Morgunblaðið - 22.11.2007, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 22.11.2007, Blaðsíða 38
38 FIMMTUDAGUR 22. NÓVEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Stefanía LórýErlingsdóttir fæddist í Sandgerði 27. október 1935. Hún lést á Tenerife á Kanaríeyjum 7. nóvember síðastlið- inn. Foreldrar henn- ar voru hjónin Er- lingur Jónsson vélstjóri, f. 3.4. 1908, d. 24.8. 1957 og Helga Eyþórsdóttir húsmóðir, f. 28.1. 1912, d. 3.12. 1993. Systkini Lórýjar eru: Jóna Margrét, f. 1930, Ólafía Þórey, f. 1932, Jón Grétar, f. 1933, d. 1996, Einar Haukur, f. 1934, d. 1935, Ingibjörg, f. 1938, Sjöfn, f. 1949 og fóstursystir Oddný S. Gestsdóttir, f. 1940. Stefanía Lórý giftist 11.12. 1955 Sigurði Sverri Einarssyni raf- virkja, f. 27.5. 1934. Foreldrar hans voru hjónin Einar Bjarnason for- maður og síðar kaupmaður, f. 23.4. 1896, d. 13.7. 1952, og Ástríður Sveinbjörg Júlíusdóttir versl- unarmaður, f. 10.7. 1910, d. 10.1. 1990. Lórý og Sigurður bjuggu all- an sinn búskap í Keflavík. Börn þeirra eru: 1) Sigurður Júlíus, f. 24.9. 1954, kvæntur Mörtu V. Svav- a) Karítas Lára, f. 1997. Dóttir Pál- ínu og fósturdóttir Rafnkels er: b) Nína Rún Bergsdóttir, f. 1990. Stefanía Lórý var fædd og upp- alin í Sandgerði, gekk þar í barna- skóla og tók snemma þátt í at- vinnulífinu eins og tíðkaðist á þeim tíma. Á unglingsárum réð hún sig í vist til Reykjavíkur og gekk þá í kvöldskóla KFUM og K. Útskrif- aðist sem gagnfræðingur frá Núps- skóla í Dýrafirði 1953. Hún rak eig- in verslun, verslunina Elsu í Keflavík, á árunum 1960-1970. Vann við verslunarstörf hjá Ís- lenskum markaði á Keflavík- urflugvelli á árunum 1970-1983. Hóf nám í Fornámi sjúkraliða í Miðbæjarskólanum í Reykjavík 1983-1984 og tók Sjúkraliðapróf frá Sjúkraliðaskóla Íslands 1985. Hún fór á ýmis námskeið tengd starfi sínu sem sjúkraliði, einnig tók hún eina önn í öldrunarhjúkrun við Fjölbrautaskólann í Ármúla. Hún starfaði sem sjúkraliði á Vogi árin 1987-1988 og á Sjúkrahúsi Suðurnesja 1985-1995. Lórý var fé- lagslynd og hafði ánægju af að taka þátt í starfi Félags eldri borg- ara á Suðurnesjum. Hún var for- maður ferðanefndar í nokkur ár og fór þá í hópferðir bæði innanlands og utan. Lórý var ritari og síðan formaður Púttklúbbs Suðurnesja í mörg ár og starfaði í honum til dauðadags. Einnig söng hún í Eld- eyjarkórnum og var í stjórn hans. Lórý verður jarðsungin frá Keflavíkurkirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 14. arsdóttur, f. 23.11. 1951. Þeirra börn eru: a) Svava Mar- grét, f. 1980. b) Einar Freyr, f. 1982, unn- usta Hlíf Árnadóttir, f. 1981. c) Gylfi Már, f. 1987, unnusta Sara E. Haynes, f. 1987. 2) Helga Ellen, f. 7.10. 1955, gift Benjamín Guðmundssyni, f. 3.9. 1957. Þeirra börn eru: a) Auður, f. 1980. b) Lórý, f. 1983, sam- býlismaður Diego Pagliaro, f. 1982. c) Guðmundur, f. 1987. 3) Ólafía Þórey, f. 8.1. 1958, gift Hallgrími I. Guðmundssyni, f. 14.6. 1957. Þeirra börn eru: a) Guð- mundur Rúnar, f. 1975, sambýlis- kona Guðrún Kristinsdóttir, f. 1974. Þeirra barn er Ólafía Rún, f. 2007. Fósturdóttir Guðmundar Rúnars og dóttir Guðrúnar er Berglind Ásta Kristjánsdóttir, f. 1999. b) Stefán Sverrir, f. 1979. c) Ingi Þór, f. 1992. 4) Ásta Rut, f. 26.8. 1968, í sambúð með Þórhalli Sveinssyni, f. 8.4. 1970. Þeirra börn eru: a) Elva Björk, f. 1993. b) Sig- urður Már, f. 1999. 5) Pálína Hild- ur, f. 17.8. 1972, gift Rafnkeli Jóns- syni, f. 27.5. 1964. Þeirra barn er: Ég kveð móður mína með söknuði og sorg í hjarta og minnist hennar fyrst og fremst með þakklátum huga fyrir ómetanlega nærveru á lífsleið minni. Undanfarnar vikur hafa verið erfiðar en við, ættingjar mömmu og vinir, höfum sefað sorg okkar með dýrmætum minningarbrotum um hugljúfa og skemmtilega mann- eskju. Við systkinin áttum því láni að fagna að fá góða og samhenta for- eldra í vöggugjöf sem umvöfðu okk- ur ást og umhyggju frá fyrsta degi. Í foreldrahúsum fengum við gott veganesti sem við búum að alla ævi. Fyrir það erum við þakklát því slíkt er ekki sjálfgefið. Mamma var sérlega glaðlynd og lífsglöð manneskja. Hún var vinsæl og vinmörg og naut þess ríkulega að vera innan um annað fólk, ættingja og ástvini. Þegar fjölskyldan kom saman var hún drifkraftur gleði og glaðværðar. Frásagnargáfa hennar var í sérflokki. Mamma bjó yfir mikilli mann- gæsku og var alltaf boðin og búin til að hjálpa öðrum. Margur samferða- maðurinn upplifði náungakærleik hennar og vinarþel á erfiðum stund- um. Ég vil þakka eiginkonu minni fyrir ræktarsemi og tryggð við mömmu. Marta umvafði hana ást og virðingu og aldrei bar skugga á einlæga vin- áttu þeirra. Flestum stundum minntu þær fremur á samrýmdar, sí- hlæjandi systur en tengdamóður og tengdadóttur. Þá átti mamma ákaf- lega gott samband við börnin mín sem ég þakka og varðveiti. Pabbi minn sér á eftir lífsförunaut sínum til 55 ára. Missir hans er mik- ill. En mamma þarf ekki að hafa áhyggjur því hann er og verður í góðum höndum fjölskyldunnar. Ég kveð einstaka móður og dýr- mætan vin. Við eigum mörg um sárt að binda við fráfall mömmu en get- um öll glaðst innilega yfir gæfuríku lífshlaupi hennar sem við megum gjarnan hafa að leiðarljósi í lífi okk- ar. Sigurður J. Sigurðsson. Mig langar með nokkrum orðum að minnast elskulegrar móður minn- ar, sem nú er fallin frá. Við trúum því varla að hún skuli vera farin frá okk- ur. Hún sem var okkur öllum svo kær. Mamma var lífsglöð að eðlisfari og kunni að njóta lífsins. Hún hafði mikla frásagnargleði og naut þess að vera innan um fólk. Hún var dugleg í starfi eldri borgara á Suðurnesjum, t.d. í púttklúbbnum og kórastarfi. Þá hafði hún mikið yndi af því að ferðast, jafnt innanlands sem utan. Á stundu sem þessari er því gott að hugsa til allra góðu samverustund- anna sem við áttum saman og fyrir þær ber að þakka. Minningarnar eru margar. Þegar ég kom til Keflavíkur í heimsókn til mömmu og pabba, tók mamma yf- irleitt á móti mér annaðhvort með hlýjum inniskóm eða sokkum, vit- andi hversu fótköld ég er. Ég hugsa með hlýhug og þakklæti til ferming- ardags Elvu Bjarkar, dóttur minnar, sem var sl. vor. Mamma stóð sig svo vel þegar að hún kynnti Elvu áður en hún spilaði á fiðluna, stolt af barna- barninu sínu, og svo fín eins og alltaf. Hún og pabbi komu heim með okkur eftir veisluna og sátu hjá okkur fram eftir kvöldi og samglöddust okkur. Á Ljósanótt, sem haldin var í sept. sl., fór ég ásamt fjölskyldu minni til mömmu og pabba, að venju á þessum degi. Eftir kvöldmat héldum við fjöl- skyldan niður í bæ, að kíkja á mann- lífið. Þegar að líða tók á kvöldið hringdi mamma í okkur og náðum við að hittast í mannþrönginni. Ég hélt í hönd hennar þegar flugelda- sýningin stóð yfir, sú stund er mér dýrmæt í minningunni. Ótal fleiri góðar minningar á ég um elsku mömmu, sem ég geymi í hjarta mínu. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V.Briem) Það að ég skyldi fá að vera hjá henni síðustu dagana í lífi hennar og að pabbi skyldi hafa verið hjá henni þegar að hún fór, þykir mér ómet- anlegt. Þau áttu samleið í tæp 55 ár. Hún átti trúna á Jesúm Krist í hjarta sínu og við vitum að hún er nú komin heim til Drottins. Við biðjum góðan Guð að styrkja okkur öll á þessum erfiðu tímum. Hvíl í Guðs friði, elsku mamma mín. Þín dóttir Ásta Rut. Minning um mömmu. Það er svo margt sem minningarnar geyma og margar stundir þegar að er gáð. Er ég og mamma ræddum ýmsa heima þá alltaf gat ég fengið hennar ráð. Hún margt mér kenndi, miklu hafði að deila um það hvernig lífsins gangur er. Aldrei of seint að eflast, lifa og læra og láta ávallt gott eitt leiða af sér. Hún var mér stoð og stytta er á reyndi í ófá skipti aðstoð veitti mér. Hún sínum eigin erfiðleikum leyndi og aldrei nokkurn tíma hlífði sér. Nú ertu farin frá mér elsku mamma ég finn að harmur nístir hjarta mitt. Og börnin bíða þess að besta amma birtist á ný með bjarta brosið sitt. Þú lokið hefur lífsins amstri og puði ljúfsárar minningarnar fram ég dreg. Ég veit þú situr nú í sátt hjá Guði Stefanía Lórý Erlingsdóttir Elsku Nonni frændi. Það var á laugar- degi sem ég fékk sím- tal frá mömmu þar sem hún sagði mér að þú hefðir sofnað svefninum langa. Eftir sat ég stjörf við stýrið og tárin streymdu niður kinnarnar. Nonni litli spurði hvað væri að og ég sagði honum að þú værir farinn upp Jón Pálmar Ólafsson ✝ Jón PálmarÓlafsson fædd- ist á Stokkseyri 10. október 1947. Hann lést á heimili sínu 8. september og var útför hans gerð frá Kapellunni í Hafn- arfjarðarkirkju- garði 14. sept- ember. til Guðs. Hann nafni minn, svaraði litli þá. Þetta svar fékk mig til að brosa í gegnum tár- in. Þú hafðir alltaf kallað hann nafna þinn. Alltaf vildir þú vita hvað væri að frétta af nafna, hafðir oft gaman af fyndnum athugasemdum hjá honum. Húmor var nefnilega það sem fylgdi þér alla þína tíð og á ég margar minn- ingar af Hvaleyrar- brautinni þar sem þú varst að stríða mér. Takk fyrir allar góðu minning- arnar. Hvíl í friði. Elsku Villi, við vottum þér samúð okkar. Siggerður og nafni litli. ✝ Eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, KATRÍN GUÐMUNDSDÓTTIR, Eyrargötu 29, Siglufirði, sem lést á Heilbrigðisstofnun Siglufjarðar miðviku- daginn 14. nóvember, verður jarðsungin frá Siglu- fjarðarkirkju kl. 14.00 laugardaginn 24. nóvember. Fyrir hönd aðstandenda, Páll Gíslason, Ólöf Pálsdóttir, Ari Már Þorkelsson, Jóhanna Pálsdóttir, Þorsteinn Haraldsson, Guðmundur Pálsson, Ágústa Pálsdóttir, Böðvar Eggertsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Elskuleg eiginkona, móðir, tengdamóðir, amma og systir, KATRÍN ÞÓRÐARDÓTTIR WALLACE, lést í Bandaríkjunum. Bálför hefur farið fram. Robert T. Wallace, John Wallace, Nancy Wallace og synir, Thor Wallace, Missy Wallace, systkini og aðrir ættingar. ✝ Hjartans þakkir öllum þeim fjölmörgu sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát föður míns, afa, besta vinar, bróður og mágs, SIGURÐAR ÞORKELS GUÐMUNDSSONAR læknis, Eiðistorgi 13, Seltjarnarnesi. Sérstakar þakkir til Karlakórs Reykjavíkur og starfsfólks í Sóltúni. Jórunn Th. Sigurðardóttir, Númi Þorkell, Ingólfur Máni og Theódór Sölvi Thomassynir, Jónína Steinunn Þorsteinsdóttir, Ástríður Guðmundsdóttir, Ingvar Emilsson, Árni Þór Þorgrímsson, Gylfi Guðmundsson, Ása Hanna Hjartardóttir, Þorbjörg Guðmundsdóttir, Baldvin Ársælsson, Gerður Guðmundsdóttir Bjarklind, Sveinn Aron Bjarklind. ✝ Okkar ástkæri sonur, bróðir og barnabarn, TÓMAS INGI INGVARSSON, Miðtúni 19, Hornafirði, sem lést föstudaginn 16. nóvember verður jarð- sunginn frá Hafnarkirkju miðvikudaginn 28. nóvem- ber kl. 14.00. Þeim sem vildu minnast hans er bent á Styrktar- félag krabbameinssjúkra barna í síma 588 7555. Heiður Sigurðardóttir, Ingvar Ágústsson, Óskar Þór Ingvarsson, Auðbjörn Atli Ingvarsson, Auðbjörg Þorsteinsdóttir, Sigurður Guðjónsson Erna Þorkelsdóttir, Ágúst Guðmundsson. ✝ Ástkær eiginmaður minn og faðir okkar, ÞÓRARINN KJARTANSSON forstjóri Bláfugls, Mýrarási 15, Reykjavík, sem lést laugardaginn 17. nóvember, verður jarðsunginn frá Hallgrímskirkju mánudaginn 26. nóvember kl. 13.00. Þem sem vildu minnast hans er vinsamlegast bent á að láta hjálpar- og björgunarsveitir, Hjartavernd, Reykjalund eða aðrar hjálparstofnanir njóta þess. Guðbjörg A. Skúladóttir, Kjartan Þórarinsson, Skúli Þórarinsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.