Morgunblaðið - 22.11.2007, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 22.11.2007, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. NÓVEMBER 2007 31 ELDRI borgarar hafa ekki orðið varir við neina stefnubreyt- ingu hjá stjórnvöldum í kjaramálum þeirra við tilkomu nýrrar rík- isstjórnar eftir alþing- iskosningar sl. vor. Stefnan í kjaramálum aldraðra virðist alveg sú sama og hún var á meðan Framsókn fór með heil- brigðis- og tryggingaráðuneytið. Þetta eru gífurleg vonbrigði fyrir kjósendur og sérstaklega fyrir eldri borgara. Í fjárlagafrumvarpinu fyr- ir árið 2008 er ekki ein króna til þess að efna kosningaloforðin við aldraða frá því sl. vor. Þar er aðeins að finna framlög til þess að efna „samkomulagið“ milli fyrri rík- isstjórnar og Landssambands eldri borgara. Mér finnst það nokkuð gróft hjá ríkisstjórninni að hundsa svo algerlega eldri borgara að ekki skuli ein einasta króna í frumvarp- inu til þess að efna öll kosningalof- orðin sem eldri borgurum voru gef- in fyrir síðustu kosningar. Hækka verður lífeyrinn strax Ef ríkisstjórnin ætlar að reka af sér slyðruorðið verður hún að bæta kjör aldraðra strax en ekki síðar. Það þarf að hækka lífeyri eldri borgara strax um 30-40 þúsund á mánuði, sem fyrsta áfanga í leið- réttingu á kjörum aldraðra. Lífeyrir aldraðra einstaklinga er í dag 126 þúsund á mánuði fyrir skatta, eða 113 þúsund eftir skatta. Ef þessi líf- eyrir er hækkaður um 30 þúsund fer hann í 156 þúsund á mánuði fyr- ir skatta en ella í 166 þúsund fyrir skatta, ef hækkunin væri 40 þúsund á mánuði. Eftir sem áður væri þetta mjög lágur lífeyrir. Þetta verður ekki mannsæmandi fyrr en lífeyr- irinn fer í 210 þúsund á mánuði fyr- ir skatta eða sem svarar meðaltals neysluútgjöldum einstaklinga á mánuði. Allar staðreyndir liggja fyrir Það hafa verið skipaðar nefndir til þess að fjalla um þessi mál en það var engin þörf á því. Allar staðreyndir liggja fyrir. Það er búið að athuga þessi mál fram og aftur á undanförnum misserum. Það er algengt í stjórn- sýslunni í dag að skipa nefndir um alla mögulega hluti og eins þó engin þörf sé á því. Stundum er þetta gert til þess að tefja málin. En stundum er það gert af gömlum vana. Einn ráðherra á fyrri árum lét verkin tala og fór ekki þá leið að setja öll mál í nefnd. Það var Ing- ólfur Jónsson frá Hellu. Hann framkvæmdi hlutina strax. Ég vildi sjá fleiri ráðherra vinna þannig. Og þannig ætti Jóhanna Sigurðardóttir að vinna. Hún hefur flutt tillögur hvað eftir annað á Alþingi um bætt kjör aldraðra og látið framkvæma marg- víslegar athuganir í tengslum við þær. Hún þarf því ekki að láta athuga málin nánar. Hún þarf að fram- kvæma. Ég legg til að Jó- hanna og Guðlaugur Þór heilbrigð- isráðherra komi sér saman um fyrstu að- gerðir til leiðréttingar á kjörum aldraðra: 40 þúsund króna hækkun á lífeyri aldraðra einstaklinga strax. Sýnið, að það sé unnt að leiðrétta kjör aldraðra með sama hraða og lífeyri ráðherra og þingmanna. Ríkisstjórnin hefur ekkert gert í kjaramálum aldraðra Björgvin Guð- mundsson skrifar um kjör aldraðra »Eldri borgarar hafaekki orðið varir við neina stefnubreytingu hjá stjórnvöldum við til- komu nýrrar ríkis- stjórnar eftir alþing- iskosningar sl. vor. Björgvin Guðmundsson Höfundur er viðskiptafræðingur. Fréttir í tölvu pósti Traust fyrirtæki óskar eftir 1.000-1.500 fm húsi til kaups eða leigu. Um 600-800 fm verða nýttir fyrir lager en hinn hlutinn fyrir skrifstofur og þjónustustarfsemi. Góð lóð er nauðsynleg. Allar nánari upplýsingar veita Hákon Jónsson og Sverrir Kristinsson lögg. fasteignasalar. Sverrir Kristinsson, löggiltur fasteignasali. M bl 9 38 85 7 Atvinnuhúsnæði með góðri lóð óskast
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.