Morgunblaðið - 22.11.2007, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 22.11.2007, Blaðsíða 34
34 FIMMTUDAGUR 22. NÓVEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Pétur Björns-son, fyrrverandi forstjóri og aðaleig- andi Verksmiðj- unnar Vífilfells ehf., fæddist í Reykjavík 22. maí 1930. Hann andaðist á Dvalar- og hjúkrunarheim- ilinu Holtsbúð í Garðabæ aðfaranótt 14. nóvember síðast- liðins, 77 ára að aldri. Foreldrar hans voru Björn Ólafsson, forstjóri, ráðherra og alþingismaður, og Ásta Pétursdóttir húsfreyja. Pétur átti þrjú systkini, Ólaf, Eddu og Iðunni, sem öll eru látin. Eiginkona Péturs er Sigríður Hrefna Magnúsdóttir, f. 20. desem- ber 1936. Foreldrar hennar eru Guðrún Ó. Karlsdóttir og Magnús Ó. Ólafsson, sem er látinn. Börn Péturs og Sigríðar eru: 1) Ásta, f. 17. október 1957. Ásta var gift Lýð Árna Friðjónssyni en þau eru skilin. Börn þeirra eru Sigrún Hrefna, Kristín, Anna Lilja og Magnús Pét- fyrirtækjarekstri. Hann varð að- stoðarframkvæmdastjóri Verk- smiðjunnar Vífilfells 1960 og for- maður stjórnar og framkvæmdastjóri fyrirtækisins 1977. Einnig var Pétur stjórn- arformaður og framkvæmdastjóri heildverslunarinnar Þórður Sveins- son & Co. hf. frá 1975 og hafði áður verið meðforstjóri fyrirtækisins frá 1963. Verksmiðjan Vífilfell ehf. var framleiðandi Coca-Cola á Íslandi og fékk verksmiðjan margvísleg verð- laun frá hinu bandaríska fyrirtæki fyrir gæði framleiðslunnar og framúrskarandi árangur í mark- aðsstarfi. Pétur og fjölskylda hans seldu fyrirtækið til Coca Cola Nor- dic Beverages AS 1999. Það ár stofnaði hann ásamt eiginkonu sinni og dætrum Eignarhalds- félagið Vor ehf. og var hann þar stjórnarformaður og aðaleigandi til ársins 2005. Pétur var mikill áhugamaður um golf og var m.a. stofnandi og for- maður Golfklúbbs Ness á Seltjarn- arnesi 1964, meðstofnandi og ritari Sambands íslenskra einkaklúbba í golfi 1966 og stofnandi og meðrit- stjóri Golfblaðsins 1968. Útför Péturs fer fram frá Hall- grímskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15. ur. 2) Erla, f. 25. júlí 1959. Erla var gift Gísla Petersen en þau eru skilin. Dætur þeirra eru Sylvía Rut og Arna Kristín. Dæt- ur Erlu og Einars Pálmarssonar eru Alexandra og Birgitta Maren. Sylvía Rut Gísladóttir er gift Björgvin Haraldssyni og eiga þau börnin Pétur, Kamillu og Erlu Ýr. Sambýlismaður Erlu er Ísleifur Leifs- son. 3) Guðrún Sylvía, f. 7. nóv- ember 1967. Guðrún var gift Gunn- ari Gylfasyni en þau eru skilin. Dóttir þeirra er Sigríður Diljá. Þá á Guðrún synina Pétur Örn og Sindra Val. Pétur lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1949 og stundaði síðan nám við Sor- bonne-háskóla í París 1950-1951, Trinity College í Cambridge 1952- 1953 og Florida State University 1954-1956. Kominn heim frá námi fór Pétur að sinna viðskiptum og Elsku pabbi minn. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð. Þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir.) Þó ég hafi ekki náð að kveðja þá fagna ég því að þú ert nú laus úr heimi þessum og kominn í eilíft ljós. Ég vil þakka þér fyrir allt sem þú varst. Kær kveðja. Þín dóttir Erla. Pétur Björnsson var öðlingur. Þetta gamalgróna íslenska orð lýs- ir vel helstu eðlisþáttum og mann- gerð hans. Hann var höfðingi heim að sækja og örlátur. Um leið vissi hann nákvæmlega hvað var við hæfi í slíkum efnum. Hann var hirðusamur um eigur sínar, ávaxt- aði vel sitt pund en gætti þess að aðrir fengju líka að njóta velgengni hans, ekki aðeins ættingjar og vinir heldur einnig margir aðrir. Fyrst lágu leiðir okkar Péturs saman um það leyti sem félagi minn og vinur úr menntaskóla, Lýður Á. Friðjónsson, kvæntist Ástu, elstu dóttur Péturs. Þetta var árið 1979. Lýður gerðist síðar framkvæmdastjóri Vífilfells, fyrir- tækis Péturs og fjölskyldu hans. Sama ár, 1979, gerðist Pétur bakhjarl og styrktaraðili Félags frjálshyggjumanna. Þar hafði Hannes H. Gissurarson forgöngu og við fylgdum fast á eftir honum nokkrir félagar úr ungliðastarfi Sjálfstæðisflokksins. Pétur veitti félaginu starfsaðstöðu í Haga við Hofsvallagötu, skammt frá Há- skólanum, en þar voru höfuðstöðv- ar Vífilfells á þessum tíma. Við vorum ungir og ákafir í hug- myndabaráttunni, vildum aukið frelsi á öllum sviðum. Pétur hreifst með okkur og var algjör- lega á sömu línu og við í pólitík- inni. Hann tók virkan þátt í und- irbúningi og heimsóknum andlegra stórmenna til landsins á vegum Hannesar og Félags frjálshyggju- manna á árunum upp úr 1980. Honum fannst ekkert tiltökumál að opna heimili sitt og halda veg- leg boð fyrir gestina. Þar man ég eftir Milton og Rose Friedman og mörgum fleirum. Pétur var vel að sér og lagði margt til málanna. Hann talaði ensku og frönsku eins og innfæddur, enda hafði hann að baki bæði nám og búsetu í Eng- landi, Bandaríkjunum og Frakk- landi á sínum yngri árum. Á árinu 1989 tókust enn nánari kynni með okkur Pétri þegar ég fór að sinna lögfræðilegum störf- um fyrir Vífilfell og tengd fyr- irtæki. Þessi störf voru marg- breytileg og fjölþætt. Eftir söluna á Vífilfelli árið 1999 hef ég verið samstarfsmaður Péturs og dætra hans, Ástu, Erlu og Guðrúnar, í þeim verkefnum sem eignarhalds- félag fjölskyldunnar hefur tekið sér fyrir hendur. Mikil og traust vinátta hefur skapast milli okkar allra vegna þessa samstarfs sem hér skal þökkuð. Síðustu tvö árin voru Pétri sér- staklega erfið og þá einnig og kannski ekki síður eiginkonu hans, Sigríði H. Magnúsdóttur, dætrum þeirra og fjölskyldum. Á þeim tíma hefur verið erfitt og sorglegt að sjá hvernig Alzheimer-sjúk- dómurinn náði yfirhöndinni smám saman og dró máttinn úr manni, sem áður gat geislað af fjöri og glaðværð. Vil ég votta Sigríði, dætrum og öllum aðstandendum Péturs Björnssonar einlæga sam- úð mína og Ingibjargar konu minnar. Um föður Péturs, Björn Ólafs- son, var sagt í minningargrein að hann hefði verið ótrauður baráttu- maður frjálsrar verslunar í land- inu, hann hafi verið höfðinglegur í framgöngu og sett svip sinn á um- hverfið. Þessi orð eiga einnig við um Pétur nú þegar horft er yfir farinn veg. Hann stóð á rétti sín- um þegar það átti við en var sann- gjarn og húmorinn var aldrei langt undan. Hreinn Loftsson. Pétur Björnsson var áhugasam- ur um þjóðmál, hafði fastmótaðar skoðanir og alþjóðlega útsýn, enda hafði hann eftir stúdentspróf 1949 menntast í Svartaskóla (Sorbonne) í París, Þrenningargarði (Trinity College) í Cambridge og Ríkishá- skólanum í Flórída í Tallahassee. Pétur stundaði ekki aðeins nám í París heldur lenti líka í ýmsum æv- intýrum þegar hann skemmti sér oft næturlangt með auðugum furst- um úr Arabaríkjum. Gengi krón- unnar var hátt miðað við franka, og gátu íslenskir stúdentar lifað við rausn. Stundum brugðust þó gjald- eyrisyfirfærslur. Eitt sinn leigðu Pétur og annar Íslendingur her- bergi á gistihúsi í vondu hverfi í París. Var leigan lág. Skýringin kom, þegar annar þeirra þurfti um miðjan dag að bregða sér heim: Þá var ein af dætrum götunnar þar með viðskiptavini. Hypjuðu þeir Pétur sig brott hið snarasta. Pétur kímdi stundum yfir því, að umsjónarkennari hans í Cambridge var hinn frægi marxisti Maurice Dobbs. Þá eyddi Pétur þó tímanum ekki síður í að heimsækja ungar stúlkur í hjúkrunarskóla þar í grennd, og þar hitti hann Phoebe, sem var góð vinkona hans alla tíð. Þurfti hann að klifra upp háa veggi til að ná fundum hennar og naut þess þá, að hann var vel á sig kom- inn. Heima á Íslandi kvæntist Pét- ur 1957 Sigríði Hrefnu Magnús- dóttur, afbragðskonu. Heimsóttu þau hjón Phoebe og mann hennar eitt sinn á námsárum mínum í Englandi, og var gaman að sitja með þeim fjórum og minnast liðins tíma. Í Tallahassee kynntist Pétur vel ýmsum mönnum, sem síðar komust til áhrifa í her og leyniþjónustu Bandaríkjanna. Var hann stundum milligöngumaður, þegar á þurfti að halda, enda í senn góður Íslend- ingur og eindreginn Bandaríkjavin- ur. Hann vissi fyrr en flestir aðrir um þá ætlun Bandaríkjastjórnar að kalla herafla sinn héðan, og hafði hann eitt sinn frumkvæði að há- degisverði með okkur Davíð Odds- syni í Ráðherrabústaðnum til að vara við þessu. Í Tallahassee var einn kennari Péturs James M. Buchanan, sem síðar varð frægur hagfræðingur og hlaut Nóbelsverð- launin í hagfræði. Þegar Buchanan kom til Íslands haustið 1982, bauð Pétur honum heim til sín, en hann var góður gestgjafi og manna vei- tulastur. Pétur rak af skörungsskap fyr- irtækið Vífilfell, sem framleiðir kók. Það villti sumum sýn, að hann var gleðimaður. En vitaskuld þurfti annað en aukvisa til að skapa ein- hverja mestu markaðshlutdeild kóks í heiminum, eins og Pétri tókst hér á Íslandi. En þótt Pétur byggi við miklu ríflegri efni en títt var um Íslendinga á seinni hluta tuttugustu aldar, var hann ætíð al- þýðlegur, enda vinsæll af starfs- fólki sínu. Þegar ég var dreginn fyrir rétt í ársbyrjun 1986 vegna reksturs útvarpsstöðvar, hlýnaði mér um hjartarætur, þegar ég leit fram í áheyrendastúkuna. Þá var Pétur þar kominn mér til halds og trausts. Undir lokin rökkvaði í lífi hans sökum þráláts sjúkdóms, og þá hafði hann ómetanlegan styrk af konu sinni og þremur dætrum, Ástu, Erlu og Guðrúnu, börnum þeirra og barnabörnum. Pétur Björnsson var gæfumaður, og það var gæfa að eiga hann að vini. Hannes H. Gissurarson. Ég vil minnast vinar míns, Pét- urs Björnssonar, sem ég bar gæfu til að kynnast. Það eru liðin fimm- tán ár frá því að ung stúlka bank- aði upp á í Mávanesinu og bauðst til að sjá um garðinn þeirra Péturs og Siggu. Hjónunum leist vel á hugmyndina, þótt þau þekktu lítið til stúlkunnar. Aftur á móti vissi hún, eins og hinir krakkarnir í nes- inu, að í þessu húsi bjó Pétur í Kók og Sigga hans Péturs. Allir þekktu alla í hverfinu, þarna lékum við okkur, bárum út blöðin og hlupum á milli garða. Í æskunni var rúnt- urinn heldur ekki flókinn. Hann hófst hjá nágranna Péturs, þar sem við buðumst til að viðra hund, því næst gengum við til Péturs og báð- um um kók. Hann eða Sigga gaf okkur alltaf ískalda, litla kók í gleri. Þegar sjónvarpsleysi var á fimmtudögum og Tívolí kom til Reykjavíkur einu sinni á ári var þetta toppurinn. Eflaust hefur Pét- ur skilið okkur og passað að eiga alltaf kók í kælinum. Það var hans stíll, hann var næmur á annað fólk og alltaf grand. Með hund í eft- irdragi og kókflösku gengum við ánægð um hverfið. Svona var það þá. Seinna þegar ég var orðin Gunna, eins og Pétur kallaði mig, og sá um garðinn í Mávanesinu kynntist ég honum og Siggu betur. Ég vann hjá þeim í mörg ár og við urðum vinir. Forstjóri stórfyrir- tækis og unglingurinn. Pétur bar hag minn fyrir brjósti og við spjöll- uðum mikið saman, hvort sem það var um garðinn eða eitthvað annað. Hann spurði mig til dæmis álits um allar framkvæmdir, rétt eins og ég væri útlærður garðyrkjumeistari. Hann var alltaf einlægur og blátt áfram. Stundum töluðum við um Frakkland, þar hafði hann lært og þangað dreymdi mig um að fara. Pétri fannst það ágætt en vildi ekki sjá mig koma heim með Frakka. Þegar ég lagði loks af stað í Frakk- landsferðina var ég með í vasanum það hlýlegasta meðmælabréf sem ég hef nokkurn tíma fengið. Mávanesið varð fastur punktur í tilverunni, hluti af unglingsárunum og þar fann ég mikinn hlýhug. Þetta er það sem var og nú er horf- ið, en ég geymi það alltaf í hjarta mínu. Guðrún Gunnarsdóttir. Þegar mér barst fregnin um að ég væri búinn að missa minn góða vin Pétur Björnsson fylltist ég sorg í fyrstu, en þegar ég fór að hugsa um erfiða baráttu hans við hinn ill- víga Alzheimer-sjúkdóm mörg und- anfarin ár, þá áttaði ég mig á því að það er Guðs blessun að hann skuli hafa hlotið frið. Fyrir um það bil 30 árum bað íslenski ræðismaðurinn í Tallahas- see mig að leyfa gesti frá Íslandi að fara með mér í golf. Þannig hófust kynni okkar Pét- urs og upp úr þessu tókst með okkur góð vinátta, sem aldrei bar nokkurn skugga á, og við áttum margar góðar og ógleymanlegar stundir saman bæði á golfvöllum hér í Flórída og á Íslandi svo og á heimilum hvor annars beggja vegna Atlantshafsins. Fyrir þetta allt er ég afar þakklátur. Eitt af einkennum Péturs var hve heitt hann unni Íslandi því hann var mikill umhverfissinni og var ódeigur við að taka þátt í bar- áttunni gegn öllum þeim fram- kvæmdum, sem spillt gætu nátt- úru Íslands. Pétur var örlátur maður og mér er kunnugt um að hann aðstoðaði marga landa sína, sem lent höfðu í fjárhagserfiðleikum. Hann var bakhjarl margra golfunnenda, bæði kvenna og karla, studdi ís- lenska námsmenn erlendis og hjálpaði oftlega þeim, sem áttu við sára neyð að stríða. Ófrávíkjanlegt skilyrði sem hann setti fyrir gjöfinni var jafnan hið sama, að hún kæmi frá ónefndum. Pétur var einlægur vinur Bandaríkjamanna, hann var í nánu sambandi við Washington DC, sendiráð Bandaríkjanna á Ís- landi og Varnarliðið á Keflavík- urflugvelli. Hann var í stjórn þess félagsskapar á Keflavíkurvelli, sem beitti sér fyrir góðum sam- skiptum milli Varnarliðsins og Ís- lendinga. Fjölskyldan mín og ég sendum öllum ástvinum Péturs innilegar samúðarkveðjur og minnumst þeirra allra í bænum okkar. Martin J. Bevans, Tallahassee, Flórída. Ég kveð í dag með söknuði kæran vin og nágranna, Pétur Björnsson og er forsjóninni þakk- látur fyrir að leiðir okkar lágu saman fyrir meira en 50 árum. Ég þakka honum vináttu sem aldrei bar skugga á. Pétur ávann sér hlýhug þeirra sem kynntust hon- um, þannig var viðmót hans. Guð blessi og varðveiti góðan dreng. Ævistarf Péturs tengdist rekstri og uppbyggingu verk- smiðjunnar Vífilfells. Áður en hann varð forstjóri verksmiðjunn- ar kynntist hann rekstrinum með því að vinna hin ýmsu störf sem reksturinn byggðist á. Átti það ef- laust stóran þátt í því að hann náði vel til starfsmanna sinna sem áttu greiðan aðgang að honum þegar hann fór sína daglegu göngu um verksmiðjuna. Annar „fastur liður“ hjá Pétri var jóla- boðið sem hann hélt árlega í hinni glæsilegu skrifstofubyggingu Víf- ílfells, það fór ekki á milli mála að allir skemmtu sér vel í þessum boðum, gestir sem gestgjafí. Pétur var víðlesinn og fróður um mörg málefni, má þar nefna stjórnmál, efnahagsmál, heim- speki og sögu, svo eitthvað sé nefnt. Hann var mikill golfáhuga- maður og stundaði þá íþrótt með- an heilsan leyfði. Engum nema honum verður þakkað það að Nes- golfvöllurinn varð að veruleika, hugmyndin var hans og hann hrinti henni í framkvæmd. Fyrir allmörgum árum veiktist Pétur af Alzheimer og var heima þar til fyrir rúmu ári síðan. Öll þau ár sem Pétur var veikur heima annaðist Sigríður kona hans hann af ástúð, umhyggju og þolinmæði, hann átti góða eigin- konu sem reyndist honum alltaf frábærlega vel. Þegar veikindi Péturs ágerðust fékk fjölskyldan Helga Jakobsson, vin og golf- félaga Péturs, í lið með sér til að annast hann, sem Helgi gerði af kostgæfni. Elsku Sigga, Ásta, Erla og Guðrún Sylvía, við Sigrún sendum ykkur og allri fjölskyldunni inni- legustu samúðarkveðjur. Megi friður Guðs vera með ykkur öll- um. Sigurjón. Pétur Björnsson Til afa Ég finn að honum er kalt, honum líður ekki vel. Kalt blóðið streymir um líkamann. Hann er að deyja. Það er sorg í loftinu, hjartað stoppar og læknirinn kemur. Hann er farinn að eilífu og kemur aldrei aftur það er friður innra með okkur, og við erum alveg tóm. Við finnum að hann er með okkur og passar okkur öll. Birgitta Maren. HINSTA KVEÐJA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.