Morgunblaðið - 23.11.2007, Side 6

Morgunblaðið - 23.11.2007, Side 6
6 FÖSTUDAGUR 23. NÓVEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Eftir Sunnu Ósk Logadóttur sunna@mbl.is „ÞETTA er mjög jákvætt. Í Evrópu er þróunin sú að þjón- ustan við geðsjúka er að færast frá stóru sjúkrahúsunum til nærsamfélagsins og heilsugæslunnar, nær borgurunum. Þetta er angi af víðtækari þróun sem er sú að þjónustan er víða að færast frá ríki til sveitarfélaga. Mér finnst þetta hluti af opnu lýðræði, þar sem borgurunum er gert mögulegt að hafa áhrif á þjónustuna af því að hún er nær þeim.“ Þetta segir Héðinn Unnsteinsson, sérfræðingur í stefnumót- un á geðheilbrigðissviði, um þá ákvörðun velferðarráðs Reykjavíkurborgar að koma upp sambærilegri þjónustu við þá sem glíma við geðraskanir í borginni og boðið hefur verið upp á á Akureyri undanfarin ár. Í „Akureyrarmódelinu“, eins og það er gjarnan kallað, er lögð áhersla á að veita þverfaglega þjónustu á einum stað í samvinnu sjúkrahússins, félagsþjón- ustunnar og heilsugæslunnar. Í ljósi þess að Reykjavík er fjöl- mennara svæði segir Héðinn að samþætta þurfi þjónustu fleiri aðila. Og góðir hlutir taki tíma. „Þetta er svona eins og að snúa olíuflutningaskipi, við þurfum að hafa þolinmæði og um- burðarlyndi, en þetta tel ég vera hluta af ákveðnu ferli sem þegar er komið í gang.“ Héðinn bendir á að æskilegt sé að sem flestir sem á þurfi að halda, hvort sem það eru vímuefnaneytendur, fatlaðir eða geð- sjúkir, fái þjónustu í sínu nærsamfélagi. „Áskorunin er sú að við náum blöndun í samfélaginu, að fólk sem glímir við sjúk- dóma sé ekki tekið úr umferð, og áttum okkur á því að það býr svo miklu meira heilt í hverjum einstaklingi en við höldum. Við megum ekki flokka fólk og meta það út frá þeirri sjúkdóms- greiningu sem það hefur fengið.“ Þjónustan verði hreyfanlegri Auður Axelsdóttir, iðjuþjálfi og forstöðumaður hjá Geð- heilsu – eftirfylgd innan Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, fagnar ákvörðun borgarinnar. Hún segir að á Akureyri sé m.a. lögð áhersla á að fylgja fólki betur eftir út í samfélagið en slíkt starf hafi einnig verið unnið hjá heilsugæslunni í nokkur ár með góðum árangri. Mikilvægt sé að veita þjónustuna í nær- umhverfi notendanna og gæta þess að klæðskerasauma hana að hverjum og einum. „Þjónustan þarf að vera hreyfanleg. Við þurfum að gera meira af því að vinna með fólki á vettvangi þess, hvort sem það er heima, í skóla eða á vinnustað. Það höf- um við þegar prófað með góðum árangri.“ Auður segir það verða mjög til bóta að samræma þjónustu við geðsjúka í Reykjavík. Nokkuð skorti í dag upp á samvinnu milli félags- og heilbrigðiskerfisins. „En það er þegar unnið að úrbótum og samræmingu,“ segir hún, „þannig að ég held að við séum ágætlega þenkjandi en getum auðveldlega notað okk- ur það sem reynst hefur vel, eins og fyrir norðan. Við þurfum einnig að horfa á það sem t.d. heilsugæslan hefur verið að gera með aukinni þjónustu við geðsjúka og fjölskyldur þeirra og efla það starf enn frekar.“ Kunna að nýta tækifærin í umhverfinu „Akureyrarbær hefur ráðið til sín starfsfólk sem er sér- menntað í færni, hvernig eigi að efla hana sem og sjálfstæði fólks með geðraskanir og það er það sem skilar árangri fyrir norðan,“ segir Elín Ebba Ásmundsdóttir, forstöðuiðjuþjálfi á Landspítala og lektor við Háskólann á Akureyri. „Starfsfólkið kann að nýta sér tækifærin sem eru í nánasta umhverfi fólks- ins til að efla það.“ Margir iðjuþjálfar koma að þjónustu við geðsjúka á Ak- ureyri og er iðjuþjálfun kennd við HA. „Menntunin skilar sér þarna í betri þjónustu,“ segir Elín Ebba. Hún bendir á að fleiri þættir hafi einnig átt þátt í góðum árangri nyrðra. Sam- félagið sé lítið og auðveldara sé að samþætta þjónustuna fyrir vikið. Nú hafi veri ákveðið að nýta reynslu Akureyringa í Reykjavík og það sé vel. „Það hafa orðið hugmyndafræðilegar breytingar, breytingar sem byggjast á því að efla styrk og færni fólks. Það hefur nú sýnt sig að slík nálgun skilar ár- angri.“ Þjónustan færð nær notendum „Það býr svo miklu meira heilt í hverjum einstaklingi en við höldum,“ segir Héðinn Unnsteinsson Auður Axelsdóttir Héðinn Unnsteinsson Elín Ebba Ásmundsdóttir Eftir Steinunni Ásmundsdóttur steinunn@mbl.is LANDEIGANDI á jörðinni Egils- staðir I á Fljótsdalshéraði á sam- kvæmt úrskurði hæstaréttar rétt á að dómkvaddir verði tveir sérfróðir og óháðir matsmenn til að meta hæfi- legar greiðslur til hans vegna vatna- flutninga úr Hálslóni Kárahnjúka- virkjunar yfir í Lagarfljót og um farveg þess til sjávar. Héraðsdómur Austurlands úrskurðaði í október sl. að landeigandinn ætti ekki rétt á matsmönnunum vegna þess að ekki væri um tjón að ræða fyrir hann þó vatn úr Hálslóni rynni um farveg Lagarfljóts og þar með um landar- eign hans. Hæstiréttur telur hins vegar að landeigandinn uppfylli skilyrði til réttar á matsmönnum og skuli hann bera kostnað af matsgerð svo lengi sem slíkur kostnaður verður ekki felldur á aðra þegar og ef málið kem- ur til kasta dómstóla. Slíkt mál yrði einstakt í réttarfarssögu Íslands, bæði vegna þess um hversu stófellda vatnaflutninga er að ræða með því að flytja Jökulsá á Dal í Lagarfljót og hins vegar lýtur sérstaða slíks mál að eignarhaldi á botni vatnsvega og hvort rennsli vatns sé eign. Landeig- andinn vill láta meta hæfilegt árgjald vegna flutnings á vatni í Lagarfljóti til sjávar frá stöðvarhúsi Kára- hnjúkavirkjunar í Fljótsdal. Landeigendur vilja fébætur Með Kárahnjúkavirkjun er Jök- ulsá á Dal tekin úr farvegi sínum og flutt í Lagarfljót eftir aðrennslis- og fallgöngum virkjunarinnar. Íslensk- ur eignarréttur kveður á um að þeir sem eiga land að straumvatni, eigi eignarrétt á vatnsbotni úti í miðjan farveg ef um merkjavatn er að ræða, en svo háttar til í þessu máli. Landeigendur við Lagarfljót telja áhrif af flutningi Jöklu í Lagarfljót verða veruleg og vilja fébætur frá Landsvirkjun og frekari rýmkun far- vegar fljótsins vegna vatnsaukning- ar. Þegar er búið að sprengja burt um 10 þúsund rúmmetra berghaft við Lagarfoss til að stækka vatnsveginn, en ekki er gert ráð fyrir frekari rýmkun hans af Landsvirkjunar hálfu nema nauðsyn á slíku komi í ljós. Landsvirkjun telur áhrif á fljótið verða hverfandi. Fyrirtækið telur sér ekki skylt að greiða endurgjald til eigenda vatnsfarvegar frá frárennsl- isskurði í Fljótsdal og einungis sé því skylt að bæta tjón sem kunni að verða á landi og mannvirkjum á því vegna aukins vatnsmagns og hugs- anlega fyrir veiðitjón, verði sýnt fram á slíkt. Gerðir hafa verið varnargarðar til að verja tún sem liggja að farvegi Jökulsár í Fljótsdal þar sem hún rennur í Lagarfljót og eru þeir gerðir í samvinnu Landsvirkjunar og heimamanna. Þá munu einhverjir samningar hafa verið gerðir við land- eigendur í Fljótsdal vegna túna. Landeigendur við Lagarfljót segja áhrifin af veitingu Jöklu í fljótið m.a. verða skerta fiskgengd, minni sil- ungsveiði og annað rask á lífríki og landrof. Kristinn Bjarnason hrl., lögmaður landeigandafélagsins, hefur haft réttindi þeirra sem eiga land að Jök- ulsá í Fljótsdal og Lagarfljóti frá enda frárennslisskurðar og til sjávar til skoðunar, þ.m.t. þá staðreynd að það vatn sem leitt sé yfir í nýjan far- veg nýtist við orkuvinnslu í Lagar- fossvirkjun og þar með gætu landeig- endur átt kröfur á hendur RARIK. Kristinn hefur sagt að lögð sé kvöð á landeigendur með vatnsflutningnum og Kárahnjúkavirkjun sé möguleg og arðbær af því að vatnsfarvegur Lag- arfljóts er til staðar. Alls er þó óljóst um framvinduna þar sem vatnalög og lög um rann- sóknir og nýtingu á auðlindum í jörðu geta takmarkað heimildir landeig- enda, þ.e. eigendur netlaga til nýt- ingar á vatnsbotni. Höfðar dómsmál sem gæti orðið einstakt mál í réttarfarssögu Íslands Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Vatnaflutningar Landeigandi jarðarinnar Egilsstaða I vill að Lands- virkjun greiði bætur fyrir vatnaflutninga Jöklu eftir farvegi Lagarfljóts. Landeigandi við Lagarfljót vill fá dómkvadda matsmenn til að meta bætur vegna vatnaflutninga BORGARRÁÐ var í upphafi fund- ar í gærmorgun eingöngu skipað konum, en það var gert til að minnast þess að fyrir eitt hundrað árum, þ.e. hinn 22. nóvember árið 1907, voru samþykkt lög á Alþingi sem tryggðu giftum konum kjós- enda, 40 ára og eldri í Reykjavík og Hafnarfirði, kosningarétt og kjörgengi til bæjarstjórna. „Sú lagasetning varð til þess að fyrstu konur buðu sig fram og náðu kjöri í bæjarstjórn Reykjavíkur 24. janúar 1908. Þeirra tímamóta munu borgaryfirvöld minnast með viðeigandi hætti á aldarafmælinu í byrjun árs,“ segir m.a. í bókun borgarráðs. Til gamans má geta að fyrsti karlmaðurinn tók sæti á fundinum 25 mínútum eftir að hann hófst. Kvenmenn í fyrirrúmi

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.