Morgunblaðið - 22.11.2007, Page 21

Morgunblaðið - 22.11.2007, Page 21
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. NÓVEMBER 2007 21 sumars þegar leysingarvatn rennur til fljótsins og eins á haustin í rign- ingum. Árstíðabundnar sveiflur á rennsli fljótsins munu minnka og sömuleiðis sveiflur af völdum veð- urs. Vegna rennslisaukningar stytt- ist viðstöðutími vatnsins í Leginum um helming, eða úr einu ári í um hálft ár, en samanlögð viðstaða í Hálslóni og Leginum verður um það bil eitt ár,“ segir í bók Helga. Hann segir Jöklu almennt hafa verið talda aurugustu jökulsá lands- ins og talið að hún hafi flutt fram um 10 milljónir tonna af aur á ári. Líklegt sé að meginhluti aurburð- arsins setjist til í Hálslóni, en um 6% berist gegnum virkjunina og í Lagarfljót, eða um sexhundruð þús- und tonn á ári. Muni aur í Lag- arfljóti því fjór- til fimmfaldast. Skyggni í fljótinu hefur verið 120 til 130 cm við Lagarfljótsbrú en verður nú 50 til 60 cm. Ísar óstöðugri og vakir fleiri Talið er að kólnun í fljótinu vegna jökulvatnsins verði mest yfir sum- armánuði og fram eftir hausti, að meðaltali 0,5 gráður. Á vetrum verði kólnun nánast engin. Kólnun og aukinn aur hafa neikvæð áhrif á líf- ríki með fækkun tegunda og minnk- andi fjölda einstaklinga af öðrum tegundum, þó svo að tíminn verði að leiða slíkt í ljós. Aukið rennsli hefur áhrif á ísalög, þannig að fljótið legg- ur seinna en áður, ísar verða óstöð- ugri og vakir fleiri og stærri. Um einhverja vatnsborðshækkun verður að ræða, þó misjafnlega eftir svæð- um við Lagarfljót og var klapp- arhaft ofan við Lagarfossvirkjun sprengt burt til að rýmka farveginn. Á að sjá til hvort frekari aðgerða í farvegsrýmkun og staðbundinna varnargarða er þörf. Breytingar á grunnvatni við Lagarfljót, einkum innst og yst, við láglend votlend- issvæði gætu orðið nokkrar, jafnvel í formi skemmda á túnum í Fljóts- dal. Í bók Helga segir einnig að víst megi telja að Lagarfljót hætti að renna í núverandi Jökulsárós og grafi sér nýjan farveg beint til sjáv- ar, eins og það hafði áður fyrr, en bergvatnsáin Jökla muni aftur á móti leita þangað. Ósinn gæti þá aft- ur orðið skipgengur. Í HNOTSKURN »Jökulsá á Dal er byrjuð aðrenna í farveg Lagarfljóts og mun þess fljótlega sjá stað með því að fljótið breyti um lit og verði grábrúnna og dekkra. »Líklegt er talið að aur-burður í fljótinu fjór- til fimmfaldist og það, ásamt 0,5 gráðu meðaltalskólnun vatns- ins muni hafa áhrif á lífríki í og við fljótið og t.d. á ísalög. Egilsstaðir | Eignarnám verður gert í landi Egilsstaða II skammt frá þéttbýlinu á Egilsstöðum. Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs samþykkti á fundi sínum í gær að þessi leið yrði farin eftir að viðræður milli eigenda og sveitarfélagsins sigldu í strand vegna ólíkra hug- mynda um verð á landskikanum. Bæjarráð hafði áður samþykkt að svo yrði staðið að málum. Yfirstjórn Fljótsdalshéraðs vill, vegna nýs miðbæjarskipulags á Eg- ilsstöðum, flytja núverandi tjald- svæði úr miðbæ og yfir þjóðveg 1 að Egilsstaðakolli. Reisa á verslunar- og þjónustubyggingar þar sem nú- verandi tjaldsvæði hefur verið til margra ára. Einnig horft til nýrrar hafnaraðstöðu á Lagarfljóti Auk uppbyggingar nýs tjaldsvæð- is er sömuleiðis horft til hafnarað- stöðu við Lagarfljót, en hún er nú úti við Lagarfljótsbrú og þykir óhentug að flestu leyti, auk þess að vera fyrir þegar kemur að framkvæmdum vegna nýrrar Lagarfljótsbrúar inn- an ekki langs tíma. Talið hefur verið mikilvægt að tjaldsvæðið verði í göngufæri við miðkjarna Egilsstaða til að aðgengi ferðafólks að þjónustu og verslun sé sem best og þessi staðsetning því álitin heppileg. Málið fer nú fyrir Skipulagsstofn- un til umsagnar, en umhverfisráð- herra þarf að samþykkja eignarnám- ið. Dómkvaddir matsmenn munu svo væntanlega ákvarða bætur til land- eigenda vegna eignaupptökunnar. Sætti þeir sig ekki við niðurstöðuna verður málinu skotið til matsnefndar eignarnámsbóta til úrskurðar. Eignarnám gert í landi Egilsstaða II vegna tilflutnings á tjaldsvæði Reykjanesbær | Sigríður Jóna Jó- hannesdóttir, bæjarfulltrúi Sjálf- stæðisflokksins, var kosin aðal- fulltrúi í bæjarráð á fundi bæjarstjórnar síðastliðinn miðviku- dag. Björk Guðjónsdóttir hættir í bæjarráði en hún tók sæti á Alþingi í vor. Hún er áfram forseti bæj- arstjórnar. Á sama fundi var Garðar K. Vil- hjálmsson kosinn varmaður í bæj- arráð fyrir sjálfstæðismenn. Böðvar Jónsson er formaður bæj- arráðs og með þeim Sigríði Jónu er Steinþór Jónsson fulltrúi Sjálfstæð- isflokksins. Fulltrúar A-listans í bæjarráði Reykjanesbæjar eru þeir Guðbrandur Einarsson og Eysteinn Jónsson. Nýr fulltrúi í bæjarráði Vogar | Sveitarfélagið Vogar og Fornleifastofnun Íslands hafa und- irritað samstarfssamning til sjö ára um vettvangsskráningu fornleifa í sveitarfélaginu. Sveitarfélagið er mjög ríkt af minjum, að því er fram kemur á vef Voga, en skráðar hafa verið um 1.300 minjar. Samningurinn kveður á um að Fornleifastofnun Íslands mun skrá allar þekktar minjar á vettvangi og skila staðsetningarhnitum. Jafn- framt mun Fornleifastofnun skila skýrslum með fornleifaskrá, grein- ingu á minjaflokkum, ástandi minja og ábendingum um áhugaverða minjastaði. Bæjarstjórn bindur miklar vonir við samstarfið, en stefnt er að því að nýta upplýsingarnar til að gera minjar aðgengilegri í sveitarfé- laginu og styðja þannig við ferða- þjónustu á svæðinu. Skrá allar fornminjar D i g i t a l S o u n d P r o j e c t o r Yamaha heimabíó fæst hjá söluaðilum um land allt. Ármúli 26 / Sími 522 3000 / www.hataekni.is P IP A R • S ÍA • 7 2 3 2 0 Með einum Yamaha YSP heimabíóhátalara færðu hljóðið úr öllum áttum, fyrir framan þig, aftan - frá öllum hliðum. Aðeins einn hátalari, engir bakhátalarar eða snúrur um allt gólf. Yamaha er leiðandi í heimabíóum og með tækni, sem er upprunnin frá Yamaha (Digital Sound Projector), er hljóðbylgjunum beint á nákvæman hátt í ólíkar áttir úr einum hátalara. YSP heimabíó frá Yamaha er til í mismunandi stærðum, þú velur þá sem hentar þér best. Komdu í Hátækni og fáðu svarið við því hvaðan hljóðið kemur með Yamaha YSP. Hvaðan kemur hljóðið? YSP-1100YSP-900 Komdu og heyrðu í YSP-línunni frá Yamaha YSP-4000YSP-3000

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.