Morgunblaðið - 22.11.2007, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 22.11.2007, Blaðsíða 32
32 FIMMTUDAGUR 22. NÓVEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN REYKJAVÍKURBORG á í um- talsverðri tilvistarkreppu nú um stundir, sem endurspeglar vísast sál- arástand íbúanna, sem þjást vegna nýfengins auðs. Hættuástand hefur skapast í miðborginni, því athafnamenn, vopn- aðir peningum fá ekki hamið sig – eða öllu heldur; það er ekki er hægt að hemja þá. Lóð- ir í miðbænum eru dýr- ar og arðsemiskrafan ströng. Peningavá er fyrir dyrum. Torfusamtökin unnu á sínum tíma þarft verk með því að bjarga hús- unum á Bernhöft- storfunni. Standa þau þar enn þann dag í dag og eru bæjarprýði. Ekki fékk húsið hinu megin götunar, Lækjargata 4, að vera „kyrrt á sinni rót“; en - guði sé lof - var það flutt upp á Árbæjarsafn og er þar mikil stað- arprýði. Nú eru hins vegar uppi hug- myndir að flytja það aftur niður á Lækjartorg. Í Morgunblaðinu 8. sept. síðastliðnum birtist viðtal við borg- arminjavörð, Guðnýju Gerði Gunn- arsdóttur og virtist henni nokkuð brugðið við þessi tíðindi sem vonlegt var. Þeir Árbæjarsafnsmenn höfðu af mikilli kunnáttu gert húsið að dýrgrip og varið til þess talsverðum fjár- munum. Sú spurning vaknar, hvort skynsamlegt er að þvæla þessu ágæta húsi fram og aftur um borgina, þótt það sé vissulega hvarvetna mikið augnayndi. Nútíma steinsteypuháhýsi eiga ekki heima í núverandi miðbæ Reykjavíkur vegna nástöðu við lítil, fíngerð og falleg hús horfinna lands- manna. Vegna hnattstöðu Íslands eiga háhýsi tæplega heima á þessu landi vegna norðlægs sólargangs. Þau varpa of löngum skuggum og auk þess myndast vindstrengir við þau, sem ótækt er að búa við. Hvernig hús á þá að byggja í mið- bænum? Auðvitað timb- urhús. Timbur er fyr- irtaks byggingarefni í bland við bárujárn. Það mætti einfaldlega taka upp þráðinn í þeirri timburbyggingahefð, sem þróast hefur hér- lendis með hléum frá því á miðöldum, og byggja falleg timburhús á þeim lóðum, sem fal- leg hús þurfa að standa á vegna nágrennis við önnur falleg hús. Það væri ekki amalegt að fá fleiri hús eins og Næpuna í Þingholt- unum. Iðnskólar landsins hafa menntað fjöldann allan af snjöllum húsasmiðum, sem hefðu áreiðanlega gaman af því að fást við svo upp- byggileg verkefni, sem þeir gætu ver- ið stoltir af. Sem íbúi á norðanverðu Skóla- vörðuholti er undirrituð mjög hnípin yfir fyrirætlunum um að byggja stór- fenglega steinsteypukumbalda og kringlu á Barónsreitnum. Nóg er mæðan með háhýsin, sem þegar eru risin við Skúlagötu milli Klapparstígs og Vitastígs. Í öngum mínum varð mér hugsað til bryggjuhverfanna í Björgvin og í Þrándheimi. Þau hús eru glæsileg byggingarlist, sem á sér rætur í sögu Norðurlanda. Því ekki að byggja þarna hús í þeim stíl? Þar gæti meira að segja orðið til snotur kringla, sem hentaði nágrenninu. Stundum er minna meira! Í Fréttablaðinu 8. september birt- ist grein eftir Þórð Snæ Júlíusson arkitekt, þar sem hann viðrar hug- myndir sínar um miðborg milli Súða- vogs og Ártúnshöfða. Með þessum hætti mætti leysa alvarleg umferð- arvandamál, sem dýrt er að leysa í núverandi skipulagi, sem hann líkti við Títanik-slys. Með þessu fengju at- hafnamennirnir okkar viðfangsefni við sitt hæfi og peningavánni væri bægt frá okkur miðbæjarbúum. Svo væru hæg heimatökin fyrir fólkið, sem starfar eða á erindi í þessa nýju niðborg að bregða sér upp á Árbæj- arsafn til þess að dást að fornri ís- lenskri byggingarlist, fá sér kaffisopa og rifja upp fyrir sér fortíð lands og þjóðar. Erlendis eru til borgir með marga miðbæi og nefni ég t.d. Berlín, sem er með skemmtilegri borgum. Íslendingar eru lítil þjóð og það er alveg lögmætt. Reykvík er lítil borg og Reykvíkingar ættu að byggja hús af hóflegri stærð í gömlu miðborginni sinni – spóka sig þar og drekka kaffi – og láta sér þykja vænt um sína borg. Timbur Vilborg Auður Ísleifsdóttir vill byggja timburhús í miðbæ Reykjavíkur » Peningavá í mið-bænum og afleið- ingar hennar. Um menningar- og tilfinn- ingagildi gamalla húsa og um byggingu nýs miðbæjar og „bryggju- hverfis“. Vilborg Auður Ísleifsdóttir Höfundur er sagnfræðingur og býr við Vitastíg. Bréf til blaðsins Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík  Bréf til blaðsins | mbl.is FRAMTÍÐ Kolaportsins í húsi toll- stjóra hefur verið í umræðunni. Tollstjóra vantar bílastæði. Til að skilja vandamálið, þá hátt- ar þannig til að fyrir allmörgum ár- um var sett á skipulag hraðbraut yfir hafnarsvæðið. Bútur af hrað- brautinni og bílastæði við hana var byggt ofan á neðstu hæð tollstjóra- hússins, þegar húsið var byggt. Síð- an hafa framkvæmdir við hrað- brautina legið niðri nema hvað trébrú (langur rampi) var byggð, þannig að hægt var aka upp á stubbinn og nýta bílastæðin. Ekki veit ég hvort erlendir sér- fræðingar voru höfundar skipulags- ins. Líkt og þeir, sem nú hafa verið verðlaunaðir fyrir spítala í láreistri byggingu frá Miklatorgi niður að Hljómskálagarði. Allflestir vilja hafa Kolaportið áfram á sama stað, en nú vantar tollstjóra fleiri bílastæði, því búið er að rífa rampann. Rætt hefur verið um að flytja Kolaportið eitthvað annað, en flestir vilja hafa það áfram á sama stað. Einnig hefur komið fram að tollstjóri þurfi ekki allt plássið undir bílastæði, en Kola- portinu verði að loka meðan á bygg- ingarframkvæmdum stendur. Það er ekki góð lausn. Ólíklegt er að Kolaportið lifi af lokun til lengri eða skemmri tíma. Villi sagðist finna Kolaportinu nýjan stað og hefði ef- laust gert það. Dagur ætlar að skaffa tollstjóra ný stæði hinumegin við götuna. Það gæti orðið dýrt. Einfaldari lausn væri að flytja Kolaportið upp á planið, þar sem áður voru bílastæði tollstjóra. Ekki þarf langan rampa til að flytja fólk og vörur upp á efri hæðina. Það má gera með fólks- og vörulyftum utan á húsinu, þar sem áður var ramp- urinn. Yfir Kolaportið upp á planinu mætti svo byggja glerþak borið uppi af léttu burðarvirki úr límtré eða stáli. Kolaportið mætti svo tengja við hafnarbakkann með göngubrú. Þannig mætti nýta pláss- ið sem þar er yfir sumarið og fram á haust til sölu á t.d. á fersku ís- lensku grænmeti. Ferskt sjávarfang mætti selja úr fiskibátum, sem lagt væri við kæann. Einnig hafa veit- ingahús um borð í bátum við bakk- ann með músík og möguleika að taka snúning á þilfarinu. Svæðið allt ætti svo að tengja til vesturs að Sæ- greifanum og því sem þar er í kring. Dagur, hvernig væri að efna til verðlaunasamkeppni um skiplagn- ingu heildarsvæðisins? Við eigum mikið af góðum arkitektum og þurf- um ekki að leita út fyrir landstein- ana. Þeir gætu skipulagt nýtt, stærra og betra Kolaport á sama stað. SIGURÐUR ODDSSON, verkfræðingur. Kolaportið, einföld lausn Frá Sigurði Oddssyni Nánari upplýsingar veita: Hallur Ólafur Agnarsson, löggiltur fasteignasali á Spáni Finnbogi Hilmarsson, löggiltur fasteignasali KYNNINGARFUNDUR Í DAG LA ROTONDA – AQUA MARINA La Rotonda íbúðarhótelið er staðsett rétt fyrir utan borgina Torrevieja. Íbúðin er með tveim svefnherbergjum og svefnsófa í stofu, gistiaðstaða fyrir allt að 6 manns. Aðeins 300 m að sjó og í göngufæri við alla þjónustu. Sameiginleg sundlaug og bílastæði í kjallara. 199.000 €FRÁ ESTRELLA – AQUA MARINA Falleg penthouse íbúð staðsett í Aqua Marina hverfinu. Íbúðin er ný og hefur aldrei verið búið í henni. Mjög gott útsýni út á miðjarðarhaf. Sameiginleg sundlaug fylgir og bílastæði í lokuðum garði. Kjarakaup. 235.000 € ALDEAS 49 – AQUA MARINA Endaraðhús staðsett í nýju hverfi sem heitir Aqua Marina sem margir þekkja undir nafninu Cabo Roig skammt frá Torrevieja. Öll þjónusta er í hverfinu. Öll húsgögn fylgja. Skemmtileg sameiginleg sundlaug er við hliðin á húsinu. 249.000 € Er draumahúsið þitt á Spáni? Frá kl. 16–18 að Síðumúla 13, Reykjavík Fasteigna- og leigumiðlun Íslendinga á Spáni Síðumúli 13 – Sími 517 5280 – www.gloriacasa.isSíðumúli 13 – Sími 530 6500 – www.heimili.is PALACE SARADON LÚXUSÍBÚÐIR FYRIR 55 ÁRA OG ELDRI Palace Saradon er fjölbýlishús byggt á einum heilsusamlegasta stað í heiminum á Villa Martin svæðinu, Orihuela Costa rétt við Torrevieja. Örstutt er í alla þjónustu, golfvelli, útimarkaði og aðeins um 5 mínútna akstur að strönd. Úrval gönguleiða og afþreyingamöguleikar eru óþrjótandi. Veðurfarið er hvetjandi til útiveru, hreyfingar og heilsueflingar. VERÐ FRÁ 199. 000 € Fimm ti hve r kaup andi getur unni ð splun kuný jan golfb íl! Möguleiki á makaskiptum á eignum á Íslandi. Nánari upplýsingar í síma 517 5280
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.