Morgunblaðið - 22.11.2007, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 22.11.2007, Blaðsíða 4
4 FIMMTUDAGUR 22. NÓVEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR FRÉTTASKÝRING Eftir Rúnar Pálmason runarp@mbl.is ÞÓTT matsfyrirtækið Standard & Poor’s hafi ekki breytt lánshæfismati íslenska ríkisins, heldur eingöngu breytt horfum úr stöðugum í nei- kvæðar, eru þetta slæm tíðindi fyrir ríkissjóð. „Þegar mati á horfum hefur verið breytt eru, ef ég man rétt, um helmingslíkur á að innan 18 mánaða verði lánshæfismatinu breytt í takt við þær breytingar sem voru gerðar á horfunum,“ sagði Sturla Pálsson, framkvæmdastjóra alþjóða- og markaðsviðs Seðlabankans í samtali við Morgunblaðinu. Það þýðir með öðrum orðum að helmingslíkur eru á að Standard & Poor’s breyti lánshæf- ismati ríkissjóðs til hins verra innan 18 mánaða. Fari svo að lánshæfismatið verði lækkað yrðu afleiðingarnar þær ís- lenska ríkið fengi verri lánskjör á er- lendum og innlendum lánamarkaði. Um leið lækkar lánshæfismat ís- lenskra ríkisfyrirtækja, s.s. Lands- virkjunar og Íbúðalánasjóðs en hvort um sig eru stórir lántakendur. Þá má heldur ekki gleyma að líta má svo á að í greiningu Standard og Poor’s felist áfellisdómur yfir ís- lenskri hagstjórn. Svipuð vinnubrögð Þrjú fyrirtæki meta lánshæfi ís- lenska ríkisins með reglulegum hætti. Þær einkunnir sem ríkið fær skipta verulegu máli og því er eðlilegt að spurt sé hvaða upplýsingar þau miða við þegar þau gera lánshæfis- mat. Seðlabanki Íslands sér um dagleg samskipti við matsfyrirtæki fyrir Ís- lands hönd er einskonar umboðsmað- ur ríkissjóðs í þessu tillit. Að sögn Sturlu Pálssonar, fram- kvæmdastjóra alþjóða- og markaðs- sviðs Seðlabankans, eru vinnubrögð fyrirtækjanna svipuð. „Við erum í stöðugu sambandi við þau og látum þeim í té öll gögn sem við teljum að skipti máli við að meta lánshæfi rík- issjóðs. Þau fá meðal annars allar upplýsingar um þjóðhagsreikninga, verðvísitölur og milliríkjaviðskipti. Þeim er haldið upplýstum um allt sem Seðlabankinn gerir og matsfyr- irtækin fylgjast vel með útgáfu Pen- ingamála [ársfjórðungsriti Seðla- bankans,“ sagði Sturla. Seðlabankinn sæi til þess að matsfyrirtækin byggju ávallt yfir nýjustu upplýsingum sem til væru um íslensk efnahagsmál. Þetta láta fyrirtækin sér ekki nægja og einu sinni á ári koma fulltrúar fyrirtækjanna, ýmist tveir eða þrír saman, til landsins til að gera sínar eigin úttektir. Í slíkum heim- sóknum ræða þeir við starfsmenn Seðlabankans, fara í viðskiptabank- ana, opinberar stofnanir, ráðuneyti, fyrirtæki og í háskóla og ræða m.a. við hagfræðinga og stjórnmálafræð- inga, svo þeir helstu séu nefndir. Starfsmenn Seðlabankans hitta þar að auki matsmenn fyrirtækjanna reglulega á fundum erlendis og einn- ig eru haldnir símafundir, komi eitt- hvað sérstakt upp á. „Heimsóknirnar eru yfirleitt mjög reglubundnar en undantekningar eiga sér þó stað. Stundum falla þær niður ef starfs- menn matsfyrirtækjanna telja að ekkert nýtt sé í spilunum sem kalli á slíka heimsókn. Einnig geta þeir komið oftar, telji þeir ástæðu til þess,“ sagði Sturla. Heimsóknirnar taka oft tvo til þrjá daga en á þeim tíma ná starfsmenn matsfyrirtækjanna að hitta töluvert marga. Að sögn Sturlu er aldrei gefið upp hvort starfsmenn matsfyrir- tækja séu á leiðinni eða séu nýfarnir, enda geti það valdið óróa á mörkuð- um. Matsfyrirtækin gefa árlega út matsskýrslur, líkt og Standard & Po- or’s gerði í fyrradag, og birta álit oft- ar, telji þau þörf á því. Allur gangur er á því hversu oft breytingar eru gerðar á lánshæfi eða horfum og þær eru ekkert frekar gerðar eftir heim- sókn til landsins en á öðrum tímum, að sögn Sturlu. Kostnaðurinn við þessa vinnu fyr- irtækjanna er greiddur af ríkissjóði samkvæmt samningum við þau. Að- spurður sagði Sturla að hann gæti ekki greint frá því hver kostnaðurinn væri nákvæmlega, einungis að hann hlypi á tugum þúsunda Bandaríkja- dala. En hvers vegna þarf ríkissjóður yf- ir höfuð á lánshæfiseinkunn að halda? „Hún nýtist ríkissjóði til að afla sér lánsfjár. Þannig er að mjög margir stórir fjárfestar úti í heima mega ekki kaupa skuldabréf nema þau hafi lánshæfismat frá matsfyrirtækjum. Þetta er í rauninni grundvallarþáttur til að ríkissjóður geti yfir höfuð gefið út skuldabréf á alþjóðamarkaði,“ sagði Sturla. Helmingslíkur eru á að einkunnin fylgi í kjölfarið Í HNOTSKURN » Lánshæfi ríkissjóðs segirtil um hversu miklar líkur eru á að ríkissjóður standi við skuldbindingar sínar. » Þar að auki setur lánshæf-iseinkunn ríkissjóðs eins konar þak á lánshæfi annarra lántakenda hér á landi, þ.m.t. bankanna. » Þrjú matsfyrirtæki metalánshæfi íslenska ríkisins reglulega; Standard & Poor’s, Moodys og Fitch Ratings. KAI Stukenbrock, aðalhöfundur lánshæfismats Standard & Poor’s (S&P) fyrir íslenska ríkið, hafnar gagnrýni forsætisráðherra og fjár- málaráðherra á vinnubrögð og for- sendur matsins sem komu fram í Morgunblaðinu í gær. Í viðtali við Morgunblaðið sagði Stukenbrock m.a. að þótt vaxta- stefna Seðlabankans hefði leitt til einhverrar hækkunar á lánum á húsnæðismarkaði, væri hækkunin ekki mikil og benti sérstaklega á að íbúðalánasjóður hefði hækkað vexti sína minna en bankarnir. Það væri mat margra, þ.m.t. S&P að þessi hækkun væri ekki nægjanleg. Ef litið væri til lengri tíma, t.d. til 2004, væri þar að auki ljóst að hús- næðismarkaðurinn hefði ekki verið í tengslum við vaxtastefnu Seðla- bankans. Ástæðan væri m.a. breyt- ingar á Íbúðalánasjóði og sam- keppni af hálfu bankanna. Þessi atriði hefðu síðan unnið gegn markmiðum Seðlabankans. Bjuggust við aðhaldi Um þá gagnrýni fjármálaráð- herra að það skipti engu máli hvort ríkið skæri framkvæmdir ríkisins niður í 1% af landsframleiðslu eða 2% af landframleiðslu, matsfyr- irtækið kæmi alltaf með sömu at- hugasemdirnar, sagði Stocken- brock að það væri rétt að staðan væri að ýmsu leyti svipuð og búist hefði verið við og athugasemdir fyrirtækisins þar af leiðandi sam- bærileg. Á hinn bóginn yrði að líta til þess að þótt ríkissjóður hefði að ákveðnu marki dregið úr fram- kvæmdum hefðu sveitarfélögin aukið mjög framkvæmdir sína á ár- unum 2006. Á árunum 2006 og 2007 hefði ríkið lækkað skatta og allt hefði þetta kynt undir þenslunni. „Á þessu tímabili bjuggumst við við að opinberi geirinn myndi draga úr útgjöldum. Nú sjáum við að sam- anlögð útgjöld hins opinbera jukust árið 2006,“ sagði hann. Hann ítrekaði að ástæðan fyrir þeirri breytingu sem S&P gerði á horfum á lánshæfismati Íslands væri sú þróun sem orðið hefði á Ís- landi og að engin tengsl væru milli breytingarinnar og þróunar á al- þjóðlegum fjármálamörkuðum. S&P hafnar gagnrýni INGÓLFUR Bender, forstöðumað- ur greiningardeildar Glitnis, sagði að þótt hann gæti hugsanlega gert athugasemdir við tiltekna þætti í matsskýrslu Standard & Poor’s (S&P) væri hann sammála megin- niðurstöðu matsfyrirtækisins um stöðu efnahagsmála. „Ég ætla ekki að deila við S&P um að hér sé ójafnvægi, það er aug- ljóst,“ sagði Ingólfur. „Ég kæri mig ekki um að vera í einhverjum hár- togunum um hvort þeir byggi á ná- kvæmlega réttum tölum, ég held að það skipti ekki öllu máli, sagði hann. Stjórnvöld ættu að vita upp á sig sökina. Sú gagnrýni á þau sem kæmi fram hjá S&P væri algjörlega réttmæt, þ.m.t. um að Íbúðalána- sjóður hefði haldið niðri vöxtum hér á landi. Í Morgunkorni Glitnis í gær var bent á að viðvörun S&P til íslenskra stjórnvalda frá því í fyrradag væri ekki sú fyrsta. Í júní 2006 hefði S&P breytt horfum sínum fyrir lánshæf- iseinkunnir ríkissjóðs í neikvæðar úr stöðugum. Sex mánuðum seinna, í desember 2006, hefði S&P loks lækkað lánshæfiseinkunnirnar. Sammála niðurstöðunni „EINA forvörnin sem dugir felst í okkur sjálfum,“ var kjarni boðskapar Ólafs Ragnars Grímssonar forseta Ís- lands á forvarnardaginn. Ólafur Ragnar, sem er frumkvöðull dagsins, heim- sótti í gær Garðaskóla í Garðabæ og ræddi þar við nem- endur 9. bekkjar, en dagskrá forvarnardagsins náði til allra 9. bekkinga landsins. Ólafur Ragnar lagði áherslu á að allir dagar yrðu forvarnardagar ef heilræðum forvarnardagsins yrði fylgt því þau væru mjög einföld, en byggðust jafnframt á vísindalegum rannsóknum. Hann sagði ennfremur að með heilræðunum yrði hversdagsleikinn að öflugri for- vörn í baráttunni gegn fíkniefnum og að samkvæmt rannsóknum frá forvarnardeginum í fyrra væri ljóst að samvera unglinga við foreldra sína skipti þá miklu máli. Heilræði forvarnardagsins eru þrjú: Að fjölskyldur verji meiri tíma saman, að unglingar taki þátt í skipu- lögðu íþrótta- og æskulýðsstarfi og að þeir fresti áfeng- isneyslu eins lengi og auðið er. Morgunblaðið/Golli Allir dagar verða forvarnardagar HÉRAÐSDÓMUR Norðurlands vestra hefur dæmt rúmlega tvítugan mann í 9 mánaða fangelsi fyrir brot gegn valdstjórninni. Játaði ákærði að hafa hótað þremur lögreglumönn- um lífláti, þar af slegið einn þeirra og reynt að slá annan. Brotin framdi maðurinn þegar lögreglumennirnir voru að hafa afskipti af honum frá árslokum 2006 fram til sumars 2007. Ákærði á að baki nokkurn saka- feril. Árið 1998 var hann dæmdur fyrir ölvun við akstur og í janúar 2000 fékk hann sekt vegna umferð- arlagabrots. Í nóvember 2004 var hann dæmdur í fjögurra mánaða fangelsi fyrir líkamsárás en dómur- inn var skilorðsbundinn til þriggja ára. Í apríl 2005 var ákærði dæmdur í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir líkamsárás. Sá dómur var hegningarauki við dóminn frá því í nóvember 2004. Var hann að rjúfa skilorð í fyrsta sinn en ekki öðru sinni eins og ætla mátti af sakaskrá hans en honum hafði ekki verið birtur dómurinn frá 2004 þegar málið frá 2005 var dóm- tekið. Var tekið tillit til þessa og játningar hans og fékk hann skil- orðsbundið fangelsi. Hótaði lögreglu- þjónum Hlaut 9 mánaða fang- elsi fyrir brot sín BÚAST má við að skjálftahrinan sem hófst við Selfoss í fyrrakvöld haldi áfram næstu daga, þótt talið sé að hún sé í rénun. Skjálftarnir eiga upptök sín um 2,4 kílómetra frá Selfossi og því hafa íbúar því fundið vel fyrir þeim þótt mesti skjálftinn hafi aðeins mælst 3,5 að styrkleika. Síðasti skjálftinn sem menn fundu fyrir í bænum mældist um 2,5 um klukkan níu í gærmorg- un. Lögreglan á Selfossi sagði í gær- kvöldi að engar tilkynningar hefðu borist henni vegna skemmda eða meiðsla á fólki. Fólki hafi hins veg- ar brugðið sumu hverju en ekki var þörf á lögregluaðgerðum. Jarðskjálfta- hrinan í rénun HÉRAÐSDÓMUR Norðurlands vestra hefur dæmt rúmlega tvítug- an karlmann í mánaðar fangelsi fyrir að brjótast inn í skíðaskála í Skarðsdal í Siglufirði og stela það- an 8 talstöðvum, vefmyndavél, há- tölurum og ýmsum öðrum munum. Tveir unglingspiltar tóku þátt í inn- brotinu en þeim var ekki gerð sér- stök refsing þótt þeir væru settir á tveggja ára skilorð. Ákærðu voru sameiginlega dæmdir til að greiða Skíðafélagi Siglufjarðar tæpar 29 þúsund krón- ur í bætur. Málið dæmdi Halldór Halldórsson dómstjóri. Sakfelldir fyrir þjófnað
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.