Morgunblaðið - 22.11.2007, Side 43

Morgunblaðið - 22.11.2007, Side 43
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. NÓVEMBER 2007 43 FRÉTTIR HAGKAUP hafa hlotið vottun frá Vottunarstofunni Túni hvað varðar sölu og vinnslu á grænmetisafurðum samkvæmt alþjóðlegum reglum um með- ferð lífrænna vara. Vottunin nær til pasta- og tómatafurða og bera þær tegundir framvegis vottunarmerki Túns. Í fréttatilkynningu segir að með þessu hljóta Hagkaup vottun Túns á því að öll hráefni vottaðra vörutegunda séu ræktuð með lífrænum aðferðum í sátt við náttúruna án notkunar eiturefna, tilbúins áburðar eða erfða- breyttra lífvera. Ennfremur er staðfest að við vinnslu varanna er nákvæm- lega farið eftir alþjóðlegum stöðlum um meðferð hráefnis í úrvinnslu, pökkun og merkingu. Afhending Gunnar Á. Gunnarsson frá Tún vottunarstofu afhendir Gunnari Inga Sigurðssyni viðurkenningarskjal í tilefni vottunarinnar. Hagkaup fá lífræna vottun Kynjatengsl og mannréttindi GUÐBJÖRG Lilja Hjartardóttir, doktorsnemi í kynjafræði og stundakennari við félagsvís- indadeild Háskóla Íslands, heldur erindi á vegum Rannsóknastofu í kvenna- og kynjafræðum í dag, fimmtudaginn 22. nóvember, kl. 12 í fundarsal Norræna hússins. Í fyrirlestrinum verða alþjóða- samskipti skoðuð út frá sjón- armiðum kyns og mannréttinda. Jafnræði með kynjunum hefur ver- ið afar takmarkað þegar kemur að stefnumótun og ákvarðanatöku í utanríkismálum og í fræðum al- þjóðastjórnmála og mannréttinda, segir í fréttatilkynningu. Við- skiptatengsl Íslands og Kína verða skoðuð sem dæmi um samskipti þar sem reynir á umrædda þætti. Ráðstefna um kynbundinn launamun JAFNRÉTTISSTOFA í samstarfi við Ár jafnra tækifæra og félagsmála- ráðuneytið efnir til ráðstefnunnar Kynbundinn launamunur – Aðferðir til úrbóta föstudaginn 23. nóvember kl. 13-16 í Sunnusal Hótels Sögu. Kynntar verða niðurstöður rann- sóknar á kynbundnum launamun sem unnin var upp úr gögnum Hag- stofu Íslands um atvinnutekjur þjóð- arinnar. Í rannsókninni voru skoðaðar at- vinnutekjur og heildartekjur kynjanna, eftir hjúskaparstöðu, aldri og búsetu. Á ráðstefnunni verða einnig ræddar ólíkar aðferðir sem notaðar hafa verið til að vinna bug á þeim vanda sem kynbundinn launamunur er. Jóhanna Sigurðardóttir félags- málaráðherra setur fundinn. Ing- ólfur V. Gíslason, sviðsstjóri rann- sóknarsviðs Jafnréttisstofu, skýrir frá niðurstöðum rannsóknarinnar og Maríanna Traustadóttir, jafnrétt- isfulltrúi ASÍ, ræðir um kynjavöktun í aðdraganda kjarasamninga. Sigríður Lillý Baldursdóttir, starfandi forstjóri Tryggingastofn- unar, Ingibjörg Óðinsdóttir, for- stöðumaður mannauðssviðs Skýrr, og Anna Jörgensdóttir, starfs- mannastjóri Hafnarfjarðarbæjar, verða síðan með erindi um aðgerðir gegn kynbundnum launamun. Fundarstjóri er Mörður Árnason. Ráðstefnan er öllum opin og að- gangur er ókeypis. Ráðstefna um rannsóknir í hjúkrun RÁÐSTEFNAN Hjúkrun 07, verð- ur haldin á Hilton Reykjavík Nor- dica 22.-23. nóvember kl. 9-17 báða dagana. Ráðstefnan er haldin í samvinnu Félags íslenskra hjúkr- unarfræðinga, hjúkrunar- fræðideildar Háskóla Íslands og heilbrigðisdeildar Háskólans á Ak- ureyri. Formaður Fíh, Elsa B. Friðfinns- dóttir og heilbrigðisráðherra, Guð- laugur Þór Þórðarson, munu ávarpa ráðstefnugesti við opn- unina. Að því loknu flytur dr. Helga Sif Friðjónsdóttir erindið Ofneysla áfengis meðal unglinga á fram- haldsskólastigi: algengi, áhættu- þættir og forvarnir, sem byggist á doktorsverkefni hennar. Í erindinu fjallar hún um ofneyslu áfengis og helstu áhrifaþætti meðal íslenskra ungmenna á aldrinum 16-20 ára. Hún mun einnig fjalla um stöðu mála varðandi forvarnir í íslensk- um framhaldsskólum og hvert æskilegt er að stefna í þeim mál- um. Föstudagsmorguninn 23. nóv- ember kl. 9 heldur dr. Sioban Nel- son, deildarforseti hjúkrunar- fræðideildar Toronto-háskóla, erindi. Hún fjallar um breytt starfsumhverfi hjúkrunarfræðinga og hvernig horfa þarf til þess þeg- ar menntun, starf og stýring starfs er til umfjöllunar. Hvaða leiðir á að fara til að tryggja sjúklingum bestu mögulegu hjúkrunarþjón- ustuna í dag og til framtíðar? Á ráðstefnunni verða yfir 80 er- indi/veggspjöld þar sem greint er frá mismunandi rannsóknum hjúkrunarfræðinga. Ráðstefnustjóri er Herdís Sveinsdóttir prófessor . Beykihlíð - Suðurhlíðar - Reykjavík Húsavík – gott orðspor - traust viðskipti Um er að ræða mjög skemmtilega og sérstaka eign sem samanstendur af tveimur sérstæðum íbúðarhúsum á sömu lóð. Stærra húsið er 200,1 fm á tveimur hæðum með innbyggðum bíl- skúr. Neðri hæðin skiptist í forstofu, geymslu (inng. í bílskúr), gesta-wc, hol, stofu, borðstofu og eldhús. Efri hæð: Fimm svefnherbergi og baðherbergi. Nýtt eikarparket á öllum gólfum fyrir ut- an baðherbergi, gesta-wc og geymslur. Minna húsið er 82,0 fm á tveimur hæð- um og er í útleigu í dag (130 þús. á mán). Neðri hæðin skiptist í anddyri, hol, baðherbergi, eldhús og stofu. Efri hæðin skiptist í hol, tvö svefnherbergi og geymslu. Frábært útsýni. Sér bíla- stæði. Uppl. veitir Elías Haraldsson, lögg. fasteignasali, sími 510 380 eða 898 2007. BORGARTÚN 29 Sími 510 3800 Fax 510 3801 www.husavik.net REYNIR BJÖRNSSON ELÍAS HARALDSSON L Ö G G. FA S T E I G N A S A L A R Beosound 3 Með BeoSound 3 getur þú spilað tónlist frá innbyggðu útvarpinu eða hlaðið hana inn stafrænt, hvar sem er í Bang & Olufsen hljómgæðum. Hlaðanleg rafhlaðan sem endist í allt að tíu tíma spilun gerir svo allar snúrur óþarfar. BeoSound 3 kostar 59.500 kr. Beovision 8 Við hönnun BeoVision 8 var tekið sérstakt tillit til hljómgæða enda var tækið hannað utan um öflugt hljómkerfið. Háskerpuskjár með speglunarvörn tryggir síðan bestu mögulegu gæði myndarinnar. BeoVision 8 fæst í 26” og 32”. Verð frá 279.000 kr. BeoCom 6000 BeoCom 6000 er þráðlaust símtæki sem einfaldar samskiptin á heimilinu. Síminn er einfaldur í notkun og hægt er að tengja allt að átta símtæki einni stjórnstöð. Stjórnstöðin sem hleður símann er glæsilega hönnuð úr burstuðu áli og fáanleg í tveimur útfærslum, til að hafa á borði eða festa á vegg. BeoCom 6000 kostar 37.500 kr.          Síðumúla 21, Reykjavík. Sími 581 1100. reykjavik@beostores.com www.bang-olufsen.com Gefðu nútímaklassík frá Bang & Olufsen í jólagjöf

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.