Morgunblaðið - 22.11.2007, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 22.11.2007, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. NÓVEMBER 2007 35 ✝ IngibjörgBarðadóttir fæddist á Siglufirði 17. ágúst 1943. Hún andaðist á heimili sínu, Spítalastíg 4 í Reykjavík, hinn 12. nóvember síðastlið- inn. Foreldrar hennar voru hjónin Barði Geirmundur Steinþór Barðason skipstjóri, f. 19. febrúar 1904, d. 26. maí 1969, og Ást- hildur Helga Þor- steinsdóttir, f. 10. júlí 1904, d. 28. apríl 1964. Systir Ingibjargar var Sigurlaug, f. 20. maí 1931, d. 13. september 2005, gift Valdimar Friðbjörnssyni skipstjóra, f. 6. janúar 1926, f. 19. júní 1996. Börn þeirra eru Helga, f. 1952, Björg, f. 1953, Barði, f. 1959, og Guðrún Margrét, f. 1962. Ingibjörg giftist hinn 7. mars sl., sambýlismanni sín- um til 30 ára, Garðari Jónassyni, f. 9. nóvember 1913. Hann er sonur hjónanna Jónasar Eyjólfssonar, f. 1852, d. 1939 og Guðbjargar Teits- dóttur, f. 1874, d. 1937. Ingibjörg útskrif- aðist frá Gagn- fræðaskóla Siglu- fjarðar, árið 1959 og fór þaðan í nám við Húsmæðraskólann á Laugarvatni. Ingibjörg starfaði lengst af hjá Skeljungi í Skerja- firði þar sem hún kynntist eftirlif- andi eiginmanni sínum. Útför Ingibjargar verður gerð út frá Dómkirkjunni í Reykjavík í dag og hefst athöfnin klukkan 13. Svo frá heimi til himinsala frelstar sálir fara. Sýta syrgjendur sóllausa daga angurgusti í. (Jónas Hallgrímsson.) Nú er nú farin, þessi elska. Flogin á eigin vængjum inn í eilífðina. Laus við lævísan sjúkdóm sem markaði allt hennar líf, nokkuð sem enginn heyrði hana nokkurn tíma kvarta yf- ir, það var frekar að hún afsakaði að það væri óþægilegt fyrir aðra en hana sjálfa. Ólíkt mörgum mannin- um sem verður angurvær og bitur við að þurfa að bera slíkar byrðar gegnum lífið virðist Inga frænka okkar snemma hafa valið að taka ör- lögum sínum með æðruleysi og léttu sinni. Á þeirri rúmu hálfu öld sem við þekktum hana sáum við hana glaða, stundum dálítið hrygga, en aldrei reiða. Þessu erum við að átta okkur á nú fyrst þegar hún er farin. Inga frænka var fastastjarna í sól- kerfinu okkar á uppvaxtarárunum. Þegar afi Barði dó flutti Inga til okk- ar og allar götur síðan hefur hún ver- ið sambland af uppalanda, frænku og systur. Hún sáði og uppskar vænt- umþykju og ást okkar, barna okkar og barnabarna. Hún gleymdi aldrei afmælum og endurgalt öll viðvik hundraðfalt. Fjölskyldan var Ingu frænku mik- ilvæg, en það var samt hann Garðar sem átti hjarta hennar og hug. Vin- átta þeirra átti upphaf sitt hjá Skelj- ungi og í meira en áratug löguðu þau sig að erfiðum aðstæðum hvar Jóna, systir Garðars, ákallaði umhyggju þeirra vegna erfiðs sjúkdóms. Það er erfitt að ímynda sér meiri hjarta- gæsku en þá sem þau auðsýndu henni allar götur fram í andlátið og kannski ekki skrítið að Inga frænka okkar var alsæl þegar þau loksins gátu leyft sér að rugla reytum sínum saman varanlega. Ég held að það hafi aldrei verið spurning að hvort í öðru höfðu þau fundið sinn lífsförunaut. Það var því kannski meira gagnvart umheiminum en hvort öðru að þau staðfestu ást sína í Dómkirkjunni sl. mars og erum við þakklát fyrir að elskuleg frænka okkar fékk að eiga hann Garðar sinn áður en hún var hrifin á braut frá okkur. Gleði Ingu var líka stór og einlæg þegar þau hjónakornin ákváðu að flytja í nýtt hreiður í Kópavoginum. Það er Garðari til ótakmarkaðrar sæmdar að hafa séð til þess að þessi draumur Ingu fékk að rætast. Hún hlakkaði meira til þess að flytja en nokkurs annars í lífi sínu og er það því hryggi- legt að henni var ekki gefinn tími til að sjá þennan draum verða að veru- leika. Nú er hún farin, þessi elska. Hlut- verk hennar í þroskasögu okkar er sennilega miklu stærra en hún nokk- urn tíma gerði sér grein fyrir. Fasta- stjarnan okkar er flutt í annað sól- kerfi og það eina sem við megum er að ylja okkur við minninguna um elskulega frænku og vissuna um að geislar hennar fá að njóta sín í öðrum heimi meðan við sameinumst í sökn- uðinum. Samtímis hvílir öll okkar samúð í ranni Garðars, sem nú má sjá á eftir elskulegri eiginkonu sinni og vonum við að samlyndi þeirra, umhyggja, hlýja og ást megi áfram ríkja þó að þau séu nú á sitt hvorum staðnum í alheiminum. Megi Guð og allar góðar vættir geyma þig, elsku Inga frænka. Helga, Björg, Barði og Guð- rún Margrét Valdimarsbörn. Ég man svo ljóslifandi eftir íbúð- inni hennar Ingu frænku, á neðri hæðinni í Selbrekkunni, innrétting- arnar, teppið, lyktin, hringsófinn, tekkhillurnar með öllum postulíns- styttunum og stóra svarta Ericsson- símanum sem söng svo myndarlega. Í þessum minningum er Inga frænka staðsett við eldhúsborðið andspænis hurðinni og brosir við mér er ég birt- ist í gættinni og býður mig velkom- inn að „kíkka inn“. Í miðpunkti stof- unnar var sófastóll sem ég hafði sérstakt dálæti á. Í fjölskylduboðum þótti mér hvergi betra að vera; setti á svið stórkostleg leikrit með playmó- köllum í kögrinu og áhættuatriði með smábílum. Sófinn var líka hið besta rúm og voðalega gott að kúra í hon- um þegar maður var orðinn framlág- ur. Þegar ég var kominn á táningsár, við upphaf framhaldsskólagöngunn- ar gaf Inga mér svo stólinn. Þeirri gjöf fylgdu orð hennar þess efnis að hún vonaði að stóllinn kæmi fram- haldsskólapiltinum vel. Það var og. Stóllinn er enn í miklu uppáhaldi hjá mér og á námsferlinum reyndist hann ágætur upplestrar- og hvíldar- staður! Það var alltaf gott að koma í holuna til Ingu frænku og hún leit alltaf á okkur, barnabörn Sissu og Dadda, sem sín eigin. Það má segja að Inga frænka hafi verið svona bón- us amma (sem má skilja á fleiri en einn veg!) Minningin um Ingu frænku er svo samofin minningunni um afa minn og ömmu að stundum er erfitt að finna þar skil. Það voru forréttindi mín og okkar allra að eiga Ingu að. Þær systur, amma og Inga, voru sjálfsagt í hugum flestra sem dagur og nótt en í uppvexti okkar sem yngri voru fundum við sterkt þann kærleika og hlýju sem var þeim báðum í blóð bor- in. Daginn eftir andlát Ingu sagði mamma mér að Inga hefði verið búin að kaupa jólagjöf handa Jósef Ými, syni okkar Jónu. Það eitt og sagan af stólnum er svo lýsandi fyrir hana frænku mína sem elskaði okkur sem sín eigin og ræktaði sambandið við okkur alla tíð. Hún hafði ríkan áhuga á lífi okkar og var svo stolt af okkur. Þegar Jósef Ýmir fæddist var Inga frænka afar spennt og vildi fá að fylgjast með frá fyrsta degi. Þegar snáðinn kom heim af fæðingardeild- inni mættu móðurömmur mínar, báðar tvær, saman að bera drenginn augum, amma Sissa og amma Inga. Inga mundi líka vel hvað hefði ver- ið uppáhaldsbókin mín í æsku, fyrir rúmum aldarfjórðungi og hafði uppi á nýlegri endurútgáfu og gaf syni mínum. Svona var hún Inga frænka mín, yndisleg og ljúf sál með sitt stóra hjarta. Hún breiddi sig yfir okkur öll og við erum betri mann- eskjur fyrir að hafa þekkt hana. Takk fyrir þig, elsku amma Inga frænka. Jens Sigurðsson. Ingibjörg Barðadóttir ✝ Sigurberg Sig-urðsson fæddist á Setbergi á Ak- ureyri 29. desem- ber 1943. Hann andaðist á Fjórð- ungssjúkrahúsinu á Akureyri 12. nóv- ember síðastliðinn. Foreldarar hans voru Sigurður Jó- hannesson, bóndi á Setbergi, f. 17. jan- úar 1888, d. 16. október 1957, og Dagmar Jóhann- esdóttir, f. 13. júní 1911, d. 15. júní 1991. Eiginkona Sigurbergs er Hrafnhildur Frí- mannsdóttir, f. 21. september 1944. Börn þeirra eru: 1) Jónína, f. 17. ágúst. 1963, gift Þresti Agnarssyni, 2) Sig- urður, f. 17. októ- ber 1973, sambýlis- kona Kristbjörg Eiðsdóttir, og 3) Halldór, f. 28. ágúst 1981, sambýliskona Hildur Andr- ésdóttir. Útför Sigurbergs fer fram frá Akureyrarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Það hvílir sorg yfir Setbergi, því að pabbi okkar er dáinn. Ekki hefði okkur órað fyrir því, þegar í vor var verið að bollaleggja vor- verkin, vinna kartöflugarðinn og labba um landið heima, að svo skammt væri til hinna miklu vista- skipta. En þannig eru örlögin, eng- inn ræður sínum næturstað. En mitt í þeirri sorg, er nú vefur varpann heima, glampar á genginn tíma sem við áttum með þér. Ef til eru náttúrubörn, þá varst þú eitt af þeim. Sífellt hlúandi að öllum jarðargróða, vakinn og sof- inn yfir velferð náttúrunnar. Það eru meira að segja ljúfar minningar tengdar kartöflugarðin- um. Ekki þannig að við beinlínis sæktumst eftir að setja niður á vorin, eða taka upp að hausti, held- ur hitt, að þetta var lífið hans pabba sem allir tóku þátt í. Þannig var og með allar berja- ferðirnar, ekki endilega óskastarf, en samt hluti af heimilisstörfunum sem allir inntu af hendi. En ævistarfið var þó annað, því enginn lifir bara á berjum jarðar. Þú varst listamaður, kröfuharður og smámunasamur listamaður, sem fannst listsköpun þinni farveg á verkstæðinu þínu. Þar áttir þú þitt ríki, þar urðu ryðguðu járnstangirnar að glamp- andi listaverkum, sem prýddu lóðir leikskólanna um landið allt. Þaðan kom allt dótið sem pabbi löngum stundum lamdi til og formaði af allri sinni smámunasemi og list- fengi. Þú varst svo nýtinn á allt efni, sífellt bjargandi verðmætum. Þess sjást svo sem líka merkin að húsabaki. En einn góðan dag stóð gamli Hanomaginn gljáfægður og gangfær úti á hlaði, Farmall Cub og fleira því líkt. Allt var nýtt sem nota mátti, og enginn gæti hugsað sér að vera án í dag. Þetta voru leiktækin þín. Hollur var þinn heimafengni baggi, og fyrir það allt erum við svo þakklát. Fyrir utan kartöflurn- ar, varst þú óþreytandi við að draga að í búið, veiða fisk í soðið eða hengja upp í reyk. Sennilega er reykkofinn þinn sá eini sinnar tegundar innan bæjarmarkanna. Þaðan kom líka hangikjötið, hangi- kjötið sem lét jólin byrja í Set- bergi. Þú fórst heldur ekki dult með jólabarnið í þér. Fyrir hver jól fórstu að leiðum látinna ættingja og vina og skildir þeim eftir kerta- ljós. Þannig er minningin um jólin hans pabba, gerandi öllum svo gott sem verða mátti. Mest þótti okkur þó um, þegar þú fékkst okkur með í bæinn, til að finna eitthvað fallegt til að gleðja mömmu. Það voru yndislegar ferðir. Þannig hrannast minningarnar upp um pabba. Pabba, sem vildi flest fyrir okk- ur gera, en vildi þó framar öllu, að við stæðum fyrir því sem við vær- um. Var alltaf reiðubúinn að leið- beina okkur við kaup á bíl eða íbúð, en vildi samt að valið væri okkar. Þannig finnst okkur að góð- ur pabbi eigi að vera, og þannig varst þú svo sannarlega. Þó endi líf á æviskeiði miðju, og eftir standi verkin æði brýn. Þá minning þín er björt sem bál frá smiðju svo bjarma slær á listaverkin þín. Arfleifð þín er aðeins til að gleðja, þar eftir stendur gróinn völlurinn. Það heyrast ennþá högg frá lóð og steðja, þó horfinn sértu, elsku pabbi minn. (Árni Jónsson). Elsku pabbi, minningarnar um þig munu ávallt fylgja okkur. Guð blessi þig. Jónína og Þröstur, Sigurður og Kristbjörg, Halldór og Hildur og barnabörn. Til þess að minnast Sigurbergs vinar míns í nokkru, langar mig til að leiða hugann rúmlega 50 ár aft- ur í tímann. Og rifja upp í minn- ingamyndum, þjóðlíf þess tíma. Þá átti ég heima í Rauðamýri 17 en hann á Setbergi sem í þá daga var bæjarleið ofan Mýrarvegar. Þang- að lá ógreinilegur stígur yfir Berg- landstúnið framhjá Grásteini, yfir girðingu og yfir fleiri tún og upp að Setbergi. Þó þetta væri nokkur leið þá aftraði það ekki ferðum í sveit- ina. Ég kynntist Sigurberg þannig, að á þessum árum voru ásamt öðr- um bústofni nokkrar kýr á Set- bergi og móðir hans Dagmar, seldi mjólk í nokkur af húsunum í Mýr- unum. Þá kom Sigurberg með mjólkurbrúsana á handvagni frá Setbergi og þar átti hver sinn brúsa sem þurfti að þekkja og fara með heim að því húsi sem brúsann átti. Við þessi verk varð okkur Sig- urberg vel til vina. Margar hendur vinna létt verk eins og sagt er og ef ég eða aðrir strákar hjálpuðum honum að útdeila mjólkinni skap- aðist tími til að leika sér á eftir. Það hefur svo líklega verið árið 1956 að véltæknin tók við af hand- vagninum, þá kom Sigurberg allt í einu keyrandi á glansandi rauðri dráttarvél af „HANOMAG“-gerð. Þetta voru nýir tímar! Og fyrst í stað fjölgaði mjög vinum Sigur- bergs, enda verulega gaman og ný- lunda að sitja á vagninum hjá mjólkurbrúsunum, dingla fótunum og horfa hróðugur framan í þá sem þurftu að labba; meðan keyrt var um Rauðamýrina, Grænumýrina, Hamarstíginn og jafnvel út í Kambsmýri. Þegar reglugerðir tóku svo við af frjálsræði lagðist þessi grein þjóð- lífsins af, þar til nú að aftur er far- ið að tala um „beint frá bónda“. Það er svo með vináttu að þegar hún er komin á þá er hún til staðar þó samfundum fækki. Því það var svo ekki fyrr en hann var kominn með „hverfisverkstæði“ í járnsmíði að leiðir okkar lágu saman á ný. Því það er þannig með trésmíðina að þó timbur sé gott þá er stund- um nauðsynlegt að bæta járni við. Og þá var upplagt og gott að leita til Sigurbergs. Hann var þá fluttur úr húsinu Setbergi, og búinn að byggja sér hús hið næsta því, Hamragerði 17. Það var ósjaldan að ég kom með eitthvert erindið til hans, sem ég vissi ekki að öllu leyti sjálfur hvernig leysa ætti. Komdu og fáðu þér kaffi, sagði Sigurberg. Og við fórum inn bakdyramegin og hann kallaði: Lóa, áttu ekki kaffi handa okkur Steina! Og það brást ekki, með kaffisopa og sameigin- legri hugsun leystum við þau spursmál sem þurfti. Sigurberg bjó við það reynslu- leysi að hafa alltaf átt heima á sama stað. Fyrri hluta ævinnar var útsýnið úr eldhúsglugganum á Set- bergi til austurs yfir Akureyrarbæ og til Vaðlaheiðar, en seinni hlut- ann úr eldhúsglugganum Hamra- gerði 17 til vesturs yfir ný hverfi Akureyrar og til Tröllahyrnu og Hlíðarfjalls, þetta var hans heimur og heimili. Sigurberg sleit ekki skóm sínum á listsýningum eða öðrum menningarviðburðum Akur- eyrar. Hann var fyrst og fremst traustur heimilis- og fjölskyldu- maður, það var hans heimavöllur. Þess vegna trúi ég að börnin hans séu vel undir lífið búin, því þau ól- ust upp í því umhverfi sem góð fjölskyldubönd geta best gert. Lóa (Hrafnhildur), ég samhrygg- ist þér og ykkur börnunum, en veit að góðar minningar eru mikils virði. Hólmsteinn Snædal. Sigurberg Sigurðsson ✝ Ástkær faðir okkar, tengdafaðir og afi, KRISTJÁN J. ÞORKELSSON vélstjóri, áður búsettur í Boðahlein 5, Garðabæ, lést á Hrafnistu miðvikudaginn 21. nóvember. Jarðarförin fer fram frá Kópavogskirkju miðviku- daginn 28. nóvember kl. 15.00. Kristján E. Kristjánsson, Áslaug Gísladóttir, Brynhildur Kristjánsdóttir, Stefán Sigurðsson, Auður Kristjánsdóttir, Roger Olofsson, Alfa Kristjánsdóttir, Sigmar Þormar, Bárður Halldórsson, Grétar Sveinsson, barnabörn og barnabarnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.