Morgunblaðið - 22.11.2007, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 22.11.2007, Blaðsíða 26
ferðalög 26 FIMMTUDAGUR 22. NÓVEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ Ég vona að þú hafir komiðmeð kjól með þér“. Þettavar eitt það fyrsta semDoña Xinia, mamman í fósturfjölskyldunni minni sagði við mig. „Frænka mín er nefnilega að gifta sig í dag.“ Ég var ekki búin að vera sólarhring í landinu og var strax á leiðinni í brúðkaup. Athöfnin var athyglisverð og alls ekki formleg eins og Roberto fóst- urbróðir minn var búinn að vara mig við. Kirkjan var opin á nokkrum stöðum og fólk gekk inn og út eins og því sýndist á meðan á athöfninni stóð. Giovanni, annar fósturbróðir, skokkaði meira að segja út í miðri ræðu hjá prestinum og keypti sér ke- bab og kók! Presturinn lét þennan óróleika í fólkinu ekki á sig fá og messaði eins og hann ætti lífið að leysa, notaði mikið látbragð og slengdi Biblíunni sinni á borðið oft og mörgum sinnum orðum sínum til áhersluauka. Í veislunni var lítið um ræður en þeim mun meira dansað og hlegið. Hópur fólks í marglitum búningum og með fjaðraskraut á höfði leiddi dansinn sem var aðeins flóknari heldur en „inn að miðju, út að vegg“ dansinn sem ég lærði í íþróttum í menntaskóla. Það kom þó ekki að sök, því þarna var nóg af strákum sem voru meira en til í að kenna ljós- hærðu stelpunni frá Íslandi að dansa salsa. Síðasti dansinn var svo „allir dansa konga“ og þar lafði ég aftan í tannlausum afa sem vann mig í limbói. Ég sofnaði dauðþreytt en með bros á vör um kvöldið, fullviss um að næstu fjórir mánuðir í Costa Rica yrðu ljúfir. Að veifa strætisvagni Dvölin var þó ekki endalaus dans á rósum og ósköp hversdagslegir hlut- ir eins og að taka strætó tókust ekki alltaf í fyrstu tilraun. Í Alajuela, þar sem ég bjó, eru engar strætó- stoppistöðvar. Þar þarf maður bara að standa einhvers staðar þar sem strætisvagninn á leið hjá og veifa honum kröftuglega svo hann stoppi. Ég var greinilega ekki nógu sann- færandi fyrsta daginn þar sem ég gerði heiðarlega tilraun til að taka strætó í skólann. Bílstjórinn kinkaði bara kolli til mín þar sem ég stóð á rykugri gangstéttarbrúninni og vinkaði. Það var ekki fyrr en á þriðja hring að bílstjórinn virtist gera sér grein fyrir því að erindi mitt með öllu vinkinu var að fá far með honum. Hann hleypti mér inn og útskýrði hlæjandi fyrir mér með látbragði hvernig maður ætti að fá strætó til að stoppa. Mánaðarlangt námskeið í spænskuskóla gekk vel og þar kynnt- ist ég fólki sem er vinir mínir enn í dag. Skólinn var ekki eins og skólar hér heima. Svæðið minnti á lítinn regnskóg með óteljandi trjám þar sem íkornar og einstaka api héldu til. Skólastofurnar voru undir berum himni og í frímínútum slökuðu nem- endur á í hengirúmum og nutu þess að spjalla eða fylgjast með kólibrí- fuglunum og fiðrildunum. Skólinn var alla virka daga og ég nýtti helg- arnar í að ferðast um landið með vin- um mínum. Áfall að kynnast aðstæðum á elliheimilinu Eftir mánaðardvöl í Costa Rica var komið að sjálfboðavinnunni á elli- heimilinu. Það hafði í för með sér að ég þurfti að læra að rata á nýjan stað og taka nýjan strætó. Það gekk fljótt og áfallalaust fyrir sig fyrir utan alla hundana. Þennan mánuð sem ég hafði dvalið í Alajuela horfði ég mikið á fréttirnar í sjónvarpinu. Mér til mikillar skelfingar voru oft fréttir af hræðilegum hundum sem höfðu orð- ið fólki að bana. Á leið minni á elli- heimilið var allt morandi í flækings- hundum. Ég var með hjartað í buxunum í hvert skipti sem ég þurfti að klofa yfir einn slíkan og hvenær sem ég gat tók ég stóran sveig framhjá þeim. Það var mikið áfall að byrja að vinna á elliheimilinu því aðstæður voru ekki þær sem maður á að venj- ast á elliheimilum hér heima. Ég vann á karladeildinni og karlarnir komu allir úr mikilli fátækt og áttu ekki neitt. Þeir gistu margir saman í herbergi og fengu tilbreytingarlítinn mat. Þegar aðstæðurnar vöndust varð vinnan betri og með tímanum fór mér að þykja vænt um staðinn. Allir, vistmenn sem starfsmenn, voru ofboðslega góðir við mig. For- stöðukonan var meira að segja svo hrifin af mér að hún vildi helst hafa mig út af fyrir sig inni á skrifstofu hjá sér. Eftir nokkra daga þar inni að telja peninga fyrir hana og hlusta á kristna útvarpsstöð gerði ég þó upp- reisn og lét hana góðlátlega vita að mér líkaði betur að vera með gömlu körlunum að spjalla eins og ég átti að vera að gera. Þeir voru ofsalega góð- ir og sætir þeir gömlu og vildu allir vera vinir mínir. Þeir voru sífellt að lauma til mín grjóthörðu nammi sem hafði örugglega verið lengur í vasa þeirra en getur talist hollt. Ég brosti bara og stakk því í töskuna mína. Einn var frumlegri en hinir þar sem hann eyddi öllum deginum sín- um í að tína appelsínur sem hann svo gaf mér og forstöðukonunni í lok dags. Þarna var líka lítil gömul kona sem gekk í litríkum fötum og spilaði á falskan gítar fyrir þá sem voru til- búnir að borga smáaur. Hún spilaði bara tvö lög, La Cucaracha og annað frumsamið. Gamla fólkið sagði mér sögur af fjölskyldum sínum og talaði um veikindi sín eins og gamalla er siður. Vinnan var á köflum krefjandi en ofsalega gefandi. Eina stundina var ég miður mín af heimþrá og von- leysi yfir þessu öllu saman en það lagaðist alltaf þegar einhver þeirra gömlu kom til mín, sagði að ég væri góð stúlka og brosti til mín tannlausu brosi. Costa Rica Sú hlið sem blasir við ferðamönnum er venjulega fagurt landslag og framandi staðir. Hið daglega líf á sér þó aðrar hliðar og lífsbaráttan getur reynst mörgum íbúum erfið. Heima Gatan sem fósturfjölskylda Gyðu bjó í í Alajuela, en þar var margt öðruvísi en hún átti að venjast, t.d. voru engar strætóstoppistöðvar. Ein af fjölskyldunni Gyða og José María, yngsta barnabarn hjónanna sem hún bjó hjá. Myndin var tekin um jólin í fyrra. Jólin Fjölskyldan á aðfangadagskvöld. Synir hjónanna komu allir með kon- ur sínar og börn í heimsókn og það var líf og fjör við að opna pakkana. Ævintýraleg dvöl á Costa Rica Það dreymir marga um að kynnast framandi slóðum og vilja þeir þá gjarn- an kynnast í leiðinni fólkinu í landinu. Gyða Erlingsdóttir lét slíka drauma rætast og brá sér á mánaðarlangt spænsku námskeið á hjá ICLC, stofnun sem síðan útvegaði henni þriggja mánaða sjálfboðavinnu á elliheimili. Þarna var líka lítil gömul kona sem gekk í litríkum fötum og spilaði á falskan gítar fyrir þá sem voru til- búnir að borga smáaur. 23.800 Vika í Danmörku kr. - ótakmarkaður akstur, kaskó, þjófavörn, flugvallargjald og skattar. Ford Fiesta eða sambærilegur 522 44 00 • www.hertz.is Bókaðu bílinn heima - og fáðu 500 Vildarpunkta frá ÍS L E N S K A /S IA .I S /H E R 3 69 19 0 4/ 07
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.