Morgunblaðið - 17.11.2007, Page 64
LAUGARDAGUR 17. NÓVEMBER 321. DAGUR ÁRSINS 2007
»MEST LESIÐ Á mbl.is
»VEÐUR mbl.is
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
Í LAUSASÖLU 200 ÁSKRIFT 2800 HELGARÁSKRIFT 1700 PDF Á MBL.IS 1700
SPARIÐ MEIRA EN HELMING MEÐ ÁSKRIFT
Morgunblaðið bíður
eftir þér þegar þú
vaknar á morgnana
ÞETTA HELST»
Véfengir hlutleysi
Héraðsdómur Reykjavíkur vé-
fengir hlutleysi umsagnar starfs-
manna LSH sem gáfu álit á grein-
ingu á bráðakransæðastíflu manns
sem höfðað hefur mál á hendur spít-
alanum. Lögmaður mannsins segir
þetta í eðlilegu framhaldi af niður-
stöðu Mannréttindadómstóls Evr-
ópu frá því fyrr í sumar. » Forsíða
Hafna samruna
Eigendafundur Orkuveitu
Reykjavíkur samþykkti samhljóða í
gærkvöldi að staðfesta fyrri ákvarð-
anir borgarráðs Reykjavíkur og
stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur
(OR) frá byrjun þessa mánaðar um
að hafna samruna Reykjavik
Energy Invest (REI) við Geysi
Green Energy (GGE). » 2
Fimm drukknir á dag
Lögreglan stöðvaði í október að
meðaltali fimm ölvaða ökumenn á
dag. » 4
SKOÐANIR»
Staksteinar: Af REI-fylltum bak-
herbergjum
Forystugrein: Samstaða um húsleit
Auga fyrir auga
UMRÆÐAN»
Vífilsstaðavatn friðland í þéttbýli
Undarleg sýn á mannréttindamál
Breytingar á íslenskri barnalöggjöf
Öflug andmæli bera árangur
Lesbók: Þjóðskáld verður til
Mozart íslenskrar ljóðagerðar
Hin hræðilega drengjaveröld
Börn: Prúi er sniðugur leikur
LESBÓK | BÖRN»
4 4$
4$
4%%
% 4%%$
4 5 ! 6' / ,
7 & &( !/
4 4 4 % 4%%%%
4$
. 8*2 ' 4
4 4 %4%
4%% 9:;;<=>
'?@=;>A7'BCA9
8<A<9<9:;;<=>
9DA'88=EA<
A:='88=EA<
'FA'88=EA<
'3>''AG=<A8>
H<B<A'8?H@A
'9=
@3=<
7@A7>'3,'>?<;<
Heitast 2 °C | Kaldast 6 °C
Norðvestan 13-18
m/s, en 18-23 við norð-
austurströndina. Snjó-
koma eða éljagangur
norðan og austan til. » 10
Þeir Ethan Hawke
og Mark Ruffalo
gráta karlmann-
legum tárum á
skuggastrætum
Boston. » 59
KVIKMYNDIR»
Alvöru karl-
menn gráta
BÓKMENNTIR»
Öll trixin og borgarstjór-
inn. » 61
Louis Armstrong
var mikill tónlistar-
maður með fallega
rithönd. Tónleikar
með honum voru
mikil upplifun. » 58-9
AF LISTUM»
Louis hinn
rámi
KVIKMYNDIR»
Natalie Portman sest í
leikstjórastólinn. » 60
KVIKMYNDIR»
Kate Bush syngur lagið
um Lyru. » 63
reykjavíkreykjavík
VEÐUR»
1. Klessukeyrði nýja Airbus-þotu
2. Týndi tveimur Eddum
3. Eiður: Tengist ekki þjálfaranum
4. Angelina Jolie gekk af göflunum
GÓÐUR kall með
hlýtt hjarta og
falleg nagla-
bönd,“ sagði sex-
tán ára stúlka
þegar hún var
spurð hvernig
náungi Jónas
Hallgrímsson
hefði verið.
Spurningin
var liður í óform-
legri könnun sem Lesbók Morgun-
blaðsins gerði á þekkingu mennta-
skólanema á Jónasi. Annar
nemandi sagði að skáldið hefði ver-
ið „nettur gæi“ en meðal annarra
umsagna voru að hann hefði verið
rólega týpan, menntamaður mikill,
stjórnmálamaður, bóndi, eigin-
maður, fátækur, sérvitur og
húmoristi.
Í könnuninni svöruðu 99 af 172
nemendum því rétt hvenær Jónas
hefði verið uppi. Aðeins 52 nem-
endur gátu nefnt ljóð eftir skáldið
eða rúm 30% en í svipaðri könnun
árið 1992 var hlutfallið rúm 58%.
Nánast allir nemendurnir voru
sammála um að Jónas hefði verið
gott skáld og einn kallaði hann
Mozart íslenskrar ljóðagerðar.
„Nettur
gæi“
Lesbók
Jónas
Hallgrímsson
KARLMAÐUR á áttræðisaldri beið
bana í bílslysi á Suðurlandsvegi í
gær þegar vörubifreið skall á jeppa
hans. Maðurinn var einn í jeppa sín-
um og var fluttur á Landspítalann.
Var hann úrskurðaður látinn eftir
komu þangað að sögn læknis á slysa-
deild. Ekki er unnt að birta nafn
hans að svo stöddu.
Slysið varð klukkan 18 á Suður-
landsvegi við Rauðhóla og telur lög-
reglan á höfuðborgarsvæðinu að til-
drög slyssins hafi verið þau að
maðurinn hafi verið að taka U-
beygju á veginum en lent í vegi fyrir
aðvífandi flutningabílnum. Ökumað-
ur flutningabílsins slasaðist ekki en
bíll hans var óökufær eftir árekst-
urinn.
Slysavettvangi var lokað í tvær og
hálfa klukkustund á meðan lögregla
og sjúkralið sinntu störfum sínum og
reyndist það töluvert verk fyrir lög-
reglu að stýra umferðarþunga
framhjá vettvangi um nálæga mal-
arvegi, við Geitháls og inn í Heið-
mörk. Lögregla segir að flestir öku-
menn hafi sýnt vettvangsstörfum
lögreglu og sjúkraliðs skilning. Þó
reyndi einn ökumaður að ryðjast í
gegnum vettvanginn á bíl sínum og
óhlýðnaðist lögreglumönnum um að
stöðva en náðist og var kærður.
Morgunblaðið/Júlíus
Banaslys Slysið sem varð á Suðurlandsvegi í gær er þrettánda banaslysið í umferðinni á þessu ári.
Karlmaður fórst í
árekstri við flutningabíl
ÞAÐ er mikið stuð á íslensku sund-
fólki þessa dagana og í gær setti það
fjögur Íslandsmet og átta unglinga-
met á öðrum degi Meistaramóts Ís-
lands í 25 metra laug í Laugardaln-
um. Erla Dögg Haraldsdóttir úr
Reykjanesbæ reið á vaðið í gær og
setti met í 100 metra fjórsundi og
Örn Arnarson úr Hafnarfirði bætti
enn eitt metið þegar hann sigraði í
100 metra skriðsundi. | Íþróttir
Metaregn í
Laugardal
Morgunblaðið/Brynjar Gauti
Sund Met féllu á mótinu í gær.
„FYRST þegar ég kom fannst mér ís-
lenskan mjög erfið, en svo gekk bara
vel,“ segir Uros Rudinac. Hann er frá
Serbíu en hefur búið á Íslandi í fjögur
ár og talar íslensku afburða vel. Uros,
sem er í 8. bekk Fellaskóla er í hópi
hátt í hundrað barna á öllum stigum
grunnskóla sem voru heiðruð í Borg-
arleikhúsinu í gær fyrir margvísleg
afrek tengd íslenskri tungu.
Þá afhenti menntaráð Reykjavík-
urborgar í fyrsta sinn íslensku-
verðlaun sem eiga að verða fastur lið-
ur á Degi íslenskrar tungu í
framtíðinni. Vigdís Finnbogadóttir,
sem er verndari verðlaunanna, flutti
ávarp við upphaf athafnarinnar.
Meðal afreka verðlaunahafanna
má nefna framfarir í íslensku sem
öðru tungumáli, ljóðagerð, skapandi
skrif, upplestur, lesskilning og margt
fleira. | Miðopna
Morgunblaðið/Ómar
Verðlaun Jolina Camille Cagatin, sem er frá Filippseyjum og hefur búið
hér á landi í 2 ár, hlaut verðlaun fyrir framfarir í íslensku sem öðru máli.
100 börn
heiðruð