Morgunblaðið - 22.11.2007, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 22.11.2007, Blaðsíða 20
20 FIMMTUDAGUR 22. NÓVEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ AUSTURLAND - kemur þér við REI og GGE hætta við á Filippseyjum Meðaltekjur duga ekki fyrir íbúð Diddú í rússíbanareið Netumferðin féll með Torrent.is Tölvuleikjafíklar skrópa í skólanum Hver er glæpatíðnin í þínu hverfi? Hvað ætlar þú að lesa í dag? Eftir Steinunni Ásmundsdóttur steinunn@mbl.is Egilsstaðir | Jökulsá á Dal rennur nú úr Hálslóni eftir aðrennslis- göngum Kárahnjúkavirkjunar til Fljótsdalsstöðvar og þaðan út í far- veg Jökulsár í Fljótsdal og í Lag- arfljót. Má búast við að sjá einhver áhrif þess innan skamms á fljótið, fyrst í formi litabreytinga sem aukast munu á næstu mánuðum. Missir Lagarfljót þá hinn grængol- andi mysulit sinn og verður grárra og dekkra vegna hins mikla aur- burðar Jöklu. Í bók Helga Hallgrímssonar nátt- úrufræðings, Lagarfljót, mesta vatnsfall Íslands, sem út kom fyrir tveimur árum, segir að heldur hafi vafist fyrir mönnum að lýsa lit Lag- arfljóts og fágætt sé að hitta tvo menn sem sammála séu um meginlit þess. Flestir hafa talið hann ljósgrá- grænan, gulgrágrænan eða jafnvel hvítleitan við venjulegar aðstæður. Silfraðir og bláir litir koma einnig við sögu og þá himinblár, jökulblár og jafnvel Vatnajökulsblár. Litaspilið horfið um áramót „Lagarfljót hefur tekið á sig margvíslegan blæ og stýrist lita- spilið af árstíðum, veðurfari, vind- áttum, skýjafari og sólarhæð,“ segir Helgi og telur líklegt að um sól- stöður á næsta ári verði þetta lita- spil horfið og fljótið orðið grá- brúnleitt og dekkra en áður. Vísast muni þá mörgum bregða í brún. Fleiri áhrif en litabreytingar seg- ir Helgi verða á Lagarfljóti við að jökulvatnshluta Jökulsár á Dal er veitt þangað. „Þetta verða að með- altali um 90 rúmmetrar (tonn) á sekúndu sem er um það bil tvöföld- un á núverandi rennsli í Löginn, en nokkru minna miðað við rennsli um Lagarfoss. Aukningin verður hlut- fallslega mest að vetrarlagi, en til- tölulega lítil að vorlagi og fyrri part Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Bryddingar Lagarfljótið hefur til skamms tíma átt sér marga liti sem veðurfar og aðrir umhverfisþættir hafa ráð- ið mestu um, en eftir því sem Jökla rennur lengur í fljótið verður litur þess grábrúnleitur og eitthvað dekkri. Grængolandi mysulitur víkur fyrir grábrúnum Jökla rennur nú í Lagarfljót og mun valda breytingum SUÐURNES Eftir Svanhildi Eiríksdóttur Reykjanesbær | „Við erum stolt af því að vera fyrsti grunnskólinn í Reykjanesbæ til að fá grænfánann og vonum að við verðum öðrum skólum hvatning,“ sagði Lára Guð- mundsdóttir, skólastjóri Njarðvík- urskóla, þegar Landvernd afhenti skólanum grænfánann í gær. Árni Sigfússon bæjarstjóri sagðist jafn- framt vera afar stoltur yfir því að Njarðvíkurskóli væri fyrsti skólinn á Suðurnesjum til að flagga græn- fánanum. Rík umhverfisvitund hefur lengi verið áherslumál í Njarðvíkur- skóla. Í mörg ár hafa starfsfólk og nemendur unnið eftir umhverfis- stefnu með það að leiðarljósi að vera grænfánaskóli. Því markmiði hefur nú verið náð með árangurs- ríkri fræðslu. Fánanum getur Njarðvíkurskóli flaggað næstu tvö árin og má hvergi slá slöku við í umhverfismálum. Þá verður staðan endurmetin. Foreldrar taki þátt Ásgerður Þorgeirsdóttir aðstoð- arskólastjóri sagði í samtali við Morgunblaðið að farið hafi verið að vinna eftir umhverfisstefnu í skólastjóratíð Gylfa Guðmundsson- ar og í raun hefði skólinn geta sótt um grænfánann miklu fyrr. „Auk endurnýtingar á fernum, pappír, plasti og þeim efnum sem hægt er að endurnýta, höfum við lengi end- urnýtt kerti í textílmennt undir stjórn Margrétar Stefánsdóttur, sem er formaður umhverfisnefnd- ar skólans, auk þess að fræða börnin um orkunotkun og vatns- notkun. Við hvetjum þau til að slökkva á tölvuskjánum og skrúfa fyrir vatnið þegar þau eru ekki að nota það. Foreldrafélag skólans hefur líka stutt þetta verkefni með því að virkja grenndarsamfélagið. Þau hafa sent börnin heim með blöð þar sem fram koma upplýs- ingar um flokkun sorps og for- eldrar þannig hvattir til að taka þátt í umhverfisstefnunni.“ Lára Guðmundsdóttir sagði við athöfnina að Reykjanesbær styddi við framtakið með umhverfisstefnu og nýverið efndi bærinn til um- hverfisverkefnis meðal grunn- skólanema. Þrír nemendur úr Njarðvíkurskóla fengu viðurkenn- ingu, þær Ingibjörg Jóna Guðrún- ardóttir, Særún Sævarsdóttir og Marín Hrund Magnúsdóttir. Verk- efnin verða notuð til að efla um- hverfisvitund íbúa Reykjanesbæj- ar og minna þá á mikilvægi þess að ganga vel um bæinn sinn. Lára afhenti við athöfnina Reykjanesbæ og Landvernd hand- verk sem unnin voru af nemendum í Njarðvíkurskóla úr endurunnum efnum, glerskál með kerti í. Rík áhersla er lögð á umhverfisvitund Morgunblaðið/Svanhildur Eiríksdóttir Flaggað Grænfáninn blaktir nú við hún fyrir utan Njarðvíkurskóla og langþráðum áfanga þar með náð. Njarðvíkurskóli fær grænfánann, fyrstur skóla á Suðurnesjum Í HNOTSKURN »Ingibjörg Jóna Guðrún-ardóttir fékk viðurkenningu í umhverfisverkefni grunn- skólanema fyrir slagorðið „Bær- inn okkar, ábyrgðin okkar“. »Starfsfólk og stjórnendurAusturbæjarskóla í Reykja- vík heimsóttu nýverið grunn- skólana í Reykjanesbæ og höfðu við heimkomuna orð á góðri um- gengni í skólunum þar. »Með Grænfánaverkefninu erstefnt að því að útskrifa nem- endur með ríka umhverfisvitund, sem muni vonandi skila sér í um- hverfisvænni heimilum og fyr- irtækjum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.