Morgunblaðið - 22.11.2007, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 22.11.2007, Blaðsíða 50
50 FIMMTUDAGUR 22. NÓVEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ Árið 1909 fór geðlæknirinn SigmundFreud í fyrstu og einu heimsókn sínatil Ameríku í fylgd með þáverandi lærisveini sínum, Carl Jung. Hann flutti þar fyrirlestra um sálkönnun við Clark-háskólann í Worcester í Massachusetts og hlaut af því til- efni heiðursdoktorstitil sem var fyrsta op- inbera viðurkenningin sem Freud hlotnaðist fyrir störf sín. Þessi dvöl hans í Ameríku fór þó eitthvað illa í geðlækninn því eftir heim- komuna talaði hann lítið um ferðina en kallaði Bandaríkjamenn gjarnan „villimenn“. Ameríkuferð Freuds er efniviður glæpa- sögunnar Morðgáta eftir Jed Rubenfeld, í ís- lenskri þýðingu Sigurjóns Björnssonar sál- fræðings, en þar gerir Rubenfeld sér mat úr þeirri óbeit sem Freud fékk á Bandaríkj- unum.    Í formála bókarinnar segir að ævisagnarit-arar Freuds hafi aldrei verið á eitt sáttir um hvað olli þessu fjandsamlega viðmóti hans gagnvart Bandaríkjunum en þeir telja flestir að eitthvað slæmt hljóti að hafa komið fyrir hann þar. Í hinum skáldlega hluta Morðgátu fyllir höfundur í þessar sagnfræðilegu eyður Ameríkudvalar Freud svo úr verður hinn álit- legasti sálfræðispennutryllir. Í skáldsögunni eru Freud og bandarískur lærisveinn hans, Stratham Yonger, fengnir til að aðstoða lögregluna við að hafa uppi á morðingja ungrar stúlku af yfirstétt sem finnst bundin og kyrkt í þakíbúð sinni í Broadway. Önnur yfirstéttarstúlka sleppur skömmu síðar naumlega úr klóm morðingj- ans, illa særð og hefur misst málið. Þar að auki man hún ekki eftir árásinni og er það verkefni Freuds og félaga að hjálpa stúlkunni að endurheimta minni sitt og að púsla saman mynd af morðingjanum. Skáldsögur sem byggjast á sagnfræðileg- um heimildum og sögulegum persónum hafa gjarnan sterkt aðdráttarafl á lesendur. Mætti í því samhengi nefna t.d. bækur Umberto Eco sem geyma ýmsar sögufrægar persónur og enn nýlegra dæmi eru bækur Tracy Chevalier en þar eru málarinn hollenski Vermeer og breska skáldið William Blake á meðal per- sóna. Í íslenskum sögulegum skáldsögum hafa meðal annars Jón Arason biskup og syn- ir verið lífgaðir í skáldsögunni Öxin og jörðin eftir Ólaf Gunnarsson og sömuleiðis Sturla Sighvatsson í bók Thors Vilhjálmssonar, Morgunþula í stráum. Í þessum sögum öðlast þekktar sögupersónur líf og rödd og jafn- framt lifnar við hið sögulega umhverfi við- komandi tímabils. Sagnfræðin og skáldskap- urinn njóta góðs hvort af öðru þar sem sagnfræðin er uppfull af eyðum sem fátt get- ur fyllt, nema helst skáldskapurinn. Þá virðist vera sérstaklega mikill áhugi á sögulegum glæpa- og spennusögum en á undanförnum árum hafa ófáar slíkar bókmenntir ratað á metsölulista víða um heim, samanber ýmsar spennusögur þar sem musterisriddarar og leynireglur koma við sögu.    Í bók Rubenfelds um áðurnefnda Am-eríkudvöl austurríska geðlæknisins er dregin upp mynd af Manhattan við upphaf síðustu aldar og er ljóst að höfundurinn hefur unnið mikla heimildavinnu við lýsingar, hvort sem það er á arkitektúr, umhverfi eða þjóð- félagslýsingar. Höfundurinn hefur auk þess augljóslega mikla þekkingu á Freud og verk- um hans, en hann skrifaði viðamikla ritgerð um sálfræðinginn þegar hann var við nám við Princeton-háskóla. Þá kynntist hann náið leikritum Shakespeares þegar hann nam leik- list við Juilliard-háskólann en verk Shake- speares koma einmitt mikið við sögu í bók- inni. Jed Rubenfeld starfar nú sem lagaprófessor við Yale-háskóla. Freud flækist inn í morðgátu AF LISTUM Þormóður Dagsson New York Bókin bregður upp nákvæmri mynd af Manhattan upp úr þarsíðustu aldamótum. Á myndinni má sjá Flatiron-bygginguna, sem var hæsta byggingin á Manhattan árið 1902. » Sagnfræðin og skáldskap-urinn njóta góðs hvort af öðru þar sem sagnfræðin er uppfull af eyðum sem fátt get- ur fyllt, nema helst skáldskap- urinn. thorri@mbl.is SÍÐUSTU SÝNINGAR Miðasala í Smárabíó og Regnbogann Prentaðu sjálf(ur) út bíómiðann - Engar biðraðir Wedding Daze kl. 3:40 - 5:50 - 8 - 10:10 B.i. 10 ára Wedding Daze kl. 3:40 - 5:50 - 8 - 10:10 LÚXUS Balls of Fury kl. 4 - 6 - 8 - 10 B.i. 7 ára Heartbreak Kid kl. 5:30 - 8 - 10:30 B.i. 12 ára Lions For Lambs kl. 8 - 10:15 B.i. 12 ára Dark is Rising Síðustu sýn. kl. 3:45 B.i. 7 ára Ævintýraeyja Ibba m/ísl. tali kl. 3:45 - 6 Wedding Daze kl. 6 - 8 - 10 B.i. 10 ára Rogue Assassin kl. 6 - 8 - 10 B.i. 16 ára Sími 564 0000Sími 462 3500 La Vie en Rose kl. 5:20 - 8 - 10:40 B.i. 12 ára Lions For Lambs kl. 6 - 8 - 10 B.i. 12 ára This is England kl. 6 - 8 - 10 Superbad kl. 5:30 - 10:15 B.i. 12 ára * Gildir á allar sýningar merktar með rauðu 450 KRÓNUR Í BÍÓ * Sími 551 9000 Ve rð a ðeins 600 kr . Með íslensku tali Gríðarstór gamanmynd með litlum kúlum! Stórkostleg ævintýra- mynd í anda Eragon. eeee - H.J. Mbl. eeee - T.S.K., 24 Stundir BÚÐU ÞIG UNDIR STRÍÐ Sannkölluð stórmynd með mögnuðum leikurum. HANN BEIÐ ALLT SITT LÍF EFTIR ÞEIRRI RÉTTU... VERST AÐ HANN BEIÐ EKKI VIKU LENGUR FRÁBÆR GRÍNMYND FRÁ LEIKSTJÓRUM "THERE´S SOMETHING ABOUT MARY" - Kauptu bíómiðann á netinu - Stórskemmtileg rómantísk gamanmynd um ungan mann sem er sannfærður um að hann muni aldrei verða ástfanginn aftur! MEÐ JASON BIGGS ÚR AMERICAN PIE MYNDUNUM OG ISLA FISHER ÚR WEDDING CRASHERS ATH: EKKERT HLÉ OG MIÐASÖLU LÝKUR ÞEGAR SÝNING MYNDAR HEFST Vönduð frönsk stórmynd, sem er að fara sigurför um heiminn, um litskrúðuga ævi Edith Piaf. SVONA ER ENGLAND ROUGE LEYNIMORÐINGI ÁSTARSORG MYRKRIÐ RÍS BORÐTENNISBULL LÍF RÓSARINNAR: SAGA EDITH PIAF LJÓN FYRIR LÖMB eeee - V.J.V., Topp5.is eeee - Empire
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.