Morgunblaðið - 22.11.2007, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 22.11.2007, Blaðsíða 39
og sæl þar lítur yfir farinn veg. (V.Á.G.) Takk fyrir allt, elsku mamma Þín dóttir Pálína Hildur. Mig langar að minnast með örfáum orðum kærrar tengdamóður minnar og vinkonu sem horfin er á braut allt of fljótt. Ekki grunaði mig er við hjónin fór- um á Vatnsnesveginn hinn 2. október sl. að kveðja tengdaforeldra mína og óska þeim góðrar ferðar til Tenerife, að það yrði í síðasta skipti sem ég hitti hana Lórý. Lórý var vel gefin og greind kona, falleg að utan sem innan. Kærleik- urinn og ljúfmennskan geislaði af henni og alltaf var hægt að treysta á hana. Hún var mikil félagsvera og var oft glatt á hjalla og mikið hlegið þar sem hún kom og skopskyn hennar naut sín. Ég er þakklát fyrir að hafa fengið að kynnast Lórý og eiga með henni samleið í tæp 30 ár. Vel var tekið á móti mér er ég kom fyrst í heimsókn til tilvonandi tengdaforeldra minna og fann ég strax að ég var velkomin. Hefur sú tilfinning fylgt mér æ síðan ásamt því að böndin hafa styrkst jafnt og þétt. Lórý var mjög annt um fjölskyldu sína alla og barnabörnin hændust að henni. Erfitt verður að fylla upp í það tómarúm sem hún skilur eftir sig þar sem hún var svo stór hluti af lífi okk- ar. Á stórum stundum í lífi okkar fjöl- skyldunnar, ánægjulegum sem erfið- um, stóð Lórý við hlið okkar og veitti okkur ómetanlegan stuðning og var ávallt reiðubúin að aðstoða þegar á þurfti að halda. Lórý var afar smekkvís kona og ber heimili þeirra hjóna þess merki. Henni var umhugað um að líta vel út og dáðist ég oft að því hvað hún gat puntað sig þótt tilefnið væri lítið. Það lýsir því kannski best þegar Svava Margrét, dóttir mín, sagði lítil um ömmu sína hvað hún væri alltaf fín og allt væri í „stíl við stíl“ hjá henni. Ég á ótal minningar um Lórý sem rifjast upp og munu ylja mér um ókomna tíð, svo sem um Bláa lóns- ferðirnar, pitsukvöldin á föstudögum og jólaboðin. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð. Þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir.) Ég kveð þig með þeim orðum sem þú notaðir svo oft ef um ferðalag eða lengri aðskilnað var að ræða. Guð geymi þig, elsku Lórý mín. Marta V. Svavarsdóttir. Dýpsta sæla og sorgin þunga svífa hljóðlaust yfir storð. Þeirra mál ei talar tunga tárin eru beggja orð. (Ólöf Sigurðardóttir frá Hlöðum.) Í dag kveðjum við ömmu Lórý okk- ar. Okkur er orðafátt en söknuðurinn er mikill. Við höldum áfram með það að leiðarljósi að njóta lífsins eins og amma hefði gert. Minningin um ást- kæra ömmu lifir áfram í hjörtum okk- ar. Auður, Lórý og Guðmundur. Yndisleg amma mín hefur kvatt okkur, aðeins 72 ára að aldri. Þó svo að við séum meðvituð um að lífið taki enda þá er það mikið áfall þegar ein- hver nákominn fellur frá. Ég er enn að bíða eftir því að þú komir heim úr fríinu en það gerist víst ekki. Við verðum smátt og smátt að sætta okk- ur við það að þú sért farin frá okkur en einhvern veginn verður allt svo öðruvísi með skyndilegu fráfalli þínu. Lífið verður ekki samt án þín, elsku amma mín. Síðasta samverustundin okkar var hinn 22. september sl. Það var dag- inn áður en ég fluttist til Þýskalands. Það má segja að sú máltíð hafi verið táknræn fyrir okkur þar sem við snæddum áramótamáltíðina saman. Þetta kvöld kvaddi ég það liðna með þér án þess að vita það. Að sjálfsögðu hefði ég viljað koma heim við annað og skemmtilegra tilefni en við erum enn og aftur minnt á það að það er einhver annar en við sem ræður ferðinni í þessu lífi. Við munum ekki hlæja oftar sam- an, amma mín, en hlátur þinn, húmor og lífsgleði lifir í hjörtum okkar. Fyr- ir mig er nóg að hugsa um skemmti- lega hláturinn þinn og þá er ég farin að hlæja. Það var alltaf svo gaman að vera í kringum þig og það sást langar leiðir hversu gaman þú hafðir af að vera innan um fólk og skemmta þér. Það má segja að nú hafi fjölskyldan misst aðalskemmtikraftinn sinn ásamt auðvitað manneskjunni sem hefur haldið henni saman. Þú varst engin venjuleg amma. Það var hægt að gera allt með þér. Ég hef oft hugsað það í gegnum tíð- ina að svona amma myndi ég vilja verða. Ég stend við það. Bláa lóns- ferðirnar verða ekki fleiri með þér en þær voru ófáar ferðirnar okkar sam- an og þær munu seint gleymast. Ættfræði var eitt af áhugamálum þínum og var ótrúlegt hversu líflegar umræðurnar gátu orðið eingöngu út frá ættfræðinni. Ég vona auðvitað að ég hafi lært eitthvað af þér þar. Orð eins og umhyggja og vænt- umþykja koma upp í hugann þegar ég hugsa um ömmu. Það var sama hvort hún var að tala um fjölskyld- una eða vini sína, hún bar hag fólks- ins síns fyrir brjósti. Alltaf hafðir þú líka ráð handa mér þegar svo bar undir. Nú segir mér enginn t.d. að setja silkiklút um hálsinn þegar ég verð veik. Það er sárt að missa þig en jafn- framt svo óendanlega gott að hugsa um allar stundirnar með þér. Þær voru svo góðar og við áttum svo mik- ið með því að hafa þig á meðal okkar. Þú naust lífsins líka út í ystu æsar sem sést kannski best á því að þú átt- ir tvær flugferðir bókaðar þegar þú féllst frá. Það er ekki hægt að segja annað en að maður sé ríkari eftir að hafa kynnst þér, amma mín, og ég mun reyna að hafa það að leiðarljósi að brosa í gegnum tárin. Það verður erfitt en þú hefðir ekki viljað hafa það öðruvísi. Elsku afi minn, missir þinn er sárastur en við styðjum hvert annað í þessari miklu og skyndilegu sorg og yljum okkur við ljúfar og skemmtilegar minningar. Elsku amma mín, takk fyrir sam- veruna og allt sem þú gerðir fyrir mig. Þín Svava Margrét. Elsku amma mín. Ég á ótrúlega bágt með að skilja að þú sért farin frá okkur. Þetta er allt svo óraunverulegt enda átti eng- inn von á því að þú færir strax. Við eigum þó margar góðar minningar sem gott er að rifja upp á þessum erfiðu tímum. Ég er ólýsanlega þakklát fyrir það að þú skyldir hafa náð fermingunni minni nú í vor. Þú varst svo fín og flott og hélst m.a.s. smá ræðu sem pabbi tók á vídeó. Myndirnar sem teknar voru í veislunni á ég eftir að passa vel alla ævi, af mér á milli ykk- ar afa og líka bara af mér og þér. Í fermingargjöf gáfuð þið mér m.a. fal- legan kross sem er mér ákaflega dýrmætur, og Biblíu með fallegri áletrun fremst. Þú hafðir alltaf mik- inn áhuga á því sem aðrir voru að gera, spurðir mikið og kunnir að samgleðjast. Gott dæmi um það er að þið afi komuð nánast alltaf á tónleika í kirkjunni þegar ég spilaði á fiðluna. Við eigum eftir að sakna þín svo sárt, en trúum því að þú sért á góð- um stað. Það huggar okkur að vita að þú varst trúuð og vissir að það væri eitthvað meira eftir þetta líf. Nú ert þú verndarengillinn okkar, elsku amma. Guð geymi þig og varðveiti. Við biðjum góðan Guð að blessa afa og styrkja okkur öll í sorginni. Við hittumst seinna, elsku amma mín. Þín Elva Björk. Gegnum Jesú helgast hjarta í himininn upp ég líta má. Guðs míns ástar birtu bjarta bæði fæ ég að reyna og sjá. Hryggðarmyrkrið sorgar svarta sálu minni hverfur þá. (Hallgrímur Pétursson.) Í dag kveðjum við elskulega syst- ur okkar og mágkonu, Stefaníu Lórý Erlingsdóttur. Óvænt og ótímabær brottför hennar úr þessum heimi skilur eftir sig mikinn söknuð og sorg, en stutt ferð í sólina til undirbúnings fyrir veturinn endaði á annan veg en til stóð. Hún undi sér í sólinni og hit- anum og til sólarlanda fóru þau hjónin svo oft sem auðið var, bæði með fjölskyldu og vinum. Eftir standa minningarnar ljúfar og kærleiksríkar, þar sem elskusemi og glaðværð var ríkjandi. Góða skapið, hlýja og áræði voru eigin- leikar sem alltaf fylgdu henni í öllu því sem hún tók sér fyrir hendur og náði til allra þeirra sem hún átti samskipti við á lífsleiðinni. Lórý og Siggi fundu hvort annað, eignuðust fimm yndisleg börn og eiga stóran hóp afkomenda, og þeirra er missirinn mestur. Við biðj- um algóðan Guð að gefa þeim styrk og huggun í sorginni. Í friði leggst ég til hvíldar og sofna, því að þú, Drottinn, lætur mig búa óhultan í náðum. (Davíðssálmur 4:9) Systur, fóstursystir og mágkona. Elsku frænka mín. Ég kveð þig, hugann heillar minning blíð, hjartans þakkir fyrir liðna tíð, lifðu sæl á ljóssins friðar strönd, leiði sjálfur Drottinn þig við hönd. (Guðrún Jóhannsdóttir.) Jákvæðni, glettni og góða skapið voru þitt aðalsmerki. Minningarn- arnar um þig sýna hversu gæfurík og yndisleg manneskja þú varst, og geymi ég þær um alla ævi. Ég kveð þig, elsku frænka mín, með söknuði. Elsku Siggi og fjölskylda, Guð gefi ykkur huggun og styrk. Stundin líður, tíminn tekur, toll af öllu hér, sviplegt brotthvarf söknuð vekur sorg í hjarta mér. Þó veitir yl í veröld kaldri vermir ætíð mig, að hafa þó á unga aldri eignast vin sem þig. (Hákon Aðalsteinsson) Kristín Hannesdóttir. Það voru forréttindi að fá að kynnast manneskju eins og Lórý. Ég var svo lánsöm að fá að hafa hendur í hári hennar til fjölda ára og milli okkar þróaðist mikil og einlæg vinátta. Hún var mikill orkubolti, tók þátt í öllu mögulegu félagsstarfi og var mjög virkur þátttakandi, þrátt fyrir að líkaminn væri undir- lagður í verkjum vegna mikillar gigt- ar. Það skipti hana miklu máli að vera fín um hárið við hin ýmsu tilefni og kom hún því mjög oft til mín .Það vakti ávallt hjá mér tilhlökkun að vita að Lórý ætti pantaðan tíma því létt- leikinn hennar smitaði svo út frá sér og kætti alla. Dillandi hlátur og gam- ansemi var hennar einkenni og um- hyggja fyrir okkur öllum á stofunni. Hennar er sárt saknað en minningin um einstaka konu yljar okkur öllum og fyllir gleði. Megi Guð blessa og styðja fjölskyldu hennar og aðstand- endur í sorginni. F.h. Hársnyrtingar Harðar, Halla Harðardóttir. Miðvikudaginn 7. október síðast- liðinn lést Stefanía Lórý Erlingsdótt- ir, Lórý, á spítala á Tenerife. Hér verður ekki rakinn ferill hennar að öðru leyti en því að minnast frábærra kynna af henni síðastliðin 15 ár eða svo. Ég hafði að vísu þekkt til henn- ar. Fyrstu beinu kynni mín af Lórý voru þegar hún hafði safnað í hópferð með Svenna hjá Tannaferðum á Eskifirði um Austurland þar sem gist var í Svartaskógi og farið þaðan í dagsferðir. Upp úr þessu myndaðist hópur í kringum Lórý sem á góðum stundum var kallaður Svartaskógar- gengið eða jafnvel Lórýjarklíkan. Klíkan var þó engum lokuð. Kjarninn í þessum hópi var fjórtán til tuttugu manns. Eftir þetta áttum við eftir að fara margar ferðir með Svenna, inn- anlands og utan. Flestar urðu þá ferðirnar til Grand Kanarí. Lórý var alltaf boðin og búin til að aðstoða hópinn sinn og reyndar miklu fleiri. Ófáar ferðir átti hún með sitt fólk og miklu fleiri á einkarekna heilsugæslustöð á Grand Kanarí. Það er algengt að ýmsir kvillar koma upp í slíkum ferðum. Lórý var einstak- lega lagið og ljúft að aðstoða sam- ferðamenn sína, fyrir það verður henni aldrei fullþakkað. En lengst verður Lórýjar minnst fyrir störf hennar í Púttklúbbi Suðurnesja. Þar var hún sálin og driffjöðrin nánast frá upphafi. Þótt hún væri ekki alltaf for- maður klúbbsins þá var hún sú sem dreif starfið áfram. Í þessum klúbbi eru um eitt hundrað meðlimir og alla virka daga mæta 30 til 40 manns til að pútta og spjalla. Mót eru yfirleitt tvisvar í mánuði, í þau mæta gjarnan um fimmtíu manns. Lórý hefur öllum öðrum fremur staðið í því að afla verðlauna til að veita fyrir árangur í þessum mótum. PS hefur verið for- dæmi fyrir stofnun margra pútt- klúbba hér á suðvesturhorninu. Við vorum á Tenerife í október- mánuði er Lórý veiktist og var lögð inn á spítala. Við heimsóttum hana á spítalann og vorum svo lánsöm að koma til hennar líklega síðasta sæmi- lega daginn sem hún átti. Hún var á fjögurra manna stofu þar sem fólk stoppaði stutt, einn og tvo daga. Hún lýsti þessum herbergisfélögum fyrir okkur, þar á meðal voru danskar og enskar konur og ein frá Nígeríu, sem henni þótti allfurðuleg. Einhverju sambandi náði hún við þær flestar. Fyrst og fremst ræddi Lórý þó um púttklúbbinn, hún hafði áhyggjur af því hvort búið væri að afla verðlauna fyrir næsta púttmót. Daginn eftir var Lórý flutt á gjörgæslu og eftir það var ekki kostur að heimsækja hana. Sigurður eiginmaður hennar og dæt- ur þeirra, sem komu í skyndi, máttu heimsækja hana tvisvar á dag. Það er sárt að sjá eftir slíkri gæða- manneskju, að okkur finnst á góðum aldri. Mikill er missir Sigga og allrar fjölskyldunnar þeirra. Um leið og við þökkum fyrir einstök og góð kynni vottum við Sigga og allri fjölskyldu þeirra innilega samúð okkar. Biðjum góðan Guð að styrkja þau og styðja í þessu mótlæti. Ólafur og Hrefna. MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. NÓVEMBER 2007 39 Morgunblaðið birtir minning- argreinar alla útgáfudagana. Skil | Greinarnar skal senda í gegn- um vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is – smella á reitinn Senda efni til Morg- unblaðsins – þá birtist valkosturinn Minningargreinar ásamt frekari upplýsingum. Skilafrestur | Ef birta á minning- argrein á útfarardegi verður hún að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Ef útför hefur farið fram eða grein berst ekki innan hins tiltekna skilafrests er ekki unnt að lofa ákveðnum birting- ardegi. Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur rennur út. Minningargreinar ✝ Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegs föður, tengda- föður, afa og langafa, KARLS JÓHANNS GUNNARSSONAR, Fannborg 8, Kópavogi. Guð blessi ykkur öll. Þórður Karlsson, Þórsteina Pálsdóttir, Jón Ólafur Karlsson, Elísabet Sigurðardóttir, Gunnar Már Karlsson, Matthildur Jónsdóttir, Ása Kristbjörg Karlsdóttir, Þröstur Einarsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Bróðir okkar, mágur og frændi, SIGURÐUR PÉTUR BJÖRNSSON, Silli á Húsavík, verður jarðsunginn frá Húsavíkurkirkju laugar- daginn 24. nóvember kl. 14.00. Arnviður Ævarr Björnsson, Einar Örn Björnsson, Laufey Bjarnadóttir, Hulda Björnsdóttir, systkinabörn og fjölskyldur þeirra. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma, lang- amma og langalangamma, RAGNHEIÐUR INGIBJÖRG ÁSMUNDSDÓTTIR, Bröttugötu 4 b, Borgarnesi, andaðist miðvikudaginn 21. nóvember. Jarðarförin auglýst síðar. Ásmundur Jóhannsson, Rúna Didriksen, Jóhannes Gylfi Jóhannsson, Ása Guðmundsdóttir, Björn Jóhannsson, Sæunn Jónsdóttir, Jóhann Már Jóhannsson, Guðrún Sigurbentsdóttir, Gísli Margeir Jóhannsson, Tryggvi Jóhannsson, Sesselja Björnsdóttir, barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.