Morgunblaðið - 22.11.2007, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 22.11.2007, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. NÓVEMBER 2007 33 ÞAÐ er ljómandi gott fyrir þá Ís- lendinga sem eru í Moskvu að sendiráðið þar hafi nú leyfi til að gefa út vegabréf, eins og sagði frá í Morgunblaðinu um helgina. Þeir þurfa þá ekki að kosta stórfé í flugferð heim til að fá nýjan passa. En þetta dugar ekki þeim sem búa utan þeirra höf- uðborga sem hafa ís- lensk sendiráð er mega gefa út passa. Ég er í þeim hópi. Ég hef undanfarin ár búið í útlöndum og þarf starfs míns vegna að ferðast mikið. Pass- arnir mínir hafa því ekki enst vel enda er það gjarnan svo í þróunarlöndum, þar sem ég hef búið og starfað, að stórir pas- sastimplar eru eftirsóknarverðir – og fer satt að segja nokkuð eftir stjórnarfari hversu stórir stimpl- arnir eru: þeim mun verra stjórn- arfar, þeim mun stærri stimplar. Lengst af hefur þetta ekki verið stórkostlegt vandamál, því ég hef getað fengið nýja passa senda með ábyrgðarpósti og ég hef oft notað það til merkis um hve gott sé að koma frá smáríki þar sem skrif- finnskan kaffæri ekki einfalda þjón- ustu hins opinbera. En nú er dóms- málaráðherrann búinn að setja nýjar reglur, eða að minnsta kosti skrifa undir reglur sem einhver möppudýr hafa samið fyrir hann. Ráðherrann hefur orð á sér fyrir að vera hagsýnn maður og skjótvirkur – en nú hefur hann verið narraður illilega. Og við hin með honum. Þetta eru nefnilega fádæma fífla- legar og óhentugar reglur og eru síst til að auka skilvirkni stjórn- kerfisins eða létta þjónustu við þegnana. Nú er ekki lengur hægt að fá sendan passa í ábyrgðarpósti – heldur þarf maður að gjöra svo vel að koma heim í myndatöku. Við hjónin lentum í þessu í haust. Áttuðum okkur allt í einu á því að við vorum búin að fá svo marga stóra stimpla í passana okkar að við vorum að verða uppiskroppa með blaðsíður undir fleiri væntanlega stóra stimpla. Ég hringdi og sendi tölvupóst í allar áttir til að reyna að komast undan því að borga 300 þús- und í flugfar fyrir okk- ur heim – en það bar allt að sama brunni: þetta er reglan og eng- in undankomuleið. Svo við keyptum okkur flug frá Afríku til Íslands og fórum til fógetans í Kópavogi, þar sem við eigum lög- heimili, og sóttum um nýja passa. Fórum svo að ræða við stúlku í af- greiðslunni um hvað þetta væri vond ný regla. Hún vildi svo sem enga skoðun hafa á því – en sagði að fyrst þetta væri allt orðið rafrænt, þá væri ekki hægt að kom- ast hjá því fyrir fólk að koma heim. Við værum ekki þau einu, ónei, það hefði þá nýlega komið maður alla leið frá Hong Kong til að sækja um nýtt vegabréf og það væri miklu lengra þangað en til Afríku. Eitthvað sagði hún fleira en ég var hættur að hlusta, því ég var að reyna að koma því heim og saman hvernig það mætti vera að rafræn- an kæmi í veg fyrir að hægt væri að senda passa af einum stað á annan. Mér sýndist einhvern veginn að raf- rænan ætti einmitt að gera málið auðveldara. Nei, það þurfti að taka mynd þarna á kontórnum hjá fógetanum – nema við værum með rafræna mynd sem við vildum heldur nota! Og þar fannst mér hrynja síðasta röksemdin fyrir því að sækja um þrjú hundruð þúsund króna pass- ana. Við vorum sem sagt komin alla leið frá Nairobi til að láta taka af okkur mynd í til þess gerðum hólki hjá fógetanum í Kópavogi – en við gátum líka afhent rafræna mynd sem okkur líkaði betur! Hvurskon- ar rafræna er þetta eiginlega? Og ekki nóg með það: maður þarf að fara á læsta skrifstofu suður í Njarðvík til að sækja passana, nema maður treysti póstinum þeim mun betur. Þetta er náttúrlega svo ótrúlegt dellumakerí að það er allt að því broslegt. Þrjú hundruð þúsund króna broslegt. Ég er þess vegna með hugmynd fyrir dómsmálaráðherrann: væri hann nú ekki til í að leggja af þessa vitleysisreglugerð og útvega op- inberu starfsfólki eitthvað annað að gera en að taka skyndimyndir af fólki í hólkum á fógetaskrifstof- unum um landið? Ég skil vel að það geti verið varasamt á þessum síð- ustu og verstu tímum að senda óvarin vegabréf út um allar trissur, en því er ekki hægt að afhenda þau ábyrgu fólki eða fyrirtækjum með umboð frá þeim sem þarf að nota passann? Það er hægt að gera allt mögulegt annað með réttu og vott- uðu umboði; því ekki þetta smáræði líka? Dellumakerí og þrjú hundruð þúsund króna vegabréf Ómar Valdimarsson skrifar um það umstang sem fylgir því að endurnýja vegabréf » Ádrepa vegna reglu-gerðar sem skyldar fólk til að fljúga heims- endanna á milli til að sækja um ný vegabréf. Ómar Valdimarsson Höfundur er starfsmaður Alþjóða- sambands Rauða krossins og Rauða hálfmánans í Afríku. Skólavörðustíg 21, Reykjavík sími 551 4050 Glæsileg brúðarrúmföt í úrvali Baldursnes 6, Akureyri | Suðurlandsbraut 20, Reykjavík | Sími 588 0200 | www.eirvik.is vi lb or ga @ ce nt ru m .is CPes 4613 Stærð: h 184 sm/ br 75 sm/d 63 sm Kælir: 337 ltr / Frystir: 95 ltr Orkuflokkur A+ Stálklæddur Verð áður kr. 285.100 stgr. Frábært tilboð 75 sm breiðir Liebherr kæliskápar kr. 199.570*stgr. *Tilboðið gildir meðan birgðir endast. AFSLÁTTUR 30% Opið virka daga frá kl. 10-18, laugard. frá kl. 10-16 • Pelskápur • Rúskinnskápur • Ullarkápur • Leðurkápur • Úlpur • Ullarsjöl • Hanskar og húfur Mörkinni 6, sími 588 5518. Í jólapakkann fyrir ungu stúlkuna, mömmuna, ömmuna og langömmuna Kynbundinn launamunur Aðferðir til úrbóta Ráðstefna 23. nóvember 2007 Jafnréttisstofa í samstarfi við Ár jafnra tækifæra og félagsmálaráðuneytið efnir til ráðstefnunnar Kynbundinn launamunur - Aðferðir til úrbóta þann 23. nóvember kl. 13-16 í Sunnusal Hótel Sögu. Kynntar verða niðurstöður rannsóknar á kynbundnum launamun sem unnin var upp úr gögnum Hagstofu Íslands um atvinnutekjur þjóðarinnar. Í rannsókninni voru skoðaðar atvinnutekjur og heildartekjur kynjanna, eftir hjúskaparstöðu, aldri og búsetu. Einnig verða ræddar ólíkar aðferðir sem notaðar hafa verið til að vinna bug á þeim vanda sem kynbundinn launamunur er. Dagskrá: 13:00 Jóhanna Sigurðardóttir, félagsmálaráðherra, setur fundinn 13:10 Tekjumunur karla og kvenna: Upplýsingar úr skattframtölum Ingólfur V. Gíslason, sviðsstjóri rannsóknarsviðs Jafnréttisstofu. 13:45 Kynjavöktun í aðdraganda kjarasamninga Maríanna Traustadóttir, jafnréttisfulltrúi ASÍ 14:05 Áform og aðgerðir - til að greina og eyða kynbundnum launamun Sigríður Lillý Baldursdóttir, starfandi forstjóri Tryggingarstofnunnar 14:25 Kaffihlé 14:45 Tala minna - gera meira Ingibjörg Óðinsdóttir, forstöðumaður mannauðssviðs Skýrr 15:05 Markvissar aðgerðir skila árangri Anna Jörgensdóttir, starfsmannastjóri Hafnarfjarðarbæjar 15:25 Pallborðsumræður Fundarstjóri: Mörður Árnason Ráðstefnan er öllum opin og aðgangur er ókeypis
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.