Morgunblaðið - 22.11.2007, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 22.11.2007, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. NÓVEMBER 2007 29 Konur og börn þurftu allt íeinu að sinna hlut-verkum sem þau höfðuekki fyrr á hendi,“ segir Lindora Howard-Diaware frá Líb- eríu um áhrifin sem borgarastríðið hafði í landi hennar. „Eftir stríðið fóru konur að spyrja: ef við gátum þetta meðan stríðið geisaði getum við alveg eins haldið áfram? Þetta færir okkur líka völd og tækifæri til að breyta samfélaginu. Við viljum fá að taka þátt í breytingunum, ekki halda áfram að vera fórnarlömb. Ég er ung kona, móðir mín var þögult fórnarlamb, amma mín líka og sjálf hef ég verið í því hlutverki. En ég vil ekki að barnabörnin mín verði þögul fórnarlömb. Við verðum þess vegna að beita okkur af alefli til að tryggja frjálst samfélag án of- beldis.“ Howard-Diaware hefur síðan í fyrra verið framkvæmdastýra Women in Peacebuilding Network, friðarsamtaka kvenna í Líberíu. Samtökin hafa beitt sér mjög í við- leitninni til að tryggja friðarsamn- inga sem náðust loks 2003 eftir blóð- ugt borgarastríð er kom einkum niður á almenningi. Hagfræðing- urinn Ellen Johnson-Sirleaf var síð- an árið 2005 kjörin forseti, hún varð fyrsti þjóðkjörni forsetinn í Afríku úr röðum kvenna. Howard-Diaware, sem er fædd 1977, er nú stödd hér á landi í boði UNIFEM á Íslandi í samstarfi við Íslensku friðargæsluna og mun hitta íslenska ráðamenn. Á morgun, föstudag, flytur hún erindi á opnum morgunverðarfundi UNIFEM kl. 8.15 á Hótel Loftleiðum. Stríðið var fjármagnað af grimm- um stríðsherrum, einkum með svo- nefndum „blóðdemöntum“, konum var nauðgað, börn þvinguð til her- þjónustu með skelfilegum aðferðum, efnahagurinn var lagður í rúst, segir hún. Undri niðri var spenna fyrir borgarastríðið „Fólk trúði því ekki að stríð væri að byrja 1990, flestir héldu að þetta væri bara nýtt valdarán,“ segir Howard-Diaware. Flestir hafi orðið furðu lostnir og enginn gert ráð fyr- ir svo löngum átökum en undir niðri hafi verið mikil spenna og dulin óánægja fyrir stríðið. „Við í frið- arhreyfingu kvenna leggjum þess vegna áherslu á að tekið sé jafn- óðum á vandamálum, þau séu ekki látin hlaðast upp og verða óviðráð- anleg,“ segir hún. „Stríðið var hræðilegt, margir voru myrtir, fólk missti heimili sín og hafnaði í flótta- mannabúðum, konum var nauðgað, börn misstu foreldra sína, mörg dóu. En jafnframt gerðist það að hlut- verkaskipti urðu. Hefðin er sú í Líb- eríu að karlarnir sjái fyrir fjölskyld- unni, þeir eiga að skaffa, hvort sem það er peningar fyrir launavinnu eða matur. Konur eru því afskaplega háðar körlunum. En í stríðinu voru menn teknir og sendir á vígstöðv- arnar, sumir voru þvingaðir til að ganga í lið með uppreisnarhópum. Jafnvel litlir strákar voru teknir, settir í herþjálfun og látnir berjast. Karlar sem ekki börðust urðu að fela sig. Líberíumenn drápu hver annan. Allt gerðist þetta vegna þess að ein- hverjir vildu völd eða vegna græðgi í peninga. Þetta var hræðilegt. opinberlega, aðrir sögðu að kona myndi aldrei ná kjöri. Sumir af frambjóðendum til þingsins sögðust jafnvel vilja að næsti forseti yrði kona. Við rákum ekki beinan áróður fyrir konum heldur báðum fólk fyrst og fremst um að nota atkvæði sitt á „viturlegan“ hátt, og tryggja að breytingar yrðu í landinu. Þetta voru mikilvæg umskipti og ekki síður merkilegt að sumir af körlunum sem höfðu enga trú á því að kona gæti orðið forseti styðja nú ákaft Johnson-Sirleaf. Þeir líta á hana sem „móður þjóðarinnar“, segja að hún standi sig vel og fólk eigi að hætta að kvarta, hún verði að fá stuðning. Orðfærið er að breytast, okkur finnst þessi þróun vera frá- bær og við finnum hvernig þetta gagnast okkur við að efla hlut kvenna í friðarferlinu og uppbygg- ingunni eftir stríðið, hvernig staða þeirra í stjórnkerfinu styrkist.“ – Konur eru ekki lengur bara fórnarlömb? „Konurnar eru samtímis fórn- arlömb og virkir þátttakendur. Það er tiltölulega friðsamlegt núna í Líb- eríu og forsetinn er kona en konur eru enn beittar ofbeldi. Þess vegna höldum við áfram að þrýsta á um aukin áhrif kvenna. Nauðgunum er aftur að fjölga en meðvitund um að þetta eigi ekki að líða hefur aukist og þess vegna er líka tilkynnt um fleiri nauðganir en áður. Konurnar láta ekki duga að bíta þetta í sig. En konur þjást margar enn. Stjórnin hefur samt reynt að bæta skólana og auka fræðslu til að berj- ast gegn grónum hugmyndum um að konur eigi bara að halda sig í eld- húsinu en ekki fara í skóla. Það hef- ur orðið okkur mikil lyftistöng í þessari baráttu að geta bent á að forsetinn sé kona.“ Aðspurð segir hún spillingu vera mikið vandamál og minnir á að Johnson-Sirleaf hafi gert baráttuna gegn spillingu að helsta máli sínu í kosningabaráttunni. Atvinnuleysið sé einnig erfitt viðfangs, hún er greinilega ekki sátt við þá ráðstöfun stjórnvalda að fækka strax opinber- um starfsmönnum en vitað var að þeir voru allt of margir og flestir verklitlir. „Þetta fjölgaði enn at- vinnulausum vegna þess að ekki var um önnur störf að ræða fyrir fólkið,“ segir hún. Konurnar unnu fyrst í stað á gras- rótargrundvelli, þreifuðu sig áfram og nutu hjálpar kvennasamtaka sem spanna 12 lönd í Vestur-Afríku. Þessar konur hvöttu aðrar konur til að verða virkar í friðarferlinu. Við fengum árið 2002 þjálfun hjá fulltrú- um fjölþjóðlegu samtakanna sem ég nefndi. Og margar konur hlýddu kallinu, næstu þrjú árin efndu þær m.a. til mótmæla gegn stríðinu sem var þá að fjara út, konur þrýstu á stríðsherrana, ríkisstjórnina og hvöttu til friðarviðræðna. Einnig mæltu þær með því að sent yrði al- þjóðlegt friðargæslulið á vegum Sameinuðu þjóðanna til Líberíu og það var loks gert. „Nú er nóg komið!“ Mikilvægt var að settar voru fram kröfur um að konur tækju beinan þátt í friðarsamningunum. Þegar efnt var til kosninga ráku þær áróð- ur meðal kvenna fyrir því að mæta á kjörstað. Reynslan af fyrra starfi kom okkur til góða og kona var kjör- in forseti.“ – Er mikill munur á starfi sam- taka ykkar í höfuðborginni Monróv- íu og sveitahéruðunum? „Þegar við byrjuðum héldu karl- arnir að við værum að grínast, þeir trúðu ekki að okkur væri alvara. Þeir voru sannfærðir um að konur gætu aldrei unnið saman að ein- hverju sem skipti máli, þegar konur sæjust saman í hóp væru þær vafa- laust að segja slúðursögur! Við sögðum þeim: Nú er nóg kom- ið, við erum búnar að fá nóg af þessu stríði og viljum frið, heimtum frið. Sumir þeirra fóru að styðja okkur „Karlarnir héldu að við værum að grínast“ Morgunblaðið/Sverrir Baráttukona Lindora Howard-Diaware: „Ég er ung kona, móðir mín var þögult fórnarlamb, amma mín líka og sjálf hef ég verið í því hlutverki. En ég vil ekki að barnabörnin mín verði þögul fórnarlömb.“ Í HNOTSKURN »Um 3,5 milljónir mannabúa í Líberíu í Vestur- Afríku, þjóðin er ein af þeim fátækustu í heimi. Árleg fólksfjölgun er einhver sú mesta sem um getur. »Líberíumenn eru flestiraf ættum innfæddra Afr- íkumanna en um 5% eru af- komendur svartra leysingja frá Bandaríkjunum og Kar- íbahafinu sem stofnuðu ríkið 1847. Aðkomufólkið kúgaði aðra hópa samfélagsins fram á síðustu áratugi. Fulltrúi friðarsamtaka kvenna í Líberíu segir að þáttaskil hafi orðið þegar konur landsins fóru að verða virkar í baráttunni fyrir friði. Kristján Jónsson ræddi við Lindoru Howard- Diaware. kjon@mbl.is arlega nafni The Golden Plover á ensku, þá skoðaði ég hana ekki vel. Ég var að hreinsa hey úr vatnsstampi huldukind- arinnar. Og það var skrýtið, fólk kom inn af göt- unni, úr erlinum, gekk í gegnum portið eftir pallinum sem er hafður til að bregð- ast við flóðum í Feneyjum, kom inn í skál- ann, skráði sig í gestabók og byrjaði svo að þegja. Huldukindin, ég tók hey úr vatninu hennar, lagaði aðeins til, samt varlega … opinn huga og hreint hjarta … V. Og á meðan staðið er við verk, í rakanum og kuldanum, skunda ítalskir verkamenn fram og til baka með eitthvert vesen, þeir eru að forfæra vinnuvélar, hlaða báta, eig- inlega gamaldags knerri, þeir fara í gegn- um rýmið og segja afsakið því þeir eiga ekkert að vera þarna, þetta er myndlist- arsýning, ekki vöruhús, þeir missa eitt- hvað og yfirsetustúlkan segir Heyrðu manni! – þeir skilja það og taka til eftir sig, kannski er þeirra þjóðarsál líka að deyja, síðustu verkamennirnir, síðasta borgin þar sem allt er forfært með hand- afli, engir lyftarar, engir pallbílar, engir kranar, hér eru allir fótgangandi og sigl- andi eins og í gamla daga, kannski er það með ráðum gert frá Steingrími sjálfum Eyfjörð að rykugir menn æði í gegnum rólyndislegan sýningarskálann, ein gömul þjóð og önnur gömul þjóð hittast, vatn til að sigla á og huldar vættir sem reyna að taka sér far. Maður veit ekki. Gullslegni farfuglinn er kominn, lóan. Hún er stór eins og hún hafi verið erfða- breytt, kannski er allt að breytast og þess vegna tárast maður, eða kannski var þetta bara eitthvert ofnæmi, ég er með ofnæm- isnef, ég fór náttúrlega ekki að gráta, sentímentalismi er þetta, ég komst bara við, smástund, svo var það farið, að minnsta kosti út á við, en inni í mér hélt það áfram og ég hætti að taka eftir því og fór bæjarleið í mexíkóska skálann þar sem listamaðurinn Rafael Lozano-Hemmer tók hjartsláttinn minn og breytti honum í blikkandi ljósaperu. Hann var ennþá ör og sterkur, hjartslátturinn minn. t, eins og þessi stúlka sé send af ími, eins og hún sé í þjóðarsálinni, hún sé heimþráin, þessi sem hlýj- ni. öf Arnalds hittir á streng, í sjón- ki annars staðar í rýminu stendur syngur, eins og hún sé að flytja orfna þulu, eins og hún hafi fundið handrit, rullu, það er rím, það er það er brothætt og það er sigling, mur í ljós að hún samdi þetta bara n er í sjúkrahúskjól í myndband- ég man rétt, hún er á líknardeild- ir þjóðarsálir en það er ekki endi- alatriði, þetta er bara skrýtinn sem ratar inn í mann og hún segir úlkan sem situr yfir sýningunni, að í kanalnum fari aldrei í taugarnar endurtekinn söngur Ólafar fari aldrei í taugarnar á sér, frá tíu til daga. sti af verkinu Bones in a landslide, m það eftirá, þótt skálinn sé ekki ssti ég af sumu því ég missti mig mt. Bones in a landslide var eitt- m tröll og bein í skriðum og um- kilti, skildist mér, en ég missti af missti líka af lóunni, samt var hún nni og mjög stór, mér fannst hún irfugl, það var aftur þetta með að t, tákn um eitthvað sem var í aga – þótt lóan sé kölluð því tign- yndlistarverk sem ég hef (ekki) séð.“ fór hún Hvað munum við? Sum rkin í skála Steingríms um það. Ekki gleyma dikt Gröndal heitir eitt, ð heitir Ekki gleyma og vekur gesti til umhugs- um það hvernig sam- ð skilyrðir okkur til að a suma en gleyma öðrum. s lags fólk er það sem unum?“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.