Morgunblaðið - 22.11.2007, Page 1

Morgunblaðið - 22.11.2007, Page 1
STOFNAÐ 1913 319. TBL. 95. ÁRG. FIMMTUDAGUR 22. NÓVEMBER 2007 LANDSPRENT EHF. mbl.is TÓNKÖKULIST SKYNFÆRI GESTA VERÐA GLÖÐ YFIR GÓÐGÆTI Í EYRU OG MAGA >> 16 Leikhúsin í landinu Ævintýrin gerast í leikhúsinu >> 49 Fær fjölskylda þín endurgreiðslu? Skráðu fjölskylduna á spron.is fyrir áramót og þú gætir tryggt henni endurgreiðslu þessa árs! FRÉTTASKÝRING Eftir Guðmund Sverri Þór sverrirth@mbl.is BANKARNIR hafa að undanförnu haft sam- band við fjárfesta, stóra sem smáa, sem tekið hafa lán til þess að fjármagna hlutabréfakaup sín, með bréfin sem veð, og óskað eftir frekari tryggingum fyrir lánunum (það sem á ensku er kallað margin call) vegna mikillar lækkunar á hlutabréfamark- aðinum. Morgunblaðið hefur heimildir fyrir því að hafi fjárfestar ekki getað bætt við tryggingum hafa bankarnir í sumum tilvikum selt bréfin til þess að greiða upp lánin og er það meðal þeirra þátta sem hafa valdið mikilli gengislækkun ís- lenskra hlutabréfa að undanförnu. Það sem af er vikunni hefur úrvalsvísitala að- allista kauphallar OMX á Íslandi lækkað um ríf- lega 6% og þannig fylgt eftir þróun hlutabréfa- markaða víðsvegar um heim, sem flestir hafa farið lækkandi m.a. vegna óvissu um ástand efnahags- mála í Bandaríkjunum. Á undanförnum mánuði hefur úrvalsvísitalan lækkað um 17%. Sem dæmi um erlend félög sem lækkað hafa mikið að undanförnu má nefna að gengi AMR Cor- poration hefur lækkað um 13% á einni viku (reynd- ar hækkaði gengi þess um 0,5% í gær), gengi Commerzbank um 12,6% og gengi Finnair um 16,8%. FL Group hefur sem kunnugt er tekið stór- ar stöður í þessum félögum. Ennfremur hefur gengi Sampo, sem er hlutdeildarfélag Existu, lækkað töluvert að undanförnu – um 6,6% á einni viku og um 4,35% bara í gær. Þá hefur gengi Glitn- is, sem er langstærsta skráða eign FL Group á Ís- landi, lækkað um 4,7% það sem af er vikunni. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins er FL Group eitt þeirra fyrirtækja sem bankarnir hafa óskað eftir að bætti tryggingastöðu sína. Halldór Kristmannsson, framkvæmdastjóri samskipta- sviðs FL Group, segir félagið hafa staðið við skuld- bindingar sínar og muni gera það áfram. „Það er ekki stefna FL Group að tjá sig um fjármögnun á einstaka eignum félagsins,“ segir Halldór. Bankarnir óska eftir auknum tryggingum  Geti fjárfestar ekki bætt tryggingastöðuna eru bréfin seld sem á þátt í lækk- unum á markaði  Úrvalsvísitalan hefur lækkað um 6% það sem af er viku                     Miklar sviptingar á hlutabréfamarkaði og gengi hlutabréfa í Kauphöll Íslands lækkar Í SVONEFNDRI „sáttatillögu“ eða „vinnuskjali“ sem meirihluti borgar- stjórnar í stýrihópi um málefni Orkuveitu Reykjavíkur lagði fram í liðinni viku eru línur lagðar eftir höfnun OR á samruna GGE og REI. Heimildir herma að þar komi fram að eign OR í Hitaveitu Suð- urnesja verði látin renna inn í REI og þaðan inn í GGE, en í staðinn komi hlutafé í GGE. Lagt er upp með að hlutur REI í GGE verði aldrei hærri en 25%, ekki lægri en 15%, og að REI tryggi sér einn stjórnarmann í GGE. Borgarfulltrúar í stýrihópnum hafa ekki viljað upplýsa um efni til- lögunnar í borgarráði, þótt eftir því hafi verið leitað af oddvita sjálfstæð- ismanna. Tillagan ku vera margþætt og samkvæmt heimildum hefur hún verið rædd innan OR og víðar í við- skiptalífinu. Hún hefur hins vegar ekki verið afgreidd af stýrihópnum. Samkvæmt heimildum sinnir REI áfram verkefnum OR erlendis og verður í 100% eigu OR, sem sinnir einungis grunnrekstrinum. Stofnuð verði félög um annan rekstur OR með takmarkaðri ábyrgð, þ.m.t. orkuframleiðslu til stóriðju. Þá segir að selji Hafnarfjörður hlut sinn í HS til OR verði greiðslan að þriðjungshluta í formi eignarhlut- ar í OR. Kveðið er á um að hlutlaust mat óháðra aðila fari fram vegna söl- unnar. Hlutur REI í HS renni síðan áfram til GGE á sömu kjörum. Samkvæmt heimildum er lagt upp með að rekstri HS verði skipt upp í þrjú félög. Í fyrsta lagi er það félag um framleiðslu á orku, í öðru lagi fé- lag í 100% eigu Reykjanesbæjar sem sér um smásölu og dreifingu orku á Reykjanesi og jarðhitarétt- indi HS og í þriðja lagi félag í 100% eigu OR um smásölu og dreifingu orku í Hafnarfirði. Í tillögunni segir að verkefni REI sem tengist Filippseyjum og Indónesíu verði seld GGE og einnig 30% hlutur REI í Enex, en með því kemst félagið í 100% eigu GGE. Þá kemur fram að starfsmenn REI geti unnið fyrir GGE eins og ef af sam- runanum hefði orðið. Hlutur OR í Hitaveitu Suð- urnesja til Geysir Green? Dagur B. Eggertsson Svandís Svavarsdóttir Óskar Bergsson Margrét Sverrisdóttir BJÖRK Vil- helmsdóttir, for- maður Velferð- arráðs Reykjavík- urborgar, segir að ákvörðun hafi verið tekin í gær um að koma upp sambærilegri þjónustu við geð- fatlaða í borginni og boðið hefur verið upp á á Ak- ureyri. Ákveðið hefur verið að ráða verkefnisstjóra frá og með næstu áramótum til að vinna að þessu máli. Á Akureyri hefur verið lögð áhersla á að veita þjónustu við geð- fatlaða á einum stað í stað þess að fólk þurfi að ganga milli stofnana til að leita lausna. Björk sagði í samtali við Morg- unblaðið að borgin væri búin að vinna að þessu máli í nokkurn tíma og það væri ekki eftir neinu að bíða með að hrinda því í framkvæmd. Bæta þjón- ustu strax Björk Vilhelmsdóttir MATSFYRIRTÆKI og mark- aðir ofmeta áhættuna í ís- lensku efnahagslífi og skulda- tryggingaálag á íslensku bankana er of hátt. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri skýrslu sem viðskiptaráð hefur látið vinna um íslenska fjármálakerfið. Þar er bent á að í kjölfar bankakreppunnar 2006, þegar erlendir greinendur fóru mik- inn í gagnrýni á íslensku bankana, hafi miklar breyt- ingar verið gerðar á fjár- mögnun bankanna, breytingar til hins betra. Richard Portes, annar höf- unda skýrslunnar, segir að sú ákvörðun Standard & Poor’s að breyta horfum íslenska ríksins í neikvæðar ætti ekki við rök að styðjast. Í skýrsl- unni segir að viðvera Íbúða- lánasjóðs á húsnæðislánamark- aði og tilvist verðtryggingar séu orsakavaldar verðbólg- unnar. | Viðskipti Áhættan ofmetin

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.