Morgunblaðið - 22.11.2007, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 22.11.2007, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. NÓVEMBER 2007 19 Kolefnisjöfnuð bók!! holar@simnet.is Íslenskar gamansögur 1 Stórskemmtileg bók. NONNI og Selma verða bestu vinir og í sjálfu sér kemur það ekki á óvart. Þau lenda jú í sama hóp fyrsta daginn í skólan- um og það sem meira er, þau eiga sama afmæl- isdag. Kennarinn heldur meira að segja að þau séu tvíburar! Í þokkabót eru þau svo ná- grannar. Það er eins og stjörnurnar segi fyrir um vináttu þeirra enda reynist hún sönn og heilmikil upp- spretta ævintýra og skemmtilegra atvika. Þau eru samt ólík um sumt, Selma er jú úr Reykjavík og skírð eftir Júróvisjónstjörnu en Nonni er frá Akureyri, þar sem sagan á sér stað, og skírður eftir samnefndri frelsishetju, en þau tengjast tryggðaböndum, sem betur fer því bæði væru þau í vandræðum án hins. Það sem gerir ævintýri söguhetj- anna jafn heillandi og raun ber vitni er kraftmikið og gamansamt sjón- arhornið og síðan stíllinn sem ein- kennist af afskaplega lifandi og lit- ríku myndmáli og almennt skemmtilegu málfari. Bókin iðar af gleði og kímni, jafnvel þegar hrika- legri hálsbólgu er lýst eða ótíma- bæru fráfalli kyrkislöngubarns. En eftirtektarverðasta dæmið um lip- urð höfundar, og þá leikandi sam- vinnu raunsæis og gleðilegra efn- istaka sem einkennir verkið, er hvernig tekið er á erfiðleikum Nonna sem á við hreyfihömlun að stríða og notast við göngugrind. Skerðingin sem fylgir „lötulöpp“ er bara einn af hlutunum sem gera líf Nonna sérstakt, höfundur sýnir að tilvera stráksa á sér endalausar víddir og það að hann þarf stundum á hjálp „Göggu“ að halda, en svo hefur hann skírt grindina, er vissu- lega ein þeirra en ekki sú mikilvæg- asta. Þetta er hoppandi skemmtileg bók um upprennandi leynilöggur og bæjarins bestu vini. Bæjarins bestu vinir BÆKUR Barnabók Eftir Brynhildi Þórarinsdóttur, Þórey Mjallhvít Heiðardóttir Ómarsdóttir teikn- aði myndir Mál og menning. 2007. 143 bls. Nonni og Selma. Fjör í fyrsta bekk. Björn Þór Vilhjálmsson Brynhildur Þórarinsdóttir ÞAÐ er kærkom- ið að fá bók eins og Kossa og ólíf- ur í hendurnar því að ekki er nærri því nóg skrifað á íslensku um raunverulega unglinga. Auðvit- að er ekki nóg að efnið fjalli um raunverulegar til- finningar og jafnvel tabú eins og hér því stíllinn þarf líka að vera aðgengi- legur eins og raunin er um stíl Jón- ínu í þessari ágætu bók. Jónína hef- ur reynslu sem blaðamaður og hefur skrifað nokkrar bækur en hún er líka leikskáld. Leikræn efnistök og lifandi samtöl lýsa ágætlega Kossum og ólífum,sem fjallar um stelpuna Önnu frá Vík í Mýrdal sumarið sem hún er sextán ára. Því er lýst hvernig Anna kynnist heimi samkynhneigðra í borginni Brighton í Englandi, því hvernig stelpa úr litlu þorpi þarf að bjarga sér í útlöndum, hvernig hún tekst á við fjarveruna frá kærastanum á Ís- landi og hvernig hún kynnist fólki víða að úr heiminum. Allt er þetta gert á nokkuð látlausan hátt með samtölum og beinum lýsingum á gjörðum og greinilegt er að höfund- ur á auðvelt með að setja sig inn í hugarheim unglinga. Hins vegar er bókin nokkuð stirð í gang vegna langra lýsinga á kossatilraunum Önnu, sem engar vekja áhuga henn- ar og lýsinga þar sem lesendur eru settir óþarflega nákvæmlega inn í aðstæður hennar heima fyrir. Eftir að farið er að lýsa utanlandsferðinni og dvölinni í Englandi dettur fram- vindan aldrei niður heldur kemst lesandi æ meir inn í hugarheim Önnu og verður forvitinn um hvern- ig hún kemur undan sumrinu. Þegar bókinni lýkur eru jafnmargar spurn- ingar í huga lesanda og Önnu sjálfr- ar sem er vel þar sem þroski sextán ára stelpu á tímamótum ætti að vera eins og opin bók. Fáum við kannski að lesa þá bók í framhaldinu? Þroskasumar BÆKUR Unglingabók Eftir Jónínu Leósdóttur Vaka-Helgafell, Reykjavík 2007. 184 bls. Kossar og ólífur Hrund Ólafsdóttir Jónína Leósdóttir BÆKUR Halldóru Kristínar Thor- oddsen, með sínum litlu sögum, sögubrotum og myndum af mann- lífinu, virðast sprottnar af lifandi frásögnum sagnamanneskju sem nýtur þess að segja frá hinu skrýtna og kímilega. Það er auð- velt að sjá fyrir sér uppistandara sem mælir í hálfkveðnum vísum og býr sögusögnum form. Eins og segir á bókarkápu ,,… er hárbeitt samfélagsrýni sett fram í þjóð- sagna- og ævintýrastíl …“ Þetta á við um suma þættina og oft er það vel gert en einkenni bókarinnar er miklu fremur hugmyndaflæði ann- álaritarans sem skrásetur sögubrot auk þess að skrá eigin skýringar þegar minnst varir. Markmiðið með þessu virðist vera að birta brotakenndar myndir af mannlífi fyrr og nú undir yfirskini skrásetn- ingarþráhyggju hins skáldaða rit- ara. Að vissu leyti nær þessi aðferð tilgangi sínum þar sem lesandi er neydd- ur til þess að botna brotin en heildarmyndin geldur fyrir. Það þýðir ekki að lesa Aukaverk- anir sem smá- sagnasafn eða til þess að reyna að skilja eðli annálaritarans en það reynir lesandi fyrst af gömlum vana. Fyrstu línur inngangsins að brotunum eru svona: ,, Enginn má sköpum renna … Glundroð- inn vellur fram, eðli sínu samkvæmur, storknar fyrir niðurbrot ýmist í apal eður hellu. Fáránlega árátta að reyna að koma böndum … á óhöndlanlega ringulreiðina. Ringulreiðin, sem stundum er skemmtileg og stundum of mikil, einkennir efni og byggingu bókar- innar til viðbótar því sem stíllinn er ýmist leikandi léttur eða stirður úr hófi. Dæmi um stirðleikann er í frásögninni af steinunum sem tala. Þar er fjallað um að allur texti mannkynsins lendi á fjarlægri stjörnu. Hugmyndin er fyndin en úrvinnslan langorð og stirð: ,,Í stöðu þeirri, sem við þeim blasti eftir eyðilegginguna, dugðu illa þær leifar upplýsinga sem enn dönsuðu um fáein heilahveli og blasti nú við úrkynjun og afskræm- ing hins mikla texta ellegar endur- fæðing hans á núllpunkti.“ (bls. 20) Dæmi um ljóðrænan og leikandi stíl sem oft má finna hjá Halldóru er brotið „Tegundausli“; lagt út af þjóðsögunni um stúlkuna sem vissi innst inni að hún væri selur: ,,Stúlkuna sárlangaði að svamla í öldunni köldu með froðu um gran- ir. Velta sér í fjöru, sitja á söltum hleinum með salt í blóði og salt- bragð í munni … Sárlega saknaði hún dindils síns, prýði hverrar kæpu.“ (53) Það er margt vel gert í bók Hall- dóru og eitt af því er að birta hið brotakennda, óbeislaða flæði hug- mynda og brota en í því felst líka galli bókarinnar, því að betur hefði mátt velja og hafna. Skemmtisögur í heilu og hálfu BÆKUR Sögur Eftir Halldóru Kristínu Thoroddsen Teikningar eftir Jón S. Thoroddsen Ormstunga, Reykjavík 2007. 119 bls. Aukaverkanir Hrund Ólafsdóttir Halldóra Kristín Thoroddsen ,,FYRIR kemur að hún er altekin eftirsjá. Það þarf ekki annað en mynd frá liðnum tíma komi í hugann eða endurminning vonar sem hafði brugðist og það kemur yfir hana. Stundum eins og aðkenning missis, en stundum seytlar eftirsjáin um lík- ama hennar eins og beiskur safi sem brennir hana að innan. Nánast allt getur orsakað þessa römmu kennd, bæði það sem hún hefur lifað en aðallega það sem hún hefur látið vera að lifa. (Bls. 32) Bókartitillinn Tímavillt lýsir vel aðalpersónu annarrar skáldsögu Berglindar Gunnarsdóttur. Í tilvitn- uninni hér að ofan kemur einnig vel fram hvernig persónan lifir í hugs- unum og minningum um liðinn tíma eða þrá eftir ókomnum tíma en auk þess er áberandi hér sú ljóðræna íhugun sem einkennir alla bókina. Berglind er einkum þekkt fyrir ljóð sín og ljóðaþýðingar og skáldsagan Flugfiskur, sem kom út árið 1992, var einkar ljóðræn; þar var kafað inn á við í huga konu sem barðist við djúpar tilfinningar. Svo er einnig í nýju skáldsögunni sem fjallar um þrjátíu og sex ára einmana konu. Í báðum þessum ljóðrænu skáldsög- um horfir lesandinn á djúpar tilfinn- ingar með augum eins ljóðmælanda; aðalpersónunnar. Í nýju bókinni er þetta enn betur gert hjá Berglindi en í þeirri fyrri. Sagan er sem sam- fellt prósaljóð sem lýsir hugar- ástandi fremur en hefðbundin skáldsaga. Skáldsögur eru með ýmsu móti og Tímavillt er svo sannarlega skáldsaga líka. Henni er skipt í fjóra hluta sem heita Búðin, Bókasafnið, Ástin og Fallið. Innan hvers hluta eru margir stuttir kaflar. Fyrsti hlutinn fjallar um bernskuminningar kon- unnar, þar sem hún reynir að skilja foreldra sína og finna skýringar á einmanaleik sínum allt aftur í bernsku. Annar hluti er um fábreytt líf hennar sem fullorðinnar, sá þriðji um hvernig hún finnur ástina í fyrsta sinn og sá þriðji er um hvern- ig hún vinnur úr þessari ást. Tilfinn- ingar aðalpersónunnar sem Berg- lind lýsir eru djúpar, einlægar, fallegar, gleðilegar og sorglegar en umfram allt er þeim lýst mjög ljóð- rænt og næstum alltaf er ókomin sorg yfirvofandi: ,,… eins og ekkert sé til nema heitir og yfirkomnir lík- amar þeirra fléttaðir saman í þrá sem blandast kvöl yfir að verða aftur aðskildir. (59) Ástin er vonin og lífs- neistinn sem lesandi vonar að bjargi aðalpersónunni frá depurðinni en heildarmyndin, sagan öll, með sál- fræðilegri leit að skýringum veldur því að ekkert er eðlilegra en að svo verði ekki. Tímavillt er dapurleg, falleg saga höfundar sem óttast ekki að snerta lesendur í hjartastað með einlægni sinni. Inn á við BÆKUR Skáldsaga Eftir Berglindi Gunnarsdóttur Ormstunga, Reykjavík 2007. 108 bls. Tímavillt Hrund Ólafsdóttir Berglind Gunnarsdóttir HÖFUNDURINN skrifar átta ára syni sínum, Gabríel, bréf og vonast til að hann lesi þau síðar meir sem fulltíða maður. Snáðinn er átta ára þegar bréfin eru skrifuð, nú þrett- án, og yngstur fjögurra systkina. Hann er einhverfur og það ein- stakur að faðir hans segist hafa lært meira og dýpra um tungumálið, möguleika þess og uppbyggingu af samræðum við þann stutta heldur en af starfi sínu sem bókaútgefandi til margra ára. Gabríel spyr út í eitt, af hverju, og krefst svara og vill að samhengi sé rétt og satt. Hann er hugsandi vera – leyfir sér þó stund- um að hugsa hugsun í burtu. Ráð sem hann gaf föður sínum eitt sinn þegar hann var í þungum þönkum og losaði hann úr þeim greipum. Gabríel leitar uppi orð af sér- stakri nákvæmni fyrir hvaðeina og hefur sérstaka þörf fyrir röklegt samhengi – að orð séu nk. fasti. „Hann brosir góðlátlega að for- eldrum sínum þegar þau segja að það hafi verið „smurt“ ofan á verðið eða ein- hver hafi verið „malaður“ í kapp- leik.“ (30). Hann kann ekki að dylja hugsanir sínar og spyr þann feita úti á götu hátt og snjallt af hverju hann borði of mikið þegar hann viti að það sé óhollt. Sumir bregðast illa við drengnum og foreldrarnir fá það stundum óþvegið. Þau læra að byggja upp varnir sem duga oft en ekki alltaf. Sjálfur skilur hann ekki misskiln- ing, brotnar saman undan honum – því það eru svik og þá skipast veður í lofti. Um er að ræða sársauka þess sem hefur ekki hæfni til að skilja margræðni orða og eða yfirfærslu. Faðir hans líkir honum að því leyt- inu til við bókstafstrúarmenn. Gabríel sárbiður um lækningu. For- eldrar hans taka afstöðu og vita sínu viti. Þau elska strákinn sinn, eru hreykin af honum og vita að „hann er ekkert venjulegt peð í manntafl- inu“. (40) Fjölskyldan býr við skerjagarð á vesturströnd Noregs. Drengurinn þeirra er í almennum skóla, tekur að vísu „fávitarútuna“ og veit að hann er öðruvísi en hin – alltaf, en þó aldeilis ekki – því fá lesendur að kynnast. Hann kemur svo sannar- lega á óvart – í tíma og ótíma. Um kennarana hans segir höfundur á þá leið: „Þau segjast bara vera að vinna vinnuna sína en fara svo á námskeið um helgar til að skilja drenginn okkar. Þau eiga skilið orð- ur – en fá þær ekki, þakklæti okkar er aftur á móti fínpússað og fag- urgljáandi og það fær þetta fólk svo sannarlega“. (67) Faðir Gabríels skrifar okkur inn í heim hans og þroskasögu þeirra feðga og takmarkanir – á það magn- aðan hátt að þeir tveir setjast að í huga lesenda. Þýðingin er ágæt – það er ekki spurning. Setningar eru oft svo langar að það vekur furðu manns en það venst vel og hentar hugsun höf- undar. Eftirmálinn um einhverfu er góður og skilar sínu. Sérstök og hrífandi bók um feðga BÆKUR Þroskasaga Eftir Haldan W Freihow Mál og menning. 2007. 172 bls. Íslensk þýðing: Sigrún Árnadóttir. Þýðing á eftirmála um einhverfu: Berglind Brynj- ólfsdóttir Kæri Gabríel – bréf Friðbjörg Ingimarsdóttir Haldan W. Freihow Fréttir á SMS AÐALSTEINN Ásberg Sigurðsson les upp úr ljóðabókinni Hjartaborg í bókabúðinni Iðu kl. 20.30 í kvöld. Honum til fulltingis verður Sigurð- ur Flosason á saxófón, en þeir fé- lagar hafa töluvert unnið saman að tónlist undanfarin ár. Hjartaborg, sem Dimma gefur út, er sjöunda ljóðabók Aðalsteins Ásbergs sem auk þess hefur gefið út fimm bækur með ljóðaþýðingum, þeirra þekktastar eru líklega bæk- ur Hals Sirowitz, Sagði mamma og Sagði pabbi. Hjartaborg og saxófónn í Iðu Morgunblaðið/Árni Sæberg Djassljóð Aðalsteinn Ásberg og Sigurður Flosason verða saman í Iðu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.