Morgunblaðið - 23.11.2007, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 23.11.2007, Qupperneq 2
2 FÖSTUDAGUR 23. NÓVEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björn Jóhann Björnsson, fréttastjóri, bjb@mbl.is Daglegt líf Anna Sigríður Einarsdóttir, annaei@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Minningar minning@mbl.is, Stefán Ólafsson, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp | Sjónvarp Sigurlaug Jakobsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is SVANDÍS Svavarsdóttir, leiðtogi nýja meirihlutans í Reykjavík, var gestur á aðalfundi íbúasamtaka Hlíða, Holta og Norðurmýrar í gær- kvöld og kom fram á fundinum að lagning Miklubrautar í stokk í Hlíða- hverfi hefði nú forgang á mislæg gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar. Svandís var, að sögn Hilmars Sig- urðssonar, formanns samtakanna, einnig spurð um íbúalýðræði og hét hún að haft yrði nánara samráð við íbúa á fyrri stigum mála, hverfaráð yrðu efld. „Hún var spurð um flug- völlinn og sagði hún það sína per- sónulegu skoðun að hann ætti að fara og nýi meirihlutinn væri þeirrar skoðunar,“ sagði Hilmar. Það var mikil ánægja með yfirlýs- ingu Svandísar um stokkalausnina. Komin eru frumdrög að hönnuninni sem gerð voru í tíð fráfarandi meiri- hluta og ég tel að hægt sé að byggja á þeim með breytingum. Ég tel lík- legt að það sé ársferill framundan í sambandi við hönnun og umhverfis- mat og annað áður en framkvæmdir geta hafist.“ Svandís treysti sér, að sögn Hilm- ars, ekki til að tilgreina nákvæmlega hvenær framkvæmdir hæfust við stokkana en skriður yrði kominn á þær fyrir lok kjörtímabilsins. Hann hafði eftir henni að hafnar væru viðræður við ríkið um hlut þess í framkvæmdinni og lögð yrði áhersla á að ljúka þeim sem fyrst. Stokkur fyrir Miklubraut verður forgangsverkefni Nýi meirihlutinn hyggst bíða með mislæg gatnamót Morgunblaðið/Ómar Fundur Svandís Svavarsdóttir, oddviti VG, mætti á fund íbúasamtakanna í gærkvöldi og ræddi um kröfu íbúa um að setja Miklubraut í stokk. SÍLDVEIÐIFLOTI Íslendinga er kominn á Breiðasund og veiðir þar síld í gríð og erg. Þetta er eitthvað sem heimamenn áttu ekki von og hefur ekki gerst áður. Margir Hólmarar sigldu inn á Breiðasund til að fylgjast með veiðunum. Á myndinni er áhöfnin á Hugin VE að taka gott kast. Í gær voru átta síldarskip inni á Breiða- sundi nálægt Hrappsey og Öxney á veiðum, en þar er mikla síld að finna. Mikil síldveiði innarlega á Breiðafirði Morgunblaðið/Gunnlaugur Árnason BORGARRÁÐ á að segja til um hvort starfsemin falli að skipulagi á svæðinu en hlut- verk þess er ekki að segja til um hvort tiltekin at- vinnustarfsemi sé slæm eða góð. Það segir Brynjar Níelsson, lögmað- ur Bóhem, sem gagnrýnir samþykkt meirihluta borgarráðs frá því í gær. Borgarráð samþykkti þá að leggjast gegn því að nektardans yrði heim- ilaður á þremur skemmtistöðum, Club Óðali, Vegas og Bóhem. Að öðru leyti leggst ráðið ekki gegn út- gáfu rekstrarleyfis. Í lögum um veitingastaði, gisti- staði og skemmtanahald er lagt bann við að bjóða upp á nektarsýningar nema fengin sé sérstök undanþága. Í rekstrarleyfisumsóknum umræddra staða var sótt um þá undanþágu, en í bókun meirihlutaflokkanna segir m.a. að fulltrúar meirihlutans séu ekki tilbúnir að veita hana, enda bryti það í bága við samþykkta stefnumótun borgarinnar. „Um- sögnin er send með almannahags- muni í fyrirrúmi sem og þá pólitísku sannfæringu að yfirvöldum beri að hafna því að líkamar kvenna séu hlutgerðir með þessum hætti.“ Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokks voru hins vegar ekki vissir um að borgarráðsmenn gætu tekið ákvarð- anir sem slíkar og létu bóka að ekki væri hægt að horfa framhjá því að starfsemin væri heimil skv. lögum. Einnig kemur fram í bókun þeirra að lögfræðingar borgarinnar hafi bent á að slík ákvarðanataka gæti bakað borginni skaðabótaskyldu. Brynjar Níelsson sagði í samtali við Fréttavef Morgunblaðsins að þó svo að hver og einn hefði rétt á sinni skoðun væri ótækt að borgarráð tæki ákvarðanir í þessu tilviki út frá pólitískri hugmyndafræði, enda væri það ekki hlutverk þess. Hann sagði að ekki yrði við unað en ákvarðanir um hvort Bóhem leitaði réttar síns hefðu ekki verið teknar. Borgarráð vill ekki heimila nektardans Brynjar Níelsson Í HNOTSKURN »Meirihlutaflokkarnir létubóka að neikvæð umsögn væri liður í baráttunni gegn klámvæðingu og vændi. »Lögmaður Bóhem segir aðborgarráð eigi að gefa um- sögn út frá skipulagi, ekki pólitískri hugmyndafræði. »Sjálfstæðismenn eru ekkivissir um að borgarráð geti tekið ákvörðun um bann. BJÖRN Bjarna- son, dóms- og kirkjumálaráð- herra, hefur skip- að Valtý Sigurðs- son, forstjóra Fangelsismála- stofnunar ríkis- ins, í embætti rík- issaksóknara. Valtýr tekur við starfinu 1. janúar nk., þegar Bogi Nilson lætur af störf- um. Í samtali við Morgunblaðið sagðist Valtýr hlakka til að takast á við ný verkefni, ekki síst í ljósi nýs frum- varps dómsmálaráðherra sem hefur í för með sér töluverðar breytingar á ákæruvaldinu. Hann tók þó jafn- framt fram að árin hjá Fangelsis- málastofnun hefðu verið afar gleði- leg og hluta af honum langi til að klára þau verkefni sem framundan eru hjá embættinu. Aðrir umsækjendur um embætti ríkissaksóknara voru Egill Stephen- sen, saksóknari við embætti ríkis- saksóknara, Guðjón Ólafur Jónsson hæstaréttarlögmaður, Jón H.B. Snorrason, aðstoðarlögreglustjóri og saksóknari embættis lögreglu- stjórans á höfuðborgarsvæðinu, Ólafur Þór Hauksson, sýslumaður á Akranesi, og Sigríður J. Friðjóns- dóttir, saksóknari við embætti rík- issaksóknara. Skipaður ríkissak- sóknari Valtýr Sigurðsson Valtýr Sigurðsson tekur við 1. janúar nk. BORGARRÁÐ Reykjavíkur sam- þykkti kauptilboð átta bjóðenda í byggingarrétt á 22 lóðum sunnan Sléttuvegar í gær. Samþykkt var lóð fyrir fjölbýlishús með 28 íbúðum á rúmar 347 milljónir króna, bygging tvíbýlishúsa á 8 lóðum á 31,2-38,2 milljónir króna, auk 13 lóða fyrir keðjuhús á kaupverðinu 25,9-32,9 milljónir króna. Buðu yfir 30 milljónir í lóðirnar ♦♦♦ Tölum saman Laugardagsfundur í Valhöll kl. 10:30 Allir velkomnir! Landssamband sjálfstæðiskvenna stendur fyrir fundi um frumvarp félagsmálaráðherra um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla. Kaffi og meðlæti í boði Með framsögu verða: Bjarni Benediktsson alþingismaður Katrín Helga Hallgrímsdóttir varaformaður Landssambands sjálfstæðiskvenna Hrafnhildur Stefánsdóttir yfirlögfræðingur Samtaka atvinnulífsins Maríanna Traustadóttir jafnréttisfulltrúi ASÍ Fundarstjóri: Drífa Hjartardóttir formaður Landssambands sjálfstæðiskvenna SKULDATRYGGINGAÁLAG allra íslensku bankanna hækkaði um 45 punkta í gær og hefur það aldrei verið hærra en einmitt nú. Þannig er álag á skuldabréf Kaup- þings nú 360 punktar, þ.e. 3,6%, álagið á bréf Glitnis er 255 punktar og álagið á bréf Lands- bankans er 195 punktar. Tryggingaálag- ið á skuldabréf banka um allan heim hefur farið hækkandi á undan- förnum vikum eftir því sem kreppan á lánsfjármörkuðum heimsins hefur undið upp á sig og segir Guðni Að- alsteinsson, framkvæmdastjóri fjár- stýringar Kaupþings, gærdaginn hafa verið þann versta um langt skeið á markaðnum. Álag á bréf nær allra banka hafi hækkað umtalsvert. Álagið hækkar mikið Guðni Aðal- steinsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.