Morgunblaðið - 23.11.2007, Qupperneq 18
18 FÖSTUDAGUR 23. NÓVEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ
MENNING
Eftir Bergþóru Jónsdóttur
begga@mbl.is
„HUGMYNDIN kemur frá Faxa-
flóahöfnum því nú er verið að halda
upp á 90 ára afmæli Reykjavík-
urhafnar,“ segir Hulda Stef-
ánsdóttir myndlistarkona en hún er
sýningarstjóri óvenjulegrar sýn-
ingar sem opnuð verður í Listasafni
ASÍ kl. 15 á morgun. Sýningin ber
yfirskriftina Kvikar myndir og hefur
að geyma gömul og ný verk af ýms-
um toga sem öll eiga það sameig-
inlegt að tengjast Reykjavíkurhöfn.
Síkvikur margbreytikleiki
Þetta er í fyrsta sinn sem Hulda
fæst við sýningarstjórn. „Það er
hægt að nálgast þetta verkefni úr
ýmsum áttum, og titillinn, Kvikar
myndir, var fyrsti útgangspunkt-
urinn sem ég gaf mér. Hann undir-
strikar margbreytileikann og þetta
sífellda umbreytingarástand hafn-
arinnar. Ég nefndi það í upphafi að
lífið við höfnina væri svo kvikt að
það væri eins og aldan gengi á land.
Þá kipptust hafnarmenn við því
höfnin stendur fyrir skjólið í ólg-
unni, skjólið sem stöðvar kvikuna.
Þrjú kvikmyndaverk eru á sýning-
unni. Eitt þeirra eru fyrstu þreif-
ingar Dieters Roth í kvikmyndagerð
á 16 mm filmu. Millikafli mynd-
arinnar er tekinn í slippnum. Svo er
það verk eftir Emiliano Monaco ,
ítalskan myndlistarmann, búsettan
hér á landi. Verkið sýnir hægfara
hreyfingu skips á leið inn í slippinn.
Hann kallar hana Reykjavíkur
Fitzcarraldo og vísar til kvikmyndar
Werners Herzogs. Að lokum er ég
með myndbandsverk eftir Hönnu
Styrmisdóttur sem hún tók á sigl-
ingu heim frá Immingham. Hún sýn-
ir haföldurnar – og stendur fyrir
ferðalagið heim í höfn. Verk hennar
kallast á við Faxaflóateikningar
Birgis Andréssonar frá þessu ári.
Þær eru meðal hans síðustu verka.“
Hulda segist hafa haft mikinn
áhuga á að geta skoðað síbreytilega
mynd hafnarinnar gegnum tímann,
og elsta verkið á sýningunni er mál-
verk eftir Þórarin B. Þorláksson frá
1900. „Það er reyndar frá því fyrir
tíma hafnarinnar, en sýnir skips-
bruna þar. Það er ákaflega drama-
tísk mynd.“ Fulltrúar gömlu meist-
aranna á sýningunni eru auk
Þórarins, Jón Stefánsson, Ásgrímur
Jónsson, Kjarval, Snorri Arinbjarn-
ar, Hörður Ágústsson og Nína
Tryggvadóttir „Ég tengi eldri verk-
in verkum samtímalistamannanna.
Ég vildi hafa breidd í aldursskipt-
ingu verkanna en líka verk frá ólík-
um tímabilum á ferli listamannanna.
Hér er til dæmis verk eftir Magnús
Tómasson sem hann vann 1962, áður
en hann fór út til framhaldsnáms. Þá
var hann oft niðri við höfn að skissa
og mála. Megas á þarna sjálfs-
myndir, ætingar, sem hann gerði
þegar hann vann sem verkamaður í
Faxaskála. Svava Björnsdóttir hefur
um tíma haft vinnustofu við Fiski-
slóð og er hér með heljarinnar
skúlptúr sem mér finnst tengjast
iðnaðinum við höfnina, verkamanna-
vinnunni, handverkinu – andspænis
útgerðinni.“
Sýningin nemur ekki staðar í sam-
tímanum því Hulda sýnir líka hug-
myndir Ólafs Elíassonar um gler-
hjúp Tónlistarhússins sem rís nú við
höfnina og veltir vöngum um framtíð
hafnarinnar.
„Höfnin er ekki sú lífæð sem hún
var en það er eitthvað annað að ger-
ast í staðinn. Hún er ef til vill að
ganga í gegnum sína mestu um-
breytingu núna,“ segir Hulda.
Listamannaspjall og leiðsögn um
sýninguna verður fyrst á sunnudag
kl. 15, er Hulda Hákon leiðir gesti
um sali ASÍ. Hulda Stefánsdóttir og
Pétur H. Ármannsson taka svo við í
desember. Listasafn ASÍ er opið alla
daga nema mánudaga frá kl. 13-17
og aðgangur er ókeypis.
Hann sigldi í höfn um snæfexta dröfn
Tuttugu og tveir listamenn eiga verk á afmælissýningu Reykjavíkurhafnar í Listasafni ASÍ
Kvikar myndir Öll verkin á sýningunni tengjast Reykjavíkurhöfn á einn eða annan hátt.
Morgunblaðið/Sverrir
Ásgrímur Jónsson
Baldvin Björnsson
Birgir Andrésson
Dieter Roth
Emiliano Monaco
Hanna Styrmisdóttir
Haraldur Jónsson
Hulda Hákon
Hörður Ágústsson
Jóhannes S. Kjarval
Jón Stefánsson
Karl Kvaran
Magnús Tómasson
Magnús Þór Jónsson
Margrét H. Blöndal
Nína Tryggvadóttir
Ólafur Elíasson
Ólöf Björnsdóttir
Snorri Arinbjarnar
Svava Björnsdóttir
Þórarinn B. Þorláksson.
Þau eiga verk
á sýningunni
TÓNLIST
Geisladiskur
Haukur Tómasson: Flautukonsertar nr. 1
og 2. Skíma, konsert fyrir tvo kontrabassa
og hljómsveit. Einleikarar: Sharon Bezaly (flauta), Há-
varður Tryggvason (kontrabassi) og Val-
ur Pálsson (kontrabassi). Sinfón-
íuhljómsveit Íslands undir stjórn
Bernharðs Wilkinsonar.
HAUKUR Tómasson tónskáld
hefur alltaf farið sínar eigin leið-
ir. Óhætt er að fullyrða að fram-
andi tónlist hans höfði til fárra,
enda gerir hann lítið til að ganga
í augun (eða eyrun) á fjöldanum.
Tónlist hans samanstendur af
allskonar hrynjandi og blæbrigð-
um sem eru fagurlega ofin, en
virðast ekki hafa mikla tilfinn-
ingalega skírskotun, a.m.k. ekki
hjá undirrituðum.
Tónlist Hauks er öll á hug-
ræna planinu, eins konar Zen-
veggfóður sem maður getur
dáðst að tímunum saman án þess
að komast að einhverri nið-
urstöðu um hvað mynstrið merk-
ir. Og auðvitað er ekkert að því.
Misjafnt er hvað fólk sækir í tón-
list; það sem er garg í eyrum
eins er fegursti fuglasöngur í
eyrum annars.
Ég hef hér í höndunum geisla-
disk með tveimur flautukons-
ertum Hauks, ásamt konsert fyr-
ir tvo kontrabassa og hljómsveit
sem ber nafnið Skíma. Öll verkin
hafa svipað yfirbragð þótt tón-
skáldið vinni á ólíkan hátt úr
hugmyndum sínum. Þau eru
kuldaleg, jafnvel fjarræn, en
maður dáist að því hve Haukur
hefur sterka tilfinningu fyrir
hljómrænum andstæðum. Sú li-
tasinfónía sem hann setur á
strigann er gædd innra samræmi
og samsvarar sér ávallt full-
komlega.
Ég hef áður fjallað um flutning
Sharon Bezaly og Sinfón-
íuhljómsveit Íslands á flautu-
konsert nr. 2, enda hefur hann
þegar komið út á eldri geisla-
diski. Flutningurinn er vissulega
vandaður og oft glæsilegur, en
ég held samt að tónlistin myndi
grípa hlustandann betur ef túlk-
unin væri snarpari og kraftmeiri.
Svipaða sögu er að segja um
hin verkin, einleikur Hávarðs
Tryggvasonar og Vals Pálssonar
er lýtalaus, en hefði hugsanlega
mátt vera áleitnari. Ég hef á til-
finningunni að bæði hljómsveit-
arstjóri og einleikarar séu fyrst
og fremst að gæta sín á að flókið
tónmálið skili sér sem best, en
gleyma að gæða það lífi. Fyrir
bragðið vantar sannfæringuna í
túlkunina.
Gaman væri að heyra tónlist
Hauks leikna af meiri ofsa. Auð-
vitað myndu feilnóturnar fjölga
sér, en það væri bara allt í lagi.
Tónmál Hauks er vissulega
kuldalegt, en það er ekki dautt.
Tónlist hans er lifandi hold, ekki
ískaldur marmari. Í núverandi
mynd eru verkin lítið annað en
uppvakningar úr tónum, syngj-
andi vampírur.
Jónas Sen
Ískaldur marmari
TÓNLIST
Söngtónleikar
Atli Heimir Sveinsson: 26 lög við ljóð Jónasar Hall-
grímssonar Fífilbrekkuhópurinn (Hulda Björk Garðarsdóttir sópr-
an, Eyjólfur Eyjólfsson tenór, Sigrún Eðvaldsdóttir
fiðla, Sigurður I. Snorrason klarínett, Anna G. Guð-
mundsdóttir píanó og Hávarður Tryggvason kontra-
bassi). Sögumaður: Arnar Jónsson. Laugardaginn
17. nóvember kl. 17.
EFNT var til tónleika í Salnum á laugardag í
tilefni tveggja alda afmælis Jónasar Hall-
grímssonar og var aðsókn allgóð þrátt fyrir
norðan beljanda. Flutt voru öll lög Atla
Heimis Sveinssonar við ljóð þjóðskáldsins er
fjölgað hefur um sjö frá því fyrstu 19 voru
frumflutt 1996. Þótt enn sé mikið eftir ótón-
sett af liðlega 200 ljóðmælum Jónasar má
ólíklegt telja að nokkurt annað tónskáld hafi
lagt drýgri hönd á þann plóg en Atli.
Vel var staðið að umbúnaði. Fallegar
skuggamyndir birtust á skjá í tengslum við
efni kvæðanna, og einn fremsti textaþulur
landsins, Arnar Jónsson leikari, las upp ævi-
sögubrot á milli atriða svo tæpast varð betur
gert.
Hulda Björk Garðarsdóttir og Eyjólfur
Eyjólfsson fóru með sönginn til skiptis í mis-
löngum lotum auk tveggja dúetta. Tókst þeim
jafnan afbragðsvel upp, þó svo að textinn
bærist misskýrt frá sópraninum og vottaði
stöku sinni fyrir gömlum eftirreigingardraugi
hjá tenórnum þegar hann læddist inn í tóninn
og gaf síðan í, án þess að kýla beint á. Engu
að síður nutu lögin bráðfallegra söngradda,
og spilamennskan í „Vínar“-áhöfn fiðlu, klar-
ínetts, píanós og kontrabassa var til fyr-
irmyndar vel samstillt; fjörug, tregablendin
og allt þar í milli eftir því sem andrúm
ljóðanna gáfu tilefni til.
Ekki er auðvelt að gera upp á milli stakra
laga tónskáldsins, er féllu oftast frábærlega
að alþýðlegu yfirborði textans í jafnlævís-
legum ytri einfaldleika sínum á ýmist róm-
antískum eða nýklassískum stílgrunni. En til
að nefna eitthvað þá fannst mér óvenjumikið
bragð að Söknuði fyrri hálfleiks með m.a.
Puccinilegri „Butterfly“-pentatóník og Dal-
vísu þar sem hnitmiðaður napólíhljómur
negldi niður tímalaust samband við klassíska
tónarfleifð.
Flutningi hópsins var forkunnarvel tekið,
og var það að verðleikum.
Tímalaust samband
Fífilbrekkuhópurinn „Flutningi hópsins var forkunnarvel tekið, og var það að verðleikum.“
Ríkarður Ö. Pálsson
TÓNLIST
Múlinn á DOMO
Kvartett Ásgeirs Ásgeirssonar
Miðvikudaginn 28. október.
ÁSGEIR Ásgeirsson gítarleikari og
kvartett hans fluttu tíu lög af efnis-
skrá Dexters Gordons, þar af sjö eftir
meistarann. Dexter er Bopptenórinn
með stórum staf. Hann var áhrifa-
valdur Coltranes, Rollins og Griffins.
Ég heyrði hann fyrst með Griffin í
gamla Montmartre 1967 og gleymist
sú upplifun aldrei. Fyrsta lag á efnis-
skránni var Montmartre og Ólafur
Jónsson í hlutverki Dexters. Þeir eru
um margt ólíkir saxófónleikarar, þótt
Ólafur komi í beinan karllegg frá
Dexter gegnum Coltrane og félaga.
Það má segja að kviknað hafi á kvart-
ettinum í þriðja lagi, snilldarlega
skrifaðri línu Dexters yfir All the
things you are og menn vanir að
spinna þann hljómagang sem rekja
má til „fyrsta djassmeistarans“ Jó-
hanns Sebastians. Ásgeir söng á
strengina í sóló sínum. Gamli McHu-
ges-söngdansinn Where are you? var
glæsilega blásinn af Ólafi og hefði ég
viljað að hann hefði blásið You’ve
Changed í stað On Green Dolphin
Street, sem var seinni söngdans
kvöldsins, ágætlega spilaður og Þor-
grímur Jónsson bassaleikari með
Niels-Henning-hryninn á hreinu þótt
þeir séu ekki líkir bassaleikarar. Besti
sóló hans þetta kvöld þótti mér sá
Mingusþrungni í samspili við fínan
burstaleik Eriks Qviks í blúsnum
Sticky Wicke“. Síðasta lag fyrir hlé
var tilbrigði Dexters við It Could
Happen To You, hressir Fired Ban-
anas, en eftir hlé var lengi dauflegt og
hefði Ólafur að ósekju mátt þeyta
nokkrum tilvitnunum inn í sóló sinn í
Second Balcony Jump, að hætti
meistarans, sem vitnaði gjarnan í
sólóum sínum í því riffi Valentines í
Habanera úr Carmen, Buena Sera og
söngdansa alls konar. Cheese Cake
var lokalagið og grúfið þar gott en oft-
ast vantaði á þessum tónleikum þá
spennu milli tenórs og hrynsveitar
sem Dexter var snillingur í að skapa.
Vernharður Linnet
Misjöfn Dextertúlkun