Morgunblaðið - 22.11.2007, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 22.11.2007, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 319. TBL. 95. ÁRG. FIMMTUDAGUR 22. NÓVEMBER 2007 LANDSPRENT EHF. mbl.is TÓNKÖKULIST SKYNFÆRI GESTA VERÐA GLÖÐ YFIR GÓÐGÆTI Í EYRU OG MAGA >> 16 Leikhúsin í landinu Ævintýrin gerast í leikhúsinu >> 49 Fær fjölskylda þín endurgreiðslu? Skráðu fjölskylduna á spron.is fyrir áramót og þú gætir tryggt henni endurgreiðslu þessa árs! FRÉTTASKÝRING Eftir Guðmund Sverri Þór sverrirth@mbl.is BANKARNIR hafa að undanförnu haft sam- band við fjárfesta, stóra sem smáa, sem tekið hafa lán til þess að fjármagna hlutabréfakaup sín, með bréfin sem veð, og óskað eftir frekari tryggingum fyrir lánunum (það sem á ensku er kallað margin call) vegna mikillar lækkunar á hlutabréfamark- aðinum. Morgunblaðið hefur heimildir fyrir því að hafi fjárfestar ekki getað bætt við tryggingum hafa bankarnir í sumum tilvikum selt bréfin til þess að greiða upp lánin og er það meðal þeirra þátta sem hafa valdið mikilli gengislækkun ís- lenskra hlutabréfa að undanförnu. Það sem af er vikunni hefur úrvalsvísitala að- allista kauphallar OMX á Íslandi lækkað um ríf- lega 6% og þannig fylgt eftir þróun hlutabréfa- markaða víðsvegar um heim, sem flestir hafa farið lækkandi m.a. vegna óvissu um ástand efnahags- mála í Bandaríkjunum. Á undanförnum mánuði hefur úrvalsvísitalan lækkað um 17%. Sem dæmi um erlend félög sem lækkað hafa mikið að undanförnu má nefna að gengi AMR Cor- poration hefur lækkað um 13% á einni viku (reynd- ar hækkaði gengi þess um 0,5% í gær), gengi Commerzbank um 12,6% og gengi Finnair um 16,8%. FL Group hefur sem kunnugt er tekið stór- ar stöður í þessum félögum. Ennfremur hefur gengi Sampo, sem er hlutdeildarfélag Existu, lækkað töluvert að undanförnu – um 6,6% á einni viku og um 4,35% bara í gær. Þá hefur gengi Glitn- is, sem er langstærsta skráða eign FL Group á Ís- landi, lækkað um 4,7% það sem af er vikunni. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins er FL Group eitt þeirra fyrirtækja sem bankarnir hafa óskað eftir að bætti tryggingastöðu sína. Halldór Kristmannsson, framkvæmdastjóri samskipta- sviðs FL Group, segir félagið hafa staðið við skuld- bindingar sínar og muni gera það áfram. „Það er ekki stefna FL Group að tjá sig um fjármögnun á einstaka eignum félagsins,“ segir Halldór. Bankarnir óska eftir auknum tryggingum  Geti fjárfestar ekki bætt tryggingastöðuna eru bréfin seld sem á þátt í lækk- unum á markaði  Úrvalsvísitalan hefur lækkað um 6% það sem af er viku                     Miklar sviptingar á hlutabréfamarkaði og gengi hlutabréfa í Kauphöll Íslands lækkar Í SVONEFNDRI „sáttatillögu“ eða „vinnuskjali“ sem meirihluti borgar- stjórnar í stýrihópi um málefni Orkuveitu Reykjavíkur lagði fram í liðinni viku eru línur lagðar eftir höfnun OR á samruna GGE og REI. Heimildir herma að þar komi fram að eign OR í Hitaveitu Suð- urnesja verði látin renna inn í REI og þaðan inn í GGE, en í staðinn komi hlutafé í GGE. Lagt er upp með að hlutur REI í GGE verði aldrei hærri en 25%, ekki lægri en 15%, og að REI tryggi sér einn stjórnarmann í GGE. Borgarfulltrúar í stýrihópnum hafa ekki viljað upplýsa um efni til- lögunnar í borgarráði, þótt eftir því hafi verið leitað af oddvita sjálfstæð- ismanna. Tillagan ku vera margþætt og samkvæmt heimildum hefur hún verið rædd innan OR og víðar í við- skiptalífinu. Hún hefur hins vegar ekki verið afgreidd af stýrihópnum. Samkvæmt heimildum sinnir REI áfram verkefnum OR erlendis og verður í 100% eigu OR, sem sinnir einungis grunnrekstrinum. Stofnuð verði félög um annan rekstur OR með takmarkaðri ábyrgð, þ.m.t. orkuframleiðslu til stóriðju. Þá segir að selji Hafnarfjörður hlut sinn í HS til OR verði greiðslan að þriðjungshluta í formi eignarhlut- ar í OR. Kveðið er á um að hlutlaust mat óháðra aðila fari fram vegna söl- unnar. Hlutur REI í HS renni síðan áfram til GGE á sömu kjörum. Samkvæmt heimildum er lagt upp með að rekstri HS verði skipt upp í þrjú félög. Í fyrsta lagi er það félag um framleiðslu á orku, í öðru lagi fé- lag í 100% eigu Reykjanesbæjar sem sér um smásölu og dreifingu orku á Reykjanesi og jarðhitarétt- indi HS og í þriðja lagi félag í 100% eigu OR um smásölu og dreifingu orku í Hafnarfirði. Í tillögunni segir að verkefni REI sem tengist Filippseyjum og Indónesíu verði seld GGE og einnig 30% hlutur REI í Enex, en með því kemst félagið í 100% eigu GGE. Þá kemur fram að starfsmenn REI geti unnið fyrir GGE eins og ef af sam- runanum hefði orðið. Hlutur OR í Hitaveitu Suð- urnesja til Geysir Green? Dagur B. Eggertsson Svandís Svavarsdóttir Óskar Bergsson Margrét Sverrisdóttir BJÖRK Vil- helmsdóttir, for- maður Velferð- arráðs Reykjavík- urborgar, segir að ákvörðun hafi verið tekin í gær um að koma upp sambærilegri þjónustu við geð- fatlaða í borginni og boðið hefur verið upp á á Ak- ureyri. Ákveðið hefur verið að ráða verkefnisstjóra frá og með næstu áramótum til að vinna að þessu máli. Á Akureyri hefur verið lögð áhersla á að veita þjónustu við geð- fatlaða á einum stað í stað þess að fólk þurfi að ganga milli stofnana til að leita lausna. Björk sagði í samtali við Morg- unblaðið að borgin væri búin að vinna að þessu máli í nokkurn tíma og það væri ekki eftir neinu að bíða með að hrinda því í framkvæmd. Bæta þjón- ustu strax Björk Vilhelmsdóttir MATSFYRIRTÆKI og mark- aðir ofmeta áhættuna í ís- lensku efnahagslífi og skulda- tryggingaálag á íslensku bankana er of hátt. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri skýrslu sem viðskiptaráð hefur látið vinna um íslenska fjármálakerfið. Þar er bent á að í kjölfar bankakreppunnar 2006, þegar erlendir greinendur fóru mik- inn í gagnrýni á íslensku bankana, hafi miklar breyt- ingar verið gerðar á fjár- mögnun bankanna, breytingar til hins betra. Richard Portes, annar höf- unda skýrslunnar, segir að sú ákvörðun Standard & Poor’s að breyta horfum íslenska ríksins í neikvæðar ætti ekki við rök að styðjast. Í skýrsl- unni segir að viðvera Íbúða- lánasjóðs á húsnæðislánamark- aði og tilvist verðtryggingar séu orsakavaldar verðbólg- unnar. | Viðskipti Áhættan ofmetin
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.