Morgunblaðið - 22.11.2007, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 22.11.2007, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. NÓVEMBER 2007 21 sumars þegar leysingarvatn rennur til fljótsins og eins á haustin í rign- ingum. Árstíðabundnar sveiflur á rennsli fljótsins munu minnka og sömuleiðis sveiflur af völdum veð- urs. Vegna rennslisaukningar stytt- ist viðstöðutími vatnsins í Leginum um helming, eða úr einu ári í um hálft ár, en samanlögð viðstaða í Hálslóni og Leginum verður um það bil eitt ár,“ segir í bók Helga. Hann segir Jöklu almennt hafa verið talda aurugustu jökulsá lands- ins og talið að hún hafi flutt fram um 10 milljónir tonna af aur á ári. Líklegt sé að meginhluti aurburð- arsins setjist til í Hálslóni, en um 6% berist gegnum virkjunina og í Lagarfljót, eða um sexhundruð þús- und tonn á ári. Muni aur í Lag- arfljóti því fjór- til fimmfaldast. Skyggni í fljótinu hefur verið 120 til 130 cm við Lagarfljótsbrú en verður nú 50 til 60 cm. Ísar óstöðugri og vakir fleiri Talið er að kólnun í fljótinu vegna jökulvatnsins verði mest yfir sum- armánuði og fram eftir hausti, að meðaltali 0,5 gráður. Á vetrum verði kólnun nánast engin. Kólnun og aukinn aur hafa neikvæð áhrif á líf- ríki með fækkun tegunda og minnk- andi fjölda einstaklinga af öðrum tegundum, þó svo að tíminn verði að leiða slíkt í ljós. Aukið rennsli hefur áhrif á ísalög, þannig að fljótið legg- ur seinna en áður, ísar verða óstöð- ugri og vakir fleiri og stærri. Um einhverja vatnsborðshækkun verður að ræða, þó misjafnlega eftir svæð- um við Lagarfljót og var klapp- arhaft ofan við Lagarfossvirkjun sprengt burt til að rýmka farveginn. Á að sjá til hvort frekari aðgerða í farvegsrýmkun og staðbundinna varnargarða er þörf. Breytingar á grunnvatni við Lagarfljót, einkum innst og yst, við láglend votlend- issvæði gætu orðið nokkrar, jafnvel í formi skemmda á túnum í Fljóts- dal. Í bók Helga segir einnig að víst megi telja að Lagarfljót hætti að renna í núverandi Jökulsárós og grafi sér nýjan farveg beint til sjáv- ar, eins og það hafði áður fyrr, en bergvatnsáin Jökla muni aftur á móti leita þangað. Ósinn gæti þá aft- ur orðið skipgengur. Í HNOTSKURN »Jökulsá á Dal er byrjuð aðrenna í farveg Lagarfljóts og mun þess fljótlega sjá stað með því að fljótið breyti um lit og verði grábrúnna og dekkra. »Líklegt er talið að aur-burður í fljótinu fjór- til fimmfaldist og það, ásamt 0,5 gráðu meðaltalskólnun vatns- ins muni hafa áhrif á lífríki í og við fljótið og t.d. á ísalög. Egilsstaðir | Eignarnám verður gert í landi Egilsstaða II skammt frá þéttbýlinu á Egilsstöðum. Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs samþykkti á fundi sínum í gær að þessi leið yrði farin eftir að viðræður milli eigenda og sveitarfélagsins sigldu í strand vegna ólíkra hug- mynda um verð á landskikanum. Bæjarráð hafði áður samþykkt að svo yrði staðið að málum. Yfirstjórn Fljótsdalshéraðs vill, vegna nýs miðbæjarskipulags á Eg- ilsstöðum, flytja núverandi tjald- svæði úr miðbæ og yfir þjóðveg 1 að Egilsstaðakolli. Reisa á verslunar- og þjónustubyggingar þar sem nú- verandi tjaldsvæði hefur verið til margra ára. Einnig horft til nýrrar hafnaraðstöðu á Lagarfljóti Auk uppbyggingar nýs tjaldsvæð- is er sömuleiðis horft til hafnarað- stöðu við Lagarfljót, en hún er nú úti við Lagarfljótsbrú og þykir óhentug að flestu leyti, auk þess að vera fyrir þegar kemur að framkvæmdum vegna nýrrar Lagarfljótsbrúar inn- an ekki langs tíma. Talið hefur verið mikilvægt að tjaldsvæðið verði í göngufæri við miðkjarna Egilsstaða til að aðgengi ferðafólks að þjónustu og verslun sé sem best og þessi staðsetning því álitin heppileg. Málið fer nú fyrir Skipulagsstofn- un til umsagnar, en umhverfisráð- herra þarf að samþykkja eignarnám- ið. Dómkvaddir matsmenn munu svo væntanlega ákvarða bætur til land- eigenda vegna eignaupptökunnar. Sætti þeir sig ekki við niðurstöðuna verður málinu skotið til matsnefndar eignarnámsbóta til úrskurðar. Eignarnám gert í landi Egilsstaða II vegna tilflutnings á tjaldsvæði Reykjanesbær | Sigríður Jóna Jó- hannesdóttir, bæjarfulltrúi Sjálf- stæðisflokksins, var kosin aðal- fulltrúi í bæjarráð á fundi bæjarstjórnar síðastliðinn miðviku- dag. Björk Guðjónsdóttir hættir í bæjarráði en hún tók sæti á Alþingi í vor. Hún er áfram forseti bæj- arstjórnar. Á sama fundi var Garðar K. Vil- hjálmsson kosinn varmaður í bæj- arráð fyrir sjálfstæðismenn. Böðvar Jónsson er formaður bæj- arráðs og með þeim Sigríði Jónu er Steinþór Jónsson fulltrúi Sjálfstæð- isflokksins. Fulltrúar A-listans í bæjarráði Reykjanesbæjar eru þeir Guðbrandur Einarsson og Eysteinn Jónsson. Nýr fulltrúi í bæjarráði Vogar | Sveitarfélagið Vogar og Fornleifastofnun Íslands hafa und- irritað samstarfssamning til sjö ára um vettvangsskráningu fornleifa í sveitarfélaginu. Sveitarfélagið er mjög ríkt af minjum, að því er fram kemur á vef Voga, en skráðar hafa verið um 1.300 minjar. Samningurinn kveður á um að Fornleifastofnun Íslands mun skrá allar þekktar minjar á vettvangi og skila staðsetningarhnitum. Jafn- framt mun Fornleifastofnun skila skýrslum með fornleifaskrá, grein- ingu á minjaflokkum, ástandi minja og ábendingum um áhugaverða minjastaði. Bæjarstjórn bindur miklar vonir við samstarfið, en stefnt er að því að nýta upplýsingarnar til að gera minjar aðgengilegri í sveitarfé- laginu og styðja þannig við ferða- þjónustu á svæðinu. Skrá allar fornminjar D i g i t a l S o u n d P r o j e c t o r Yamaha heimabíó fæst hjá söluaðilum um land allt. Ármúli 26 / Sími 522 3000 / www.hataekni.is P IP A R • S ÍA • 7 2 3 2 0 Með einum Yamaha YSP heimabíóhátalara færðu hljóðið úr öllum áttum, fyrir framan þig, aftan - frá öllum hliðum. Aðeins einn hátalari, engir bakhátalarar eða snúrur um allt gólf. Yamaha er leiðandi í heimabíóum og með tækni, sem er upprunnin frá Yamaha (Digital Sound Projector), er hljóðbylgjunum beint á nákvæman hátt í ólíkar áttir úr einum hátalara. YSP heimabíó frá Yamaha er til í mismunandi stærðum, þú velur þá sem hentar þér best. Komdu í Hátækni og fáðu svarið við því hvaðan hljóðið kemur með Yamaha YSP. Hvaðan kemur hljóðið? YSP-1100YSP-900 Komdu og heyrðu í YSP-línunni frá Yamaha YSP-4000YSP-3000
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.