Morgunblaðið - 22.11.2007, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 22.11.2007, Blaðsíða 40
40 FIMMTUDAGUR 22. NÓVEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR Frændrækinn og vinmargur. Maður sátta, gleði og gæsku. Hjörtur vinur minn var einstakt ljúfmenni. Höfðingi heim að sækja, óspar á góð ráð og hvatningu á meðan aðrir drógu kannski úr, enda ótrúlega ráðagóður. Uppátækja- samur með afbrigðum, gjafmildur og góður. Hann kunni þá list að miklast ekki af eigin afrekum, en gladdist þeim mun meira og stoltið leyndi sér ekki ef einhverjum hon- um nákomnum tókst vel upp og uppskar árangur erfiðis. Kynslóða- bil og mannamunur var honum ekki að skapi, kom eins fram við alla, hvort heldur það voru börn eða gamalmenni, verkafólk, lögmenn eða rektorar. Hjörtur var stoltur af uppruna sínum, frændgarði og fjölskyldu. Gæfumaður í leik og starfi, uppskar eins og hann sáði. Kallið kom allt of fljótt, Hjörtur í blóma lífsins, farinn að njóta ávaxta lífsstarfsins. Áhuga- málin svo ótalmörg, hestamennska, ferðalög, að ég tali nú ekki um barnabörnin. Ég veit að vinur minn var ekki sáttur við dóminn en tók honum af skynsemi, æðruleysi og karlmennsku. Að leiðarlokum þakka ég kærum frænda og vini einstaka hugulsemi og kærleik sem hann sýndi mér og mínu fólki alla tíð. Minningarnar eru svo ótal margar. Öll heimboðin, gamlárskvöldin, kosningavökurnar og fleiri ómetanlegar stundir. Að eiga að fólk eins og Diddu móð- ursystur mína og Hjört er einstök gæfa sem seint verður metin. Ég votta fjölskyldunni allri mína dýpstu samúð. Sannur heiðursmað- ur er allur, hans minning og verk lifa. Eins og afi minn og vinur Hjartar sagði alltaf: „Hjörtur er höbbðingi“. Far í friði, kæri vinur, Þorbjörg Margeirsdóttir. Mig langar að minnast góðs vinar með nokkrum orðum. Við Hjörtur kynntumst árið 1975 þegar við vor- um smiðir hjá Öryrkjabandalaginu. Hjörtur var ákaflega félagslyndur og hlý persóna með góða framkomu og því fljótur að kynnast fólki. Ég tók fljótt eftir því að það var mikill kaupmaður í honum. Hann var allt- af að spá í hvort ekki væri sniðugt að kaupa þetta og hitt til að selja það svo aftur. Þar af leiðandi var hann mjög tíður gestur á alls kyns uppboðum. Við unnum saman samfleytt í sex ár eða til ársins 1981 en þá skildi leiðir. Ég flutti vestur í Dali og hann gerðist húsvörður við Versl- unarskólann. Við „heyrðumst“ af og til í síma og oft var það þá sem hann spurði hvort ég hefði ekki not fyrir hitt og þetta dót sem honum hefði áskotnast. Og eftir að ég fór að rækta hross var alltaf fyrsta spurningin hvort ég hefði nú ekki selt eitthvað. Haustið 1998 fluttum við suður og þá hófust nánari kynni á ný. Bauð hann okkur hjónunum að hafa hesta í húsinu sínu og hefur það verið svo síðan. Í gegnum hestamennskuna kynntist ég börn- unum þeirra Diddu og barnabörn- um sem voru Hirti mjög mikils virði. Hann var svo stoltur og góður afi. Það er alveg á hreinu að þegar kemur að því að taka inn hesta, sem verður svona upp úr áramótunum, mun ég sakna Hjartar mjög og ég tala nú ekki um þegar fara á að skipuleggja sleppitúrinn með vorinu Hjörtur Þór Gunnarsson ✝ Hjörtur ÞórGunnarsson fæddist á Sauð- árkróki 16. sept- ember 1946. Hann lést á líknardeild Landspítala í Kópa- vogi 1. nóvember síðastliðinn og var jarðsunginn frá Hallgrímskirkju 12. nóvember. því að öll vor var farið í sleppitúr sem fjöl- skyldur okkar og aðr- ir vinir hafa tekið þátt í. Hestaferðir hafa verið Hirti algjört líf og yndi. Við áttum það líka sameiginlegt að hafa sterkar taugar til Skagafjarð- ar enda ættaðir það- an. Þangað fórum við saman fyrir tveimur árum í eftirminnilega ferð. Hjörtur hafði skipulagt þá ferð meira en ég hélt, var búinn að fá lánaðan 16 manna bíl hjá frænda sínum og réð mig sem bílstjóra. Svo var farið í Lauf- skálarétt og öllum sem vildu boðið í bílinn. Þarna naut Hjörtur sín sko vel. Því næst var farinn rúntur um Skagafjörð og komið við á nokkrum bæjum og alls staðar var mikil gleði og söngur. Að lokum var farið á ball á Króknum og þá sagði Hjörtur að nú skyldum við dansa mikið, skemmta okkur og vera lengi. En aðeins tíu mánuðum eftir þessa ferð greindist hann með sjúk- dóminn sem varð honum til ald- urtila. Hann háði harða baráttu við þennan sjúkdóm og virtist það ætla að ganga vel en þetta tók sig upp aftur og hafði betur að lokum. Há- skólinn í Reykjavík var honum mjög kær enda var hann búinn að vinna þar frá stofnun skólans. Vildi hann fylgjast með öllu sem þar fór fram allt til hins síðasta og var gott að hafa hann með í ráðum í því sem ég var að gera. Ég kom nokkrum sinnum til hans síðustu vikurnar á spítalanum og áttum við löng og eftirminnileg samtöl sem snerust aðallega um fortíðina, núið og einnig um það sem í vændum var. Hann átti mjög erfitt með að sætta sig við stöðuna sem komin var en við ráðum ekki alltaf ferðum okkar. Að lokum viljum við Svanhvít, dætur okkar og tengdasynir þakka Hirti samfylgdina og votta Diddu, Rikka, Þuríði og barnabörnunum okkar dýpstu samúð. Jón Ingi. Yndislegur frændi minn er fallinn frá. Frændi sem lét sér annt um alla, hvort sem það voru menn eða dýr. Frændi sem sýndi slíka bar- áttu og elju allt fram á síðustu stundu. En krabbameinið tók hann, rétt eins og eldri bróður hans og móður. Hjörtur var bróðir hennar mömmu. Ég veit að mamma á eftir að sakna hans mjög mikið. Henni þótti svo innilega vænt um hann. Ég á líka eftir að sakna hans. Ég trúi því að hann sé hjá ömmu núna og Braga, alsæll á hestbaki. Ég er svo ánægð yfir að hafa þekkt hann Hjört minn. Alltaf sýndi hann svo mikinn áhuga á því sem ég var að gera og spurði mig alltaf spjörunum úr þegar við hittumst. Hvort sem umræðan var um börnin mín, maka, bílakaup eða húsbygg- ingar. Hann vildi vita allt. Það er svo margs að minnast þegar maður hugsar um Hjört. Ég held því fram að hann hafi verið besti afi í heimi. Þvílíkt sem hann hugsaði um barnabörnin sín og vildi alltaf allt fyrir þau gera. – Eitt sitt var ég heima hjá Þurý þegar hann hringdi í hana. Hann spurði hvort hann ætti bara ekkert að fá að sjá barnabörnin sín. Þurý sagði mér eftir símtalið að hann hefði nú hitt þau í gær og daginn þar áður. Þetta er lýsandi dæmi um Hjört, hann vildi sjá eða allavega heyra í barna- börnunum sínum a.m.k. einu sinni á dag. Það verður erfitt fyrir þau að hafa afa sinn ekki alltaf hjá sér. Elsku Didda, Rikki og Þurý, minning hans er geymd í hjörtum okkar að eilífu. Hvíl í friði, elsku frændi. Berglind Jónsdóttir. Elsku Gillí mín. Ég skrifa þér bréf, vegna þess að við ræddum um líf eftir dauðann, þú og ég, og vorum sammála um að svo hlyti að vera. Áttum samtal um sál- ina og ódauðleika hennar. Að hafa þá trú er hjálparmeðal í andstreymi og áföllum lífsins. Mínar fyrstu minningar um þig eru frá því þegar ég heyrði einhvern segja að þú borðaðir flugur þegar þú varst lítil. Það fannst mér, líklega sex ára gamalli, alveg stórmerkilegt og ég horfði á þig með andakt. Aðeins síðar á ævinni fékkstu gleraugu. Þau voru líka tilefni mikilla heilabrota og fannst okkur krökkunum þú verða ögn merkilegri en við, með þennan útbúnað. Ekki þekkti ég þig svo náið á þessum árum, enda þriggja ára aldursmunur, og á meðan þú lékst þér við Þorbjörgu lék ég við Rósu, Halldór og Þorgeir. Tíminn leið, við urðum eldri og áttum okkar líf hvor á sínum staðnum. Árið 2000 stofnuðuð þú og Palli, Þorgeir og fleiri Golfklúbb Guttorms tudda. Þar byrjuðum við að endur- nýja kynnin Gillí mín. Við hittumst í keilu og billjard, badminton, fé- lagsvist og á árshátíðum. Þarna naust þú þín vel enda varstu sérlega góð í hinum ýmsu íþróttagreinum og við hlógum oft að miklu keppnisskapi hvor annarrar. Þú lifðir mjög heil- brigðu lífi og það varst líka langoft- ast þú sem hampaðir Stássuhorninu, verðlaunum fyrir bestan samanlagð- an árangur kvenna í íþróttum ársins innan Guttorms. Þú varst gjaldkeri og skipulagðir árshátíðir og varst ætíð hrókur alls fagnaðar. Það má segja að í Golfklúbbnum hafi notið sín flestir þínir bestu eiginleikar; dugnaður, kraftur, skipulagshæfi- leikar, leikni í hinum ýmsu íþrótta- greinum, glaðlyndi og gott skop- skyn. Þú varst næstum alltaf brosandi þínu fallega brosi. Mest kynntumst við þetta síðasta ár Gillí, þegar þú leiddir mig inn í heim bloggsins. Á þeim vettvangi áttum við nánast dagleg samskipti. Gefandi, skemmtileg samskipti. Þú hafðir mjög ákveðnar skoðanir á málum og að mínu mati heilbrigðar, varst fljúgandi góður penni og kímnigáfan skein í gegn. Þú skrifaðir um baráttu þína af miklu æðruleysi og svo heiðarlega, hreint og beint, að eftir var tekið. Þú varst gríðarleg baráttukona Gillí mín og fyrir það áttu aðdáun margra. Ferðinni okkar til Barcelona í sumar gleymi ég aldrei. Sú ferð verð- ur staðsett með öðrum perlum í minningasjóði okkar samferðamann- anna. Í minningasjóðnum á brúð- kaupsdagur ykkar Palla líka heið- urssess, sem og kvöldið sem við sátum, þú og ég, og ræddum um lífið, tilveruna og dauðann. Nú kveð ég þig í bili Gillí mín, með miklum sökn- uði. Þú varst einstök í þessu lífi. Við hittumst svo síðar. Elsku Palli, Kári minn og Ásgeir, Gabríel Máni, Hera Sif og Freyja Rán, Haukur og Ívar, Elli og Gerða, Halldór, Rósa, Egill og fjölskyldur. Guð gefi ykkur styrk. Við geymum í hjartanu minningar um okkar ynd- islegu Gillí. Anna Einarsdóttir. Lífið er ekki alltaf réttlátt, Gíslína vinkona mín og fyrrum samstarfs- félagi minn lést aðeins 46 ára gömul þann 8. nóvember sl. Kynni okkar Gíslínu hófust fyrir tæpum 17 árum þegar ég hóf störf á Íslensku auglýsingastofunni. Strax við fyrstu kynni komu fram hin sterku einkenni hennar, ákveðin Gíslína Erlendsdóttir ✝ Gíslína Erlends-dóttir fæddist í Norðurfirði í Árnes- hreppi 12. janúar 1961. Hún lést á líknardeild Land- spítalans 8. nóv- ember síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Hallgríms- kirkju 14. nóv- ember. stúlka sem lét ekki vaða yfir sig. Fyrstu árin sem við unnum saman á skrifstofunni var mjög mikið að gera og vinnudagurinn langur og einnig var mikið unnið um helg- ar. Gillí eins og hún var alltaf kölluð var mikill dugnaðarforkur til vinnu og baðst aldr- ei undan því að vinna erfið verkefni og hún var alltaf hress. Hún var húsbóndaholl og bar velferð stofunnar fyrir brjósti sér. Hún var skarpgreind og það var mjög gott og gaman að vinna með henni. Gillí var mikil félagsvera og vildi hafa mikið að gera. Hún var for- maður starfsmannafélagsins í mörg ár og skipulagði árshátíðir innan- lands sem erlendis ásamt mörgu öðru. Það var aldrei logn í kringum Gillí. Hún var mikið fyrir náttúru og ferðalög og var með mjög sterk tengsl við uppeldisstöðvar sínar á Snæfellsnesinu. Það kom því ekki á óvart þegar Gillí settist á skólabekk rúmlega fertug til að læra ferða- málafræði í Háskóla Íslands. Það var gaman að heyra hana lýsa ákveðnum fögum og verkefnum sem hún var að vinna að í Háskólanum, hún hrein- lega ljómaði af ánægju. Það voru nokkuð margar árshátíð- arferðirnar sem við fórum saman í og oft leigðum við okkur bíl ásamt mökum og keyrðum saman um fá- farna sveitavegi í Suður-Englandi eða hringferð um Jersey. Ein ferð er sérstaklega minnisstæð en hana fór- um við fjögur saman til Aþenu að upplifa gríska menningu. Síðasta ferðalag sem við fórum í var árshá- tíðarferð Íslensku til Dueville í Frakklandi núna í apríl sl. Það var gaman að njóta samvista við þau hjón. Hún var orðin veik en bar það ekki utan á sér alltaf brosandi og já- kvæð. Gillí giftist honum Páli sínum í mars sl. og það var gaman að sjá hvað þau voru hamingjusöm á brúð- kaupsdeginum. Líf Gillíar var ekki alltaf dans á rósum og átti hún við veikindi að stríða frá því að ég kynntist henni fyrst. Hún bar sig alltaf vel og lét þau veikindi ekki hafa áhrif á sig eins og hún gat. Það var sama þegar hún fékk að vita að hún væri með krabba- mein í byrjun árs. Hún bar sig vel og ætlaði að vinna sig út úr þessum veikindum eins og öðru en hún varð að játa sig sigraða. Hún var ótrúlega andlega sterk og þeir sem þekktu hana ekki vel gátu ekki séð að hér færi manneskja með krabbamein á háu stigi. Gillí var vinur vina sinna og átti stóran vinahóp sem henni þótti vænt um. Það voru forréttindi að vera einn af vinum Gillíar. Elsku Palli, Kári, Ásgeir og fjöl- skylda. Guð styrki ykkur í sorginni, minningin um yndislega konu lifir í okkar hugum. Guðmundur St. Maríusson. Guðný Pétursdóttir. Ég á ljósmynd sem mér þykir svo vænt um. Hún er tekin á réttardag- inn í Langholtsrétt 1967 af okkur vinkonunum sex ára gömlum. Gillí í hvítum stuttermabol með ljómandi bros. Réttardagurinn var einn af hátíð- isdögum ársins í augum okkar barnanna. Líf og fjör í réttum. Féð dregið í dilka. Kakó og kökur í kof- anum. Hóað, jarmað, kallað og gelt. Og hápunktur dagsins var að fá að ganga að Vegamótum og kaupa okk- ur nammi. Við Gillí hlökkuðum alltaf mikið til þessa dags. Æskuvinkonur, algjörar samlok- ur, þó svo ólíkar. Önnur ljóshærð, hin dökkhærð. Önnur feimin, hin borubrattari. Jafnöldrur, þó nær heilt ár á milli í aldri. Gillí eldri og þroskaðri, leiðtoginn fram eftir aldri. Vinmörg í skólanum, strax á heima- velli þar á meðan ég grét mig í svefn á kvöldin. Við kölluðum skólann, Laugar- gerðisskóla, Hvíta klaustrið, svo strangar þóttu skólareglurnar. Okk- ur leið samt ekki illa í skólanum. Það varð eðlilegur hluti lífsins að fara á sunnudagskvöldum með sængina sína og föt í poka. Vera tvær vikur í skólanum og tvær vikur heima. Síðar var þetta vika og vika í senn. Félagslífið í skólanum var öflugt. Við Gillí lærðum á blokkflautu og spiluðum saman á skemmtunum. Við vorum saman í kór. Okkur gekk vel að læra, hjálpuðumst að við heima- lærdóminn seinni partinn. Við vorum alltaf fjórar jafnöldrurnar saman í herbergi og ýmis leyndarmál voru hvísluð á kvöldin þegar búið var að slökkva ljósin. Það var mikill samgangur milli Hjarðarfells og Dals, frændskapur, vinskapur og hjálpsemi. Dalur var mitt annað heimili. Elli og Gerða sem fósturforeldrar mínir og Gillí og systkini hennar eins og systkini mín. Oft var setið við eldhúsborðið og spjallað og hlegið. Elli var að reyna að kenna okkur börnunum ýmislegt. Ég man eftir spurningakeppni á milli okkar krakkanna um höfuðborgir heimsins. Svo var farið út í leiki. Stundum fékk ég að fara með fjöl- skyldunni í berjamó út undir Jökul. Þá var bíllinn fylltur af nesti og tóm- um fötum undir berin, haldið af stað snemma dags og tínt allan daginn. Við Gillí vorum einu jafnöldrurnar í sveitinni. Í fermingarundirbún- ingnum kom presturinn með Gillí heim á Hjarðarfell síðdegis á sunnu- dögum og þá var fyrst kaffi. Við Gillí biðum svo óþreyjufullar inni í her- bergi eftir því að presturinn hætti að tala við pabba og sneri sér að okkur. Við áttum það nefnilega á hættu að missa af Lögum unga fólksins ef þeir töluðu of lengi. Og þá vorum við ekki kátar! Þegar við komumst á fullorðins- árin skildi leiðir. Ég flutti austur á land og fjarlægðin varð of mikil. Við héldum nær engu sambandi í 20 ár. Síðastliðið sumar hittumst við svo og spjölluðum mikið saman. Í byrjun þessa árs frétti ég að Gillí hefði greinst með ólæknandi krabba- mein. Ég hringdi strax í hana og við tókum upp þráðinn. Gillí bloggaði um líf sitt. Margir fylgdust með þessari kjarkmiklu og baráttuglöðu konu sem gat séð spaugilegu hliðina á veikindunum fram á síðustu stundu. Ég sendi fjölskyldu Gillíar mínar innilegustu samúðarkveðjur. Þorbjörg Gunnarsdóttir. Eins og flestir sem þekktu Gillí vita, þá duga vart orð til að kveðja manneskju eins og hana. Hún verður alltaf til í hjörtum okkar. Ljóð segja oft eitthvað frá hjartanu og þaðan vil ég senda mína hinstu kveðju. Ég veit að vorið kemur og veturinn líður senn. Kvæðið er um konu, en hvorki um guð né menn. Og svipur hennar sýndi, hvað sál hennar var góð. Það hló af ást og æsku, hið unga villiblóð. Ég bý að brosum hennar og blessa hennar spor, því hún var mild og máttug og minnti á – jarðneskt vor. (Davíð Stefánsson) Hún var svo dýrmæt síðasta stundin sem við Gillí áttum saman. Þegar við kvöddumst í hinsta sinn lagði hún mér lífsreglurnar, eins og henni einni var lagið. Ég geymi líka minningarnar um allar góðu stund- irnar, samtölin og öll þau skipti sem hún studdi mig á erfiðum stundum. Ég er svo þakklát fyrir allt sem hún gaf mér og kenndi mér. Elsku Palli, Kári, Ásgeir og aðrir aðstandendur, mínar innilegustu samúðarkveðjur til ykkar allra. Ég bið um styrk ykkur til handa á þeim erfiðu tímum sem framundan eru. Kæra vinkona, takk fyrir að vera þú. Ég sakna þín elsku, elsku Gillí mín. Ebba.  Fleiri minningargreinar um Gíslínu Erlendsdóttur bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.