Morgunblaðið - 22.11.2007, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 22.11.2007, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. NÓVEMBER 2007 43 FRÉTTIR HAGKAUP hafa hlotið vottun frá Vottunarstofunni Túni hvað varðar sölu og vinnslu á grænmetisafurðum samkvæmt alþjóðlegum reglum um með- ferð lífrænna vara. Vottunin nær til pasta- og tómatafurða og bera þær tegundir framvegis vottunarmerki Túns. Í fréttatilkynningu segir að með þessu hljóta Hagkaup vottun Túns á því að öll hráefni vottaðra vörutegunda séu ræktuð með lífrænum aðferðum í sátt við náttúruna án notkunar eiturefna, tilbúins áburðar eða erfða- breyttra lífvera. Ennfremur er staðfest að við vinnslu varanna er nákvæm- lega farið eftir alþjóðlegum stöðlum um meðferð hráefnis í úrvinnslu, pökkun og merkingu. Afhending Gunnar Á. Gunnarsson frá Tún vottunarstofu afhendir Gunnari Inga Sigurðssyni viðurkenningarskjal í tilefni vottunarinnar. Hagkaup fá lífræna vottun Kynjatengsl og mannréttindi GUÐBJÖRG Lilja Hjartardóttir, doktorsnemi í kynjafræði og stundakennari við félagsvís- indadeild Háskóla Íslands, heldur erindi á vegum Rannsóknastofu í kvenna- og kynjafræðum í dag, fimmtudaginn 22. nóvember, kl. 12 í fundarsal Norræna hússins. Í fyrirlestrinum verða alþjóða- samskipti skoðuð út frá sjón- armiðum kyns og mannréttinda. Jafnræði með kynjunum hefur ver- ið afar takmarkað þegar kemur að stefnumótun og ákvarðanatöku í utanríkismálum og í fræðum al- þjóðastjórnmála og mannréttinda, segir í fréttatilkynningu. Við- skiptatengsl Íslands og Kína verða skoðuð sem dæmi um samskipti þar sem reynir á umrædda þætti. Ráðstefna um kynbundinn launamun JAFNRÉTTISSTOFA í samstarfi við Ár jafnra tækifæra og félagsmála- ráðuneytið efnir til ráðstefnunnar Kynbundinn launamunur – Aðferðir til úrbóta föstudaginn 23. nóvember kl. 13-16 í Sunnusal Hótels Sögu. Kynntar verða niðurstöður rann- sóknar á kynbundnum launamun sem unnin var upp úr gögnum Hag- stofu Íslands um atvinnutekjur þjóð- arinnar. Í rannsókninni voru skoðaðar at- vinnutekjur og heildartekjur kynjanna, eftir hjúskaparstöðu, aldri og búsetu. Á ráðstefnunni verða einnig ræddar ólíkar aðferðir sem notaðar hafa verið til að vinna bug á þeim vanda sem kynbundinn launamunur er. Jóhanna Sigurðardóttir félags- málaráðherra setur fundinn. Ing- ólfur V. Gíslason, sviðsstjóri rann- sóknarsviðs Jafnréttisstofu, skýrir frá niðurstöðum rannsóknarinnar og Maríanna Traustadóttir, jafnrétt- isfulltrúi ASÍ, ræðir um kynjavöktun í aðdraganda kjarasamninga. Sigríður Lillý Baldursdóttir, starfandi forstjóri Tryggingastofn- unar, Ingibjörg Óðinsdóttir, for- stöðumaður mannauðssviðs Skýrr, og Anna Jörgensdóttir, starfs- mannastjóri Hafnarfjarðarbæjar, verða síðan með erindi um aðgerðir gegn kynbundnum launamun. Fundarstjóri er Mörður Árnason. Ráðstefnan er öllum opin og að- gangur er ókeypis. Ráðstefna um rannsóknir í hjúkrun RÁÐSTEFNAN Hjúkrun 07, verð- ur haldin á Hilton Reykjavík Nor- dica 22.-23. nóvember kl. 9-17 báða dagana. Ráðstefnan er haldin í samvinnu Félags íslenskra hjúkr- unarfræðinga, hjúkrunar- fræðideildar Háskóla Íslands og heilbrigðisdeildar Háskólans á Ak- ureyri. Formaður Fíh, Elsa B. Friðfinns- dóttir og heilbrigðisráðherra, Guð- laugur Þór Þórðarson, munu ávarpa ráðstefnugesti við opn- unina. Að því loknu flytur dr. Helga Sif Friðjónsdóttir erindið Ofneysla áfengis meðal unglinga á fram- haldsskólastigi: algengi, áhættu- þættir og forvarnir, sem byggist á doktorsverkefni hennar. Í erindinu fjallar hún um ofneyslu áfengis og helstu áhrifaþætti meðal íslenskra ungmenna á aldrinum 16-20 ára. Hún mun einnig fjalla um stöðu mála varðandi forvarnir í íslensk- um framhaldsskólum og hvert æskilegt er að stefna í þeim mál- um. Föstudagsmorguninn 23. nóv- ember kl. 9 heldur dr. Sioban Nel- son, deildarforseti hjúkrunar- fræðideildar Toronto-háskóla, erindi. Hún fjallar um breytt starfsumhverfi hjúkrunarfræðinga og hvernig horfa þarf til þess þeg- ar menntun, starf og stýring starfs er til umfjöllunar. Hvaða leiðir á að fara til að tryggja sjúklingum bestu mögulegu hjúkrunarþjón- ustuna í dag og til framtíðar? Á ráðstefnunni verða yfir 80 er- indi/veggspjöld þar sem greint er frá mismunandi rannsóknum hjúkrunarfræðinga. Ráðstefnustjóri er Herdís Sveinsdóttir prófessor . Beykihlíð - Suðurhlíðar - Reykjavík Húsavík – gott orðspor - traust viðskipti Um er að ræða mjög skemmtilega og sérstaka eign sem samanstendur af tveimur sérstæðum íbúðarhúsum á sömu lóð. Stærra húsið er 200,1 fm á tveimur hæðum með innbyggðum bíl- skúr. Neðri hæðin skiptist í forstofu, geymslu (inng. í bílskúr), gesta-wc, hol, stofu, borðstofu og eldhús. Efri hæð: Fimm svefnherbergi og baðherbergi. Nýtt eikarparket á öllum gólfum fyrir ut- an baðherbergi, gesta-wc og geymslur. Minna húsið er 82,0 fm á tveimur hæð- um og er í útleigu í dag (130 þús. á mán). Neðri hæðin skiptist í anddyri, hol, baðherbergi, eldhús og stofu. Efri hæðin skiptist í hol, tvö svefnherbergi og geymslu. Frábært útsýni. Sér bíla- stæði. Uppl. veitir Elías Haraldsson, lögg. fasteignasali, sími 510 380 eða 898 2007. BORGARTÚN 29 Sími 510 3800 Fax 510 3801 www.husavik.net REYNIR BJÖRNSSON ELÍAS HARALDSSON L Ö G G. FA S T E I G N A S A L A R Beosound 3 Með BeoSound 3 getur þú spilað tónlist frá innbyggðu útvarpinu eða hlaðið hana inn stafrænt, hvar sem er í Bang & Olufsen hljómgæðum. Hlaðanleg rafhlaðan sem endist í allt að tíu tíma spilun gerir svo allar snúrur óþarfar. BeoSound 3 kostar 59.500 kr. Beovision 8 Við hönnun BeoVision 8 var tekið sérstakt tillit til hljómgæða enda var tækið hannað utan um öflugt hljómkerfið. Háskerpuskjár með speglunarvörn tryggir síðan bestu mögulegu gæði myndarinnar. BeoVision 8 fæst í 26” og 32”. Verð frá 279.000 kr. BeoCom 6000 BeoCom 6000 er þráðlaust símtæki sem einfaldar samskiptin á heimilinu. Síminn er einfaldur í notkun og hægt er að tengja allt að átta símtæki einni stjórnstöð. Stjórnstöðin sem hleður símann er glæsilega hönnuð úr burstuðu áli og fáanleg í tveimur útfærslum, til að hafa á borði eða festa á vegg. BeoCom 6000 kostar 37.500 kr.          Síðumúla 21, Reykjavík. Sími 581 1100. reykjavik@beostores.com www.bang-olufsen.com Gefðu nútímaklassík frá Bang & Olufsen í jólagjöf
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.