Morgunblaðið - 23.11.2007, Page 1

Morgunblaðið - 23.11.2007, Page 1
STOFNAÐ 1913 320. TBL. 95. ÁRG. FÖSTUDAGUR 23. NÓVEMBER 2007 LANDSPRENT EHF. mbl.is HAGLEIKSMAÐUR HANN SAT FAST VIÐ SAUMA Í EITT OG HÁLFT ÁR OG GAF AFRAKSTURINN >> 21 Leikhúsin í landinu Staður fyrir stefnumót? >> 40 á www.jolamjolk.is Spennandi leikur hefst 1. desember. Fylgstu með FRÉTTASKÝRING Eftir Ómar Friðriksson omfr@mbl.is ÞAÐ eru ekki einasta hlutafjáreigendur sem verða fyrir barðinu á niðursveiflu á hluta- bréfamarkaði. Öll heimili í landinu verða fyr- ir óbeinum áhrifum af verðfallinu. Samhengi er á milli hlutabréfaverðs og gengis krón- unnar. ,,Fyrstu áhrifin geta verið veiking krónunnar og það mun stuðla að aukinni verð- bólgu,“ segir Gylfi Arnbjörnsson, fram- kvæmdastjóri ASÍ. Verðlækkun hluta- bréfa getur líka snert lífeyrissparnað lands- manna. Hlutabréf verða sífellt stærri hluti af verðbréfaeign lífeyrissjóða, sem gerir þá viðkvæmari fyrir sveiflum á mörkuðum. „Þetta getur leitt til þess að staða lífeyris- sjóðanna versni,“ segir Gylfi. Ósennilegt er þó að lækkunarhrinan leiði til skerðingar á áunnum réttindum sjóð- félaga. Þegar framtíðarskuldbindingar líf- eyrissjóðanna eru reiknaðar er gert ráð fyrir að sjóðirnir nái að meðaltali 3,5% raunávöxt- un, að sögn Hrafns Magnússonar, fram- kvæmdastjóra Landssamtaka lífeyrissjóða. Raunávöxtun sjóðanna í fyrra var sérlega góð eða 10,2%, síðustu 3 árin var hún yfir 10% og frá því mælingar hófust 1991 hefur hún að meðaltali verði 6,63%. Þessi ávöxtun hefur gert að verkum að lífeyrissjóðir hafa aukið réttindin á hverju ári og greitt umfram það sem gert er ráð fyrir í samþykktum. „Lífeyrissjóðirnir eru langtímafjárfestar og eiga alveg að þola einhverjar sveiflur niður á við,“ segir Hrafn. „Tryggingafræðilega stað- an hefur batnað svo mikið að ég hef ekki trú á því að þetta hafi nein […] áhrif til lækkunar, en þetta gæti hins vegar haft það í för með sér að sjóðirnir sæju sér ekki fært að bæta í réttindin á næsta ári ef markaðurinn verður í þessari stöðu um áramótin.“ Björn R. Guðmundsson, forstöðumaður á greiningardeild Landsbankans, telur að stærstu áhrifin af niðursveiflu á hlutabréfa- markaði á heimilin sé á væntingar einstak- linga um efnahagsástandið á hverjum tíma, „og að hve miklu leyti slíkar væntingar ráða ákvörðunum um fjárfestingu eða neyslu. Þetta mótar í ákveðnum skilningi heildarum- gjörð efnahagsumræðunnar og tilfinningu fyrir efnahagslífinu,“ segir hann. Lækkanir á hlutafjármörkuðum kunna hins vegar að hafa meiri áhrif á ávöxtun séreignasparnað- ar. Hann hefur vaxið hröðum skrefum í 197 milljarða um seinustu áramót. Stærstur hluti er í vörslu lífeyrissjóða en einnig banka, sparisjóða o.fl. þar sem mismunandi áhættu- samar leiðir eru valdar við ávöxtun hans. Séreignasparnaður hjá lífeyrissjóðunum er háður sömu fjárfestingarreglum og sjóðirnir starfa eftir. Hann er yfirleitt betur varinn fyrir svona skammtímasveiflum en séreigna- sparnaður sem kynni að vera í bönkunum því þar eru ýmsar leiðir sem menn geta farið, að sögn Hrafns. Hlutafjár- dýfan tekur alla með Lífeyrissjóðir eiga að þola niðursveifluna Neikvæð áhrif Veik- ing krónunnar mun stuðla að aukinni verðbólgu. ALMENN lækkun gengis ís- lenskra hlutabréfa heldur áfram en í gær hægði þó held- ur á henni. Úrvalsvísitala kauphallarinnar lækkaði þá um 0,6% og bar 5,8% lækkun á gengi Existu þá hæst. Enn- fremur var mikil velta með bréf félagsins sem bendir til þess að lækkunin skýrist fyrst og fremst af veðköllum (e. margin calls) á lánum með veði í hlutabréfum í félaginu. Gengi fyrirtækja á borð við Sampo, Kaupþing og Storebrand, sem vega þungt í eignasafni félags- ins, hækkaði í gær sem rennir stoðum undir þá skýringu að um veðköll hafi verið að ræða. FL Group hækkaði um 0,5% í kauphöllinni í gær en gengi fé- laga sem vega þungt í eigna- safni þess félags lækkaði hins vegar. Þannig lækkaði gengi Glitnis um 0,2%, Finnair um 6,7% og Royal Unibrew um 1,0%. Undantekningin er Commerzbank sem hækkaði um 0,43% en vegna þakkar- gjörðarhátíðarinnar í Banda- ríkjunum voru engin viðskipti með bréf AMR. Helstu hlutabréfavísitölur Evrópu og Asíu hækkuðu í gær en lokað var í Bandaríkj- unum eins og áður segir. Enn meiri lækkun Eftir Kristján Jónsson kjon@mbl.is STJÓRNAR- og eigendafundi Orkuveitu Reykjavíkur, sem átti að vera í dag, var í gær frestað um viku. Júlíus Vífill Ingvarsson, borg- arfulltrúi sjálfstæðismanna, segist telja víst að ekki hafi enn náðst sam- staða um stefnuna í málum OR inn- an nýja meirihlutans. Fulltrúar minnihlutans í stýri- hópnum svonefnda eru bundnir trúnaði og mega því ekki tjá sig um hugmyndir sem þar er fjallað um. „Þær hugmyndir sem verið er að vinna með í stýrihópnum varðandi lok þessa máls hafa nú komið fyrir almannasjónir,“ segir Júlíus Vífill. „Það er ljóst hvert stefnir og þá er ákaflega óeðlilegt að stjórn OR skuli ekki fá upplýsingar um tillögur sem samkvæmt fréttum eru orðnar mjög nákvæmar, svo langt komnar að samningar virðast hafa verið gerðir milli ýmissa aðila sem hagsmuni hafa af niðurstöðu málsins,“ segir Júlíus. Hann minnir á að OR sé eigandi REI og þessir hlutir heyri því tví- mælalaust undir stjórn OR. Um stýrihópinn, þessa „furðulegu nefnd“, gildi engin lög eða reglur og hann sé í engu samræmi við hefðir borgarkerfisins. Dagur B. Eggertsson borgar- stjóri segir að fundinum hafi verið frestað þar sem í reynd hafi ekki verið mikilla tíðinda að vænta í bili. Hann sagði að sér hefði verið falið að ræða við fulltrúa annarra eigenda HS og ráðherra um leiðir til að tryggja að eignarhald á orkulindum yrði áfram í almannaeigu og stefnt væri að slíkum viðræðum. Borgarstjóri var spurður um frétt Morgunblaðsins í gær um að í stýri- hópnum væri m.a. rætt um að eign OR í Hitaveitu Suðurnesja yrði látin renna inn í REI, og þaðan inn í GGE gegn hlutafé í síðarnefnda fyrirtæk- inu. „Þetta er ekki annað en vinnu- skjal úr stýrihópnum sem sjálfstæð- ismenn hafa lekið í fjölmiðla í von um að þyrla upp einhverju ryki,“ svaraði Dagur B. Eggertsson. Ágreiningur um verð Stjórnvöld á Filippseyjum ákváðu í gær að ganga til viðræðna við Red Vulkan, sem átti hæsta tilboð í fil- ippseyska orkufélagið PNOC-EDC. Ákveðið var að REI og GGE yrðu ekki aðilar að kauptilboðinu með fyrirtækinu First Gen og talið er að ágreiningur sé um verð – tilboðið hljóðaði upp á 84 milljarða króna. Samkvæmt samstarfssamningi REI og GGE við First Gen geta íslensku félögin þó komið inn í kaupin á síð- ari stigum málsins, kjósi þau það.  REI og GGE | 4 Ekki náðst samstaða um stefnuna  Eigendafundi Orkuveitunnar frestað  Borgarstjóri ræðir við eigendur HS Júlíus Vífill Ingvarsson Dagur B. Eggertsson RYKIÐ þyrlaðist um manninn sem sagaði og lagði hellur af miklum móð í nágrenni Borgartúns í skammdegissólinni í gær. Nú er sól lágt á lofti og þegar þurrt og kyrrt er í veðri er hætt við svifryki, sem sést vel í blindandi sólinni. Þannig voru einmitt að- stæður í gær í höfuðborginni og mældist svifryk hátt yfir heilsu- verndarmörkum í Reykjavík. Á hádegi var sólarhringsmeðaltal 100 míkrógrömm í rúmmetra, en sólarhringsviðmiðunarmörk eru 50. Í dag er spáð rigningu eða slyddu um allt land og því ólíklegt að svifryksgildi verði hátt. Morgunblaðið/Valdís Sagað í svifrykinu

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.