Morgunblaðið - 22.11.2007, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 22.11.2007, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. NÓVEMBER 2007 15 TÓNLISTARVIÐBURÐUR: Nýútkomin hljóðritun eins mesta listaverks tónlistarsögunnar MESSA Í H-MOLL KYNNING Í HALLGRÍMSKIRKJU - ÓKEYPIS Allir seldir diskar eru númeraðir og gilda sem miði í happdrætti, sem jafnframt er fyrsta styrkveiting sjóðsins, námsstyrkur að upphæð 1.000.000, ein milljón króna. Dregið verður í happadrættinu í 50 ára afmælishófi Pólýfónkórsins hinn 8. apríl nk. Vinninga má framselja í samráði við stjórn félagsins. Gullvægar hljóðritanir á kynningarverði með happdrættisnúmeri. - Milljón króna vinningur. PÓLÝFÓNFÉLAGIÐ - polyfon50@gmail.com - www.polyfon50.is Í rómaðri Spánarför Pólýfónkórsins, Kammersveitar Reykjavíkur og einsöngvar- anna Kristins Sigmundssonar, Jóns Þor- steinssonar og Nancy Argenta voru t.d. frumfluttir fyrstu þættirnir úr stærsta tón- verki Jóns Leifs, EDDU ÓRATÓRÍU, ásamt úrvali vinsælla verka frá barokk til nútímans, t.d. Vatnasvíta Händels, kaflar úr Messíasi, s.s. Hallelúja-kórinn og hin glæsi- lega tónsmíð F. Poulencs, Gloria. Spennandi sýnishorn af rómuðum tónleikaferðum Pólýfónkórsins um Evrópu. PÓLÝFÓNFÉLAGIÐ og TÓNMENNTA- SJÓÐUR INGÓLFS standa að þessari veglegu útgáfu í tilefni þess að 50 ár eru liðin frá stofnun Pólýfónkórsins, auk þess að sýna hið besta frá ferli Pólýfónkórsins. Þessa veglegu tónútgáfu er almenningi gefinn kostur á að eignast á sérkjörum aðeins þennan dag, 25. nóvember, en diskarnir fást síðan í hljómplötuverslunum. Ómissandi gjöf í jólapakkann á hvert heimili. í flutningi Pólýfónkórsins, Sinfóníuhljóm- sveitar Íslands og 4 frægra einsöngvara undir stjórn Ingólfs Guðbrandssonar, alls um 150 flytjendur. Einstök söguleg hljóðritun, á tveimur hljómdiskum, gerð á 300 ára afmælisdegi J. S. Bachs. FYRSTA HLJÓMÚTGÁFA VERKSINS Á NORÐURLÖNDUM (UTAN SVÍÞJÓÐAR). Fyrir tilstilli EVRÓPURÁÐSINS sem einstakt framlag á ári tónlistar, 1985, mun útgáfan fara á Evrópu- markað / heimsmarkað. Tryggðu þér eintak í tíma af þessari sögu- legu hljóðritun. sunnudag 25. nóvember kl. 16.30. Kirkjan opin frá kl. 16. Tónlist J. S. Bachs hljómar enn jafn-ný og fersk og vex stöðugt í áliti við aukin kynni. H-moll messan er einn mesti dýrgripur í sögu tónlistar - og vegleg jólagjöf eða við hvert tækifæri, síung og spannar í raun og veru öll svið mannlífsins. Slíkt verk ætti að vera til á hverju heimili til endurtekinn- ar hlustunar og blessunar fyrir anda húss- ins. Á kynningunni verður verkið flutt af hinum nýju geisladiskum, nokkuð stytt. Aðgangur að kynningunni er ókeypis, og sala diskanna fer fram í anddyri kirkjunnar frá kl. 16 og að lokinni kynningu á sér- stöku kynningarverði. Einnig er gefinn magnafsláttur. „Flutningur Pólýfónkórsins og Sinfóníuhljómsveitar Íslands á H-moll messu Bachs er sá besti, sem ég hef heyrt hingað til en ég hef sungið þetta verk víða um heim. Meðlimir kórsins, hljóðfæraleikarar í Sinfóníuhljómsveitinni, að ógleymdum stjórnandanum, gera greinilega miklar kröfur og því verður útkomana svona góð“. Jacquelyn Fugelle, sópransöngkona (Morgunblaðið, 23. mars 1985) „Ingólfur Guðbrandsson og Pólýfónkórinn flytja þessa risatónsmíð nú í þriðja sinn og af því tilefni mætti spyrja hvort við Íslendingar hefðum haft uppburði í okkur til að halda upp á afmæli meistarans með þessum hætti án þátttöku Ingólfs og Pólýfónkórsins“. Jón Ásgeirsson (Morgunblaðið, 23. mars 1985) Nokkrar tilvitnanir í gagnrýni um flutning Pólýfónkórsins og Sinfóníuhljómsveitar Íslands á Messu í h-moll eftir J.S. Bach 21.mars 1985 í Háskólabíói. Eftir Kristján Jónsson kjon@mbl.is MINNI átök í Írak síðustu mánuði valda því að þúsundir fátækra flótta- manna, sem margir hafa flúið til Sýr- lands, eru nú farnar að snúa aftur heim, að sögn íraskra stjórnvalda. Mjög fáir sem hafa flúið til Jórdaníu hafa hins vegar ákveðið að fara heim á ný en yfirleitt eru þar betur stæðir flóttamenn en þeir sem hafa flúið til Sýrlands. Flóttafólkið í Jórdaníu er sumt sagt hafa meira sparifé milli hand- anna og það geti því þraukað lengur. Samkvæmt vefsíðu breska útvarps- ins, BBC, í gær koma nú um 1.000 manns daglega aftur til Íraks og sam- kvæmt upplýsingum frá flótta- mannahjálp Sameinuðu þjóðanna, UNHCR, sneru um 45 þúsund Írakar aftur heim í liðnum mánuði frá Sýr- landi. Ekki er það einvörðungu betra ástand í öryggismálum sem veldur umskiptunum heldur einnig skortur á atvinnu fyrir Íraka í Sýrlandi. Svo mikill var straumurinn til Sýrlands að íbúum landsins fjölgaði um 10% og hafa þarlend stjórnvöld nú byrjað að stugga við flóttafólki og sama er upp á teningnum í Jórdaníu. Þangað fá ekki fleiri íraskir flóttamenn að fara og Sýrlendingar krefjast vegabréfs- áritana af fólkinu. Færri árásir en friður ekki enn í augsýn Þótt árásum í Írak hafi fækkað verulega og dregið úr mannfalli er enn langt frá því að friðsamlegt sé al- mennt orðið í Írak. Að minnsta kosti fimm manns féllu í sjálfsvígsárás í borginni Ramadi í gær. Slíkar árásir voru lengi tíðar í borginni en þeim hefur fækkað mikið eftir að samstarf hófst milli ættflokkahöfðingja súnníta og herja Bandaríkjamanna um að kveða niður hryðjuverk liðs- manna al-Qaeda á svæðinu. Stjórnvöld í Bagdad hafa reynt að lokka flóttafólk heim á ný, meðal ann- ars með því að bjóða því fríar ferðir með rútum til Íraks. Yfir 4,4 milljónir Íraka hafa flúið ofbeldið í landinu frá innrás bandamanna í mars 2003, þar af er helmingurinn innanlands en ekki á heimilum sínum, þ.e. flótta- menn í eigin landi. Ofbeldið í Bagdad hefur minnkað mjög og stjórnin hef- ur reynt að fá borgarbúa sem sest hafa að tímabundið annars staðar til að snúa aftur heim gegn 800 dollara greiðslu, nær 50.000 ísl. krónum. Alls hafa 4.700 fjölskyldur tekið boðinu. Fyrrverandi lögreglumaður, Abu Naseem, fylgdist með málurum lag- færa húsið sem hann hafði yfirgefið í höfuðstaðnum. Hann sagðist vona að ekki kæmi aftur til bardaga. „En ég held að aftur verði unnin ofbeldis- verk,“ sagði hann. Athygli vakti í gær að bandarískur undirhershöfðingi, James Dubik, sagði að Íranar legðu nú hönd á plóg- inn við að efla öryggi í Írak. Bendir þetta til þess að ráðamenn í Teheran vilji nú standa við loforð sem þeir hafa gefið íröskum ráðamönnum um aðstoð við að kveða niður óöldina. Du- bik hefur yfirumsjón með þjálfun liðsmanna öryggissveita ríkisstjórn- ar Íraks. „Við erum öll þakklát fyrir að Íranar skuli nú leggja sig fram um að stöðva straum vopna, sprengiefnis [frá Íran] og einnig þjálfun öfga- manna í Írak,“ sagði hann. Íraskir flóttamenn farnir að snúa aftur á heimaslóðir Flóttamannahjálp SÞ segir 45.000 manns hafa komið frá Sýrlandi í október Reuters Guðsmóðir Íraskur lögreglumaður virðir fyrir sér styttu af Maríu mey í Dora-hverfinu í Bagdad í gær. Hundruð þúsunda Íraka eru kristnir. Moskvu. AP. | Vladímír Pútín, forseti Rúss- lands, lýsti póli- tískum andstæð- ingum sínum sem „undirlægjum“ erlendra ríkja og sakaði þá um að ætla að veikja Rússland. Er þetta harðasta árás Pútíns til þessa á stjórnarandstöðuna fyrir þing- kosningarnar 2. desember. Pútín flutti ræðu á íþrótta- leikvangi þar sem um 5.000 stuðn- ingsmenn hans hvöttu hann til að vera áfram „leiðtogi þjóðarinar“ eft- ir að síðara kjörtímabili hans lýkur. Samkvæmt stjórnarskránni getur enginn gegnt forsetaembættinu lengur en í tvö kjörtímabil í röð. Kosningarnar hafa í raun orðið að þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort Pútín eigi að halda völdunum með einhverjum hætti, hugsanlega sem forsætisráðherra. Nær 80% lands- manna styðja forsetann sem er í efsta sæti á lista flokksins Samein- aðs Rússlands. Skoðanakannanir benda til þess að flokkurinn fái tvo þriðju atkvæðanna og átta af hverj- um tíu þingsætum. Pútín lýsti kosningunum sem vali á milli áframhaldandi efnahags- uppgangs og glundroðans sem ein- kenndi fyrstu árin eftir hrun Sov- étríkjanna 1991. „Hér á landi eru því miður til menn sem nærast á erlendum sendi- ráðum eins og undirlægjur og reiða sig á stuðning erlendra sjóða og rík- isstjórna,“ sagði Pútín. Deilt á „undir- lægjur“ Vladímír Pútín
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.