:30 LÚXUS VIP
30 DAYS OF NIGHT kl. 8 - 10:30 B.i.16.ára
MICHAEL CLAYTON kl. 5:30 - 8 - 10:30 B.i.7.ára
TRANSFORMERS kl. 1 - 5 B.i.10.ára
THE INVASION kl. 8 B.i.16.ára
ÍÞRÓTTAHETJAN m/ísl. tali kl. 1 - 3 LEYFÐ
THE BRAVE ONE SÍÐUSTU SÝN. kl. 10:30 B.i.16.ára
STARDUST kl. 12:30 - 3 - 5:30 B.i.10.ára
ASTRÓPÍA SÍÐUSTU SÝN. kl. 1 - 3 LEYFÐ
RATATOUILLE m/ísl. tali kl. 12:30 - 3 LEYFÐ
/ ÁLFABAKKA
A.T.H. BYGGÐ Á SÖNNUM ATBURÐUM.
Eftir Jóhann Bjarna Kolbeinsson
jbk@mbl.is
„ÉG bý í Vesturbænum, og Steingrímur organisti
í Neskirkju hringdi í mig og spurði mig hvort ég
vildi ekki halda tónleika í kirkjunni. Mér fannst
það skemmtileg hugmynd, enda bý ég rétt hjá og
geng daglega framhjá þessu húsi,“ segir Jón
Ólafsson sem mun halda tónleika ásamt Stefáni
Hilmarssyni í Neskirkju á morgun. Tónleikarnir
eru hluti af tónleikaröðinni Tónað inn í aðventu
sem Steingrímur Þórhallsson hefur veg og vanda
af, en þetta munu vera fyrstu eiginlegu popp-
tónleikarnir í röðinni.
Þá gerist það ekki á hverjum degi að þeir Jón
og Stefán leiða saman hesta sína. „Ég hef mikið
spilað einn míns liðs á þessu ári, og datt því í hug
að það væri sniðugt að gera eitthvað annað en að
vera einn að spila mín lög. Ég ræddi við Steingrím
og okkur fannst áhugavert að prófa Stebba Hilm-
ars í þessu samhengi, bara með einu píanói í
kirkju,“ segir Jón og bætir því við að tónlistin á
tónleikunum muni koma úr ýmsum áttum. „Ég
tek einhvern hluta af tónleikunum einn og svo
kemur Stebbi og þá spilum við eitthvað af hans
efni. Hann hefur líka verið að syngja lög eftir
aðra, til dæmis Gumma Jóns og Eyfa, og svo tók
hann meira að segja „Líf“ eftir mig á sínum tíma,
þannig að það er ekki ólíklegt að við tökum það.“
Valsari og Þróttari
Þetta mun hins vegar ekki vera í fyrsta skipti
sem þeir Jón og Stefán koma fram saman því eins
og margir eflaust vita var Jón í Sálinni hans Jóns
míns á fyrstu starfsárum sveitarinnar. „Svo vor-
um við líka saman í Superstar í Borgarleikhúsinu,
auk þess að hafa spilað saman í hinum ýmsu
einkasamkvæmum. En við höfum aldrei spilað á
svona tónleikum saman,“ segir Jón. „Svo erum við
náttúrlega báðir rauð-hvítir, hann er Valsari og ég
er Þróttari,“ segir hann og hlær.
En mega menn búast við trúarlegri stemningu í
kirkjunni á morgun? „Ég hef enga trú á því, langt
í frá. Við munum ekki setja okkur í neinar stell-
ingar - og ég vona að tónleikagestir geri það ekki
heldur.“
Popparar í húsi Guðs
Jón Ólafsson og Stefán
Hilmarsson halda tónleika
í Neskirkju á morgun
Morgunblaðið/Brynjar Gauti
Þróttarinn og Valsarinn Það er ekki á hverjum degi sem Jón Ólafs og Stebbi Hilmars spila saman.
Tónleikarnir í Neskirkju hefjast kl. 17 á morgun,
sunnudag. Miðasala fer fram við innganginn og
miðaverð er 1.000 kr.
ÞÓTT hún eigi enn
fjögur ár í þrítugs-
aldurinn hefur Na-
talie Portman nú
þegar verið ráðin
til þess að leikstýra
sinni fyrstu mynd.
Sú heitir Saga um
ástir og drunga (A
Tale of Love and
Darkness). Mynd-
in byggir á endur-
minningum Amos
Oz sem ólst upp í
Jerúsalem á
fimmta og sjötta áratug síðustu ald-
ar – en uppvaxtarsaga Oz er þó ekki
síður notuð til þess að segja frá því
hvernig Ísrael nútímans varð til.
Sú saga er jafnvel enn umdeildari
í dag heldur en hún var þá og því er
ljóst að Portman velur sér ekki auð-
velt verkefni til þess að hefja leik-
stjóraferilinn á, en leikkonan fædd-
ist í Jerúsalem árið 1981 þótt hún
hafi búið lengstum í Bandaríkjunum.
Hún hefur þó fengið ágætisskólun
hjá leikstjórum á borð við Milos For-
man, Tim Burton, Michael Mann,
Zach Braff, Wes Anderson, Luc
Besson, Wong Kar Wai og Ted
Demme, sem allir hafa leikstýrt
henni síðan hún hóf leikferilinn
þrettán ára gömul.
Natalie
leikstýrir
Portman Kemur
sér fyrir bak við
myndavélina.