Morgunblaðið - 22.11.2007, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 22.11.2007, Blaðsíða 6
6 FIMMTUDAGUR 22. NÓVEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Eftir Silju Björk Huldudóttur silja@mbl.is „ÞETTA er algjörlega byggt á mis- skilningi. Ég er undrandi á um- ræðunni, þar sem sett voru sérstök lög um þessar eignir. Í framhaldinu var ákveðið að stofna Þróunarfélag- ið um söluna á eignunum og gerður þjónustusamningur milli ríkisins og félagsins um það hvernig að sölunni yrði staðið,“ segir Magnús Gunn- arsson, formaður Þróunarfélags Keflavíkurflugvallar (ÞK). Lögin sem Magnús vísar í eru nr. 176/ 2006, en þar segir í 4. gr. að heimilt sé að „fela Þróunarfélagi Keflavík- urflugvallar ehf. að annast í umboði ríkisins umsýslu fasteigna á svæði sem koma á hið fyrsta í arðbær borgaraleg not“. Í þjónustusamn- ingnum, sem undirritaður var 8. desember 2006 og nálgast má á vef Þróunarfélagsins (kadeco.is), segir undir liðnum 5.3 að verksali (þ.e. Þróunarfélagið) skuli stefna að sölu þeirra eigna sem samningurinn fjalli um „eins fljótt og unnt er“. Telur verðið viðunandi Líkt og fram hefur komið telur Atli Gíslason, þingmaður Vinstri grænna, að sala á tæplega 1.700 íbúðum á varnarsvæðinu á Keflavík- urflugvelli standist ekki lög þar sem þær hafi ekki verið auglýstar til sölu og Ríkiskaup ekki komið að sölunni, auk þess sem íbúar allra ríkja EES-svæðisins hafi átt rétt á að kaupa eignirnar. Magnús segir í samtali við hann alrangt að eign- irnar hafi ekki verið auglýstar, því þær hafi verið auglýstar með heil- síðuauglýsingum í öllum helstu dag- blöðum landsins, þ.e. Morgun- blaðinu, Fréttablaðinu, Blaðinu, Viðskiptablaðinu og DV, í septem- ber sl. auk þess sem eignirnar hafi verið auglýstar til sölu á vef félags- ins í tæpt ár. Spurður hvort eign- irnar hafi verið auglýstar í Lögbirt- ingarblaðinu sem og á öllu EES-svæðinu svarar Magnús því neitandi og bendir á að ekki hafi verið kveðið á um það í fyrrgreind- um þjónustusamningi. Í október sl. var greint frá því að Þróunarfélagið hefði gengið frá sölu á 96 byggingum til Háskólavalla ehf. Þar væri um að ræða 1.660 íbúðir auk skrifstofu- og þjónustu- húsnæðis. Söluverð húsnæðisins er um 14 milljarðar króna. Í kvöld- fréttum Stöðvar 2 sl. þriðjudag var á það bent að eitt af þeim fyr- irtækjum sem standi að Háskóla- völlum sé í eigu bróður fjármálaráð- herra og stjórnarmaður í Þróunarfélaginu sé aðstoðarmaður sama ráðherra. Aðspurður segir Magnús fjölda aðila hafa boðið í umræddar eignir, en þegar Þróunarfélagið ákvað að selja þær Háskólavöllum hafi ann- ars vegar verið horft til þess verðs sem hægt var að fá fyrir eignirnar og hins vegar hugmyndafræðinnar, þ.e. til hvers kaupendur hygðust nota þær. „En þó margir hafi verið að bjóða í eignirnar þá var enginn annar aðili sem bauð í allan þennan fjölda eigna. Okkur fannst mjög já- kvætt að geta selt þetta allt á einu bretti,“ segir Magnús og bendir á að verðið sem Háskólavellir hafi verið að bjóða hafi verið hærra en það sem aðrir bjóðendur buðu. Bent hefur verið að á að mark- aðsverð eignanna sem Háskólavellir keyptu sé nú nánast tvöfalt hærra en þeir 14 milljarðar sem greiddir voru fyrir eignirnar. Þegar þetta er borið undir Magnús segir hann full- komlega óraunhæft að bera saman annars vegar markaðsvirði eigna í Keflavík og hins vegar á varnar- svæðinu, því í fyrsta lagi hvíli mikl- ar kvaðir og takmarkanir á notkun húsnæðisins og í öðru lagi hafi eign- unum fylgt mikil viðhaldsskylda. Hvað kvaðirnar áhrærir bendir Magnús á að félaginu hafi verið sett þröng skilyrði um söluna eignanna. „Því við máttum ekki selja þær þannig að þær hefðu neikvæð áhrif á húsnæðismarkaðinn í heild sinni.“ Spurður hvort hann telji að við- unandi verð hafi fengist fyrir eign- irnar svarar Magnús því játandi. „Ég tel að þessar eignir hafi verið seldar á fullkomlega viðunandi verði, miðað við þær kvaðir sem á þeim hvíla, í hvaða ástandi þær eru og þeim takmörkunum sem gilda um sölu þeirra næstu árin,“ segir Magnús. Ríkisendurskoðun skoðar nú níu mánaða uppgjör ÞK Hjá Sigurði Þórðarsyni ríkisend- urskoðanda fengust þær upplýsing- ar að Ríkisendurskoðun væri um þessar mundir að skoða níu mánaða uppgjör Þróunarfélags Keflavíkur- flugvallar, enda um að ræða einka- hlutafélag í 100% eigu ríkisins. Sagði hann uppgjörið nú algjörlega óháð þeirri umræðu sem fram hefur farið síðustu daga um sölu eigna ríkisins á varnarsvæðinu. Bendir hann á að það sé ávallt hluti af fjár- hagsendurskoðun stofnunarinnar að skoða hvort menn fari að lögum og reglum sem gilda. Spurður hvenær niðurstöðu uppgjörsins sé að vænta segir Sigurður sennilegt að hún liggi fyrir innan tveggja vikna. Hjá Ríkiskaupum fengust þær upplýsingar að eignasölumál ríkis- ins heyri undir fjármálaráðuneytið og var blaðamanni vísað þangað með allar frekari spurningar um málið. Einnig var bent á reglugerð nr. 206/2003 um ráðstöfun eigna rík- isins, en í 9. gr. hennar kemur fram að fjármálaráðherra getur við sér- stakar aðstæður veitt heimild til að víkja frá ákvæðum reglugerðarinn- ar varðandi framkvæmd sölu eigna ríkisins. Ekki náðist í Baldur Guðlaugs- son, ráðuneytisstjóra fjármálaráðu- neytisins, í síma í gær vegna máls- ins þar sem hann var staddur erlendis. Í svartölvupósti sem Bald- ur sendi blaðamanni benti hann hins vegar á að sérlög gangi alltaf framar almennum lögum. Sagði hann Þróunarfélaginu hafa með lög- um verið falið að leiða umsýslu og umbreytingu svæðisins, m.a. að selja eignir. Hvað aðrar spurningar blaðamanns viðkom vísaði Baldur á Þróunarfélagið. Segja sérlög gilda um sölu eigna á varnarsvæðinu Í HNOTSKURN »Alls hafa borist 44 kaup-tilboð í þau 292 mannvirki á varnarsvæðinu sem eru í um- sýslu Þróunarfélagsins (ÞK). »Áætlað fermetramagnþessara eigna er um 310.000 fm. »Háskólavellir keyptu 96byggingar, alls 155.000 fm. »Aðrir aðilar sem keypt hafaeignir á starfssvæði ÞK eru Base ehf., sem keyptu 19 bygg- ingar, Keilir, sem keypt hefur skólahúsnæði og leikskóla á svæðinu og Þjóðkirkjan, sem keypt hefur kapellu ásamt þremur íbúðum. Morgunblaðið/Ómar Varnarsvæðið gamla Nýverið samþykkti ÞK kauptilboð frá Atlantic Film Studios um kaup á 13 byggingum til þróunar á alþjóðlegu kvikmyndaveri á svæðinu. Alls hefur um 75% eigna á svæðinu verið ráðstafað. TOYOTA-UMBOÐIÐ hefur beðist afsökunar á auglýsingu sem kom í Viðskiptablaðinu í gær en þar er lyft- ari sýndur lyfta pilsi á konu og ota gafflinum í rassinn á henni. Þótti ýmsum sem þarna væri ósmekkleg auglýsing á ferðinni. „TMH Iceland ehf. – Toyota-vöru- lausnir er að stíga sín fyrstu skref í harðri samkeppni og birtum við okk- ar fyrstu auglýsingar í blöðum í þessari viku,“ segir í tilkynningu um- boðsins. „Vegna auglýsingar sem birtist í Viðskiptablaðinu í dag (21. nóvember) hafa okkur borist símtal og tölvupóstur þar sem gerðar eru athugasemdir við umrædda auglýs- ingu. Því miður hvarflaði ekki að okkur við gerð auglýsingarinnar að hún eða aðrar sem við gerðum í sömu syrpu myndu misskiljast. Við höfðum alls ekkert illt í huga og tökum að sjálf- sögðu mark á athugasemdum við- skiptavina okkar. Við hörmum að hafa sært fólk og biðjumst afsökun- ar, auglýsingin verður ekki birt aft- ur.“ Biðjast afsökunar Afturkölluð Umboðið hefur ákveð- ið að birta ekki aftur auglýsinguna. DRAGA þurfti sex metra langan Sómabát með þrjá menn um borð í til hafnar í Reykjavík, en bátinn rak í átt að Geldinganesi. Samkvæmt upp- lýsingum frá Vaktstöð siglinga/ stjórnstöð Landhelgisgæslunnar var nálægum skipum gert viðvart og héldu skólaskipið Dröfn og sand- dæluskipið Sóley tafarlaust á stað- inn. Greiðlega gekk að koma drátt- artógi frá Dröfn og yfir í bátinn sem dró hann til hafnar. Bátur varð vélarvana Eftir Davíð Loga Sigurðsson david@mbl.is HÆGT væri að kolefnisjafna allan koltvísýring (CO2) frá íslenska skipa- flotanum, alls um eina milljón tonna, með því að rækta repju hér á landi og framleiða úr henni jurtaolíu sem notuð yrði sem eldsneyti í stað dísil- olíunnar sem nú er notuð. Þetta er mat Jóns Bernódussonar, verkfræð- ings hjá Siglingastofnun, en hann flutti í gær erindi á fundi Samgöngu- ráðs um þetta efni. Jón segir nauðsynlegt að skoða möguleika á notkun lífrænna orku- gjafa og framleiðslu þeirra hér á landi. „CO2 er í raun og veru ekki eit- urefni, þú andar þessu efni frá þér hvert andartak og síðan nota jurt- irnar þetta til að nærast á og vaxa. Það sem ég er að segja og sem skipt- ir töluverðu máli er þetta: lífrænt ræktuð olía sem verður til úr jurt sem heitir repja, hana er hægt að nota á skipin. Eitt kg af dísilolíu býr til 3,16 kg af CO2. Hið sama gildir um repjuolíuna en þú þarft að rækta hana hér á landi svo um kolefnisjöfn- un geti verið að ræða.“ Bætir Jón því við að ef hægt yrði að kolefnisbinda alla kísilolíunotkun á Íslandi þá stæðu menn eftir með útblásturskvóta sem mætti nota t.a.m. til stóriðju. Jón segir það rangt að repjan geti ekki dafnað hér á landi, jurtin sé nefnilega afar harðger og menn séu þegar byrjaðir að rækta hana í Alaska og Kanada í sama augnamiði. Landrými sé nægt hér á landi svo ekki sé það fyrirstaða. Umræða þarf að fara fram Jón segir vaka fyrir honum að ýta af stað umræðu um þessi mál. „Ef þú ferð yfir í lífræna orkugjafa geturðu framleitt repju sem dugar fyrir allri notkun dísilolíu í dag, bæði skipa og bíla. Svo værirðu líka að framleiða olíuna hér á landi auk þess sem aukaafurð repjunnar – sem verður til þegar búið er að taka olíuna úr fræi jurtarinnar – má nota sem fóð- urbæti fyrir nautgripi og svín.“ Jurtaolía sem eldsneyti Rækta mætti repju hér á landi og framleiða úr henni olíu til notkunar í bíla og skip í stað dísilolíunnar sem nú er notuð Í HNOTSKURN »Hingað til hafa menn ekkitalið að hér á landi sé nógu hlýtt til að jurtin repja (ka- nóla) geti dafnað. »Repjan er hins vegar rækt-uð í miklu magni í Kanada og einnig í Alaska og í Svíþjóð. Í Kanada eru menn komnir fram með endurbætt afbrigði sem sprettur á styttri tíma. ♦♦♦ Innrettingar Dalvegi 10-14 • 200 Kópavogur Sími 577 1170 • Fax 577 1172 • www.innx.is Þinn draumur ...verður að veruleika hjá okkur X E IN N IX 0 7 10 0 23
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.