Morgunblaðið - 22.11.2007, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 22.11.2007, Blaðsíða 14
14 FIMMTUDAGUR 22. NÓVEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT STARFSFÓLK í umönnunarstétt- um, hinum dæmigerðu kvennastörf- um, verður að fá verulega kaup- hækkun, eða rúmlega 60.000 íslenskar krónur á mánuði. Að öðr- um kosti mun stefna í mikil verk- fallsátök. Kom þetta fram hjá Dennis Krist- ensen, formanni stéttarfélagsins Fag og Arbejde, FAO, í Danmörku, en hann segir, að fyrrnefnd hækkun skuli koma til framkvæmda á næstu þremur árum. Kristensen, sem er mjög áhrifa- mikill í dönsku verkalýðshreyfing- unni, segir það óþarfa að velta mikið vöngum yfir ástandinu og hugsan- legum afleiðingum þess. Verði ekki samið um fyrrnefnda hækkun muni það leið til harðra átaka og allsherj- arverkfalls hjá umönnunarstéttun- um. Á þessu verði stjórnmálamenn- irnir, ekki síst þeir, sem haldi um stjórnvölinn, að átta sig. Segir Krist- ensen, að sem betur fer hafi sumir stjórnmálaflokkanna sýnt kröfunni um nauðsynlega launaleiðréttingu góðan skilning. Um þessar mundir hækka almenn laun á dönskum vinnumarkaði, jafnt hjá hinu opinbera sem í einkageir- anum, um 4%, en Kristensen segir, að á síðustu tíu árum hafi laun umönnunarstéttanna dregist aftur úr og ekki haldið í við þróunina í einkageiranum. „Við krefjumst að sjálfsögðu sömu hækkana og á almennum markaði en viljum að auki innheimta það, sem upp á skortir,“ segir Anders Bondo Christensen, aðalsamningamaður opinberra starfsmanna. Reuters Hjúkrunarkonur Í Finnlandi hafa þær samið um góða launahækkun. Hækkun eða átök Eftir Boga Þór Arason bogi@mbl.is FRÖNSK lestarfyrirtæki hófu í gær viðræður við lestarstjóra til að reyna að fá þá til að aflétta átta daga verk- falli en spennan magnaðist eftir að skemmdarverk voru unnin á tækja- búnaði og teinum hraðlesta. Ríkisrekna lestarfyrirtækið SNCF sagði að m.a. hefði verið kveikt í rafleiðslum og merkjabúnaði hraðlesta á nokkrum stöðum í fyrri- nótt. Hraðlestirnar þurftu að nota teina venjulegra lesta og olli það frekari töfum á áætlunarferðum þeirra. Dominique Bussereau, samgöngu- ráðherra Frakklands, fordæmdi „þessi alvarlegu og vítaverðu ofbeld- isverk“ og Nicolas Sarkozy forseti fyrirskipaði dómsmálaráðherranum að sjá til þess að skemmdarvargarnir fyndust og sættu „harðri refsingu“. Leiðtogar franskra verkalýðs- samtaka for- dæmdu einnig skemmdarverkin og sögðu þau geta stefnt lífi farþega í hættu. Ýmislegt benti til þess að verkfall lestarstjóranna væri að fjara út. Verkfallsnefndir á nokkrum svæð- um samþykktu í gær að hefja störf að nýju og lestarfyrirtækið spáði því að lestarferðum myndi fjölga verulega í dag. Rúm 60% franskra lestarstjóra tóku þátt í verkfallinu fyrsta daginn en þátttakan hefur minnkað smám saman og var aðeins um 20% í gær. Meirihlutinn styður Sarkozy Stjórnendur SNCF og fyrirækis sem rekur jarðlestir Parísar ræddu í gær við leiðtoga stéttarfélaga og full- trúa ríkisins um hugsanlegar breyt- ingar á fyrirhuguðum efnahags- umbótum Sarkozy forseta. Deilan snýst einkum um lífeyr- isforréttindi 1,6 milljóna Frakka, þeirra á meðal lestarstjóra og starfs- manna orkufyrirtækja. Hálf milljón greiðir enn iðgjöld í lífeyrissjóði þessa hóps en 1,1 milljón fær lífeyri greiddan. Árlega hefur vantað um fimm milljarða evra, sem svarar um 450 milljörðum króna, inn í sjóðina og ríkið hefur greitt þá fjárhæð. Þessi hópur getur fengið fullan líf- eyri tveimur og hálfu ári fyrr en aðrir Frakkar. Stjórn Sarkozy hyggst breyta þessu þannig að hópurinn njóti sömu lífeyrisréttinda og aðrir. Forsetinn hefur sagt að ekki komi til greina að falla frá þessu en stjórn- in hefur léð máls á því að hækka laun hópsins til að bæta upp skert lífeyr- isréttindi. Skoðanakannanir benda til þess að meirihluti Frakka sé á bandi forset- ans í þessu máli. Samkvæmt könnun dagblaðsins Le Figaro, sem styður stjórnina, telja 68% Frakka að verk- fallið sé ekki réttlætanlegt og ívið fleiri eru þeirrar skoðunar að stjórn- in eigi ekki að verða við kröfum verk- fallsmannanna. Verkfallið virðist fjara út Samningaviðræður hafnar við franska lestarstjóra til að reyna að binda enda á verkfall þeirra eftir að skemmdarverk voru unnin á búnaði hraðlesta Í HNOTSKURN » Formaður helstu samtakafranskra vinnuveitenda, Laurence Parisot, lýsti verk- fallinu sem „efnahagslegu stóráfalli“. „Ég líki þessu við jarðskjálfta. Efnahagslegi kostnaðurinn er líklega gríð- arlegur.“ » Franska ríkisstjórnin hef-ur áætlað að efnahagslega tjónið af völdum verkfallsins nemi 300-400 milljónum evra á dag, eða sem svarar 27-36 milljörðum króna. Nicolas Sarkozy Frakklandsforseti. Eftir Kristján Jónsson kjon@mbl.is TVEIR tölvudiskar með persónu- legum upplýsingum um alls 25 millj- ónir manna hafa týnst í Bretlandi en um er að ræða upplýsingar um alla barnabótaþega í landinu. Koma þar m.a. fram fæðingardagar, heimilis- föng og númer bankareikninga. Ljóst þykir að afbrotamenn geti notað upplýsingarnar til að stunda geysimikinn þjófnað og falsanir komist þeir yfir þær. Talsmenn stjórnarandstöðunnar hafa krafist afsagnar Alistairs Dar- lings fjármálaráðherra vegna máls- ins. Darling sagði að kæmi til þess að einstaklingar töpuðu fé vegna málsins yrði það bætt. Um var að ræða mistök starfsmanns nýs emb- ættis skatta- og tollinnheimtu Bret- lands (HMRC). Gögnin týndust 18. október en yf- irmönnum HMRC var ekki skýrt frá málinu fyrr en 8. nóvember. „Þetta gæti ekki verið alvarlegra og hlýtur að vera mikil viðvörun fyrir alla ríkisstjórnina,“ sagði Richard Thomas, embættismaður með upp- lýsingamál á sinni könnu. „Við höf- um í meira en ár varað við þessari hættu.“ Talið er að málið geti orðið bana- biti hugmynda um að taka upp nafn- skírteini í Bretlandi með margvís- legum upplýsingum um notandann. Sem stendur eru aðeins gefin út skírteini sem eru notuð í almanna- tryggingakerfinu. Að sögn vefsíðu dagblaðsins The Guardian mun starfsmaðurinn áð- urnefndi hafa þverbrotið allar ör- yggisreglur með því að senda um- rædda tölvudiska með boðliða til embættis ríkisendurskoðanda í London án þess að sendingin væri nokkurs staðar skráð. Lögreglan hóf leynilega en afar umfangsmikla leit að tölvudiskunum í liðinni viku. Öllum bönkum og öðr- um lánastofnunum hefur verið gert viðvart og almenningur beðinn um að vera á verði gagnvart þjófnaði af bankareikningum. Óttast var að fólk myndi jafnvel fara samstundis í bankana og taka út peningana sína. Írafár vegna týndra persónuupplýsinga Bankareikningsnúmer 25 milljón Breta hurfu í póstinum ÞETTA tré, sem er 150 ára gömul kastanía, var helsta augnayndi gyðingastúlkunnar Önnu Frank er hún var í felum ásamt fjölskyldu sinni frá 1942 til 1945 í húsi í Amsterdam. Þá höfðu nasistar uppi á þeim og sendu í útrýmingarbúðir. Síðar fundust hinar frægu dagbækur hennar. Nú vilja borgaryfirvöld fella tréð vegna þess að það er sjúkt og getur sýkt út frá sér. Umhverf- isverndarsinnar eru hins vegar á öðru máli og nú hafa þeir fengið dómsúrskurð fyrir því að yfirvöld verði að leita allra leiða áður en öxinni verði beitt. Reuters Kastanían hennar Önnu Frank HOLLENSKI stjórnmálamað- urinn Ayaan Hirsi Ali sagði á fundi í London í gær að múslímar yrðu að tjá reiði sína yfir því að hryðjuverk væru framin í nafni ísl- ams en ekki láta nægja að mótmæla þegar gerðar væru myndir af Múhameð spá- manni. „Ég tel að múslímar ættu að mót- mæla á götum úti þegar fólk er hálshöggvið eða farþegar sprengdir í nafni spámannsins,“ sagði Hirsi Ali. Hún nýtur öryggisgæslu vegna endurtekinna morðhótana af hálfu ofstækismanna úr röðum íslamista. Múslímar mótmæli Ayaan Hirsi Ali FORMLEG rannsókn er hafin á ákærum um að Jacques Chirac, fyrrv. forseti Frakklands, hafi not- að opinbert fé með ólöglegum hætti er hann var borgarstjóri í París fyr- ir meira en áratug. Er þetta í fyrsta sinn sem fyrrv. þjóðhöfðingi í Frakklandi sætir slíkri rannsókn. Skoða Chirac Reuters Rannsókn Jacques Chirac kann að vera í nokkrum vanda staddur. DANSKAR mállýskur eru að deyja út og Kaupmannahafnarmálið að verða allsráðandi. Aðeins 10 til 20% landsmanna geta talað mállýsku og langflestir þeirra ríkismálið að auki. Harma margir þessa þróun en aðrir segja hana óhjákvæmilega og hreint ekkert harmsefni. Jóskan deyr JÓAKIM Danaprins hyggst kvæn- ast franskri unnustu sinni, Marie Cavallier, 24. maí á næsta ári, að sögn talsmanna Danadrottningar í gær. Cavallier er í kaþólsku kirkj- unni en ætlar að ganga í dönsku þjóðkirkjuna og sækja um danskan ríkisborgararétt. Kvænist í maí FINNSKAR konur eru til jafnaðar kílóinu þyngri en þær voru fyrir fimm árum en karlarnir hafa bætt við sig hálfu kílói. Samt er offitu- vandinn aðallega bundinn við þá. Önnur hver finnsk kona er með eðlilega líkamsþyngd en aðeins þriðji hver karlmaður. Fleiri kíló SCOTT McClell- an, fyrrverandi blaðafulltrúi Bandaríkja- stjórnar, segir í væntanlegri bók, að hann hafi ver- ið blekktur til að fara með ósann- indi frammi fyrir alþjóð í svoköll- uðu Plame-máli. Segir hann, að George Bush forseti hafi lagt að honum að segja, að þeir Karl Rove og Scooter Libby hefðu átt engan þátt í að gefa upp í hefnd- arskyni nafn CIS-njósnarans Val- ery Plame. Það er lögbrot og var Libby síðar dæmdur fyrir það. Ákærir Bush McClellan, fyrrv. blaðafulltrúi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.